Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Qupperneq 6
Ekkert viðtal við Bjarna
n Formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki ræða við DV
B
jarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur synj-
að ítrekuðum beiðnum DV um
viðtal í tilefni þingsetningar.
Því verður ekkert af viðtali við full-
trúa Sjálfstæðisflokksins en formenn
annarra flokka þáðu allir boð blaðsins.
Óskað var eftir viðtali við formenn
flokkanna fimm á þingi: Sjálfstæðis-
flokks, Samfylkingar, VG, Framsóknar
og Hreyfingarinnar. Að auki var rætt
við fulltrúa Samstöðu og Bjartrar fram-
tíðar, en báðir flokkarnir eiga fulltrúa á
Alþingi, kjörna í nafni annarra flokka.
Þess skal getið að Hreyfingin hefur
ekki formann, aðeins þingflokksfor-
mann, en þingmenn Hreyfingarinnar
skipta því hlutverki á milli sín.
Fulltrúi Bjarna segir ástæðu synj-
unarinnar þá að ekki ríki traust milli
Bjarna og DV vegna umfjöllunar DV
um málefni hans. Blaðið hefur frá ár-
inu 2009 fjallað ítarlega um aðkomu
Bjarna að Vafningsmálinu svokall-
aða. Þar hefur meðal annars komið
fram að Bjarni undirritaði skjöl með
röngum dagsetningum. Umleitanir
blaðsins um þátttöku Bjarna sem for-
manns Sjálfstæðisflokksins stóðu yfir
frá 20. ágúst til 13. september þegar
boðið var formlega afþakkað. Rétt er
að taka fram að áhugaleysi Bjarna á
viðtali varð ljóst nokkru áður en form-
leg neitun barst. Í viðræðunum komu
fram áhyggjur af því að Bjarni yrði
spurður út í Vafningsmálið. Var full-
trúa Bjarna tilkynnt að DV gæti ekki
samið um að spyrja ekki ákveðinna
spurninga eða koma ekki að ákveðn-
um málum. Tilefni formannsviðtal-
anna er eins og áður segir setning Al-
þingis en ekki Vafningsmálið.
6 Fréttir 21.–23. september 2012 Helgarblað
F
lutningafyrirtækið Samskip,
sem er í eigu fjárfestisins
Ólafs Ólafssonar, hagnað-
ist um tæplega 714 milljónir
króna í fyrra, eða 4,495 millj-
ónir evra. Þetta kemur fram í nýbirt-
um ársreikningi félagsins fyrir árið
2011. Ársreikningnum var skilað til
ríkisskattastjóra þann 13. septem-
ber síðastliðinn. Árið áður, 2010,
skilaði Samskip rúmlega 6,2 millj-
óna evra hagnaði.
Í ársreikningi kemur enn frekar
fram að enginn arður hafi ver-
ið tekinn út úr Samskipum árið
2011. Samskip eru í eigu hollenska
eignarhaldsfélagsins Samskip
Holding B.V. Fram að fjárhagslegri
endurskipulagningu, sem gengið
var frá í byrjun árs 2010, var flutn-
ingafyrirtækið í eigu fjárfestingarfé-
lags Ólafs, Kjalars ehf. Samskip eru
stærsta eignin sem Ólafur Ólafs-
son heldur eftir bankahrunið 2008.
Í hruninu og í kjölfar þess tapaði
hann stórum eignarhlut í Kaupþingi
og þriðjungs eignarhlut í útgerðar-
fyrirtækinu HB Granda, stærsta
kvótanotanda á Íslandi.
Greiddu 700 milljónir
Í byrjun árs 2010 sömdu Ólafur
Ólafsson og nokkrir af lykilstjórn-
endum Samskipa við lánardrottna
félagsins, belgíska bankann Fortis
og Arion banka, um að þeir myndu
fá að halda félaginu gegn því að
reiða fram um 700 milljónir ís-
lenskra króna. Hluti af samkomu-
laginu var að lengt yrði í lánum sam-
stæðunnar. Í umfjöllun fjölmiðla á
þeim tíma kom fram að ekkert yrði
afskrifað af skuldum félagsins. Árs-
reikningur Samskipa fyrir árin 2010
og 2011 staðfestir þetta.
Skuldir Samskipa nema nú tæp-
lega 42 milljónum evra, nærri 6,7
milljörðum króna, og eru eign-
ir félagsins bókfærðar á tæplega
55 milljónir evra, um 8,7 milljarða
króna. Félagið greiddi afborganir af
skuldum sínum upp á tæplega 3,5
milljarða króna í fyrra. Miðað við
ársreikning félagsins er staða þess
ansi sterk eftir áðurnefnda fjárhags-
lega endurskipulagningu.
Endurskipuleggja fasteignir Ólafs
Líkt og DV greindi frá í síðustu viku er
önnur af lykileignum Ólafs Ólafsson-
ar á Íslandi fasteignafélagið Festing
ehf. Festing á umtalsvert magn fast-
eigna á Íslandi og skilaði hagnaði
upp á rúmlega milljarð króna árið
2010. Eignir félagsins eru verðmetnar
á meira en 16 milljarða króna. Félag-
ið á meðal annars skrifstofuhúsnæði
á Suðurlandsbraut 18 og höfuðstöðv-
ar bifreiðaumboðsins Öskju á Krók-
hálsi. Þá heldur félagið utan um fast-
eignir Samskipa.
DV greindi frá því í síðustu viku
að Festingu hefði verið skipt upp
í tvö félög: Festingu og nýtt félag,
Festi ehf. Í máli Heimis Sigurðs-
sonar, stjórnarmanns Festingar og
Festis, kom fram að þetta hefði ver-
ið gert í hagræðingarskyni til að
láta eitt og sama félagið halda utan
um fasteignir sem tengjast rekstri
Samskipa. Aðrar fasteignir sem eru
óskyldar rekstri Samskipa urðu eft-
ir í Festingu. „Það er nú ekkert á bak
við þetta annað en það að við erum
við rekstur sem er tvískiptur. Annars
vegar er um að ræða fasteignir sem
tengjast rekstri Samskipa og hins
vegar aðrar fasteignir sem ekki
tengjast þeim rekstri,“ sagði Heimir
í samtali við DV.
Bókfært virði eigna Ólafs Ólafs-
sonar í Samskipum, Festingu og
Festi nemur því nærri 25 milljörðum
króna. n
Samskip Ólafs græddu
714 milljónir árið 2011
n Samskip á eignir upp á tæpa níu milljarða n Stærsta eign Ólafs Ólafssonar„Bókfært virði eigna
Ólafs Ólafssonar í
Samskipum, Festingu og
Festi nemur því nærri 25
milljörðum króna.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Á miklar eignir Ólafur Ólafsson
á enn gríðarlegar eignir eftir hrunið
2008. Hann sætir ákæru í Al-Thani
málinu svokallaða og sést hér með
verjanda sínum, Ragnari Hall, við
rekstur málsins í héraðsdómi.
Skortir traust Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki
ríkja traust milli sín og DV.
„Hópnauðg-
anir ekki
grjótharðar“
„Vil taka það skýrt fram að mér
finnst hópnauðganir ekki grjót-
harðar,“ skrifaði knattspyrnu-
maðurinn Garðar Gunnlaugs-
son, leikmaður ÍA, í athugasemd
við frétt á DV.is þar sem greint
var frá bloggi Maríu Lilju Þrast-
ardóttur þar sem hún birti skjá-
skot af Facebook-vegg Garðars.
Skjáskotið var af mynd sem Garð-
ar deildi á Facebook-vegg sínum.
Það sem fór fyrir brjóstið á Maríu
Lilju, og nokkrum vinum Garðars,
var að myndin sýndi dvergana sjö
vera að nauðga sögupersónunni
Mjallhvíti. Garðar deildi myndinni
undir yfirskriftinni að myndin
væri „ljónhörð“.
Í skjáskoti Maríu Lilju sést
hvernig Garðar er gagnrýndur
vegna myndarinnar, meðal annars
af Mána Péturssyni útvarpsmanni
sem segist ekki sjá neitt fyndið við
að dvergarnir nauðgi Mjallhvíti
og ráðleggur hann Garðari að fá
sér betri almannatengil. Líkt og
fyrr segir tekur Garðar það fram
í athugasemd að honum finnist
hópnauðganir ekki „grjótharðar“
og bætir við: „Þvert á móti finnst
mér það viðbjóðslegur aumingja-
skapur og að halda öðru fram er
fásinna.“
Um 300
hafa kosið
Alls eru nú 267 manns búnir að
greiða atkvæði utankjörfund-
ar vegna þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar um tillögur stjórnlagaráðs
sem fram fer 20. október næst-
komandi. Þar af hafa 165 greitt
atkvæði á höfuðborgarsvæðinu.
Utankjörfundaratkvæðagreiðslan
hófst hjá embætti Sýslumannsins
í Reykjavík þann 25. ágúst síðast-
liðinn. Búast má við að kjörsókn
fari vaxandi eftir því sem nær
dregur kosningum.