Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2012, Side 16
EigEndurnir á flótta F lutningaskipið Saga, sem áður hét Axel, hefur nú hring sólað við strendur Noregs meira eða minna í mánuð. Á því tímabili hefur skipið tvisvar sinnum skipt um nafn. Flutningaskipið var í gær, fimmtudag, við strendur Tromsø í Norður Noregi, samkvæmt upplýs- ingum á vefsíðunni marinetraffic. com. Þá lá skipið við strendur norsku eyjarinnar Humla í þrjár vikur án þess að leggja festar við bryggju. Heimildir DV herma að í Tromsø leiti skipverjar nú að nýjum verk- efnum. Skiptastjóri félaganna sem héldu utan um rekstur skipsins seg- ir málið óvenjulegt, en hann mun funda með kröfuhöfum í næstu viku, þeirra á meðal eru Lýsing og Íslands- banki. Eigendur félaganna reyna að láta lítið fyrir sér fara og skella ítrek- að á þegar blaðamaður nær til þeirra. Dularfullt mál Málið þykir hið dularfyllsta en það hefur reynst DV erfitt að hafa uppi á þeim sem hefur verið skráður fyr- ir skipinu lengst af, Ara Axel Jóns- syni. „Heyrðu, hann bara finnst ekki hér á staðnum,“ sagði eiginkona hans í samtali við DV þegar reynt var að hafa upp á honum í ágúst. Þegar blaðamaður hringdi svo aftur í sama heimasíma sem skráður er á Ara Axel í gær, fimmtudag, svaraði eldri karl- maður sem vildi ekkert kannast við nafn Ara Axels. „Nei, það er einhver vitleysa,“ sagði maðurinn og lagði á þegar honum var bent á að Ari Axel Jónsson væri skráður fyrir símanúm- erinu. Blaðamaður hingdi aftur og ítr ekað í sama númer en án árangurs, enginn svaraði. Rússneskur skipstjóri flutninga- skipsins sem þá hét Axel, flúði með það úr Akureyrarhöfn að kvöldi dags þann 28. júlí síðastliðinn. Líklegt þyk- ir að hann hafi verið undir þrýstingi frá eiganda skipsins, Ara Axel. Skip- ið hafði verið kyrrsett í höfninni af sýslumannsembættinu á Akureyri, en kyrrsetningin var gerð að beiðni skiptastjóra félaganna Dregg ehf. og Dregg Shipping ehf. Félögin, sem nú eru gjaldþrota, voru í eigu Ara Axels Jónssonar, athafnamanns á Akureyri. Þau héldu utan um rekstur flutn- ingaskipsins áður en hann var færð- ur yfir á annað félag í Færeyjum. Þögn eigenda Jónas Sigmarsson, er eigandi SPF Saga Shipping, en það fyrirtæki er skráð í Færeyjum og er núverandi eigandi flutningaskipsins Axel. Sam- kvæmt heimildum DV munu kaup Jónasar á flutningaskipinu árið 2009 vera á meðal þess sem er til skoðun- ar hjá efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra. Þar liggur meðal annars grunur á að söluverð hafi ekki verið eðlilegt þar sem um tengda aðila hafi verið að ræða. Þegar blaðamaður náði loks tali af Jónasi í gær, fimmtu- dag, var fátt um svör: „Ég vill ekkert tjá mig um þetta mál,“ sagði Jónas og skellti á blaðamann. Þannig virðist nær í ómögulegt að ná tali af eigend- um þeirra félaga sem tengjast dular- fulla skipinu. Heimildarmaður DV segir flóttann frá Akureyri benda til þess að verið sé að reyna að koma eignum undan. Málið hefur verið kært til efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra sem fer með rannsókn málsins. „Það verð- ur skiptafundur á mánudaginn eftir viku þar sem fjallað verður um þessi mál, og ráðstöfun á skipinu,“ segir Sig- mundur Guðmundsson, skiptastjóri Dregg ehf. og Dregg Shipping ehf. í samtali við DV. Hann segir að þar verði farið yfir frekari ráðstafnir sem ef til vill þurfi að grípa til. Aðspurð- ur um málið sem slíkt, segir hann það óvenjulegt: „Maður lendir ekki í þessu á hverjum degi.“ Tengdasonur í hafnarstjórn Bjarni Sigurðsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Dregg Shipping ehf. og viðskiptafélagi, Ara Axels situr í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands, sem heldur meðal annars utan um rekstur Akureyrarhafnar. Bjarni sem er tengdasonur Ara Axels kemur ekki nálægt daglegum störfum hafnar- innar þrátt fyrir stjórnarsetu sína, að sögn hafnarstjóra Akureyrarhafn- ar. Þá fengust þau svör frá Akur- eyrarhöfn að tengsl stjórnarmanns- ins Bjarna við flutningaskipið væru ekki talin skipta máli. Öllum vinnu- reglum hefði verið fylgt. Ekki náðist í Bjarna við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrr ítrekaðar tilraunir. Erfitt getur verið fyrir þrotabú að nálgast eigur sem skráðar eru er- lendis. Einn viðmælandi blaðsins líkti nafnabreytingunum og eigenda- skiptunum á skipinu við kennitölu- flakk og aðrar aðferðir sem helst mætti sjá þegar fjallað væri um svokölluðuð skattaskjól. Eftir því sem eigendakeðjan lengdist væri verið að gera kröfuhöfum erfiðara fyrir. n 16 Fréttir 7.–9. september 2012 Helgarblað Viðskiptafélagar Ari Axel Jónsson og tengdasonur hans Bjarni Sigurðsson eru viðskipta- félagar en Bjarni situr einnig í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands. n Enginn vill kannast við flutningaskip sem hefur hringsólað við strendur Noregs„Maður lendir ekki í þessu á hverjum degi Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Einnig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófaborðum. Full búð af glæsilegum Ít ölskum sófasettum Heimilisprýði ehf Sími 553-8177 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heimasíðu okkar H eimilisprydi.is Sendum frítt út á land! Ei nig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófaborðum. Fu l búð af gl silegu Ít ölsku sófasettu Heimilisprýði ehf Sími 53-81 7 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heimasíðu o kar H eimilisprydi.is Sendum frí t út á land!Einnig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófaborðum. Full búð af glæsilegum Ítölskum sófasettum Heimilisprýði ehf Sími 553-8177 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heima íðu okkar Heimilisprydi.is Sendum frítt út á land! Einnig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófaborðum. Full búð af glæsilegum Ítölskum sófasettum Heimilisprýði ehf Sími 553-8177 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heimasíðu okkar Heimilisprydi.is Sendum frítt út á land!Einnig úrval af hvíldarstólum, bókahillum, sófa orðum. Full búð af glæsilegum Ítölskum sófasettum Heimilis rýð ehf Sími 553-8177 heimilisprydi@simnet.is Skoðið heimasí u okkar Heimilisprydi.is Sendum frítt út á land! Full búð af glæsilegu ítöls sófasettum Skoði i í u ok a eimilisprydi.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.