Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2012, Qupperneq 44
44 Sport 21.–23. september 2012 Helgarblað
n Liverpool tekur á móti United n Manchester City fær Arsenal í heimsókn
Þ
að verða sannkallaðir stór
leikir á dagskrá ensku úr
valsdeildarinnar um helg
ina en þá fer fimmta
um ferð in fram. Leikurinn
sem augu flestra munu beinast að
er án efa viðureign erkifjendanna
Liverpool og Manchester United
sem mætast á Anfield í hádeginu á
sunnudag. Frá því að úrvalsdeildin
var stofnuð árið 1992 hafa þessi lið
mæst 20 sinnum í deildinni á An
field; Liverpool hefur unnið sjö
leiki, United níu en fjórir hafa endað
með jafntefli. Þó að árangur United
á þessum velli hafi verið góður
undanfarna tvo áratugi hefur United
ekki unnið í deildinni á Anfield frá
árinu 2007 þegar Carlos Tevez skor
aði sigurmarkið í 1–0 sigri.
Misjafnt gengi
Liverpool hefur byrjað tímabilið af
leitlega og situr í 17. sæti deildarinn
ar með tvö stig eftir fjóra leiki. Í þess
um fjórum leikjum hefur Liverpool
skorað þrjú mörk en fengið á sig
átta. Liverpool hefur gengið illa að
nýta færi sín það sem af er tímabili.
Fabio Borini, Ítalinn sem var keypt
ur frá Roma í sumar, hefur enn ekki
skorað en hann sagðist í viðtali við
Sky Sports á dögunum vera þess
fullviss að mörkin fari að streyma
inn. „Ég legg mikið á mig á æfingum
og þetta er spurning um smá heppni
fyrir framan markið. Ég tel mig hafa
hæfileikana til þess að skora mörk.
Þetta mun koma,“ sagði hann.
Tilfinningaríkur leikur
Gengi United hefur verið öllu betra
en liðið situr í öðru sæti deildar
innar með níu stig eftir fjóra leiki.
United hefur unnið þrjá leiki í röð í
deildinni eftir að hafa tapað fyrsta
leik tímabilsins gegn Everton.
Athygli flestra fyrir leikinn á sunnu
dag mun væntanlega beinast að
Luis Suarez og Patrice Evra. Suarez
var úrskurðaður í átta leikja bann
eftir leik liðanna á Anfield á síðasta
tímabili fyrir rasisma í garð Evra.
Þegar liðin mættust svo á Old Traf
ford fyrr á þessu ári neitaði Suarez
svo að taka í hönd Evra við litla
hrifningu þess síðarnefnda.
Fulltrúar United og Liverpool
hafa unnið saman að því síðustu
daga að slíðra sverðin milli félag
anna og segjast bjartsýnir á að Evra
og Suarez takist í hendur fyrir leik –
svo lengi sem Evra byrjar leikinn en
hann var geymdur uppi í stúku um
síðustu helgi. Þá má búast við tilf
inningaríkri stund þar sem leikurinn
á sunnudag er fyrsti heimaleikur
Liverpool síðan skýrslan um Hills
boroughslysið kom út. Niðurstaða
skýrslunnar var meðal annars sú að
slysið – þar sem 96 stuðningsmenn
Liverpool létust – hefði ekki ver
ið stuðningsmönnum Liverpool að
kenna.
„Þetta verður tilfinningarík stund.
Við munum styðja þá eins og við
mögulega getum. Við sýnum Liver
pool stuðning,“ sagði Sir Alex Fergu
son, stjóri Manchester United.
Arsenal í stuði
Leikur Liverpool og United er þó
ekki eini stórleikur helgarinnar
því Manchester City tekur á móti
Arsenal á sunnudag. Arsenal hef
ur spilað glimrandi vel í deildinni
að undanförnu – unnið tvo leiki í
röð þar sem liðið hefur skorað átta
mörk en fengið á sig eitt. Leikmenn
Manchester City virðast eiga eft
ir að stilla saman strengi sína þó
liðið sé enn taplaust. Bæði City og
Arsenal eru með átta stig í þriðja til
fjórða sæti en Arsenal er fyrir ofan
með betra markahlutfall. Búast má
við að Sergio Aguero komi við sögu
hjá City en hann hefur verið frá
vegna meiðsla sem hann varð fyrir
í fyrsta leik tímabilsins gegn South
ampton. Samir Nasri og Micah
Rich ards eru frá vegna meiðsla hjá
City og sömu sögu er að segja af
Wojciech Szczesny, Tomas Rosicky,
Bacary Sagna og að ógleymdum
Jack Wilshire sem hefur verið frá í ár
vegna meiðsla. n
Vissir þú…
…að Manchester City
hefur unnið 25 af síðustu
26 heimaleikjum sínum í
ensku deildinni.
…að Stoke
City hefur gert jafntefli
í fimm síðustu leikjum
sínum í deildinni.
…að Tottenham er
ósigrað í 35 af síðustu
38 heimaleikjum sínum í
ensku deildinni.
…að Manchester United
hefur skorað að
minnsta kosti þrjú mörk
í síðustu þremur leikjum
sínum í deildinni.
…að Jermaine Defoe
hjá Tottenham skýtur
oftast á markið af
leikmönnum ensku
deildarinnar, eða 6,5
sinnum að meðaltali í leik.
…að Marouane Fellaini
hjá Everton brýtur oftast
af sér, eða 4 sinnum að
meðaltali í leik.
…að Yaya Touré hjá
Manchester City hefur
átt flestar sendingar
allra leikmanna, eða
95,5 að meðaltali í leik.
Leikir helgarinnar
Laugardagur
Swansea City – Everton
Chelsea – Stoke
Southampton – Aston Villa
West Brom – Reading
West Ham – Sunderland
Wigan–Fulham
Sunnudagur
Liverpool – Manchester United
Newcastle – Norwich
Manchester City – Arsenal
Tottenham – QPR
Staðan
1 Chelsea 4 3 1 0 8:2 10
2 Man.Utd. 4 3 0 1 10:5 9
3 Arsenal 4 2 2 0 8:1 8
4 Man.City 4 2 2 0 9:6 8
5 Swansea 4 2 1 1 10:4 7
6 WBA 4 2 1 1 6:4 7
7 Everton 4 2 1 1 6:5 7
8 West Ham 4 2 1 1 4:3 7
9 Fulham 4 2 0 2 10:6 6
10 Tottenham 4 1 2 1 6:5 5
11 Newcastle 4 1 2 1 5:6 5
12 Stoke 4 0 4 0 4:4 4
13 Aston Villa 4 1 1 2 4:5 4
14 Wigan 4 1 1 2 4:8 4
15 Sunderland 3 0 3 0 3:3 3
16 Norwich 4 0 3 1 2:7 3
17 Liverpool 4 0 2 2 3:8 2
18 QPR 4 0 2 2 2:9 2
19 Reading 3 0 1 2 4:8 1
20 Southampton 4 0 0 4 5:14 0
Hvað segja stuðningsmennirnir?
United þarf að keyra á Johnson
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er rosa ánægður
með byrjunina hjá Liverpool,“ segir útvarpsmaðurinn
Sigurður Hlöðversson, eða Siggi Hlö eins og hann er
oft kallaður. Sigurður er grjótharður United-maður
sem býst við sigri sinna manna á sunnudag. „Þetta
verður samt ekkert auðvelt. Ég var á leiknum gegn
Wigan á Old Trafford um síðustu helgi og maður fann
hversu góð holningin á United-liðinu er. Þetta verður
2–1 sigur, van Persie skallar hann í netið í uppbótartíma og tryggir sigur.“
Aðspurður hver sé lykillinn að sigri United, segir Sigurður: „Liverpool er með slakasta
bakvörð í Evrópu, Glen Johnson. Þeir þurfa að keyra upp kantana og á bakverðina,“ segir
hann. Varðandi það hvort hann búist við því að Patrice Evra og Luis Suarez takist í hend-
ur fyrir leik segir Sigurður að hann voni hreinlega að Evra verði uppi í stúku. Þeir muni því
mögulega ekki fá tækifæri til að grafa stríðsöxina fyrir fullt og allt.
Lykilatriði að loka á Persie
„Mér líst ágætlega á þennan leik,“ segir Hallgrímur Indriða-
son, fréttamaður á RÚV og ritstjóri Rauða Hersins, tímarits
stuðningsmanna. Hann segir að Liverpool hljóti að rífa sig
upp um helgina enda um stórleik að ræða. „Þetta hefur oft
verið þannig að þó að Liverpool sé ekki að spila sérstaklega
vel á móti minni liðum þá hafa þeir rifið sig upp á á móti
stóru liðunum. Ég held ég gerist svo djarfur að segja að
við munum að minnsta kosti ekki tapa þessum leik,“ segir
Hallgrímur.
Þegar blaðamaður gengur á hann og biður hann um úrslit segir hann að Liverpool
vinni 2–0. „Ég segi að Suarez setji eitt og Daniel Agger setji eitt úr föstu leikatriði.“
Hallgrímur segir að lykillinn að sigri Liverpool sé að loka á van Persie og halda aftur
af honum. „Hann er þannig framherji að ef hann fær færi þá skorar hann. Það er algjört
lykilatriði að halda honum niðri.“
Hann segist að lokum vona að Suarez og Evra grafi stríðsöxina, ef Evra spilar á annað
borð, og takist í hendur fyrir leik. „Þeir verða að gjöra svo vel að takast í hendur og grafa
stríðsöxina.“
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
„Ég tel mig hafa
hæfileikana til
þess að skora mörk.
Ofurhelgi
á englandi
Stríðsöxin grafin?
Það er pressa á þessum
tveimur leikmönnum,
Luis Suarez og Patrice
Evra, að grafa stríðs-
öxina. Mynd ReuTeRS