Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Side 27
Viðtal 27Helgarblað 7.–9. september 2012 „Mér finnst ég hafa brugðist“ alltaf upp. Ég hef alltaf verið spenntur fyrir sálfræði og félagsfræði. Örugg- lega af því að ég er svo mikið keis sjálf- ur,“ segir hann og brosir. Ég vil hjálpa. Þótt ég komi því ekki alltaf nægilega vel frá mér, þá er ég all- ur af vilja gerður,“ bætir hann við. „Skólinn sat á hakanum en á hinn bóginn skilaði það mér samt í at- vinnumennsku seinna meir. Maður sér eftir þessu en samt ekki.“ Gott að vera í Noregi Tryggvi fór ungur inn í meistaraflokk, aðeins 18 ára gamall. Hann var 23 ára þegar hann gekk í raðir Tromso í Norður-Noregi. Hann spilaði í sex ár í Noregi og líkaði tíminn þar ákaflega vel. „Það er ekki þetta stress, það er svo gott að búa í Noregi. Veðrið var líka gott, þótt ég hafi verið í Norður-Noregi í þrjú ár. Þar er ekki þetta rok, og það gerir gæfumuninn. Kannski það séu trén sem veita svona gott skjól. Það er allt miklu þægilegra og fólk gott í við- móti. Það er ekki þessi asi. Fólk vinn- ur minna. Mér finnst alltaf merkilegt að bera Ísland og Noreg saman. Í Nor- egi lenti maður í því að fara í búð sem var lokað klukkan fimm og kom fimm mínútur í, þá fékk maður ekki að klára að versla. Virðingin fyrir vinnutíman- um er slík. Á Íslandi er hægt að dóla sér löngu eftir lokunartíma.“ Fjögurra barna faðir Tryggvi á fjögur börn. „Elsti sonur minn verður 13 ára í nóvember. Elsta stúlkan mín er 8 ára og svo á ég tví- bura sem eru 6 ára núna í september. Sonur minn er afar efnilegur í boltan- um. Hann er rólegri en ég en hann er samt tapsár. Hann hefur góða eig- inleika móður sinnar. Hún var í fót- bolta sjálf og kannski svolítið tapsár líka,“ segir hann hlýlega. „Við erum öll í boltanum í fjölskyldunni. Börn- in í KR.“ Hræddur eftir blóðtappa Tryggvi greindist með blóð- tappa í byrjun mars og fékk ekki leyfi til að spila fótbolta. Hann varð í fyrsta skipti á æv- inni hræddur um líf sitt og heilsu. „Ég hef fengið mörg högg í leikjum og oft verið slasaður og meiddur. Ég fékk slæman verk í kálfann í vetur. Ég hélt ég hefði bara fengið spark en svo varð verkurinn verri og verri og það kom að því að ég var farinn að missa svefn yfir verkjunum. Mér var farið að finnast þetta skrýtið. Sjúkraþjálfaranum fannst þetta líka skrýtið, ég var búinn að vera í nuddi hjá honum og hann fylgdist vel með mér. Hann vildi endilega senda mig í ómskoðun sem ég fór svo í. Þá kom í ljós að ég var með blóðtappa. Um leið og ég heyrði að ég væri með blóðtappa hætti ég að hlusta. Þetta var mér mikið áfall og ég varð skelkaður. Ég var búinn að vera í hörku- formi og það styttist í tímabil- ið. Með mitt skap og kominn á þennan aldur og að berjast við að bæta markametið, þá var ég mjög ósáttur.“ Þurfti að sprauta sig í magann Tryggvi var settur á blóðþynn- ingarlyf og mátti sig lítið hræra. Læknirinn óttaðist samstuð á vellinum sem gæti orsakað blæð- ingar. „Maður var orðinn sjúkling- ur. Núna var ég farinn að sprauta mig í magann eins og sykursýki- sjúklingar einu sinni á dag. Ég þurfti að taka blóðþynningarlyfin og fara í blóðprufur í hverri viku. Á meðan ég var í meðferðinni mátti ég lítið reyna á mig og það hefur sjaldan komið fyrir. Þetta tók þrjá mánuði, mér finnst það ekki neitt þegar ég lít til baka. Ég hef hitt fullt af fólki sem hefur fengið blóðtappa og það hefur alltaf verið sagt að með- ferðin taki um hálft ár. Ég hreinlega ákvað að ganga í gegnum þetta á sem stystum mögulegum tíma. Ég ætlaði mér bara að vera frá í þrjá mánuði og það varð raunin.“ Er enn hræddur Hann tók sér litla hvíld og um leið og hann gat fór hann beint út á völl. Hann gerir sér grein fyrir hættunni sem fylgir því að fá blóðtappa og ótt- ast að fá hann aftur. „Ég byrjaði að hlaupa og ná upp þreki. Svo fór ég bara beint út á völl. Að sjálfsögðu var ég hræddur og ég er enn hræddur. Ég er hræddur við að fá aftur blóðtappa. Ef það gerist þá verð ég að vera á blóðþynningarlyfjum það sem eftir er ævi minnar og það er ekki líf átaka. En ég er svo sem að fara að hætta að spila sjálfur bráðum þannig að ég get farið að þjálfa. Ég tel mig samt geta hjálpað liðinu þó kominn sé á aldur.“ Vill taka að sér þjálfun Er hann þá að hætta að spila fótbolta? „Þetta fer bara allt eftir því hversu gaman maður hefur af þessu og ég hef gaman af þessu. En auðvitað þurfa einhver lið að vilja mig. Þannig að ég á vonandi nokkur ár eftir. Ég hef öðlast reynslu og menntun til að verða þjálf- ari og ég held að það sé nokkuð ljóst að ég tek að mér þjálfun í framtíðinni,“ svarar Tryggvi. Var mjög drukkinn Athygli vakti skömmu áður en Ís- landsmótið hófst þegar Tryggvi var stöðvaður drukkinn undir stýri í Vestmannaeyjum. Hann segir ölv- unaraksturinn vera verstu ákvörðun sem hann hefur tekið um ævina. „Það má segja að ég sé kominn með breitt bak eftir þetta sumar. Ég gerði stór mistök með því að keyra ölvaður. Ég var vel drukkinn. Segj- um bara: Eins gott að þeir stoppuðu mig. Og að keyra í Vestmannaeyjum! Þetta er lítil eyja og engin þörf á því að ferðast um á bíl. Ég labba um allt þegar ég er í Vestmannaeyjum og ég er alltaf að hrista hausinn yfir því að fólk keyri á milli staða þegar vegalengdirn- ar eru svona stuttar. En þarna ákvað ég þetta kvöld að keyra ölvaður. Þetta var versta ákvörðun ævi minnar,“ seg- ir hann. Athygli vakti skömmu áður en Ís- landsmótið hófst þegar Tryggvi var stöðvaður drukkinn undir stýri í Vestmannaeyjum. Hann segir ölv- unaraksturinn vera verstu ákvörðun sem hann hefur tekið um ævina. Tíu dagar á Vogi „Það má segja að ég sé kominn með breitt bak eftir þetta sumar. Ég gerði stór mistök með því að keyra ölvað- ur. Ég var vel drukkinn. Segjum bara: Eins gott að þeir stoppuðu mig. Og að keyra í Vestmannaeyjum! Þetta er lítil eyja og engin þörf á því að ferð- ast um á bíl. Ég labba um allt þegar ég er í Vestmannaeyjum og ég er alltaf að hrista hausinn yfir því að fólk keyri á milli staða þegar vegalengdirnar eru svona stutt- ar. En þarna ákvað ég þetta kvöld að keyra ölvaður. Þetta var versta ákvörðun ævi minnar.“ Hann fór á Vog í 10 daga meðferð. „Ég var þarna inni fyrir sjálfan mig. Ég var ekki þar fyr- ir neinn annan. Ég þraukaði sem betur fer þrátt fyrir að hafa frétt það eftir tvo daga þar inni að öll þjóðin vissi að ég væri þar inni. Ég varð brjálaður þegar ég frétti það og fannst ég vera svikinn og langaði að hlaupa út. Þar lærði ég til dæmis hvað það er stutt í stjórnleysið. Hvað þetta er fín lína. Ég heyrði sögur annarra þarna inni og ég var eins og lítill krakki í skóla og tengdist fólki náið. Ég spurði og spurði. Ég myndaði vinatengsl við fólk sem mig hefði aldrei grunað að ég gæti tengst í lífinu. Það var pínu svona söknuður þegar ég fór. Kannski er það kjánalegt. En þetta var frábært. Svo tók as- inn við um leið og ég kom út. Ég fór beint á æfingar, beint í boltann. Kannski hefði ég mátt taka lengri tíma í að átta mig. En þrátt fyrir allt fann ég nýjan styrk innra með mér sem mér fannst ómetanlegur.“ Horfir fram á veginn Tryggvi reynir að horfa fram á veginn. „Auðvitað reyni ég bara að halda áfram. Það skipt- ir öllu máli að horfa fram á veg- inn. Maður setur aldrei sjálfan sig fyrir hópinn. Vestmanna- eyjar verða alltaf yndislega eyjan mín og ÍBV verður alltaf liðið mitt þótt ég sé ósáttur við ýmislegt. Ég á fullt af fólki þar sem mér þykir vænt um. En mér er ekki hlýtt til allra,“ seg- ir hann. n svona. En skapið kom mér í koll þá og gerir stundum enn. En að sama skapi áttuðu foreldrar mínir sig á því að ég færi langt á skapinu. Þau leyfðu mér að vera ég sjálfur en auðvitað fékk ég að heyra það þegar ég átti það skilið og sýndi af mér ódrengilega hegðun.“ Spenntur fyrir sálfræði Þrátt fyrir að hafa verið talinn af- reksnámsmaður í æsku fór lítið fyr- ir því á unglingsárunum. Fótboltinn átti hug hans allan. „Þegar maður var orðinn unglingur setti ég námið nærri því alveg til hliðar. Því miður. Ég var orðinn svo upptekinn í íþróttum að allt í einu hafði ég engan tíma fyrir skólann. Maður á að geta blandað þessu saman, en ég gat það ekki. Ég er svo- lítið fúll út í mig í dag, ég var svo góður námsmaður. Ég hefði viljað læra meira og í dag þegar ég spyr sjálfan mig hvað ég hefði viljað læra kemur sálfræðin Fæddur markaskorari Tryggvi Guðmundsson er marka- hæsti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu frá upphafi. Metið sló Tryggvi í leik gegn Stjörnunni þann 29. maí síðastliðinn þegar hann skoraði sitt 127. mark í efstu deild. Met Tryggva er athyglisvert í ljósi þess að hann hefur stóran hluta ferils síns spilað sem atvinnumaður utan Íslands. Hann hóf ferilinn í meistaraflokki með ÍBV árið 1992, þá 18 ára, og lék með liðinu allt til ársins 1997. Tryggvi skoraði fjölda marka fyrir Eyjaliðið, 56 í 88 leikjum, og vöktu hæfileikar hans athygli liða utan landsteinanna. Hann gekk í raðir Tromsø í Norður-Noregi eftir tímabilið 1997 þar sem hann hélt áfram að skora mörk, 36 í 76 leikjum. Árið 2000 færði Tryggvi sig suður á bóginn og samdi við Stabæk þar sem hann skoraði 24 mörk í 66 leikjum. Eftir þrjú ár í herbúðum Sta- bæk færði Tryggvi sig yfir til Svíþjóðar og samdi við Örgryte þar sem hann lék árið 2004. Þó að Tryggvi skoraði aðeins 3 mörk í 22 leikjum reyndist hann félaginu býsna dýrmætur því hann skoraði mark í lokaleik tímabilsins sem tryggði liðinu áframhaldandi sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Tryggvi snéri til Íslands árið 2005, þá þrítugur, og samdi við FH í janúar það ár. Hann var hins vegar strax lán- aður til Stoke á Englandi, sem þá var í eigu Íslendinga, fram á vor. Tryggvi var ekki í náðinni hjá knattspyrnustjóranum Tony Pulis – frekar en aðrir Íslendingar sem léku hjá félaginu undir hans stjórn – og spilaði Tryggvi ekki einn einasta leik með félaginu. Hann snéri hins vegar aftur til Íslands um vorið og lék með FH. Hann varð markakóngur deildarinnar það tímabil og skoraði 16 mörk í 17 leikjum og vann FH deildina með yfirburðum. Tryggvi lék áfram með FH til ársins 2009 þegar hann hélt á fornar slóðir, Vestmannaeyjar, og samdi við ÍBV þar sem hann leikur enn þann dag í dag. Leikir og mörk fyrir íslenska landsliðið: 42 (12) „Þetta var versta ákvörðun ævi minnar Stóð ekki á sama „Að sjálfsögðu var ég hræddur og ég er enn hræddur,“ segir Tryggvi um blóð tapp- ann sem hann fékk í vetur. myNd EyÞór árNaSoN ár Lið Leikir (mörk) 1992–1993 ÍBV 23 (12) 1994 KR 13(3) 1997-1997 ÍBV 52(41) 1998–2000 Tromsø IL 76 (36) 2001–2003 Stabæk 66 (24) 2004 Örgryte IS 22 (3) 2005–2009 FH 92 (51) 2005 Stoke (lán) 0 (0) 2010– ÍBV 49 (20) m y N d E y Þ ó r á r N a S o N „Keppnisskapið var vandræðalegt fyrir mömmu og pabba

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.