Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Blaðsíða 20
20 Viðtal 7.–9. september 2012 Helgarblað Þ að má að mörgu leyti segja að þingið sé sjálfu sér verst,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son, atvinnuvega- og ný- sköpunarráðherra og for- maður VG, aðspurður um þá ímynd sem Alþingi gefur af sér. „Þingið birt- ir oft af sér neikvæðar myndir. Af þeim mætti kannski draga þá álykt- un að þar sé ævinlega allt í upplausn. Allt í deilum, illindum og leiðindum. Það er auðvitað röng mynd því það er unnin mikil og fagleg og vönduð vinna í þinginu og þingnefndunum.“ Steingrímur segir mikilvægt að setja ákveðna fyrirvara við tal um þverrandi traust á þinginu. Erfitt sé að mæla slíkt. „Nú er þetta tal um traust á þinginu vandasamt og þegar menn vitna í skoðanakannanir verð- ur að hafa í huga að það er dálítið annað að mæla viðhorf til fyrirbæris- ins þjóðþings og svo fulltrúanna sem þar sitja. Þeir sem hafa kosið einn flokk eru kannski ekkert líklegir til að lýsa yfir miklu trausti yfir stofnun sem að stórum hluta samanstendur af fólki sem er í flokki sem það kaus ekki,“ segir Steingrímur sem telur að almennt ríki traust til þeirrar að- ferðarfræði sem felist í löggjafarsam- kundu eins og Alþingi. „Þetta er auð- vitað sambland af mörgu og spilar út í andrúmsloftið í samfélaginu sem er tortryggið. Það er að ýmsu leiti enn í sárum eftir hrunið. Það er takmarkað traust á ýmsum stofnunum og þar á meðal stjórnmálum. Þetta leggst allt saman og þingið hefur átt svolítið á brattann að sækja.“ Vanhugsað upphlaup Steingrímur segir að þingmenn verði að líta í eigin barm. „Menn hugsa kannski út í hvað þeir eru að gera þegar þeir fara sjálfir í pontu og skammast yfir því að þingið njóti einskis trausts. Þeir eru svo kannski sjálfir að bæta í með því sem þeir segja og gera. Við verðum að horf- ast í augu við það að sjálf hljótum við að bera höfuðábyrgð á trausti þings- ins.“ Hann segir þingstörfin verða að vera skipulegri. „Við þurfum að bæta vinnubrögðin hjá okkur.“ Sérstaklega nefnir hann tafir á síðasta þingi vegna síendurtekinna málþófa. „Við höfum orðið fyrir töf- um og erfiðleikum út af löngum um- ræðum og átökum í málum sem eru ekki endilega stórar pólitískar deil- ur um.“ Þar vitnar Steingrímur til endurtekinna málþófa á Alþingi stuttu áður en fresta átti þingi. Með- al þess sem deilt var um var hækkun á kvóta sem greiddur var í íslenskri mynt hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Deilt var um breytta stjórnskipan ráðuneyta auk þess sem umræða um ráðgefandi kosningu vegna draga stjórnlagaráðs að breyttri stjórnar- skrá tafðist töluvert vegna umræðu í þinginu. „Það sem fer enn meira í taugarnar á mér er þegar tímanum er bara sóað í einhverja vitleysu. Þegar ekki er verið að takast almennilega og heiðarlega á um raunveruleg póli- tísk ágreiningsmál,“ segir Steingrím- ur og nefnir umræðuna um fjölda ráðuneyta. „Ég verð að viðurkenna að í um- ræðunni um sameiningu ráðuneyta fannst mér menn komnir í vissar ógöngur. Þingið var komið í mótsögn við sjálft sig. Þingið notaði vikur og jafnvel mánuði af sínum dýrmæta tíma í málþóf um það. Gleymum því ekki að hér situr þingbundin ríkis- stjórn í landinu. Við búum nú einu sinni við þingræði og ríkisstjórn sem sækir umboð sitt til Alþingis og þess meirihluta sem hún styðst við.“ Hann segir marga gjarna á að stilla fram- kvæmdavaldinu upp sem algjörri andstæðu við löggjafann. „Það er mótsagnarkennt þegar menn annars vegar tala um aðgreiningu vald- þátta og mikilvægi þess en hins vegar þegar kemur að hreinu verkefni framkvæmdavaldsins, þá eyði þing- ið óhemju tíma í að samþykkja ein- falda nafnabreytingu á ráðuneytum. Það er hreint verkefni framkvæmda- valdsins að skipuleggja sig sjálft.“ Að drekkja stofnunum Steingrímur segir umhugsunarvert fyrir þingið hvernig það ætli að styrkja stöðu sína. „Þingið styrkir sig ekki endilega með innihaldslitlum mót- þróa við mál. Það gagnast því lítið að vera með endalaust tal um hvað mál komi seint.“ Steingrímur segist hafa áhyggjur af því sem hann segir tilraun til að drekkja ráðuneytum og stofnun- um í fyrirspurnum. „Mér finnst fólk eiginlega komið í ógöngur með þessi mál. Þegar menn fara að nota það gríðarlega mikilvæga tæki þingsins að óska eftir upplýsingum til að drekkja ráðuneytunum í endalausum fyrir- spurnum og skýrslubeiðnum. Það er ekki mjög uppbyggilegt.“ Alþingi hefur á árunum eftir hrun tekið á sig nokkurn niðurskurð. Laun þingmanna voru lækkuð stuttu eftir hrunið og aðstoðarmönnum þing- manna fækkað. Bent hefur verið á að þingið sé í raun undirmann- að. Spurður hvort þetta spili inn í og hafi áhrif á þingið segir Stein- grímur; „Þingið hefur þurft að herða beltið eins og aðrir svo víða í samfé- laginu. Það hefur aðeins verið reynt að styrkja nefndarsviðið enda álag- ið verið mikið. Það er alveg rétt að álagið á þinginu undanfarin ár hef- ur ekki hjálpað. Menn verða pirrað- ir og þreyttir. Þetta hefur verið erfiður og krefjandi tími fyrir þingið en guð minn góður, hvað má þá segja um ráðuneytin og marga aðra aðila.“ Hlaupið hratt „Það er verið að hlaupa hratt allstað- ar hjá hinu opinbera. Almennt hafa opinberir starfsmenn unnið þrek- virki þessi erfiðu ár eftir hrun. Þing- ið er svo sem ekkert öðruvísi hvað það varðar.“ Hann tekur fram að þótt hann gagnrýni mikið magn fyr- irspurna sem hann sjálfur telur oft vera kall eftir upplýsingum sem auð- veldlega má finna á vefsíðum ráðu- neyta og stofnana, telji hann óund- irbúinn fyrirspurnartíma þingsins mikilvægan. „Ég er ekki að tala um að við hættum því. Við þurfum samt að fá á þingið þann blæ að til við- bótar við mikilvæg störf sem unn- in eru í þinginu komi ekki endalaus læti undir liðnum störf þingsins eða um fundarstjórn forseta. Þar bætist kannski hálftími til fjörutíu og fimm mínútur við þingfund sem fer bara í einhverja steypu.“ Steingrímur rifjar upp heimsókn sína til Þýskalands þar sem hann heimsótti þingið fyrir nokkrum árum með hópi þingmanna. „Við vorum að bera saman bækur okk- ar og spurðum Þjóðverjana hvort þeir hæfu þing með umræðum um fundarstjórn og jafnvel dagskrána. Þeir vissu ekkert hvað við vorum að tala um. Við spurðum hvort menn væru ekkert að rífast um fyrirkomu- lag fundarins? Nei, heldur þú að við bjóðum þjóðinni upp á að þjóðþing- ið hennar geti ekki verið búið að koma sér saman um dagskrá fund- ar.“ Hann segir það alltaf sitja í sér hve ólík nálgun þýskra þingmanna var á málefni þingsins. „Þeir nálguð- ust þetta út frá virðingu fyrir þinginu og þjóðinni. Það væri ekki þjóðinni bjóðandi að hennar æðsta stofnun sýndi á sér svona tætingslegt yfir- bragð. Þetta er auðvitað hinn þýski agi og allt það en þessi ólíka nálgun situr alltaf í mér.“ Enn aðhaldssöm fjárlög Talið berst frá störfum þingsins að fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sam- kvæmt venju mun fjármálaráðherra leggja fram frumvarp að fjárlögum á fyrsta degi þingsins. Á sinni tíð sem fjármálaráðherra mælti Stein- grímur fyrir þremur erfiðum fjárlög- um. Sjálfur segir hann þau raunar hafa verið fjögur þar sem aukafjár- lög í upphafi árs 2009 hafi í raun verið ný fjárlög. „Þetta er enn að- haldssamt frumvarp. Við erum ekki komin alla leið upp á bakkann. Við erum mjög að nálgast og það er að grynnka. Frumvarpið verður þó ekki nálægt því eins erfitt og þau sem eru að baki.“ Uppselt Ísland Talið berst að fyrirhugaðri hækkun virðisauka á ferðaiðnað. Fram hef- ur komið að málið sé til skoðunar og að vilji sé til að veita lengri að- lögun en í fyrstu var ætlað. Stein- grímur vildi ekki fara of ítarlega í innihald frumvarpsins enda hafi það ekki enn verið lagt fram. „Ég vil nú ekki detta í mitt gamla hlutverk sem fjármálaráðherra, það er auð- vitað hann sem leggur frumvarp- ið fram.“ Spurður hvort ekki sé þó rétt að þingið taki tillit til gagnrýni sem fram hefur komið á fyrirhugaða hækkun virðisauka og þá sérstak- lega hvað varðar stuttan frest. „Varð- andi þetta með virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna þá verð ég að segja að ég held að menn hafi gert alveg óskapleg mistök þegar menn í ör- læti sínu í meintu góðæri lækkuðu virðisaukaskattinn úr fjórtán í sjö prósent. Það var kannski sök sér að vilja gera vel við menningu og lækka matvælaverð en að láta hluti eins og gistingu á hótelum fylgja með, var mikið örlæti. Þar fyrir utan var þetta efnahagslega mjög óheppileg að- gerð sem ýtti frekar undir þenslu en að skila sér í verðlagið.“ Steingrímur segir stórt skref að fara til baka í fullt þrep. „Við ætlum að gefa ákveðna aðlögun. Hvort hún er næg verðum við að ræða.“ Ferðaiðnaður á Íslandi hef- ur undanfarin ár notið lágs geng- is gjaldmiðilsins og nokkur vöxtur hefur verið í greininni undanfar- in ár. Þetta gerir Steingrímur að umtalsefni. „Það má segja að Ís- land sé bara nánast uppselt suma mánuðina. Það er auðvitað mark- mið í sjálfu sér að ná virðisauka úr þessari grein eins og öðrum. Það eru efnisleg og skynsamleg rök fyrir því að endurskoða núverandi fyrir- komulag.“ Landspítalinn að þolmörkum Tækjabúnaður Landspítalans hefur verið til umræðu undanfarið og full- yrt að spítalinn sé kominn að þol- mörkum hvað þetta varðar. Hvort meira verði skorið niður hjá spítal- anum segir Steingrímur að það séu auðvitað takmörk hvað hægt sé að ganga langt. „Stjórnendur Landspít- alans hafa staðið sig feikilega vel, þrátt fyrir takmarkaðar fjárveitingar. Þeir meta það sjálfir og segja eflaust af einlægri sannfæringu að ekki sé hægt að ganga lengra.“ Hann seg- ir þær aðhaldsaðgerðir sem verði í frumvarpinu verði minni en undan- farin ár. „Við munum fara að geta sett meira fjármagn í velferðar- og heilbrigðisþjónustuna sem og rík- isstofnanir sem við viljum leggja áherslu á að efla þegar við erum komin upp á bakkann.“ Virkjanasinnar ekki út á guð og gaddinn Steingrímur leggur áherslu á að Rammaáætlun verði samþykkt á komandi þingi. Hann segir vinnuna við hana vandaða og undrast deilurn- ar í kringum málið. Hann segir sam- þykkt hennar verða áfangasigur fyrir umhverfisvernd. „Þarna eru fjölmörg svæði sem hafa verið bitbein að undanförnu í verndarflokki þó ekki séu þau þar öll.“ Hann segir ekki rétt að láta að því liggja að verið sé að útiloka flest svæði frá virkjunum. „Það er ekki eins og verið sé að setja orkufyrirtækin út á guð og gaddinn. Hundruð megavatta verða tilbúin til virkjunar í nýtingaflokki. Ekki síst í jarðhitanum. Sumum finnst reynd- ar um of eins og á Reykjanesinu en aðrir kostir eru minna umdeildir eins og háhitasvæðin sem búið er að rannsaka og að hluta til virkja í Þing- eyjarsýslum. Þar bíða margir virkj- anamöguleikar sem menn geta far- ið í um leið og búið er að ganga frá samningum um sölu á orku.“ Steingrímur telur of mikið gert úr deilunum um einstaka virkjana- kosti. „Menn eiga bara að hætta þessum deilum og klára þetta mál.“ Aðspurður hvort hann undrist þá sem gagnrýna tilfærslu nokkurra virkjanamöguleika yfir í biðflokk að loknu umsagnarferli iðnaðar- og umhverfisráðuneytisins segir Stein- grímur svo vera. „Ef menn eru með gagnrýni sinni að segja að engu hafi mátt breyta, þá eru menn líka að segja að umsagnarferlið hafi verið í plati.“ 320 þúsund sérfræðingar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra sagði nýlega að mikil áhersla yrði lögð á að klára breytingar á fiskveiðistjórnun á komandi þingi. Spurður hvort hann sé vonsvikinn vegna þess að ekki hafi tekist að ná breytingunum í gegn á síðasta þingi segir Steingrímur að ekki megi líta framhjá því að stórt skref sé stig- ið með veiðigjöldum. „Ég trúi því að hægt verði að landa þessu máli þannig að allir verði sæmilega sátt- ir.“ Hann segir málið flókið og það standi nærri hjarta fólks. „Við höfum öll skoðanir á þessu. Það eru næst- um 320 þúsund sérfræðingar um sjávarútveg í landinu.“ Steingrím- ur segir margt sem taka þurfi tillit til í þessu máli. „Sjávarútvegurinn er ekki einsleitur út um allt land. Það eru litlar útgerðir og stórar. Það eru litlar byggðir og stórar byggðir. Sum- ar hafa farið vel út úr kvótakerfinu í þeim skilningi að þeir búa að mikl- um veiðiheimildum í dag. Önnur svæði, byggðarlög eða útgerðir hafa farið illa út úr kerfinu og hafa misst sínar veiðiheimildir og eru í sárum.“ Margir hafa gagnrýnt stjórnar- flokkana fyrir að ganga ekki nægjan- lega langt í breytingum. Bæði Sam- fylking og VG hafa verið sökuð um að svíkja eigin kosningaloforð í til- raun til þjónkunar við kvótaeigend- ur. Steingrímur segist þrátt fyrir þetta trúa að hægt sé að ná sáttum um sjáv- arútveg. „Þegar menn koma svo með hetjuyfirlýsingar um að þetta sé bara aumingjaskapur að gera ekki þetta og hitt held ég að menn séu ekki vel innvígðir í þennan heim. Þetta er gríðarlega flókið og erfitt mál.“ Röklaus Evrópusambands umræða Steingrímur segir VG alvara með að „Alls stAðAr verið Að hlAupA hrAtt“ Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og formaður VG, býr sig undir lokaþing kjörtímabilsins. Alþingi verður sett þann 11. september næstkomandi. Atli Þór Fanndal hitti Steingrím í tilefni af komandi þingi til að fara yfir stöðu þingsins og atburði kjörtímabilsins. Á næstu dögum mun DV birta viðtal við formenn stjórnmálaflokkanna á þingi. Atli Þór Fanndal atli@dv.is Viðtal „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það hefur skipt miklu fyrir velferðarsamfélagið á Íslandi að það tókst að mynda þessa ríkisstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.