Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Blaðsíða 62
62 Fólk 7.–9. desember 2012 Helgarblað Á R N A S Y N IR util if. is MEINDL GÖNGUSKÓR GÆÐI Í GEGN ÚRVALIÐ ER Í ÚTILÍF. L eynivinavika stendur nú yfir hjá fréttastofu Stöðvar 2, en þar skiptast starfsmennirnir á litlum gjöfum daglega út vik- una. Eins og nafnið gefur til kynna eru gjafirnar gefnar undir dulnefni svo þiggjendur vita ekki frá hverjum þær eru. Metnaðurinn er mismik- ill hjá fólki en Sigrún Ósk Kristjáns- dóttir, einn stjórnenda Ísland í dag, datt heldur betur í lukkupottinn með sinn leynivin. „Hef aldrei orðið eins kjaftstopp á ævinni! Mín beið heimasaumuð mini me dúkka frá leynivininum þegar ég mætti í vinnuna í morgun!“ skrifaði Sigrún á Facebook-síðu sína á fimmtudag og birti mynd af dúkkunni sem meira að segja klæddist eins skyrtu og hún sjálf var í á mynd sem fylgdi með gjöfinni. Gjöfin á þriðjudag var ekki síðri. Þá mætti óperusöngvari í vinnuna til Sigrúnar og þandi raddböndin fyrir hana. „Leynivinur minn er on fire! Óperusöngur og rós eins og ekkert sé eðlilegra. Ég á ekki til orð í eigu minni,“ skrifaði hún um þá gjöf. Þ að er alltaf jafn mikil snilld að koma heim til mömmu og pabba. Hörgárbyggð er okkar heimili þótt það sé líka snilld að búa í Mónakó, bara allt öðruvísi,“ segja snjóbretta- stjörnurnar Halldór og Eiríkur Helgasynir sem eru staddir á æsku- heimilinu fyrir norðan til að taka upp nýja snjóbrettamynd og verja tíma með fjölskyldunni. Bræðurnir eru aldir upp við ræt- ur Hlíðarfjalls og byrjuðu snemma að renna sér á snjóbretti við húsið. Eldri bróðirinn, Eiríkur sem er 25 ára, var tólf ára þegar hann byrjaði á bretti en Halldór, sem er tvítug- ur, níu ára. „Ég byrjaði út af Eika. Ég var alltaf að herma eftir honum,“ segir Halldór og Eiríkur bætir við að í gamla daga hafi snjóað mun meira en í dag. „Þegar snjóaði sem mest gátum við tekið Strýtulyftuna upp og rennt okkur alla leið heim í hlað.“ Snjóbrettatímabilið er að hefjast. Þeir bræður búa í Mónakó en byrja veturinn oftast á því að koma til Íslands og taka upp snjóbretta- myndir. „Hér er gott að vera og hér þekkjum við alla staðina. Þetta startar tímabilinu. Svo er líka frá- bært að geta farið í mat til mömmu og pabba eftir heilan dag á bretti,“ segir Eiríkur. Bræðurnir þykja á meðal bestu snjóbrettaiðkenda í heimi. Þeir gáfu nýverið út myndbandið Pepping ásamt vini sínum Gulla Guðmunds- syni og hafa nú sett hvor sinn hlutann á síðuna helgasons.com. Þeir segjast hafa meira gaman af því að taka upp myndir en keppa á stórum mótum. „Það góða við að taka upp myndir er að þá ertu á þínu eigin plani. Þegar maður er að keppa þarf maður að vera mættur á réttan stað á réttum tíma og þess háttar. Það er ekki fyrir okkur,“ segir Eiríkur sem segist hafa keppt meira í gamla daga. „Ég er eiginlega kom- inn með leið á að keppa. Núna tek ég bara þátt ef ég veit að keppnin verður skemmtileg.“ Halldór segist ennþá hafa gam- an af því að keppa. „Ég tek svona fjórar, fimm stórar keppnir á ári og svo geri ég bara það sem ég vil hina dagana,“ segir hann og Eiríkur bætir við: „Ég held samt að það geri sér fáir grein fyrir hversu mikil vinna fer í svona myndbönd. Það tekur kannski heilan dag að ná einu skoti sem er kannski ein til þrjár sekúnd- ur að lengd,“ segir hann en þess má geta að myndbönd strákanna núna og í fyrra eru vinsælustu snjóbretta- myndböndin á netinu. Strákarnir eru þekktir fyrir að renna sér án hjálms þótt þeir mæli alls ekki með slíku fyrir unga snjó- brettaiðkendur. Þeir segja ímyndina stóran hluta af vinnunni og það sé erfitt að breyta henni núna. Eftir langan feril hafa þeir báðir fengið sinn skerf af meiðslum. „Ætli ég fari ekki langt í að hafa brotið öll bein,“ segir Eiríkur en bætir við að alls hafi hann brotið 14 bein. Þar af fjögur eða fimm bara í fyrra og eitt á þessu ári. „Ég brotna aldrei en ég togna, slít liðbönd og rotast. Ég tek það á mig en Eiki sér um að brotna,“ segir Halldór. indiana@dv.is n Bræðurnir Halldór og Eiríkur taka upp myndband fyrir norðan HEFUR BROTIÐ 14 BEIN „Hef aldrei orðið eins kjaftstopp á ævinni!“ n Sigrún Ósk á metnaðarfullan leynivin „Ég tek svona fjór- ar, fimm stórar keppnir á ári og svo geri ég bara það sem ég vil hina dagana Snjóbrettakappar Halldór, Eiríkur og Gulli eru allir snjóbretta­ atvinnumenn. Bræð­ urnir Halldór og Eiríkur búa í Mónakó en eru nú staddir á æskuheimil­ inu í Hörgárbyggð. Björgvin allur að koma til n Rífandi sala á Golden Wax frá Silver S alan á Golden Wax-inu okkar hefur farið lygilega vel af stað og fólk haft á orði að þetta sé hin íslenska tegund af Dax- vaxinu fræga. Salan hefur aukist mikið síðustu mánuði og fólk ætl- ar greinilega að „lúkka“ og lykta vel um jól og áramót,“ segir lands- liðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson, sem stendur á bakvið Silver-hárvörurnar. En það eru ekki einu góðu frétt- irnar af Björgvini Páli og verkum hans því hann er nú loksins orðinn góður af veikindum sem hann hef- ur glímt við í tæpar tíu vikur. Hann greindist með fylgigigt í kjölfar salmonellusýkingar. „Ég er orðinn 100 prósent góður af veikindunum og er búinn að vera að æfa á fullu síðustu tvær vikur til þess að koma vöðvunum í betra stand. Ég geri ráð fyrir því að spila minn fyrsta leik núna í langan tíma um næstu helgi og verð ég kominn í toppform þegar landsliðið hittist núna í lok desember.“ Hann segir síðustu vikurnar hafa verið erfiðar en hann hefur nýtt tímann meðal annars í að þróa Silver-vörurnar áfram, margar hug- myndir séu í vinnslu en þær muni líklega ekki líta dagsins ljós fyrr en næsta sumar. „Einnig gat maður eytt meiri tíma með konunni þannig að þessi tími hefur alls ekk- ert verið leiðinlegur en maður er samt farinn að titra af spenningi og langar að fara að spila aftur,“ segir landsliðsmarkvörðurinn. Að komast í toppform Björgvin Páll er að ná sér af erfiðum veikindum sem hafa hrjáð hann síðustu vikurnar. H ann er flottur mömmu- klúbburinn sem saman- stendur af þeim Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fréttakonu, Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi forsetaframbjóð- anda, Brynhildi Einarsdóttur, eiginkonu Illuga Gunnarsson- ar, Láru Björg Björnsdóttur rit- höfundi og Rún Ingvarsdóttur fréttakonu. Konurnar eiga allar börn á svipuðu róli og verja því góðum tíma saman þar sem ef- laust er rætt um samfélagsmál- in við bleiuskiptin. Samkvæmt heimildum DV hafa eiginmenn kvennanna sitt hlutverk í þessum félagsskap en það ku vera að þjón- usta hinar nýbökuðu mæður. Mömmuklúbbur í flottari kantinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.