Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Side 6
ÍBÚÐIN Á FLÓRÍDA Á NAUÐUNGARUPPBOÐ 6 Fréttir 7.–9. desember 2012 Helgarblað Kastaði þýfinu í sjóinn n Grímuklæddur ógnaði með stóru skrúfjárni F ertugur maður hefur verið ákærður fyrir rán sem honum er gefið að sök hafa framið þann 17. nóvember síðastliðinn vopnað- ur stóru skrúfjárni. Manninum er gef- ið að sök að hafa farið inn á veitinga- staðinn Kaffivagninn við Grandagarð í Reykjavík með grímu fyrir andlitinu og vopnaður stóru skrúfjárni. Samkvæmt ákæru ógnaði mað- urinn afgreiðslustúlku Kaffivagns- ins með skrúfjárninu, öskraði á hana og skipaði henni að opna peninga- kassa veitingastaðarins. Því næst stökk hann yfir afgreiðsluborðið, hóf að stinga skrúfjárninu í peningakass- ann og kastaði honum síðan í gólf- ið. Við það opnaðist peningakass- inn og hrifsaði maðurinn því næst 30.000 krónur úr honum og hljóp út af veitingastaðnum með þýfið. Í fréttum af ráninu í nóvember kom fram að fjöldi fólks hefði orðið vitni að atburðinum. Maðurinn mun hafa hlaupið út að bryggju og kastað þýfinu í sjóinn, en hann er sagður hafa verið í mjög annarlegu ástandi. Að sögn eiganda Kaffivagnsins mun þetta hafa verið í fyrsta skipti í 30 ár sem staðurinn hefur verið rændur. Af hálfu ákæruvaldsins er farið fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostn- aðar. Starfsmaður staðarins fer fram á 600 þúsund í miskabætur en af hálfu Kaffivagnsins er krafist skaðabóta að fjárhæð 119 þúsunda. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. hanna@dv.is E ignarhaldsfélagið AM Equity, sem er í eigu Árna Magn- ússonar, fyrrverandi félags- málaráðherra og núverandi forstöðumanns orkusviðs Ís- landsbanka, var með neikvætt eigið fé upp á rúmlega 200 milljónir króna árið 2010 samkvæmt ársreikningi fé- lagsins. Fjallað er um lánveitingar til Árna í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Þar kemur fram að Árni hafi verið með sjöttu hæstu lánafyrirgreiðsluna af íslenskum stjórnmálamönnum fyrir hrun. Lán til hans hafi hæst náð 265 milljónum króna. Í skýrslunni kemur einnig fram að AM Equity hafi fengið 100 milljóna króna lán til að kaupa hlutabréf í Glitni. Sá hlutur er verðlaus í dag. Auk þess að kaupa hlutabréf í Glitni keypti félag Árna einnig íbúð í Orlando á Flórída árið 2007. Sam- kvæmt bandarískri vefsíðu nam kaupverðið þá nærri 60 milljónum króna sé miðað við núverandi gengi íslensku krónunnar. Samkvæmt sömu vefsíðu var umrædd íbúð Árna seld á nauðungaruppboði í lok ágúst á þessu ári fyrir 22 milljónir króna. Neikvætt eigið fé AM Equity á fasteign sem metin var á 29 milljónir króna í árslok 2010 en félagið var þá með nei- kvætt eigið fé upp á rúm- lega 200 milljónir króna og skuldaði nærri 240 milljónir króna. Öfugt við marga af fyrrverandi og núver- andi samstarfsmönnum Árna hjá Íslandsbanka og áður Glitni hefur fé- lag Árna, AM Equity, ekki verið tekið til gjald- þrotaskipta þrátt fyrir verulega slæma stöðu félagsins. Árið 2010 gaf Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Ís- landsbanka, það út að kúlulán til starfsmanna vegna hluta- bréfakaupa í Glitni fyrir hrun yrðu afskrifuð. Óskaði stjórn Íslands- banka eftir því að umræddir starfs- menn gæfu eignarhaldsfélög sín upp til gjaldþrotaskipta. Þar með sluppu starfsmennirnir við að borga millj- arða króna kröfur sem bankinn átti á hendur þeim. DV sendi fyrirspurn til Árna vegna málsins. Hann vildi lítið tjá sig um málið en sagði þó: „Umrætt félag vinnur að uppgjöri við Íslandsbanka. Það mál er í eðlilegu ferli innan bankans.“ Stýrir orkusviði Íslandsbanka Árni Magnússon hefur verið nokkuð í fréttum síðustu daga vegna slæmrar stöðu Íbúðalána- sjóðs. Talið er lagabreyting sem gerð var árið 2004 á verðbréfaút- gáfu Íbúðalánasjóðs þegar sjóðurinn hætti að gefa út húsbréf og tók þess í stað upp íbúðabréf sé ein af stærstu orsökunum fyrir slæmri stöðu sjóðs- ins í dag. Árni var félagsmálaráðherra á þessum tíma og flutningsmaður á breytingu á lögum um húsnæðismál. Árni settist á þing árið 2003 fyr- ir Framsóknarflokkinn og tók þá strax við sem félagsmálaráðherra. Þeirri stöðu gegndi hann þar til að hann hætti óvænt á þingi í mars árið 2006. Var hann þá ráðinn til Glitnis til að stýra orkusviði bankans. Hann starfar í dag sem forstöðumaður orkusviðs Íslandsbanka. n n Félag Árna Magnússonar með 200 milljóna króna neikvætt eigið fé Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Keypti hlutabréf og íbúð á Flórída Árni Magn- ússon, fyrrverandi ráðherra og núverandi yfirmaður orkusviðs Íslandsbanka, keypti hlutabréf í Glitni fyrir 100 milljónir króna árið 2007 og íbúð á Flórída í gegnum félagið AM Equity. Íbúðin seld á nauðungaruppboði Samkvæmt bandarískri vefsíðu var íbúð Árna Magnússonar í Orlando á Flórída seld á nauðungaruppboði fyrir 22 milljónir króna fyrir um þremur mánuðum. Kaffivagninn Fertugum manni er gefið að sök að hafa rænt Kaffivagninn og ógnað starfsmanni með stóru skrúfjárni. Fjarlægja of feit börn frá foreldrum Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur fimm sinnum þurft að beita sér vegna ofþyngdar barna það sem af er ári. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudag þar sem greint var frá því að dæmi séu um að börn séu fjarlægð tímabundið af heimilum sínum vegna offitu. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því að árleg mæling skólaheilsugæslunnar hefði leitt í ljós að nærri fjórðung- ur níu ára barna sé of feitur eða of þungur. Halldóra Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í viðtali við Stöð 2 að dæmi séu um að barnaverndin fái tilkynn- ingar vegna foreldra sem séu búnir að missa tökin eða stjórn á barninu og geti ekki fengið það til að fylgja leiðbeiningum að bættri heilsu. Kveiktu ekki í flugvélinni Íslenska framleiðslufyrirtækið Republik segir ekki rétt að kveikt hafi verið í Douglas- flugvélinni sem hefur verið á Sólheimasandi í áratugi. Vísir greindi frá því á miðvikudag að fyrirsæta á vegum sjónvarps- þáttarins Million Dollar Shoot- ing Star hefði kveikt í flakinu af Douglas-flugvélinni en forráða- menn Republik segja það al- rangt að kveikt hafi verið í vél- inni. Republik þjónustaði þýska tökuliðið á meðan það var hér á landi í sumar en í tilkynningu frá Republik kemur fram að Douglas DC-3-flugvélin, sem brotlenti á Sólheimasandi árið 1977, sé þar ennþá í nákvæm- lega sama ástandi og þegar komið var að henni í júní síðast- liðnum til að taka upp atriði fyrir þáttinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.