Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Side 16
16 Fréttir 7.–9. desember 2012 Helgarblað Ö gmundur Jónasson innanrík- isráðherra segir ekki rétt að til standi að þjóðernishreinsa íslenska þjóðarlénið .is. Hann segir að eingöngu sé verið að gæta að hag notenda lénsins og samfélagsins og furðar sig á mál- flutningi Jens Péturs Jensen, fram- kvæmdastjóra ISNIC. Jens Pétur sagði í helgarblaði DV síðastliðinn föstudag að ákvæði í lagafrumvarpi sem Ögmundur hefur lagt fram í þinginu bæru þess merki að þjóð- ernishreinsa ætti lénið. Í lagafrumvarpinu er kveðið á um að einungis þeir aðilar sem tengd- ust Íslandi með einhverjum hætti geti keypt lén. Hingað til hefur öll- um einstaklingum og lögaðilum verið heimilað að kaupa .is-lén og eru nokkur þúsund lén skráð í eigu útlendinga. Verða að tengjast Íslandi „Þetta er nú eiginlega bara tilraun til að stuðla að því að þeir sem noti lén sem kennt er við Ísland hafi ein- hver tengsl við okkur, þetta samfé- lag hér. Þetta hefur ekkert með þjóð- erni að gera. Við viljum að notkun á landsléninu hafi tengingu við það land sem lénið er kennt við,“ segir Ögmundur og bætir við: „Það er ekk- ert óeðlilegt við þetta nema síður sé.“ Ákvæðið hefur verið gagnrýnt víða eftir að DV fjallaði um málið á föstudag og bent á að fjöldi erlendra aðila sé með íslenskt lén vegna þeirra stafa sem það samanstend- ur af. Íslenska þjóðarlénið er .is en enska orðið „is“ þýðir einfaldlega „er“. Ögmundur segir að ekki sé hægt að taka hagsmuni erlendra aðila sem vilja búa til orð úr lénaendingunni fram yfir hagsmuni samfélagsins. „Við spyrjum fyrst um hagsmuni okkar sam félags og þó að það trufli fegurðarskyn einhverra aðila sem langar að búa til eitthvað úr sínum lénum hljótum við að láta það víkja fyrir hagsmunum okkar samfélags. Við höfum það verkefni að standa vörð um það,“ segir Ögmundur. Segir orðalagið vera vægt Ögmundur segir orðalagið í laga- frumvarpinu vera mjög vægt og sé einungis ætlað að tryggja þá stöðu sem lénið hefur gagnvart Íslandi, sem það er kennt við. „Þetta er mjög vægt orðalag sem þarna er,“ segir hann. Í frumvarpinu segir að sá sem skrái lénið skuli vera lögráða eða lög- aðili sem hafi tengsl við Ísland. „Við erum að reyna að gæta að hags- munum notenda og samfélagslegum hagsmunum okkar. Það er ekkert við þetta að athuga og væri mjög undarlegt ef við myndum ekki reyna að gera það,“ segir Ögmundur um ástæður lagasetningarinnar. Rekið af einkafyrirtækjum Internetið hefur verið nokkuð frjálst og því fylgt litlar hömlur hingað til. Hver sem er getur sótt um að reka sitt eigið höfuðlén. Þannig hefur einkafyrirtækjum víðsvegar um heim verið úthlutað höfuðlénum sem ekki voru til fyrir fáeinum árum. Þjóðarlén taka hins vegar mið af ISO 3166 staðlinum um styttingu ríkjanafna. Í mörgum tilfellum eru það einkafyrirtæki sem eiga og reka þjóðarlén. Á Íslandi er það fyrirtæk- ið Internetið á Íslandi, ISNIC, sem er að hluta til í eigu ríkisins í gegnum Póstinn en fyrirtækið var einkavætt í upphafi síðasta áratugar. „Við höfum horft til Norð- manna svo dæmi séu tekin,“ segir Ögmundur um lagasetninguna. „Aðrar þjóðir sem hafa búið sín- um landslénum lagaumgjörð hafa reynt að sjá til þess að þetta séu ekki fyrirtæki á markaði sem reyna að moka sem mestum arði út úr þessari starfsemi sem hefur þessa umfram- og yfirburðastöðu gagn- vart öllum öðrum fyrirtækjum sem sýsla með lén.“ n Hafnar þjóðernishreinsunum á .is n Innanríkisráðherra segir að verið sé að vernda hagsmuni notenda„Við spyrjum fyrst um hagsmuni okk- ar samfélags. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Vill setja ramma Ögmundur vill að settur verður lagarammi utan um íslenska þjóðarlénið. Hann segir að meðal annars hafi verið horft til Noregs við undirbúning lagasetn- ingarinnar. MYND EYÞÓR ÁRNASON R itstjórum og fréttastjóra DV, þeim Jóni Trausta Reynis- syni, Reyni Traustasyni og Inga Frey Vilhjálmssyni, hef- ur verið gert að greiða Jóni Snorra Snorrasyni, lektor í viðskiptafræði í Háskóla Íslands, og fyrrverandi stjórnarformanni Sigurplasts ehf., 200.000 krónur í miskabætur vegna greina sem birtust í DV í mars 2011. Þeim er einnig gert að greiða 200.000 krónur vegna kostnaðar við birtingu dómsins og 500.000 krónur í málskostnað, alls 900 þús- und krónur auk dráttarvaxta. Ummælin sem dæmd voru dauð og ómerk í Hæstarétti eru: „Lögreglan rannsakar lektor“ og „Lektor í viðskiptafræði flæktur í lögreglurannsókn.“ Dómur Hæsta- réttar var staðfesting á dómi í hér- aði, en þar hafði verið úrskurðað að frétt þess efnis að lektor í við- skiptafræði væri til rannsóknar hjá lögreglu væri ærumeiðandi. Niðurstaða dómarans var að lektorinn væri aðeins til skoðunar en ekki rannsóknar hjá lögreglu, og því bæri að borga honum bæt- ur, þrátt fyrir að hann hafi í fram- haldi skoðunarinnar verið til rann- sóknar. Í dómi Hæstaréttar Íslands kemur fram að það sé óumdeilt að málið hafi verið „til skoðunar.“ Jón Snorri hefur nú verið kærður fyrir veðsvik. Hann var stjórnarformaður Sigurplasts ehf. og einn eigenda fyrirtækisins. Grunur leikur á að margs konar lögbrot, allt frá skattalagabrotum, skilasvikum, umboðssvikum til fjárdráttar, hafi átt sér stað í rekstri iðnfyrirtækisins frá árinu 2007 þar til það var tekið til gjaldþrota- skipta haustið 2010. Jón Snorri taldi að umfjöllun DV hefði meðal annars vegið að einkalífi hans, æru og starfsheiðri með ólögmætum hætti. Þá hafi myndbirtingar verið sérlega meiðandi. n Ummæli um lögreglurannsókn dæmd ómerk Lektor fær skaðabætur Kærður Jón Snorri Snorrason hefur nú verið kærður fyrir veðsvik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.