Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Side 33
33Helgarblað 21.–23. september 2012
ára Á Valentínusardaginn árið 2010 var Shawn Armstrong við skotæfingar í skógi í Tennesseefylki þegar
eiginmaður hennar kom að henni. Þau höfðu átt í hjónabandserfiðleikum og höfðu skilið að borði og sæng
stuttu áður. Það kom til rifrildis á milli þeirra sem endaði með að Shawn skaut Maury, 42 ára, þremur skotum og
hringdi svo á neyðarlínuna. Maury var fluttur með þyrlu á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Shawn
var handtekin og kærð fyrir manndráp af annarri gráðu. 38
M
ark Goudeau fæddist árið
1964 í Phoenix í Arizona
í Bandaríkjunum. Hann
var yngstur þrettán systk-
ina og Willie, faðir hans,
vann á bílasölu og móðir hans, Al-
berta, var þjónustukona. Þau skildu
síðar.
Tvennum sögum fer af heimil-
ishaldi fjölskyldunnar. Eitt systk-
ina Marks sagði að þrátt fyrir að
það hefði einkennst af reglum og
hömlum hefði heimilislífið verið
friðsamlegt. Önnur systkini Marks
sögðu að Willie hefði gjarna viðhaft
niðurlægjandi orðbragð og að
áfengissýki hefði verið vel þekkt fyr-
irbæri í sögu fjölskyldunnar.
Alberta lést þegar Mark var
tólf ára, árið 1976. Mark var góð-
ur í íþróttum og var í knattspyrnu-
liði Corona del Sol High-skólans í
Arizona, en náði ekki að útskrifast
þaðan.
Árið 1982 voru Mark og einn
bróðir hans handteknir vegna
nauðgunar en málinu var ekki fylgt
eftir. Árin 1987 og 1988 var Mark
ákærður fyrir ýmis brot, meðal
annars að aka undir áhrifum áfeng-
is. En brot hans áttu eftir að verða
alvarlegri.
Langur fangelsisdómur
Í ágúst 1988 var Mark ákærður fyr-
ir brottnám konu, fyrir að nauðga
henni hrottalega og ganga í skrokk
á henni. Mark fullyrti að hún hefði
samþykkt samræði og að nauðgunin
og líkamsárásin væru verka tveggja
annarra karlmanna.
Ekki var lagður trúnaður á frá
sögn Marks og hann var dæmdur,
árið 1990, til fimmtán ára fangelsis-
vistar. Hann losnaði út vegna góðr-
ar hegðunar eftir að hafa afplánað
þrettán ár og settist að skammt frá
Baseline-vegi í Phoenix og stofnaði
þar heimili ásamt eiginkonu sinni,
Wendy Carr. Þrátt fyrir að nágrann-
ar þekktu til forsögu Marks var hann
ágætlega vel liðinn. Mark fékk vinnu
hjá byggingafyrirtæki og allt virtist
vera í sóma, en um ári eftir að Mark
losnaði úr fangelsi hófst Baseline-
morðinginn handa.
Stuttur en blóðugur ferill
Fyrsti glæpurinn sem eignaður var
Baseline-morðingjanum átti sér stað
6. ágúst 2005. Þá voru þrjár tánings-
stúlkur neyddar aftur fyrir kirkju
nokkra og tvær þeirra misnotaðar.
Talið er að Baseline-morðinginn hafi
framið sitt fyrsta morð mánuði síðar.
Næstu ellefu mánuði skildi hann
eftir sig slóð innbrota, kynferðis-
árása og átta morða. Eitt umræddra
morða, morðið á Sophiu Nunez
þann 10. apríl 2006, var ekki eignað
honum fyrr en síðar þegar staðfest
var að kúlan sem hafði banað henni
kom úr sömu byssu og notuð hafði
verið við hin morðin.
En í septemberbyrjun árið 2006
tilkynnti lögreglan í Phoenix að
hún hefði haft hendur í hári manns,
Marks Goudeau, sem grunaður væri
um nauðgun á tveimur systrum, sem
hafði átt sér stað 20. september 2005,
og eignuð var Baseline-morðingjan-
um. Önnur systranna var barnshaf-
andi þegar Mark nauðgaði henni.
438 ára fangelsi
DNA-sýni urðu Mark að falli í því
máli. Réttað var yfir honum vegna alls
19 ákæruatriða og var hann dæmdur
til 438 ára fangelsisvistar. Síðar sann-
aðist, fyrir tilstill DNA-sýna, skot-
færarannsókna og fleiri vísbendinga,
sök Marks í fleiri málum sem tengd
voru Baseline-morðingjanum og 31.
október 2011 var hann sakfelldur í
öllum þeim málum sem eignuð voru
Baseline-morðingjanum fyrir utan
þrjú rán og eitt mannrán.
Í nóvember 2011 var mark Gou-
deau dæmdur til dauða og bíður nú
fullnustu þess dóms á dauðadeild
ríkisfangelsis Arizona.
Fjölskylda hans og vinir hafa
haldið uppi vörnum fyrir Mark og
fullyrða að lögreglan hafi handtek-
ið rangan mann og hafa sumir geng-
ið svo langt að fullyrða að lögreglan
hafi vísvitandi haft Mark fyrir rangri
sök. n
Baseline-
morðinginn
n Mark Goudeau var vel liðinn af nágrönnum sínum n Ekki var allt sem sýndist
„Næstu ell-
efu mánuði
skildi hann eftir sig
slóð innbrota, kyn-
ferðislegra árása
og átta morða
Fórnarlömb Marks
n Georgia Thompson, 19 ára, skotin til bana fyrir utan
heimili sitt 9. september 2005.
n Tina Washington, 39 ára, numin á brott á strætó-
stoppistöð, dregin á bak við verslun og skotin til bana 12.
desember 2005.
n Romelia Vargas, 38 ára, og Mirna Palma Roman, 24
ára, skotnar til bana í veitingavagni sem þær ráku, 20.
febrúar 2006.
n Chao „George“ Chou, 23 ára, og Liliana Sanchez
Cabrera, 20 ára, numin á brott á bílastæði við veitinga-
stað sem þau unnu á 14. mars 2006.
n Kristina Nicole Gibbons, 26 ára, drepin 29. mars 2006. Lík hennar fannst tæpri viku
síðar.
n Sophia Nunez, 37 ára, fannst skotin til bana í baðkari á heimili sínu 10. apríl 2006 og
var það átta ára sonur hennar sem fann hana.
n Carmen Miranda, 37 ára, numin á brott frá bílaþvottastöð nokkrum húsalengjum frá
heimili Marks Goudeau og síðan skotin í bifreið sinni 29. júní 2006.
„Önnur systranna
var barnshafandi
þegar Mark nauðgaði
henni.
Mark Goudeau Öll
nema eitt fórnarlamba
hans voru konur.