Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Síða 4
Fóru til útlanda að skoða n Kostnaður við dómnefndina allt að 30 milljónir S amkeppni um hönnun nýs fangelsis kostaði íslenska rík­ ið á bilinu 25 til 30 milljónir króna. Sérstök dómnefnd var skipuð til að fara yfir tillögurnar sem bárust í samkeppnina síðla árs í fyrra og lauk hún störfum í maí síðastliðn­ um. Stærstur hluti kostnaðarins við samkeppnina féll til vegna greiðslna til sérfræðinga og arkitekta sem störf­ uðu í dómnefndinni. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, gegndi formennsku í nefndinni. Farið var í eina kynnisferð vegna starfa dómnefndarinnar. Allir fimm fulltrúarnir í nefndinni fóru í ferðina auk starfsmanns nefndarinnar. Kostn­ aðurinn við þá ferð nam í heild sinni 1.260 þúsund krónum. Auk Steinunn­ ar Valdísar eru nefndarmenn Páll Winkel fangelsismálastjóri, Pétur Örn Björnsson, Gylfi Guðjónsson og Hild­ ur Gunnarsdóttir arkitektar. Þetta kemur fram í svari innan­ ríkisráðuneytisins við fyrirspurn DV um kostnað við nefndina. Þar kem­ ur einnig fram að auk greiðslna til nefndarmanna var greidd þóknun til Arkitektafélags Íslands vegna sam­ starfs um samkeppnina, kostnaður við sýningu og kynningu og tíu millj­ óna króna verðlaunafé fyrir vinnings­ hafa samkeppninnar. Áætlað er að kostnaður vegna hönnunar fangelsisins nemi 200 milljónum króna. Gert er ráð fyrir þeim kostnaði í fjárlögum ársins 2012. Inni í þeirri tölu er kostnaðurinn við dómnefndina. Áætlað er að hafist verði handa við frekari undirbúning fyrir framkvæmdina á næsta ári. n adalsteinn@dv.is 4 Fréttir 21.–23. september 2012 Helgarblað Leiðir nefndina Steinunn Valdís leiðir dómnefndina. Mynd KarL Petersson Íslendingar sýna samhug Luis E. Arreaga, sendiherra Banda­ ríkjanna á Íslandi, þakkar á blogg­ síðu sinni fyrir auðsýndan hlýhug Íslendinga eftir árásir á sendiráð Bandaríkjanna í Líbýu. Segir hann að fjölmargir hafi sett sig í sam­ band við sendiráðið og vottað sam­ úð sína. „Margir hafa einnig sagt okkur frá áhyggjum sínum af of­ beldinu sem sendiráð okkar verða fyrir víðsvegar um heiminn,“ skrif­ ar hann. Fjórir starfsmenn sendi­ ráðsins í Líbýu létust í árásinni, þar á meðal sendiherra Bandaríkjanna. Fimm starfsmenn sendiráðsins særðust einnig auk tíu líbýskra ör­ yggisvarða. Sendiherrann segir að árásin hafi verið gerð á sendiráðið í kjölfar myndbands sem sett var á netið og þótti ögra töluvert, sér­ staklega íslam. Luis segist hafna því sem fram kom í myndbandinu enda samræmist það ekki hug­ myndafræði bandarískrar utan­ ríkistefnu. Hins vegar sé rangt að taka reiði sína út á starfsmönnum sendiráða enda sé stefna þeirra að byggja brýr milli samfélaga. „Eins og þruma úr heiðskýru lofti“ Aðstoðarmaður Steingríms J. Sig­ fússonar atvinnuvegaráðherra, Huginn Freyr Þorsteinsson, seg­ ir ummæli kínverska fjárfestisins Huang Nubo koma eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þetta sagði Huginn við fréttavef Vísis í gær en Nubo sagði í samtali við kínverska miðilinn China Daily að hann myndi skrifa undir samning vegna leigu á Grímsstöðum á Fjöllum við íslensk stjórnvöld í næsta mánuði. Í samtali við Vísi benti Huginn Freyr á að málið væri ekki á því stigi að samningar við Nubo yrðu undirritaðir í næsta mánuði. Fólskuleg árás Ásgeir Ingi réðst á sambýliskonu sína á heimili þeirra í miðbæ Reykjavíkur. Í dómnum segir að árásin haf verið fólskuleg. Á sgeir Ingi Ásgeirsson var á mánudaginn dæmdur í Hér­ aðsdómi Reykjavíkur í 12 mánaða fangelsi fyrir lík­ amsárás á þáverandi sam­ býliskonu sína. Ásgeir var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir hrotta­ legt morð á ungri konu í Engihjalla í Kópavogi. Hann slapp út á reynslu­ lausn í desember 2010. réðst á hana á heimili þeirra Ásgeir Ingi var dæmdur fyrir að hafa að kvöldi miðvikudagsins 21. febrú­ ar 2012 ráðist á sambýliskonu sína á heimili þeirra í miðbæ Reykjavíkur; slegið hana í andlit og líkama, hrint henni niður í rúm þannig að höfuð hennar lenti utan í vegg og sest þar ofan á hana og haldið henni. Hafi það haft þær afleiðingar að sambýl­ iskonan nefbrotnaði, hlaut mar á enni, gagnauga og vinstri kinn, mar á hægri framhandlegg og upphand­ legg, mar og sár á hálsi, mar á hægri kálfa og ofanverðu vinstra læri og tognun á ökkla. Fólskuleg árás Ásgeir Ingi játaði brot sín fyrir dómi. Í dómnum segir að brot ákærða hafi beinst gegn stúlku sem hann bjó með og árásin hafi verið fólskuleg. Jafnframt er þess getið að ákærði hafi verið á skilorði reynslulausnar þegar hann braut af sér. Þykir refsing hans að þessu athuguðu vera hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Ásgeiri er jafnfram gert að greiða konunni 350 þúsund krónur í miska­ bætur ásamt almennum vöxtum frá 21. febrúar til 18. september 2012, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er honum gert að greiða verjanda sínum 180 þúsund krónur í málsvarnarlaun og 12.925 krónur í ferðakostnað. Og verjanda konunnar 150 þúsund krónur í réttargæslulaun auk 14.400 krónur í annan sakarkostnað. dæmdur fyrir morð í engihjalla Ásgeir var látinn laus til reynslu þann 1. desember 2010 en þá átti hann 1.920 daga eftir af dómnum sem hann fékk fyrir morðið á Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur. Fangelsismálastofn­ un ákvað 22. febrúar síðastliðinn að ákærði skyldi afplána eftirstöðvar refsingarinnar fyrir að hafa rofið sér­ stakt skilorð reynslulausnarinnar um neyslu áfengis og fíkniefna. Líkt og áður sagði var Ásgeir árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyr­ ir manndráp. Töluvert hefur ver­ ið fjallað um það mál en þá varð hann Áslaugu Perlu að bana í Engi­ hjalla í Kópavogi með því að hrinda henni fram af svölum á 10. hæð. Í fyrstu neitaði Ásgeir að hafa hrint henni fram af svölunum en hand­ riðið á þeim var 119 sentímetra hátt. Hann viðurkenndi síðar að hafa hrint henni fram af svölunum. Móð­ ir fórnarlambsins hefur lengi barist fyrir því að fá málið endurupptekið því hún telur að það hafi einnig átt að ákæra Ásgeir fyrir að hafa nauðg­ að Áslaugu Perlu. Í lögregluskýrslum kemur fram að tölur á buxum fórnar­ lambsins hafi verið brotnar og Ásgeir hafi verið með nærbuxur hennar í vasanum auk þess sem áverkar hafi verið á ytri kynfærum hennar. Um áverkana sagði hann að einfaldlega hefði verið um „harkalegt kynlíf“ að ræða. Sagði hann að þau hefðu ver­ ið að stunda kynlíf en að Áslaug hefði viljað hætta til að fara að sprauta sig með eiturlyfjum. Hefði hann þá ekki viljað eiga frekara samræði við hana og ýtt henni fram af svölunum. n Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Í dómnum segir að brot ákærða hafi beinst gegn stúlku sem hann bjó með og árásin hafi jafnframt verið fólskuleg Barði kærustuna á reynslulausn n Var dæmdur fyrir morð 2001 n Nú dæmdur fyrir grófa líkamsárás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.