Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 52
52 Sport 7.–9. desember 2012 Helgarblað Borgarslagur í Manchester n City taplaust í 37 heimaleikjum í röð n Hörkuleikir um helgina „Þetta er bara samansafn málaliða S tórleikur helgarinnar í enska boltanum verður án efa viðureign erkifjendanna í Manchester City og Manche- ster United á Etihad-vell- inum á sunnudag. Um er að ræða toppslag deildarinnar enda eru þessi lið komin með nokkuð áberandi for- skot á önnur lið í deildinni. United er á toppi deildarinnar með 36 stig en City er í öðru sæti með 33 stig. Chelsea, Tottenham og WBA eru síð- an í 3.–5. sæti með 26 stig. 37 heimaleikir án taps City hafði betur í báðum viðureign- um þessara lið á síðustu leiktíð. Liðið vann eftirminnilegan 6–1 sigur á Old Trafford í október í fyrra og vann síð- an 1–0 sigur á heimavelli í lok apríl síðastliðinn. Þrátt fyrir þetta hefur United gengið ágætlega með City á síðustu árum á útivelli. United vann 1–0 árið 2008, 1–0 árið 2009 en árið 2010 gerðu liðin markalaust jafntefli. Það sem kann að valda áhyggjum hjá Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, er sú staðreynd að City hefur ekki tapað í síðustu 37 heimaleikjum sínum í úrvalsdeildinni. Síðasta liðið sem vann City á þeirra eigin heima- velli í deildinni er Everton sem vann 2–1 sigur þann 20. desember 2010. Ætli United að fá eitthvað út úr leiknum gegn City er ljóst að liðið þarf að leika betri varnarleik en það hefur gert að undanförnu. Liðið hefur fengið á sig 21 mark á móti 11 mörk- um City. Ekkert lið hefur þó skorað meira en United sem hefur komið boltanum 37 sinnum í netið 37 í 15 leikjum. Nokkuð er um meiðsli í her- búðum beggja liða og er óvíst hvort David Silva, Alexander Kolarov og James Milner verði orðnir leikfærir fyrir City um helgina. Hjá United eru Nemanja Vidic, Shinji Kagawa, And- erson, Antonio Valencia og Nani frá. Gylfi á Goodison Fleiri hörkuleikir eru á dagskrá um helgina en nágrannaslag- ur City og United. Arsenal þarf á stigum að halda en liðið tekur á móti spútnikliði WBA á laugardag. Eftir glimrandi góða byrjun hefur WBA fatast flugið og tapað tveimur leikjum í röð. Á sama tíma hefur Arsenal aðeins unnið einn af síð- ustu sex leikjum sínum. West Ham sem spilað hefur vel á tímabilinu mætir Liverpool á heimavelli. West Ham lagði Chelsea um síðustu helgi á meðan Liverpool vann góðan sigur á Southampton. Þá má búast við hörkuleik þegar Everton tekur á móti Gylfa Sigurðssyni og félögum í Tottenham. Tottenham hefur verið á góðri siglingu og unnið síðustu þrjá leiki sína á meðan Everton hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikj- um sínum. Tottenham er í 3.–5. sæti með 26 stig en Everton í 6.–7. sæti með 23 stig. n Vissir þú … … að ef leikirnir í úrvals- deildinni í vetur væru 80 mínútur væri Tottenham á toppnum með 32 stig en WBA í öðru sæti með 31 stig. … að varamenn allra liða, nema Liverpool og Wigan, hafa skorað í ensku deildinni í vetur. … að Luis Suarez hjá Liverpool hefur unnið flestar aukaspyrnur allra leikmanna á síðasta þriðjungi vallarins, eða 19 talsins. … að seinna mark Demba Ba gegn Wigan á mánudag var mark númer 19.000 í ensku úrvalsdeildinni. … að mark Gael Bigirimana, leikmanns Newcastle, var fyrsta mark leikmanns frá Búrúndí í deildinni. Leikmenn af 87 þjóðernum hafa nú skorað frá stofnun úrvalsdeildarinnar. … að Wigan hefur fengið á sig flestar vítaspyrnur frá upp- hafi síðustu leiktíðar, eða 13 talsins. … að 38 sjálfsmörk hafa verið skoruð á þessu ári í deildinni. Metið er 44 sjálfsmörk árið 2004. … að það sem af er tímabili hafa einungis þrjár þrennur verið skoraðar. Á sama tímapunkti í fyrra voru þær 10. … að Norwich er prúð- asta lið deildarinnar. Liðið hefur aðeins fengið 12 gul spjöld og ekkert rautt. … að ekkert lið hefur fengið á sig fyrsta markið jafn oft og Manchester United í vet- ur. Hjá United hefur það gerst 10 sinnum. Laugardagur Arsenal – WBA „Ég held að þetta fari jafntefli, 2–2. WBA hefur verið að hiksta eftir frábæra byrjun og Arsenal hefur ekki náð sér almennilega í gang og er ekki alveg orðið heilsteypt lið ennþá. Ég sé þá ekki vinna WBA.“ Southampton – Reading „Southampton vinnur þetta. Hvorugt þessara liða hefur verið sannfærandi en ég held að þetta fari 1–0. Reading er í mjög vondum málum en Southampton virðist ætla að pluma sig.“ Aston Villa – Stoke „Stoke náði nú að vinna WBA um síðustu helgi og þeir eru seigir. Ef það vinnst sigur þá verður það líklega 1–0. Mér finnst líklegra að það verði Aston Villa.“ Sunderland – Chelsea „Sunderland er í bölvuðum vandræðum og Chelsea hefur nánast verið í frjálsu falli. Ég held samt sem áður að Chelsea tapi ekki þessum leik og held raunar að það vinni þetta 2–1. Swansea – Norwich „Swansea vinnur þetta. Michael Laudrup er búinn að stilla þetta lið saman og það er alltaf gaman að horfa á Swansea. Ég bæði vona og held að þeir vinni þetta. Ég spái 3–1 heimasigri.“ Wigan – QPR „Harry Redknapp hefur oft unnið krafta- verk með lið í vondri stöðu en ekki alltaf. Ég held að QPR-liðið sé ekki nógu gott og held að Wigan vinni þetta 1–0.“ Sunnudagur: Man. City – Man. United „Ég held að United vinni þetta 2–1. Ég horfði á City og Dortmund í vikunni og það var hreint ömurlegt að sjá til þessa málaliðahers. Ég held að dýrasti einstaki leikmaðurinn hjá City hafi kostað meira en allt Dortmund-liðið. Það var enginn andi í þessu hjá þeim og þetta er bara samansafn málaliða. Þetta eru frábærir knattspyrnumenn en þetta er ekki klúbb- ur. Það er miklu meiri klúbbandi hjá United og þeir taka þetta 2–1.“ Everton – Tottenham „2–2. Adebayor er í banni, Bale er meiddur og það vantar fjölda manna hjá Totten- ham. Everton-liðið er seigt og hefur byrjað leiktíðina vel og David Moyes er krafta- verkakall. Mér finnst líklegast að þetta endi jafntefli. Ég vona að Gylfi nái að setja hann. Hann kann alveg að skora mörk og þegar hann kom inn á gegn Fulham um síðustu helgi sá maður þessa frábæru takta sem hann sýndi hjá Swansea í fyrra.“ West Ham – Liverpool „Hamrarnir taka þetta 2–0. Liverpool-liðið er ekki svipur hjá sjón og hefur að mínu mati aldrei jafnað sig á brotthvarfi Xabi Alonso. West Ham-liðið er gott og er til alls líklegt.“ Mánudagur Fulham – Newcastle „Nú er Hangeland kominn úr banni og Fulham hefur saknað hans mikið. Þeir láta ekki flengja sig á heimavelli tvisvar í röð og heimamenn taka þetta, 3–1. Spáir United sigri DV fékk sjónvarpsmanninn Boga Ágústsson til að spá í leiki helgarinnar í enska boltanum. Bogi er sem kunnugt er harður stuðningsmaður Tottenham en hann reiknar ekki með að sínir menn nái að vinna sinn leik um helgina. Þá reiknar hann með að rauða liðið í Manchester vinni nágrannaslaginn og stórleik umferðarinnar. n Bogi Ágústsson telur að Chelsea komist aftur á sigurbraut Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Sigurmark Vincent Kompany skoraði eina mark leiksins þegar City lagði United að velli í borgarslagnum í Manchester í apríl. Markið reyndist dýrmætt enda vann City deildina naumlega. Mynd ReuteRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.