Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Side 20
20 Fréttir 7.–9. desember 2012 Helgarblað Í kjölfar ráðstefnunnar þar sem því var haldið fram að klámnotkun hefði áhrif á þroska heilans, hug­ myndir um kynlíf og kynhlutverk ræddi blaðamaður við mennta­ skólanema um þeirra hugmyndir um þetta efni. Nú ræddi hann aftur við menntaskólanema, í þetta sinn aðeins við stráka sem voru tilbúnir til þess að ræða um skoðanir sínar á opin skáan og hispurslausan hátt. Andri Már Rúnarsson er tvítugur nemandi við Menntaskólann við Sund og einn þeirra sem tók þátt í að gera myndband þar sem bílabíó var auglýst þannig að stúlku var ýtt niður í klofið á pilti. Honum finnst hópurinn allt of harkalega dæmdur fyrir atriðið og vildi gjarna ræða það í þessu sam­ hengi auk þess sem hann var ófeim­ inn við að ræða hugmyndir sínar um klám og klámnotkun. Þeir voru fleiri sem tóku þátt í umræðunum og all­ ir eiga það sameiginlegt að vera virk­ ir í félagsstörfum innan framhalds­ kólanna og vera á aldrinum 18–21 árs. En þar sem efnið var viðkvæmt, gekk nærri þeim og er almennt talið prívat völdu aðrir að vera nafnlausir þátttak­ endur í þessum umræðum. Fengu ranga hugmynd Byrjum á Andra Má og myndbandinu sem vakti mikið umtal í samfélaginu fyrir nokkrum vikum. Myndbandið var gert af nemendum í Menntaskól­ anum við Sund, sex stelpum og sex strákum. Andri segir að það hafi verið vanhugsað. „Þetta var bara það fyrsta sem okkur datt í hug að gera og við kláruðum þetta samdægurs.“ Honum fannst viðbrögðin harka­ leg og óþarfi að skella skömm á þá sem að þessu komu. „Jú, ég skil alveg að það sé of gróft að gera grín að því að stúlka sé neydd til munnmaka en ég held að við sem komum að þessu séum öll meðvituð um það. Það var ástæðan fyrir því að við tókum þetta út. Það er ekki þar með sagt að það sé rangt að nota kynlífstengt efni í mynd­ böndum sem eru ætluð framhalds­ skólanemum en það var rangt að setja það svona fram, neyða stúlku til þess að stunda kynmök. Ég veit ekki hvern­ ig okkur datt það í hug. Okkur fannst bara að það þyrfti eitthvað að gerast í þessu bílabíói,“ segir Andri Már og heldur áfram: „Það hefði ekki ver­ ið nógu spennandi eða góð auglýs­ ing að þau sætu bara þarna saman í bílnum og horfðu á bíó. En við hefð­ um kannski bara átt að láta þau borða popp og spjalla – sem er kannski eðli­ legra. Það hefði allavega ekki verið siðlaust að vera með kynferðislega til­ vísun ef hún hefði gert þetta af fúsum og frjálsum vilja, það hefði verið eðli­ legra. Við fengum bara ranga hug­ mynd,“ segir Andri Már. „Ég held að það sé enginn stoltur af þessu.“ Klámvæðingin verri en klámið „Klámið er auðvelda leiðin inn í grín­ ið,“ sagði annar viðmælandi. „Þessi kvenfyrirlitning, klám, homma­ brandarar og allt þetta kynferðislega er svo viðkvæmt en getur verið mjög fyndið. Þú getur verið nokkuð örugg­ ur um að fólk fatti hvað þú ert að gera. En á sama tíma hefur þetta gengið allt of langt að undanförnu.“ Að hans mati er klámvæðingin alltumlykjandi. „Þegar strákar eru á opinberum stöðum með fjölda fólks nota þeir þennan húmor. Hann er viðhafður hversdagslega og þykir almennt mjög fyndinn. Þeir tala um klám eða það sem þeir voru að gera í gær eftir að ljósin voru slökkt. Það er rosalega mikil klámvæðing í gangi en í raun finnst mér klámið ekki jafn mikið vandamál og klámvæð­ ingin og steríótýpurnar í tónlistar­ myndböndunum, Nicki Minaj sem er að runka sér í Superbass í bleikum fötum sem minna einna helst á Sollu stirðu í Latabæ. Það er klárlega gert út á stúlkubörn,“ segir hann og ann­ ar tekur undir: „Það er mikið gert út á hálfnakið fólk og massaða karlmenn. Það hefur auðvitað áhrif.“ Hann tók dæmi um kvikmyndir sem fjalla um týpíska nördastelpu sem fer í „make­over“, er búin að taka taglið úr hárinu og hætt að nota gler­ augun og orðin geðveik gella í lok myndarinnar. „Reyndar held ég að kvikmyndir og tónlistarmyndbönd hafi mjög mikil áhrif, jafnvel meiri áhrif en klámið. Af því að þetta er mun algengara og viðurkenndara. Þú ferð í bíó með foreldrum þínum þar sem skilaboðin eru þau sömu en lúmsk­ ari og sökkva dýpra niður í undirmeð­ vitundina á meðan klámið er enn nett tabú og alltaf „in your face“. Ekkert til að skammast sín fyrir Allir sem blaðamaður ræddi við töldu engu að síður að klám væri eitthvað sem flestir strákar á þessum aldri horfðu á og litu á sem eðlilegan hluta af lífinu. Andri Már var ekki nema tólf eða þrettán ára þegar hann sá klám í fyrsta sinn og aðrir voru á svipuðum aldri. „Mér fannst það bara undarlegt, ég var svo ungur,“ sagði Andri Már. „Flestum bregður eflaust við að sjá svona í fyrsta sinn en ég held að það viti allir hvað kynlíf er á þessum aldri.“ Hann ræddi þessa reynslu aldrei við foreldra sína og hefur reyndar aldrei talað við þá um klám eða klám­ notkun þótt hann sé sannfærður um að þeir gætu vel tekið slíka um­ ræðu. „Ég sé ekki ástæðu til þess að ræða klám við foreldra mína. En það væri ekkert feimnismál. Klám er bara eðlilegur hlutur og ekkert til þess að skammast sín fyrir.“ Einn viðmælandi tók undir orð Andra. „Ég held að það séu allir með­ vitaðir um að klám sé eðlilegur hlutur í dag. Það er allavega rosalega stór markaður fyrir það. Það þarf enginn að skammast sín fyrir það,“ sagði hann. Ástæðan var einföld: „Þetta er eðlilegur partur af lífi okkar allra. Við viljum öll stunda kynlíf og á vissu tímabili er fólk forvitið. Klámið er auðveldasta leiðin til að nálgast kyn­ ferðislegt efni.“ Allir voru viðmælend­ ur blaðamanns sammála því. Skrýtnum myndböndum dreift Klámið fundu þeir á internetinu. Þar sem klámið er svo aðgengilegt eru þeir sannfærðir um að allir rekist ein­ hvern tímann á klám á netinu, hvort sem það er viljandi eða óvart. „Þetta er svo aðgengilegt að ég held að ungir krakkar rekist oft á þetta án þess að ætla sér það, því miður.“ Andri Már sagði að áhugavert efni á netinu sé fljótt að berast á milli manna. „Þannig að það er oft þannig að krakkar sjá eitthvað sem einhver hefur séð og sýnir þeim. Krakkar eru mikið í því, sérstaklega eftir tilkomu Facebook. Ef maður sér eitthvað áhugavert þá deilir maður því,“ sagði Andri Már og átti ekkert endilega við klám eingöngu. „Fólk á mínum aldrei er lítið í því að dreifa klámi, það var meira um það þegar ég var yngri. Í dag leitar maður klámið bara uppi ef maður vill skoða það. Ég held að það hafi reyndar allir á mínum aldri gert það en það er enginn að auglýsa að hann skoði klám á netinu. Við vitum bara að þetta er eitthvað sem strák­ ar gera. Í mesta lagi er verið að deila einhverjum nöfnum, ég held að það sé enginn að senda myndbönd á milli,“ sagði hann. Myndbönd sem fara á flakk í dag eru óvenjuskrýtin eða ofbeldisfull. „Mikið af þessu efni er fáránlegt og stundum hópast krakkar saman yfir þessu en það er þá í gríni. Þegar maður er lítill og vitlaus og vinir manns sýna manni þetta þá hlær maður bara að því,“ sagði einn. „Það er helst að fólk deili þessum skrýtn­ ustu myndböndum þar sem leik­ ararnir eru í strumpabúningum eða einhverju álíka.“ Annars er klámið einkamál. Þeir horfa á það einir eftir að ljósin eru slökkt og aldrei með kærustunni. „Það er mjög súrt að tala um þetta,“ sagði einn og strákarnir eru ekki van­ ir því. Þótt strákar slengi einhverju fram í gríni innan hópsins ræða þeir alla jafna ekki eigin klámnotkun af einhverri alvöru. „Klám er ekki eitt­ hvað sem fólk sest fyrir framan sjón­ varpið og horfir á saman til þess að hafa gaman að því. En þetta er til og þegar þú ert einn heima hjá þér þá getur þú skoðað allan fjandann. Ég myndi ekki segja að þetta sé feimnis­ mál en þetta er stundum óþægilegt,“ AuðveldAstA leiðin til Að nálgAst næstA kvenlíkAmA Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Það þýðir samt ekki að maður sé að fara illa með kvenmenn, maður er bara graður n Menntaskólastrákar ræða klám og klámnotkun n Segja klámið eðlilegan hluta af lífinu n Ekkert til þess að skammast sín fyrir „Þú ferð í bíó með foreldrum þínum þar sem skilaboðin eru þau sömu en lúmskari og sökkva dýpra niður í undir- meðvitundina á meðan klámið er enn nett tabú og alltaf „in your face“. Ekkert til að skammast sín fyrir Andri Már segir að strákar viti að það sé eðlilegur hluti af lífinu að horfa á klám þótt það sé allur gangur á því hversu mikið þeir tala um það eða nota það. Það sé því ekkert til að skammast sín fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.