Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 41
 41Helgarblað 7.–9. desember 2012 konur viðurkenndi Indónesinn Ahmad Suradji að hafa drepið á 11 ára tímabili. Fórnarlömb hans voru á aldrinum 11 til 30 ára. Suradji var handtekinn árið 1997 eftir að lík fundust í grennd við heimili hans. Hann sagði að árið 1988 hefði draugur föður hans birst honum í draumi og sagt honum að drepa 70 konur. Átti það að gera honum kleift að verða andalæknir. Suradji var sakfelldur og dæmdur til dauða árið 1988. Dómnum var fullnægt í júlí 2010. ALLRA SÍÐASTA KVÖLDGANGAN Hélt fram sakleysi sínu fram á síðustu stundu:Tekinn af lífi George Ochoa, 38 ára karlmað­ ur, var tekinn af lífi með ban­ vænni sprautu í Oklahoma á þriðjudag. Ochoa var dæmd­ ur til dauða fyrir skjóta til bana kærustupar, 38 ára karl og 35 ára konu, árið 1993 eftir að hafa brotist inn á heimili parsins. Áður en banvænu eitrinu var sprautað í æðar hans lýsti Ochoa því yfir að hann hefði ekki framið þann glæp sem hann var dæmdur fyrir. „Ég er saklaus,“ voru hans síðustu orð þegar hann var spurður hvort hann hefði eitthvað að segja að lokum. Innan við mínútu síðar var hann látinn. Lögmenn Ochoa höfðu barist fyrir því að fá dauðadómnum breytt í lífstíðarfangelsi, en að­ eins er mánuður síðan yfirvöld í Oklahoma synjuðu síðustu beiðni hans. Ochoa og lög­ mannateymi hans hélt því fram að hann hefði glímt við geðræn vandamál um langt skeið og af þeim sökum væri það brot á ákvæðum bandarísku stjórnar­ skrárinnar að taka mann með geðveilu af lífi. Þess utan hélt Ochoa fram sakleysi sínu. Ochoa var handtekinn ásamt Osbaldo Torres, mexíkóskum ríkisborgara, rétt eftir að tilkynnt var um ódæðið. Í lögregluskýrsl­ um kom fram að þeir hefðu virk­ að taugaveiklaðir. Þá hafi lýsing sem þrjú börn parsins gáfu lög­ reglu komið heim og saman við Ochoa. Torres var einnig dæmd­ ur til dauða í málinu. Refsingu hans var hins vegar breytt í lífs­ tíðarfangelsi árið 2004 eftir að upp komst að honum hefði ekki gefist færi á að tala við ræðis­ mann Mexíkó í Bandaríkjunum eins og lög gera ráð fyrir. Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað 42 S ú var tíðin að Tor di Quinto, úthverfi Rómar, endurspegl­ aði glæsileika hinnar fornu borgar sem hafði áður fyrr runnið átakalítið saman við sveitirnar fyrir utan borgina. En sú tíð var liðin þegar eftirfarandi atburðir áttu sér stað. Árið 2007 úði og grúði af tjaldborgum innflytjenda sem dreifðu sér líkt og köngulóarvefur yfir land auðnar. Flestir innflytjendanna voru Róm­ anar sem streymdu svo þúsund­ um skipti til Rómar í leit að vinnu í landi sem barðist við yfirþyrmandi atvinnuleysi. Óhætt er að fullyrða að hlutskipti þeirra var ekki öfundsvert. Giovanna Gumiero og Giovanni eiginmaður hennar höfðu búið í Tor di Quinto­hverfinu frá því fyrir tíma innflytjendastraumsins og var tíðrætt um aukna tíðni rána í því. Giovanni var aðmíráll og eyddi því löngum tíma fjarri heimili sínu. Hann hafði nokkrum sinnum stungið upp á því að þau flyttu, enda hafði hann áhyggj­ ur af öryggi eiginkonu sinnar. En Giovanna vísaði slíkum vangaveltum á bug: „Allir þurfa að eiga heima ein­ hvers staðar, sýnum umburðarlyndi.“ Síðasta síðdegisgangan Síðdegi 30. október, 2007, varði Giov­ anna í búðarráp í Róm og klukkan var orðin hálf sex þegar hún steig af lestinni á grenndarlestarstöð sinni, með fangið fullt af pökkum og pinkl­ um. Þrátt fyrir einhverja úrkomu ákvað Giovanna að rölta tæplega kíló­ metra leið frá stöðinni að heimili sínu. Heimleiðin var vörðuð hreysum sem innflytjendur höfðu hróflað upp af vanefnum og ekki fráleitt að ætla að Giovanna hafi séð innflytjendavanda­ mál Ítalíu í hnotskurn á för sinni. En hún komst aldrei á leiðarenda þetta kvöld. Í reynd var hún skammt á veg komin þegar 24 ára Rómani, Nico­ lai Mailat, sem leynst hafði í skugg­ anum stökk í veg fyrir hana og barði hana illa og nauðgaði síðan. Að því loknu hrifsaði hann til sín handtösku hennar og aðrar pjönkur og hvarf út í rökkrið. Giovanna lá eftir, meðvitundarlaus og illa útileikin eftir barsmíðarnar. Tórði í nokkra stund Tveimur klukkustundum síðar þegar síðasti vagn dagsins kom að Tor di Quinto­hverfinu neyddist bílstjóri hans til að snarhemla því þvert í vegi hans stóð öldruð kona og veifaði handleggjum líkt og óð væri. Bílstjórinn skildi ekki orð af því sem konan, sem var Rómani, sagði en hún benti ítrekað að skurði þar rétt hjá. Þegar bílstjórinn lýsti að skurðin­ um mætti honum hryllileg sýn; Giovanna lá þar í hnipri, nærbuxna­ laus og þakin mold og blóði. En hún var enn með lífsmarki. Giovanna var sett í öndunar­ vél á spítalanum en hafði ekki kom­ ist til meðvitundar þegar eiginmað­ ur hennar kom til hennar þar. Hún komst aldrei til meðvitundar og and­ aðist nokkrum klukkustundum síðar af völdum mikilla áverka. Auðfundinn ofbeldismaður Þegar lögreglan fór í búðir Rómafólks­ ins í Tor di Quinto­hverfinu reyndist þeim létt að finna sökudólginn. Ann­ að Rómafólk í búðunum var slegið yfir verknaði Nicolais og jafn hneyksl­ að á ofbeldisverki hans og aðrir íbú­ ar Rómar. Því hikaði það ekki við að benda lögreglunni á Nicolai. Svo virðist sem Nicolai hafi allt frá unglingsaldri verið vandræðageml­ ingur og glæpaferill hans hafði hafist í Rúmeníu þegar hann var fjórtán ára. Þar hafði hann rænt fólk og gengið í skrokk á því án nokkurra eftirþanka. Eftir að hann kom til Ítalíu hafði hann haldið uppteknum hætti í stað þess að sjá villu síns vegar. Ofbeldi og hatur Eins og oft vill verða þá varð dauði Giovönnu kveikjan að miklu hatri og ofbeldi í garð innflytjenda enda vilja rök oftar en ekki lúta í lægra haldi fyr­ ir blindri reiði. Það varð sem olía á eld þegar í ljós kom að tveir þriðju hlut­ ar allra sem höfðu verið handteknir í Róm það sem af var þessu ári höfðu verið Rómafólk og sagt var að Róman­ ar bæru ábyrgð á þremur fjórðu hlutum allra morða, þjófnaða og nauðg ana – hvorki meira né minna. Reyndar fullyrti Nicolai síðar fyr­ ir dómi að réttarhöldin yfir honum væru réttarhöld yfir öllu Rómafólki á Ítalíu: „Þið dæmið mig sem tákn­ mynd eingöngu. Já ég reyndi að stela veski þessarar konu, en ég banaði henni ekki.“ Nicolai fullyrti að ofbeldið, nauðg­ unin og banvænar barsmíðarnar hefðu verið á ábyrgð annars Rómana, Vassili, sem reyndar var sonur Emilíu nokkurrar sem hafði bent lögreglunni á Nicolai. Við nánari athugun kom í ljós að Vassili hafði, þegar ráðist var á Giovönnu, verið á spítala þar sem gert var að annarri hönd hans. Niðurstaða kviðdóms var að Nic­ olai væri sekur. „Nei,“ hrópaði hann felmtri sleginn þegar hann var dæmd­ ur til 29 ára fangelsisvistar. Ekki reið Nicolai feitum hesti frá áfrýjun sinni því áfrýjunardómstóll breytti dómn­ um í lífstíðarfangelsi – þar af hálfs árs einangrun – auk þess sem honum var gert að greiða fjölskyldu Giovönnu hálfa milljón evra í bætur. n n Giovanna Gumiero var talsmaður umburðarlyndis Nicolai Mailat Hélt fram sakleysi sínu en var dæmd- ur engu að síður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.