Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 37
Fórnarlamb
rasista
37Helgarblað 7.–9. september 2012
Myrti dóttur og barnabarn Allir héldu að Lille Stanton dýrkaði dóttur sína og dótturdóttur,
en einn sunnudaginn gerðist eitthvað og hún myrti þær báðar. Stanton stakk þær til bana og reyndi svo að stytta sjálfri sér
aldur. Það tókst þó ekki og fyrrverandi eiginmaður hennar kom að henni og fann líkin. Hún játaði glæpinn strax en lögreglan
hefur ekki gefið upp skýringar hennar á verknaðinum. Hún er nú vistuð á viðeigandi stofnun en hefur verið ákærð fyrir morðin.
Einkatímar
40 mín. tímar 1x í viku |12 vikur
Fyrir byrjendur jafnt sem lengra
komna á öllum aldri.
Skráning er hafin
Skráning í síma 581 1281
gitarskoli@gitarskoli.is
www.gitarskoli.is
K
riss Donald fæddist 2. júlí
1988. Hann var skoskur, bjó
í Glasgow og 15. mars 2004,
er hann var fimmtán ára,
var honum rænt, misþyrmt
og var hann síðar myrtur af asísku
strákagengi. Meðlimir gengisins
voru af pakistönsku bergi brotnir og
flúðu einhverjir ódæðismannanna til
Pakistan í kjölfarið, en armur laga og
réttlætis náði í skottið á þeim öllum,
fimm að tölu, að lokum.
Málið vakti töluverða athygli á sín-
um tíma þar sem um var að ræða
fyrstu sakfellingu í morði sem rekja
mátti til kynþáttahaturs í sögu lands-
ins og er talið dæmi um þann skort á
athygli sem ríkt hafði af hálfu fjölmiðla
og samfélagsins á þeirri staðreynd að
hvít fórnarlömb kynþáttahyggju fengu
minni umfjöllun en fórnarlömb sem
töldust til minnihlutahópa. En allt um
það.
Mannrán og morð
Sem fyrr segir var Kriss rænt, við Ken-
mure-stræti í Glasgow, af pakistönsku
gengi þann 15. mars. Fyrir genginu fór
Imran nokkur Shahid og ástæðan var
sú að Shahid hafði orðið fyrir árás hvíts
gengis á næturklúbbi kvöldið áður.
Kriss Donald var valinn sem fórnar-
lamb sem dæmigerður „hvítur dreng-
ur af McCulloch-strætissvæðinu“
þrátt fyrir að hafa hvergi komið nálægt
árásinni kvöldið áður eða vera tengdur
gengjum yfirhöfuð.
Fimmmenningarnir óku með Kriss
yfir 300 kílómetra leið, til Dundee og
til baka, í leit að hentugu húsnæði til
að ganga til verka. Á endanum gáfust
þeir upp á leitinni og fóru með Kriss
til Clyde Walkway, skammt frá æfinga-
svæði Celtic-knattspyrnuliðsins.
Þar héldu þeir Kriss föstum og
stungu hann þrettán sinnum og
hlaut hann, eðlilega, fjölda innvort-
is meiðsla, æðar skárust í sundur, ein
stungan lenti í lungum hans og ein í
nýra. Síðan var hellt yfir Kriss bensíni
og borinn eldur að og hann skilinn eft-
ir til að mæta örlögum sínum.
Og þá voru eftir þrír
Upphaflega voru tveir handteknir í
tengslum við morðið. Annar þeirra,
Daanish Zahid, var 18. nóvember 2004
sakfelldur fyrir morðið á Kriss Dona-
ld og varð þess vafasama heiðurs að-
njótandi að verða fyrstur til að fá dóm
fyrir morð sem rekja mátti til kyn-
þáttahyggju í Skotlandi. Hinn, Za-
hid Mohammed, viðurkenndi aðild
að brottnámi Kriss og að hafa logið
að lögreglu í rannsókn málsins. Hann
hlaut fimm ára dóm, en var sleppt eftir
að hafa afplánað helming þess tíma og
bar síðar vitni gegn þeim þremur sem
flúið höfðu til Pakistan.
Þá voru sem sagt eftir þrír. Í júlí 2005
voru þremenningarnir, Imran Shahid,
Zeeshan Shahid og Mohammed Fai-
sal Mushtaq, allir á þrítugsaldri, hand-
teknir í Pakistan og síðan framseldir til
Bretlands í október sama ár fyrir milli-
göngu Mohammeds Sarwar, þing-
manns í Glasgow. Framsal mannanna
var afar flókið því enginn framsals-
samningur er á milli landanna og því
margir ásteytingarsteinar í því ferli.
Svo mörg voru þau orð
Þremenningarnir voru ákærðir fyr-
ir morð í október 2005 og réttarhöldin
hófust 2. október ári síðar. Rúmum
mánuði síðar, 8. nóvember, voru þeir
allir sakfelldir fyrir morð af toga kyn-
þáttahyggju, en fyrir höfðu þeir allir
neitað sök.
Uist lávarður, Roderick Francis
Macdonald, dómari í málinu dró það
saman með eftirfarandi orðum: „Þið
hafið allir verið fundnir sekir af kvið-
dómendum um brottnám og morð,
af rasískum toga, á Kriss Donald,
fullkomlega saklausum fimmtán ára
smávöxnum dreng. Þið völduð hann
af þeirri einu ástæðu að hann var
hvítur og var á ferð á ákveðnu svæði
við Pollokshields í Glasgow þegar
þið leituðuð fórnarlambs. Morðið
einkennist af ásetningi; miskunnar-
laus aftaka framkvæmd með því að
stinga fórnarlambið þrettán sinnum
og kveikja síðan í því meðan það var
enn á lífi. Þetta var sannarlega fyrir-
litlegt. [...] Fórnarlamb ykkar hlýtur
að hafa verið viti sínu fjær af skelf-
ingu meðan á fjögurra klukkustunda
ökuferð ykkar yfir Mið-Skotland og til
baka stóð og vart er hægt að ímynda
sér óttann sem hann hefur upplifað
þann tíma sem leið á milli þess sem
hann var stunginn og þar til kveikt
var í honum.“
Svo mörg voru þau orð. Hver þre-
menninganna fékk lífstíðardóm; Imr-
an Shahid var dæmdur til að afplána
25 ár hið stysta, Zeeshan Shahid 23 ár
að minnsta kosti og Mohammed Fai-
sal Mushtaq 22 ár að minnsta kosti. n
Kriss Donald Var numinn, saklaus, á brott af asísku gengi og síðan myrtur.
Í haldi pakistönsku lögreglunnar Þremenningarnir sem flúðu til Pakistan voru
framseldir til Bretlands.
n Kriss Donald var myrtur á hryllilegan hátt n 15 ára, blásaklaus drengur