Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Qupperneq 37
Viðtal 37Helgarblað 7.–9. desember 2012 Skildi og greindist með krabba Hann hefur haft hárið sítt og flaksandi að rokkarasið síðan hann var 13 ára. „Ég reyndar klippti mig öllum að óvörum fyrir giftingar- myndatökuna. Það var árið 1981. Og síðar missti ég hárið í krabba- meinsmeðferðinni 2002, en það óx sem betur fer fljótt aftur.“ Eiríkur varð fyrir því óláni að greinast með krabbamein í eista á sérlega erfiðum tíma lífs síns. Hann hafði nýlega skilið við eigin- konu sína Helgu sem hann hafði verið giftur í 19 ár. „Helga var æsku- ástin mín og þótt að leiðir hafi skilið um tíma þá fundum við sem betur fer ástina aftur og endurnýjuðum heitin. Það er ekki algengt og ég er þakklátur. Það var stuttu eftir að við skildum sem ég var greindur með krabbameinið og þá fauk hárið. Nú veit ég hvernig það er að vera sköll- óttur.“ Lærði að njóta lífsins Eiríkur segir meðferðina hafa verið ansi stranga og erfiða en um illvígt krabbamein var að ræða. „Ég þurfti að ganga í gegnum þrjár geisla- meðferðir vegna þess. Þetta var hundleiðinlegt og mjög erfitt en ég var aldrei mjög hræddur um að tapa baráttunni. Ég var bara þakk- látur fyrir að meinið hefði greinst. Tímarnir eru svo breyttir í dag. Nú er verið að meðhöndla mein sem áður fyrr hrjáðu fólk án þess að það vissi. Það dó bara, án þess að vita banameinið. Ég ákvað eftir þessa reynslu að njóta lífsins meðan ég er hér. Í dag er ég líka gjörsamlega óhrædd- ur við að deyja, og haga lífi mínu þannig. Það getur gerst á morgun þess vegna.“ Á leiðinni heim Eiríkur er á leiðinni heim. Hann ætl- ar að spila á tónleikunum Jólagestir Björgvins þann 15. desember næst- komandi. „Ég er alltaf að koma heim, þegar ég kem heim til Íslands. Við erum bara 300 þúsund. Ég er alltaf grjótharður Íslendingur og sem betur fer þá næ ég að skreppa heim. Það vantaði í söguna hjá mér, að syngja með Bjögga. Ég man ekki eftir því að hafa sungið með honum, nú fæ ég að syngja dúett með hon- um. Ég get því miður ekki stoppað lengi, er með tónleika hér í Noregi nokkrum dögum síðar.“ Alinn upp í fornöld Hann hefur nóg við að gera í tón- listinni í Noregi. Hann túrar með Ken Hensley (fyrrverandi meðlimi Uriah Heep) en saman eru þeir í norsku sveitinni Live Fire. Hann er líka einn aðalsöngvari sveitarinnar Magic Pie, og í þeirri sveit er hann líka gítarleikari. Hann segist svolítið gamaldags í bransanum. Rokkari af gamla skólanum. „Það sem mín- ir spilafélagar taka eftir þegar ég er að túra um heiminn er hvað ég er gamal dags. Þeir eru allir með iPod en ég nota bara ennþá pennann og dunda við að leysa Sudoku-gát- ur til að drepa tímann. Ég er alger- lega tæknifælinn maður, ég er með flotta tölvu með nýjustu græjum og kann eitthvað að sýsla á þær. En kýs að gera það ekki. Áður fyrr þurfti maður að ganga yfir götu til að tala við aðra mann- eskju. Nú sendir maður bara skila- boð! Krakkar sem eru að alast upp í dag eru svo algjörlega inni í nú- tímanum að þeim finnst ég líklega alinn upp í fornöld. En kannski er ég það. Ég er að minnsta kosti nógu gamall til að hafa leikið mér með leggi og skeljar,“ segir hann og hlær. Hann segist trúr rokkinu og er þakklátur fyrir að hafa valið tón- listina í líf sitt. „Ég veit ekki hvað hefði orðið um mig ef ég hefði ekki gert það. Ef ég verð einhvern tím- ann of gamall til að syngja rokk, þá fer ég kannski bara að syngja kán- trí. En ég verð samt alltaf rokkari. Fyrst og síðast. Og ég vona að ég fái að halda hárinu aðeins lengur.“ n Hræðist ekki dauðann „Það má eigin lega segja að ég hafi flúið poppheiminn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.