Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Síða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Síða 61
SKYGGNST Á BAK VIÐ TJÖLDIN Fólk 61Helgarblað 7.–9. desember 2012 É g ætla auðvitað að halda partí,“ segir Kolbrún Ída Harðardóttir í Reykjanesbæ sem verður þrítug í dag, föstu- dag. Kolbrún Ída segist elska að halda afmælisboð. „Ég held stór- ar veislur þegar ég á stórafmæli. Annars er það bara meira fjölskyld- an að koma saman. Ég efast samt um að fara eitthvað út á lífið. Ætli við verðum ekki bara heima í góðra vina hópi.“ Kolbrún Ída segist ekki hugsa mikið um hækkandi aldur. „Ég gleðst bara yfir hverjum degi sem ég fæ. Það er ekkert mál að nálgast fertugsaldurinn. Mér líst bara vel á það.“ Aðspurð segir hún kósí að eiga afmæli á aðventunni. „Það var kannski leiðinlegra þegar maður var yngri. Þá var maður búinn að bíða svo lengi og allir aðrir löngu búnir að eiga afmæli. Maður var alltaf síðastur.“ É g ætla að stinga af með konu og börnum. Við ætlum að fara í afslöppun um helgina og dvelja í bústað,“ segir Júlí- us Magnússon á Dalvík sem verð- ur fimmtugur í dag, föstudag. Júl- íus miklar ekki fyrir sér að vera kominn á sextugsaldur en viður- kennir að vera mikið afmælisbarn. „Ég hugsa ekki mikið um aldurinn enda svo svo ungur í anda. Ég hef gaman af því að halda veislu og hef gert það þessi tugaafmæli en það verður ekki í þetta skiptið þar sem svo margir ættingjar eru erlendis. Ég reyni frekar að hóa þeim saman yfir jólin eða í sumar þegar allir eru heima.“ Júlíus, sem er kokkur, ætlar ekki að elda sjálfur á afmælisdaginn. „Ætli konan eldi ekki handa mér. Ég er líka veiðimaður svo ég býst við að það verði hreindýr. Og svo rjúpur á jólunum. Allavega eitthvað sem ég veiddi sjálfur.“ Hann segir notalegt að eiga af- mæli svona í miðri aðventunni. „Jólaundirbúningurinn er alltaf á fullu og í minningunni tengdist af- mælisdagurinn minn því að skera laufabrauð. Við gerum það líka í ár, jafnvel í bústaðnum. Það verður bara kósí.“ Gleðst yfir hverjum degi „Svo ungur í anda“ Kolbrún Ída er þrítug í dag, föstudag Júlíus Magnússon á Dalvík er fimmtugur É g ætla að fagna með fjöl- skyldunni í rólegheitum enda eignaðist ég barn fyr- ir níu dögum. Það verða bara róleg heit og góð kaka, segir Beata Starczewska Davidsson í Hvera- gerði sem fagnar fertugsafmæli sínu á laugardaginn. Beata kom til Íslands frá Pól- landi árið 2006. Hún segir að það hafi ekki verið neitt sérstakt að eiga afmæli svona stuttu fyrir jól. „Það höfðu allir eitthvað annað að hugsa um en ég gerði samt alltaf eitthvað skemmtilegt með vinum mínum. Við fórum út á djammið,“ segir hún og bætir við að það sé lítið mál að nálgast fimmtugs- aldurinn. „Ég hugsa nú ekkert um það. Fyrst ætla ég að verða fertug áður en ég fer að pæla í því. Svo var ég líka að eignast barn og það yngir mann upp.“ Beata var að eignast sitt þriðja barn en elsti sonur hennar er 21 árs og dóttir hennar 13 ára. „Það er langt á milli elsta og yngsta,“ segir hún brosandi og bætir við að sá stutti sé heilbrigður og hamingju- samur. „Ég fékk hann næstum því í afmælisgjöf. Ég ætlaði alltaf að eignast eitt barn í viðbót fyrir fer- tugt og það tókst.“ Rólegheit og kaka Á R N A S Y N IR util if. is LEKI GÖNGUSTAFIR 9.990 kr. TRAUSTIR OG VANDAÐIR. S kemmtikraftar landsins gefa vinnu sína í söfnunar- og skemmtiþætti á föstudags- kvöldið sem sýndur verður í opinni dagskrá. n Íslensku stjörnurnar stilltu strengi sína Gunnar fór til Búrkína Fasó Leikarinn Gunnar Hansson fór til Búrkína Fasó fyrir dag rauða nefsins og kynnti sér verkefni UNICEF á vettvangi. Innslög úr ferðalagi hans verða sýnd í söfnunar- og skemmtiþættinum á föstudagskvöldið og þar kemur einnig Frímann við sögu. MYND ARNAR ÞÓR ÞÓRISSON Anna Svava á hvolfi Fyrirsæturnar fyrir veggspjöldin lögðu mikið á sig og héngu á hvolfi í klifurgræjum. Myndun- um var svo snúið við og útkoman var svona líka skemmtileg. Kynnar og fleiri hittast hjá UNICEF Margir af þeim sem koma að degi rauða nefsins í ár hittust á skrifstofu UNICEF einn eftirmiðdag, áttu notalega stund við undirbúning þáttarins. Dýfingakeppni Keppnin fór fram á dögunum í Sundhöll Reykjavíkur. Meðal þátttakenda voru Sveppi, Þórunn Antonía, Friðrik Dór, María Birta og Dóri Gylfa. Keppnin var æsispennandi og dýfurnar sýndar og úrslit gerð kunn í þættinum. Flash Mob Íslenska heitið yfir slíkan gjörning er enn á reiki en eitt „flash mob“ var framkvæmt á dögunum í Bónus á Korputorgi þar sem venjulegur verslunarleiðangur leystist upp í dans. Bak við tjöldin í Hljóðrita Lóa og Árni í FM Belfast ásamt yngsta hljómsveitarmeðlimnum ráða ráðum sínum með Ólöfu Arnalds. Partí Kolbrún Ída ætlar að halda veglega upp á stóra daginn. Veiðimaður og kokkur Júlíus vonast til þess að eiginkonan eldi eitthvað handa honum af því sem hann hefur veitt í afmælismatinn. Beata Starczewska Davidsson verður fertug á laugardaginn Nýbökuð móðir Beata ætlar að halda upp á daginn í rólegheitum enda með nýfætt barn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.