Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Qupperneq 42
 reykja í skátunum“ „Ég byrjaði að 42 Menning 7.–9. desember 2012 Helgarblað „Réttar- holtsskóli var algjört helvíti „Með kynþroska- aldrinum þá viku hnútarnir og skátablöðin fyrir klámblöðum.„Af hverju ertu svona ljótur?“ -„Ég veit það ekki.“ „Ertu þroskaheftur?“ -„Nei.“ „Má ég hrækja á þig?“ -„Nei.“ S vona lýsir Jón Gnarr dæmi­ gerðu einelti í sinn garð. Í ný­ útkominni bók sinni Sjóræn­ ingjanum, lýsir Jón æsku­ og unglingsárum sínum, vegferð sinni um íslenska menntakerfið sem er vægast sagt vörðuð harkalegum árekstrum og svæsnu einelti sem hann varð fyrir á þessum árum lífs síns. Jón hittir blaðamann á skrifstofu sinni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann er íklæddur lopapeysunni sem eigin­ kona hans prjónaði á hann. Þá með skjaldarmerki Reykjavíkurborgar framan á. „Get ég fengið kaffi? spyr hann aðstoðarkonu sína og geispar. Teygir sig svo í nikótíntyggjópakkann. „Ég er sko búinn að vera hættur að reykja í 12 ár,“ segir hann og kímir. Dönskukennarinn dó áfengisdauða Jón gekk í Fossvogsskóla í barnæsku og þaðan fór hann í Réttarholts­ skóla. Í bók hans eru lýsingar hans á skólagöngu sinni í Réttarholts­ skóla sláandi. Dönskukennarinn, sem var kallaður Hákon Beikon, var oft í glasi og fékk sér stundum sopa í miðri kennslustund. Í einni kennslu­ stundinni segir Jón hann hafa drepist áfengisdauða fram á borðið. Leikfimi­ kennarinn lét hann fylgja dóttur sinni yfir götu í skóla í stað þess að vera í leikfimi. Hann kallaði Jón „Paunka“. Líffræðikennarinn lét hann óáreitt­ an, Jóni fannst það ágætt, hann gat reykt sígarettur á bak við gluggatjöldin í kennslustofunni. Sá kennari var hins vegar eins og brjálaður vísindamaður úr teiknimyndasögu. Hann var kall­ aður Gandý og lýsti fyrir nemendum sínum mikilsverðu starfi sínu á leyni­ legri rannsóknarstofu sinni á miðj­ um Vatnajökli. Flestir kennara skól­ ans og skólameistari létu það óátalið að Jón mætti ekki í skólann og enginn kom honum til aðstoðar vegna eineltis skólafélaganna. Skólakerfið brást „Skólakerfið brást mér,“ segir Jón. „Í Fossvogsskóla leið mér ágætlega. En Réttarholtsskóli var algjört helvíti. Eins og ég lít á það í dag: Ég fékk ekki menntunina sem ég átti rétt á að fá. Ég hafði rétt á menntun en ég fékk hana ekki og þannig brást kerfið. Kerfið var sterkara en ég. Öflugra og klókara. Þannig að kerfið skilgreindi sig sem heilbrigt og mig sem frávik. Það er máttur hins sterka og það er líka hluti af þessu ranglæti. Það er í raun kjarninn í ofbeldi, hverrar tegundar sem það er. Það er einhver eða ein­ hverjir sem hafa eitthvað fram yfir aðra og hafa þar með sjálfstraust og skil­ greina sig sem norm, eitthvað rétt. Og nota það síðan sem kúgunartæki á þá sem falla ekki að þeirra hugmyndum og skilgreiningum.“ Átti hauk í horni Hann segir skólakerfið allt annað í dag en þegar hann var í skóla. „Við höfum lært af þessum tímum og í dag er tekið meira mið af þörfum einstaklinga þótt auðvitað vildi ég sjá meiri breytingar á kerfinu svo þar þrífist allir einstaklingar.“ Hann átti hauk í horni í tveimur kennurum skólans, þeir sýndu honum bæði virðingu og aðgát. „Það voru þeir Ingólfur Jóns­ son, sem kenndi kristinfræði, og Jón Ágústsson enskukennari, uppnefndur Jón sprettur, sem reyndust mér vel. Sprettur var ótrúlega þolin­ móður og prúður maður. Hann var samkynhneigður og krakkarnir hentu stundum gaman að honum. Mér fannst hann vandaður maður. Ég var óþreytandi í að spyrja hann að ýmsu. Ég var haldinn þráhyggju um pönk og anarkisma sem hann vissi auðvitað ekkert um. Hann var ofboðslega vand­ aður. Ég var til dæmis að spyrja hann um Greenham Common sem var andófs kvennahreyfing. Þetta var tengt pönkinu í Bretlandi 1982. Ég man að hann lagðist í töluverða vinnu til þess að geta útskýrt þetta fyrir mér. Það fannst mér fallegt. Mér fannst hann taka mark á mér. Svo var það hann Ingólfur Jóns­ son sem samdi Bjart er yfir Betlehem. Hann var einfaldlega falleg sál og leyfði mér að vera ég á mínum forsendum.“ Klám, landi og sígarettur í skátunum Í bók sinni segir Jón Gnarr einnig frá félagsstarfi sínu utan skólans. Hann stundaði skátastarf með skátafélaginu Garðbúum um tíma. Hann flosnaði á endanum upp úr starfinu vegna ein­ eltis. Í skátunum rétt eins og skólan­ um fékk hann ekki atlæti við hæfi og segir frá því að á fundum hafi strákarn­ ir skoðað klámblöð, reykt sígarettur og þar hafi einnig verið hægt að komast í tæri við landa. „Ég átti engan frama í íþróttum. Ég hafði engan áhuga á íþróttum. Þær íþróttir sem voru í boði voru hóp­ íþróttir og ég náði ekki árangri í þeim, hvorki fótbolta né blaki eða neinu sem var boðið upp á. En skátarnir voru eitthvað svona sem ég náði að tengja við. Ég dáðist að hugmyndafræði Badens Powell, mig langaði að vera góður og hjálpa öðrum og svona og svo líka læra að tálga og kveikja eld – án þess að vera með eldspýtur. Allt þetta heillaði mig og ég þreifst vel í skátunum um tíma. En ég flosnaði á endanum upp úr skátunum líka vegna eineltis. Ég kunni ágætlega við mig þar. En í tengslum við allt þetta einelti sem ég varð fyrir þá flosnaði ég upp úr skátunum líka. Johnny Rotten kom í staðinn og varð minn nýi Baden Powell sem missti kúlið fyrir mér. Ég man eftir að við sátum á þessum skátafundum og maður var að lesa og reyna muna einhverjar reglur og undirbúa sig undir að taka eitt­ hvert svona próf. En smátt og smátt, með kynþroskaaldrinum, þá viku líka hnútarnir og skátablöðin fyrir klám­ blöðum. Og einhverju svoleiðis og svo vildi það þannig til að einn sveitar­ stjórinn var að brugga landa. En ég tel nú að það hafi verið um algjöra undantekningu að ræða á almennu skátastarfi,“ segir hann og hlær og segir frá því að hann hafi reyndar byrjað að reykja í skátunum. „Reykingar voru mjög kúl á þessum tíma og ég byrjaði að reykja í skátunum, um þrettán ára aldurinn.“ Foreldrar lögðu líka í einelti Jón og fjölskylda hans bjuggu í Foss­ vogsdal. Hann segir þau ekki hafa til­ heyrt heildinni og skorið sig úr í hverf­ inu. Foreldrar hafi bannað börnum sínum að leika við sig. „Það er þessi sérkennilega stéttaskipting til staðar í Fossvogi og við komum þarna inn, ég og foreldrar mínir. Inn í stétt sem við tilheyrðum ekki. Foreldrar mínir voru verkamenn en í þessum hluta hverf­ isins bjó millistéttin. Kannski var það líka hluti af minni félagslegu einangr­ un, hvað ég náði lítið að tengja. For­ eldrar bönnuðu börnum sínum að leika við mig og kannski hafði það líka eitthvað að gera með að ég tilheyrði annarri stétt,“ segir Jón. „Ég átti ekki vini í einbýlishúsahverfinu í Fossvogi en ég eignast vin í smáíbúðahverfinu og við tengdum í pönkinu.“ Eineltið sem Jón varð fyrir var svo gróft og mikið að hann hagaði ferðum sínum svo hann rækist ekki á kvalara sína. „Það voru ákveðnir staðir sem ég forðaðist. Ég forðaðist ákveðnar strætisvagnastoppistöðvar, félags­ miðstöðina Bústaði, kom ekki nálægt Grímsbæ og gamla Víkingssvæðinu. Ég labbaði ekki göngustígana heldur fór á milli húsa eftir krókaleiðum.“ Móðirin og Mikilsháttar menn hrútleiðinlegar Jón flúði ekki eingöngu kvalara sína í daglegum veruleika sínum í Foss­ voginum. Hann flúði líka í heim bóka. „Já, ég flúði í bækur. Ég las bækur öllum stundum. Ég las í baði, á meðan ég sat á klósettinu, í bíltúr og við matarborðið. Ég las allar bæk­ ur í Bústaðasafninu, meira og minna. Ég byrjaði í barnadeildinni og las all­ ar barnabækurnar og meira að segja stelpubækurnar. Ég las Múmínálf­ ana, sem á þeim tíma voru svolítið álitnar vera stelpubækur, og Línu langsokk sem er ágætis pönkari og hafði eflaust mjög mikil áhrif á mig. Ég byrjaði líka snemma að lesa full­ orðinsbækur og sumar bækur las ég af því ég komst ekki í annað. Ég las til dæmis bók sem hét Móðirin, eft­ ir Maxím Gorkí þegar ég var 13 ára. Hrútleiðinleg bók, en ég lét mig bara hafa það. Man líka eftir annarri sem var álíka leiðinleg, Mikilsháttar menn. Ég las bara hvað sem er hvort sem bækurnar voru hrútleiðinlegar eða ekki.“ Jón var svo stórtækur í lestrinum að þegar hann féll fyrir einhverjum rithöfundinum vildi hann taka allar bækur eftir hann í einu á bókasafn­ inu. „Það var eitthvað kerfi búið til á bókasafninu til að eiga við mig,“ segir hann og hlær. „Ég veit ekki hvort það kom einungis frá bókasafninu eða líka frá skólanum en það voru sett­ ar hömlur á teiknimyndasögur. Það voru áhöld um hvort það væri mér hollt að lesa svona mikið af teikni­ myndasögum. Það var svona kvóti, ég mátti leigja þrjár teiknimynda­ sögur ef ég leigði líka eina bók,“ segir hann og brosir breitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar Að búa yfir góðu sjálfsáliti segir Jón skipta öllu máli. „Eins og Einar Ben segir í ljóðinu: Aðgát skal höfð í nær­ veru sálar. Það er svo gríðarlega mikil­ vægt fyrir börn að fá staðfestingu á því að þau séu málsmetandi einstaklingar. Það þarf ekki að kosta mikið. Það er ekki eins og þú þurfir að margítreka það við börnin. En bara að fá þessa viðurkenningu, að þú sért einstak­ lingur með skoðanir og tilfinningar og að það sé ekki gengið á rétt þinn. Ég missti af þessari viðurkenningu, það gerði það að verkum að það vantaði bara eitthvað í mig.“ Jón hefur vegna reynslu sinnar tek­ ið vel á móti þeim börnum sem hafa opnað sig um reynslu sína og veitt þeim viðurkenningu sína. „Ég hef talað við svo marga sem eiga þessa reynslu og það er mikilvægt að þau fái að vita að á þau er hlustað. Ég veit líka að ef þú ert í þessum aðstæðum þá skiptir hver góð manneskja svo miklu máli. Það þarf ekki svo mikið, eitt fal­ legt orð. Eitt bros, bara svona litlir hlut­ ir geta gert svo gríðarlega mikið fyrir krakka. Ég reyni að gefa krökkum sem stíga fram og tala um erfiða reynslu sína viðurkenningu mína. Ég vil endi­ lega hitta þá og segja þeim að þeir séu frábærir.“  Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Aðgát skal höfð í nærveru sálar Að búa yfir góðu sjálfsáliti segir Jón skipta öllu máli. „Eins og Einar Ben segir í ljóðinu: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það er svo gríðarlega mikilvægt fyrir börn að fá stað- festingu á því að þau séu málsmetandi einstaklingar. MynD eyþór ÁrnASon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.