Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 60
60 Fólk 7.–9. desember 2012 Helgarblað Hvað er að gerast? 7.–9. desember Föstudagur7 DES Laugardagur8 DES Sunnudagur9 DES Stórtónleikar GRM Á tónleikunum taka þeir félagar ógleym- anlega smelli á borð við Minningu um mann, Drottninguna vondu og Spáðu í mig. Fleiri lög af báðum metsöluplötum þeirra félaga verða flutt og má búast góðri GRM-stemningu á aðventunni. Hljómsveitina skipa auk GRM þeir Ásgeir Óskarsson á trommur og Sigurður Árna- son á bassa Salurinn 20.30 Útgáfutónleikar Pascal Pinon Dúettinn Pascal Pinon, skipaður tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum, gaf nýverið út sína aðra breiðskífu, Twosomeness, hjá þýska útgáfufélaginu Morr Music. Í tilefni af því munu þær halda útgáfutónleika á laugar- dag. Arnljótur Sigurðsson og Klarinettkór Tónlistarskóla Reykjavíkur munu sjá um upphitun. Fríkirkjan í Reykjavík 21.00 Hangið á Hlemmi Alla laugardaga fram að jólum verða tónleikar á Hlemmi í boði jólaborgarinnar Reykjavíkur. Þennan laugardaginn mun Agent Fresco spila fyrir strætófarþega, gesti og gangandi. Hlemmur hefur svo sannarlega verið klæddur í jólabúning en innblástur skreytinganna er jólamyndin Christmas Vacation og hugtakið „magn umfram gæði“. Hlemmur 15.00 Laufabrauðsútskurður og notalegheit í Viðeyjarstofu Laufabrauðsútskurður er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra Íslendinga. Á sunnudaginn getur fjölskyldufólk komið saman í Viðey í notalegri jólastemningu og lært réttu handtökin í laufabrauðsskurði. Mælst er til þess að þáttakendur skrái sig til leiks með því að bóka far með ferjunni. Bókanir berist í síma 555 3565 eða með tölvupósti á videy@elding.is Viðeyjarstofa 13.30– 16.00 Sættist alltaf betur við sjálfan sig n Egill Ólafsson blæs til afmælis- og útgáfutónleika í febrúar É g verð sextugur þennan dag svo þetta eru bæði afmælis- og út- gáfutónleikar, segir tónlistar- maðurinn Egill Ólafsson sem í nóvember sendi frá sér plötuna Vetur. Útgáfutónleikarnir verða haldnir í Frí- kirkjunni þann 9. febrúar næstkom- andi, á sextugsafmæli söngvarans. Miðasala hefst á midi.is 7. desember og búast má við því að færri komist að en vilja. Það er því um að gera að næla sér í miða sem fyrst. Finnsk-íslenska vetrarbandalagið spilar með Agli á tónleikunum, en það skipa Matti Kallio, Lassi Logrén, Matti Laitinen og Jónas Þórir. Þá munu ýmsir góðir gestir stíga á svið á tónleikunum. „Þetta verður þannig að ætla ör- lítið að spila lög frá ferlinum en uppi- staðan verður efni af plötunni. Þeir koma hingað til landsins til að vera með mér, Finnarnir. Það verður farið aftur í tímann og jafnvel farið aftur til Spilverksins að einhverju leyti.“ Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki valið stærri tónleikastað fyrir tvöfalt tilefni og svo merkan áfanga sem sextugsafmælið er, segir hann kirkjuna einfaldlega henta tónlist plötunnar vel. „Mér finnst þessi um- gjörð Fríkirkjunnar passa betur við þetta efni, því þetta er svona frekar lágstemmt. Mér finnst þetta hús halda vel utan um þetta, fyrir utan að ég er fríþenkjari sjálfur. Þetta verður svona vetrarstemning og ég mun leika mér með lýsinguna,“ segir Egill sem kann að meta það návígi við tónleikagesti sem Fríkirkjan býður upp á. Aldurinn leggst annars mjög vel í Egil sem segist verða þolanlegri með hverju árinu. „Maður er alltaf að sætt- ast betur við þennan mann sem mað- ur hefur búið með núna í 60 ár. Hann er að verða þolanlegri og þolanlegri. Það er það góða við aldurinn. Svo er ég náttúrulega heppinn að vera hraustur og er að fást við það sem ég elska út af lífinu. Það er ekki vinn- an sem er að íþyngja mér, mér leiðist ekki að fara í vinnuna,“ segir stór- söngvarinn að lokum. solrun@dv.is Unnið að plötunni Egill Ólafsson ásamt finnska tón- skáldinu og tónlistarmanninum Matta Kallio við upptökur á plötunni Vetri nú í haust. Kættust í kokteil- boði í Kaliforníu n Kynningarherferð á Djúpinu er í fullum gangi n Fengið ótrúlega góðar viðtökur D júpið, kvikmynd Baltasars Kormáks, var nýverið sýnd útvöldum hópi fólks í kvik- myndabransanum vestan- hafs. Á næstunni verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort hún verði tekin til sýninga í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Eftir sýninguna var svo blásið til kokteilboðs á Thompson Hotel í Beverly Hills, þar sem mátti sjá þekkt fólk á borð við Mark Wahlberg. Hann og Baltasar eru hinir mestu mátar eftir að hafa unnið saman að mynd- unum Contraband og Two Guns. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Bandaríkj- unum, og eiginkona hans, Jóna Dóra Karlsdóttir, létu sig ekki vanta. Að sjálfsögðu var eiginkona Baltasars, Lilja Pálmadóttir, á svæðinu en vel fór á með þeim hjónum og Wahlberg. Gleðin skein úr andlitum boðs- gestanna og má því ætla að Djúpið, eða The Deep eins og hún nefnist á ensku, hafi fengið jákvæð viðbrögð. „Það er herferð að fara í gang og þetta er bara einn liður í því, að sýna myndina ákveðnu fólki,“ segir Jón Gunnar Geirdal, eigandi markaðs- setningarfyrirtækisins Ysland sem sér um kynningarmál fyrir Baltasar Kormák. „Viðbrögð við myndinni hafa verið rosalega góð. Hún var til að mynda heimsfrumsýnd í Toronto í haust áður en hún var frumsýnd hér heima. Viðbrögðin úti hafa verið ótrúlega góð og það sést bara á því hvaða dreifingaraðila er búið að semja við, hvort sem það er í Bandaríkjunum eða annars staðar.“ Jón Gunnar bendir á að nú þegar sé búið að selja myndina til tugi landa. „Þessi ofboðslega íslenska saga virð- ist snerta fólk um víða veröld.“ Hann segir mikinn áhuga vera í Hollywood á Baltasar og því sem hann er að gera, bæði hvað varðar ís- lenskt efni og erlent. n Mestu mátar Vel fór á með þeim hjónum, Baltasar og Lilju Pálmadóttur, og Mark Wahlberg eftir sýninguna. Sendiherra stillti sér upp Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Bandaríkj- unum, mætti í kokteilboðið ásamt eiginkonu sinni. Herferð í gangi Baltasar ásamt framleiðand-anum David Linde og leikkonunni Collen Camp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.