Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Page 30
Sandkorn H æstiréttur Íslands hefur ómerkt tvær staðhæfingar sem birtust í DV í mars árið 2011 á þeim forsendum að um meiðyrði hafi verið að ræða. Dómurinn beinist gegn leiðar­ ahöfundi, Inga Frey Vilhjálmssyni, og ritstjórum DV, Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni. Umfjöllunin sem dómur Hæsta­ réttar fjallaði um snéri að rannsókn lögreglunnar á meintum lögbrotum sem talið er að hafi átt sér stað hjá iðnfyrirtækinu Sigurplasti frá því árið 2007 og þar til félagið var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2010. Skiptastjóri Sigurplasts og Arion banki, aðalkröfuhafi félagsins, kærðu stjórnendur Sigurplasts til efnahags­ brotadeildar ríkislögreglustjóra, lög­ reglunnar á höfuðborgarsvæðinu og skattrannsóknarstjóra vegna gruns um meint lögbrot, meðal annars skattalagabrot, veðsvik, skilasvik, um­ boðssvik og fjárdrátt. Heimildir DV fyrir því að Sigurplastsmálið hefði ver­ ið kært til lögreglunnar byggðu meðal annars á skýrslu sem endurskoðenda­ fyrirtækið Ernst & Young vann fyrir skiptastjóra Milestone og munnlegum staðfestingum heimildarmanna. DV greindi frá því í umfjölluninni að stjórnarformaður Sigurplasts og einn af eigendum félagsins, Jón Snorri Snorrason, lektor í viðskipta­ fræði, sætti lögreglurannsókn vegna þessara meintu lögbrota. Í umfjöllun DV komu fram eftirfarandi staðhæf­ ingar: „Lögreglan rannsakar lektor“; „Lektor í viðskiptafræði flæktur í lög­ reglurannsókn.“ Dómur Hæstaréttar Íslands byggir á þeirri forsendu að þessar staðhæfingar hafi ekki verið réttar á þeim tímapunkti sem þær voru sagðar þar sem rannsókn á Sig­ urplastsmálinu hafi ekki verið hafin hjá lögreglu þegar DV birti fréttina heldur hafi kærurnar sem um ræðir verið „til skoðunar“ en ekki rannsókn­ ar. Lögmaður Jóns Snorra lagði fram tölvupóst frá starfsmanni efnahags­ brotadeildarinnar þar sem fram kom að kærurnar hefðu borist og að þær væru „til skoðunar“ en að „ekki“ hafi „verið tekin formleg ákvörðun um lögreglurannsókn“.  Ef DV hefði sagt: „Lögreglan skoðar lektor“; „ Lektor í viðskiptafræði flæktur í lögreglu­ skoðun“, hefði væntanlega ekkert ver­ ið athugavert við umfjöllun blaðsins um Sigurplastsmálið. Í lögum um meðferð sakamála seg­ ir að lögreglan eigi að hefja rannsókn á málum ef fyrir liggur að refsiverð hátt­ semi hafi átt sér stað. „Lögregla skal hvenær sem þess er þörf hefja rann­ sókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki.“ Í tilfelli Sigurplastsmálsins lágu fyrir kærur frá tveimur aðilum, skiptastjóra fyrirtækisins og Arion banka, sem byggðu á því að stórfelld lögbrot hefðu átt sér stað í rekstri fyrirtækisins. Eitt af hlutverkum löglærðra skiptastjóra fyrirtækja er að tilkynna meinta refsi­ verða háttsemi til lögreglunnar ef þeir telja tilefni til og lögreglunni ber að sinna þeim kærumálum sem berast til hennar frá þessum aðilum og rann­ saka meint lögbrot. Að gera ráð fyrir því að lögreglan geri þetta ekki er sam­ bærilegt við það að segja að lögreglan sinni ekki þeim störfum sem henni ber lögum samkvæmt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem Hæstiréttur Íslands staðfesti kom fram að DV hefði ekki átt að eiga í vandræðum með að fá staðfest hvort lögreglurannsókn í málinu hafi verið hafin eða ekki. „Verður ekki talið að það hefði verið óhæfilegum erfiðleik­ um bundið að sannreyna hvort slík lögreglurannsókn væri í raun hafin. Þá var orðfærið til þess fallið að vekja þann skilning lesenda að stefnandi væri sakborningur í lögreglurannsókn vegna saknæmrar og refsiverðrar hátt­ semi sinnar.“ Fyrir liggur að rannsókn á kæru á hendur Jóni Snorra vegna veðsvika í Sigurplastsmálinu lauk síðastliðið sumar hjá lögreglunni á höfuðborgar­ svæðinu. Þetta staðfesti saksóknar­ fulltrúi hjá lögreglunni, Kári Ólafs­ son, í viðtali við DV í sumar: „Ég get staðfest það að mál tengt honum [Jóni Snorra Snorrasyni, innsk. blm.] hefur verið til rannsóknar hér. Rannsókn er lokið og það tengist því félagi sem þú nefnir [Sigurplasti, innsk. blm.]. En sú ákvörðun ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum, í síðasta lagi eftir viku.“ Ekki er enn búið að ákveða hvort Jón Snorri verður ákærður í þessu tiltekna máli, samkvæmt heimildum DV, en verið er að taka ákvörðun um það hjá lögreglunni. Lögmaður DV las þessi orð sak­ sóknarfulltrúans upp þegar Sigur­ plastsmálið var tekið til efnismeðferð­ ar í Hæstarétti Íslands á þriðjudaginn var. DV gat ekki fengið frekari, skrif­ lega staðfestingu á að rannsókn­ in á máli Jóns Snorra væri lokið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð­ inu þar sem blaðið var ekki aðili að rannsókninni. Ívitnuð orð héraðs­ dóms hér að ofan eru því ekki alveg sannleikanum samkvæm þar sem fjölmiðlar geta stundum einmitt átt í erfiðleikum með að fá staðfestingu á því frá lögreglunni hvort mál séu til rannsóknar eða ekki, hvað þá skrif­ lega staðfestingu. Umrædd tilvitnun í saksóknarfulltrúann var því eina sönnunargagnið um að Jón Snorri sætti lögreglurannsókn sem blað­ ið gat vísað til í Hæstarétti Íslands. Dómurum Hæstaréttar var hins vegar fullljóst að Jón Snorri sætir lögreglu­ rannsókn þegar dómurinn ómerkti staðhæfingar DV þess efnis. Hæstarétti er að öllum líkindum sama – kannski er það skiljanlegt – hvað gerðist varðandi rannsóknir lög­ reglunnar á Sigurplastsmálinu og Jóni Snorra Snorrasyni eftir að DV birti þá umfjöllun sem lektorinn stefndi starfsmönnum blaðsins fyrir. Ef form­ leg rannsókn á kæruefnunum í Sigur­ plastsmálinu hefði hafist klukku­ stundum, eða einum eða tveimur dögum, eftir að DV birti umfjöllun­ ina og lögmaður Jóns Snorra gæti sýnt fram á að kærurnar hefðu einungis verið til „skoðunar“ á þeim tíma sem umfjöllunin birtist þá hefði niður­ staða dómsins líklega verið sú sama. Inntakið í dómi Hæstaréttar Íslands og Héraðsdóms Reykjavíkur er að það eina sem skipti máli sé að rannsókn­ in á Sigurplastsmálinu og Jóni Snorra hafi ekki verið formlega hafin þegar DV fjallaði um málið. Engu máli skiptir væntanlega, í huga dómaranna í málinu, að lögreglunni ber að rannsaka mál sem berast með slíkum kærum frá skiptastjórum þrotabúa og það er óhjákvæmilegt að rannsókn fari fram, sérstaklega þegar grunur leikur á svo stórfelldum lögbrotum sem í Sigur­ plastsmálinu. Engu máli skiptir senni­ lega, í huga dómaranna, hvað gerist í rannsóknum á Sigurplastsmálinu eftir að DV birti umfjöllun sína. Engu máli skiptir væntanlega heldur að með dómnum hafa tvær sannar stað­ hæfingar verið dæmdar dauðar og ómerkar. Engu máli skiptir að Jón Snorri verður kannski ákærður í Sig­ urplastsmálinu, að lokinni rannsókn, eftir helgi. Þess þá heldur skiptir engu máli að dómurinn er atlaga að heil­ brigðri skynsemi þar sem niðurstað­ an hangir á lagalegum merkingarmun orðanna „rannsókn“ og „skoðun“. Þannig er Hæstiréttur Íslands kominn í mótsögn við sannleikann. Þeir sem kynna sér dóminn í málinu geta haldið að það sé ekki rétt að Sig­ urplastsmálið og Jón Snorri Snorra­ son hafi verið til rannsóknar hjá lög­ reglunni. Þetta er rangt. Erfitt er að taka þessari niðurstöðu Hæstaréttar Íslands öðruvísi en sem hverju öðru hundsbiti. Skuggastjórnandi n Athafnamaðurinn Jón Ás- geir Jóhannesson er á meðal klókustu kaupsýslumanna Íslands. Hann er afar snjall í að dulbúast og stjórna því sem aðrir eru skrifaðir fyrir. Þannig stjórnar hann 365 fjölmiðlaveldinu þótt opin­ berlega sé Ari Edwald skráður stjóri. Þá er hann sá sem fer með valdið í Ísafoldarprent­ smiðju þótt aðrir séu skráðir fyrir þeim rekstri. Síðast en ekki síst er hann heilinn á bak við verslanir Iceland og stjórnar. Jón er sannkallaður skuggastjórnandi. Grátur dómarans n Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttarlög­ maður, virðist vera laskað­ ur á sálinni eftir starf sitt í Hæstarétti ef marka má það uppgjör sem hann stendur í gagnvart gömlum vinnu­ félögum. Lögmaðurinn er einkar ósáttur vegna ýmissa dóma þar sem hann fékk engu ráðið og kveinkar sér undan. Sú var tíð að sá „inn­ vígði og innmúraði“ Jón Steinar fékk ýmsu ráðið í samfélagi sem stýrt var af velgjörðarmanni hans, Davíð Oddssyni. Nú er öldin önnur ef marka má opinbert ákall hans út í tómið um að Egill Helgason verði rekinn frá RÚV fyrir skoðanir sem ekki henta. Sjálfstæður útgerðarmaður n Guðmundur Kristjánsson, stórútgerðarmaður kenndur við Brim, er lítið fyrir það hjarðeðli sem LÍÚ er þekkt fyrir. Nú hef­ ur útgerðar­ maðurinn líst þeirri skoðun sinni að ljúka eigi aðildarvið­ ræðunum við Evrópusambandið. Þetta er þvert á álit margra útgerðar­ manna sem eru grjótharðir gegn sambandinu og öllum viðræðum um aðild Íslands þar að. Og Guðmundur er ekki vinsæll hjá harðlínu LÍÚ vegna skoðana sinna. Sjálf­ um mun honum vera sama um álit þeirra. Krossgötur Gunnars n Ekki sér fyrir endann á átökunum í kringum Gunnar Þorsteinsson í Krossinum. Nú hefur Sigurbjörg Gunnarsdóttir skákað föður sínum út úr stjórn Krossgatna, áfanga­ heimils sem Gunnar stofnaði á sínum tíma. Augljóst er að fullkomið stríðsástand er milli föður og dóttur. Það er af sem áður var þegar samhugur ein­ kenndi samband Sigurbjargar og hjónakornanna Gunnars og Jónínu Benediktsdóttur. Kærleikurinn er horfinn. Ég bara verð að hjálpa henni Það var aldrei neitt markmið Einar Mikael töframaður heldur styrktarsýningu fyrir litla hetju. – DV Guðrún Erlingsdóttir breytti um lífsstíl og léttist um 25 kíló. – DV „Erfitt er að taka þessari niðurstöðu Hæsta- réttar Íslands öðru- vísi en sem hverju öðru hundsbiti Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 30 7.–9. desember 2012 Helgarblað F jölmargir fyrrverandi við­ skiptavinir SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans varpa nú öndinni léttar eftir lestur yfir­ lýsingar frá Steingrími J. Sigfússyni á vefnum dv.is sl. föstudag. Í frétt DV sama dag var gefið í skyn að Stein­ grímur hefði haft kvartanir vegna eignarhaldsfélagsins Dróma í flimt­ ingum og jafnvel haldið því fram „að gagnrýnin á starfsemi Dróma kæmi einungis frá örfáum einstaklingum“. Jafnvel mætti skilja orð hans svo „að umræðan um vinnubrögð Dróma sé í reynd stormur í vatnsglasi“. Það er mikið gleðiefni að Þistil­ firðingurinn fjölhæfi sé ekki eins illa innrættur og ónefndir heim­ ildarmenn DV vilja láta í veðri vaka. Fæstir hefðu svo sem trúað því upp á Steingrím okkar J. að hann gerði lítið úr baráttu almennra borgara við harðsvírað lögfræðingateymi á ofur­ launum, að mestu laust við mann­ gæsku og gott siðferði. Svo ekki sé nú talað um kröfuréttarkerfi sniðið að þörfum fjármálastofnana. En ef einhver hefði verið í vafa um það hvar Steingrímur sjálfur stæði í slagnum við Dróma þá er víst engum blöðum um það að fletta lengur. „Það er ljótur leikur að búa til mannamun“, sagði hann í yfirlýsingunni, „þegar menn sitja saman yfir því að takast á við erfið viðfangsefni sem varðar hagi fólks í erfiðleikum og sem á um sárt að binda“. Þetta eru orð í tíma töluð en samt sígild og algjörlega viðeigandi, ekki bara í upphafi aðventu 2012, heldur líka á þorranum 2009 þegar sú ákvörðun var tekin að stofna sér­ stakt félag utan um þrotabú SPRON. Þá voru innlán viðskiptavina SPRON flutt til Arion banka en útlánin skilin eftir í þrotabúinu sem þá um sumarið var komið fyrir í eignarhaldsfélaginu Dróma hf. Fjármálaeftirlitið tók form­ lega ákvörðun um að þessu skyldi þannig fyrir komið og skipaði sína eigin vösku menn í skilanefndina/ slitastjórnina þar sem þeir sitja enn sem fastast. Þáverandi fjármálaráð­ herra, síðar efnahags­ og viðskipta­ ráðherra og loks atvinnuvega­ og nýsköpunarráðherra, innsiglaði svo fyrirkomulagið með 75.000 milljóna króna ríkisábyrgð svo að skjaldborgin um bankana stæðist áganginn ef svo ólíklega vildi til að einstaka dómar féllu almennum neytendum í vil. Við, sem á slæmum dögum möldum í móinn yfir því að fá ekki að eiga í viðskiptum við venjulegan banka þegar við leitum leiða til að greiða hæfilegar afborganir af ólög­ mætum lánum okkar, getum huggað okkur við að Steingrímur J. vill ekki búa við mannamun frekar en við. Og til að slá á illar tungur vafasamra heimildarmanna þá skal því kom­ ið á hreint, í eitt skipti fyrir öll, að við erum fleiri en svo að geta talist ör­ fáir einstaklingar, teljandi á fingr­ um annarrar handar. (Sjá Facebook: „Slagur við Dróma“) Bréf frá „viðskiptavinum“ Dróma n Andrés Sigurðsson n Anna María Einarsdóttir n Ari Jónasson n Ágústa Hauksdóttir n Ásgeir Gunnarsson n Ásthildur Lóa Þórsdóttir n Birgir Hólm Ólafsson n Björgvin Björgvinsson n Einar Þ. Guðmundsson n Eva C. Halapi n Gestur Skarphéðinsson n Guðjón G. Daníelsson n Guðjón Rúnarsson n Guðlaug Björnsdóttir n Guðmundur Haraldsson n Guðmundur F. Jónsson n Guðrún Guðmundsdóttir n Guðrún B. Vilhjálmsdóttir n Gunnar Magnússon n Hafdís Óskarsdóttir n Hafþór Ólafsson n Haukur Geirmundsson n Hákon Hrafn Sigurðsson n Hávarður Tryggvason n Helga Magnúsdóttir n Hlynur Chadwick Guðmundsson n Hreiðar Ögmundsson n Ingileif Jóhannesdóttir n Jóhanna Bergmann n Jón Gunnar Hilmarsson n Jón Helgi Óskarsson n Jón Gísli Þorkelsson n Jóna Ingibjörg Jónsdóttir n Jónína Þórarinsdóttir n Konráð Gíslason n Kristinn P. Magnússon n Kristín Tryggvadóttir n Ólafur Jónsson n Ólafur A. Árnason n Ósk Sigurjónsdóttir n Pétur Óli Einarsson n Pétur Þormar n Rósa Einarsdóttir n Sigrún Sigurjónsdóttir n Sigrún Viðarsdóttir n Sigurgeir Sigurpálsson n Sigurpáll Grímsson n Sólveig Aðalsteinsdóttir n Sólveig Jónsdóttir n Stefán Rögnvaldsson n Þorsteinn V. Þórðarson n Þórunn María Jónsdóttir Höfundar greinar Sannleikur Hæstaréttar Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.