Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Qupperneq 8
8 Fréttir 7.–9. desember 2012 Helgarblað Eiga afgang eftir útgjöld n Hagstofan rannsakaði neysluútgjöld íslenskra heimila N eysluútgjöld á heimilin í landinu á árunum 2009–2011 hafa aukist um 0,4 prósent frá tímabilinu 2008–2010. Þetta er niðurstaða rannsóknar Hagstofunnar. Ráðstöfunartekjur flestra hópanna sem skilgreindir eru í rannsókninni voru hærri en útgjöld en neysluút­ gjöldin voru að meðaltali 86 prósent af ráðstöfunartekjum. Í rannsókninni kemur í ljós að þau heimili sem eru í lægsta tekjufjórð­ ungnum eru með hærri útgjöld en ráðstöfunartekjur. Þar kemur einnig fram að tekjur þess fjórðungs heimila sem hafði hæstar tekjur voru að jafn­ aði 147 prósentum hærri en þeirra sem höfðu lægstar tekjurnar. Útgjöld tekjuhæsta hópsins var hins vegar 63 prósentum hærri en tekjuminnsta fjórðungsins. Stærstu útgjaldaliðir heimilanna eru húsnæði, hiti og rafmagn og fara 26,5 prósent af neysluútgjöldum í þann lið. Þar fyrir utan eru stærstu liðirnir matur og drykkjarvörur, sem jafngilda 14,7 prósentum útgjalda. Ráðstöfunartekjur meðalheimilis voru samkvæmt rannsókninni 514 þúsund krónur á mánuði en neysluútgjöldin 443 þúsund krónur. Á tímabilinu frá 2010 til 2011 drógust heimilisútgjöld saman um 3,5 prósent að teknu tilliti til verðbreytinga en á tímabilinu hækkaði vísitala neysluverðs um fjögur prósent. Samkvæmt rannsókninni búa að jafn­ aði 2,4 einstaklingar á hverju heimili. Úrtak rannsóknarinnar voru 3.471 heimili og þar af tóku 1.799 þátt í rann­ sókninni, svörun var því um tæp 52 prósent. adalsteinn@dv.is util if. is THE NORTH FACE MCMURDO DÚNÚLPA 68.990 kr. HENTAR SÉRLEGA VEL FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR. HYVENT ÖNDUNARFILMA VEITIR GÓÐA VATNSVÖRN. Á R N A S Y N IR E ignarhaldsfélag í eigu Einars Sveinssonar fjárfestis, Bene­ dikts Jóhannessonar, for­ stjóra Talnakönnunar, og Halldórs Teitssonar skuld­ aði Sparisjóðnum í Keflavík tæp­ lega hálfan milljarð króna árið 2010. Þetta kemur fram í skýrslu sem endurskoðendafyrirtækið PwC vann fyrir Fjármálaeftirlitið um starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík. Lánið var með veði í 5,1 prósenta hlut félagsins í tölvufyrirtækinu Ný­ herja. Viðræður stóðu yfir lánardrottna Í árslok 2009 lá fyrir að félagið Gildruklettar hefði tapað rúmlega 200 milljónum það árið og ríflega 240 árið á undan, 2008. Gildru­ klettar hafa ekki skilað ársreikn­ ingi síðan árið 2009 en í þeim árs­ reikningi sagði að skuldir félagsins væru tæplega 478 milljónir króna. Bréf Gildrukletta í Nýherja voru þá metin á tæplega 206 milljónir króna. Eigin fjárstaða félagsins var þá neikvæð um ríflega 270 milljón­ ir króna. Í skýrslu stjórnar Gildrukletta fyrir árið 2009 kemur fram að hrunið hafi haft neikvæð áhrif á fyr­ irtækið og að hlutabréf þess í skráð­ um félögum – Nýherja – hafi lækkað árið 2009. Þá segir að forsvarsmenn félagsins hafi átt í viðræðum við kröfuhafa sína um framtíð þess. „Stærstur hluti eigna fyrirtækisins eru hlutabréf skráð í kauphöll og lækkaði gengi þeirra verulega á ár­ inu 2009 og er svo komið að eigið fé fyrirtækisins er orðið neikvætt. Stjórnendur fyrirtækisins eru í við­ ræðum við lánastofnanir um lang­ tímaskuldir fyrirtækisins en ekki er komin niðurstaða í þau mál.“ Þrátt fyrir þessa stöðu var talið að líklegt væri að rekstrarhæfi félagsins myndi batna með hækk­ andi hlutabréfaverði. „Af ofan­ greindum ástæðum telja stjórn­ endur að það sé óvissa um getu fyrirtækisins til að halda áfram rekstri. Þrátt fyrir það er það skoðun stjórnenda að líkur séu á viðsnúningi vissra rekstrarþátta, svo sem gengi hlutabréfa ásamt gengis­ og vaxtaþróun. Það gerir það að verkum að gert er ráð fyrir áframhaldandi rekstri og miðast reikningsskil fyrirtækisins við það.“ Lánið fært til Landsbankans Lán Gildrukletta færðust yfir í Landsbankann á fyrri hluta árs 2011 þegar sá banki yfirtók eigna­ safn sparisjóðsins. Eftir að þessi yfirtaka átti sér stað unnu starfs­ menn Landsbankans að því að meta virði eignasafns Sparisjóðs­ ins í Keflavík, meðal annars útlána til ýmissa eignarhaldsfélaga og einstaklinga. Gildruklettar bættu við sig DV hefur ekki heimildir fyrir því hver staðan er á láninu til Gildru­ kletta hjá Landsbankanum og ekki hefur félagið skilað ársreikningi síðastliðin ár. Í september í fyrra kom hins vegar fram að félög tengd Einari Sveinssyni, meðal annars Gildru­ klettar, hefðu aukið við hlutafé sitt í Nýherja og ættu nú rúmlega 15 prósenta hlut í fyrirtækinu. Miðað við þetta ætti Gildruklettar ehf. að vera komið fyrir vind þar sem ólík­ legt er að eigendur félagsins hefðu bætt við hlutabréfum í Nýherja ef framtíð þess væri í óvissu. n n Landsbankinn tók við láninu n Félagið bætti við sig í Nýherja„Stjórnendur fyrir- tækisins eru í við- ræðum við lánastofnanir um langtímaskuldir fyrir- tækisins en ekki er komin niðurstaða í þau mál. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Hálfur milljarður Félag Einars Sveins- sonar, Benedikts Jóhannessonar og Halldórs Teitssonar skuldaði SpKef nærri hálfan milljarð árið 2010. skuldaði spkef hálfan milljarð Ellefu teknir fyrir hraðakstur Brot ellefu ökumanna voru mynduð á Hallsvegi í Reykjavík á miðvikudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Halls­ veg í vesturátt, við Þverveg. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 41 ökutæki þessa akstursleið og óku allnokkrir ökumenn, eða 27 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 64 kílómetr­ ar á klukkustund en þarna er 50 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 70. Vöktun lögreglunnar á Halls­ vegi er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en ábendingar höfðu borist um hraðakstur á þessum stað. Segir ofbeldis- málinu lokið „Málið leystist með farsælum hætti og eftir situr lærdómur sem við höfum nýtt okkur,“ sagði Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, í viðtali við ísfirska fréttamiðilinn Bæjarins besta um málalyktir í ofbeldis máli sem átti sér stað innan veggja skólans í haust. Þar varð einn nemandi fyrir grófu ofbeldi samnemanda síns. Jón Reynir vildi ekki útskýra nánar hverj­ ar málalyktir urðu þegar hann var spurður út í þær af Bæjarins besta: „Ég kýs að fjalla ekki um það neitt í einstökum atriðum enda varðar þetta bara persónu­ leg mál þar sem ég yrði annars að greina frá einhverju sem varðar viðkomandi persónu,“ sagði Jón Reynir. Nemendurnir hafa báðir hafið nám við skól­ ann aftur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.