Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2012, Side 64
TOP GEAR BÓKIN LOKSINS Á ÍSLANDI! 100 geggjuðustu bílarnir að mati Top Gear-gengisins. Ótrúlegt samsafn bifreiða, allt frá sannkölluðum furðufyrir- bærum til hraðskreiðustu sportbíla. Magnaðar staðreyndir í bland við hinn óborganlega húmor sem einkennir Top Gear! Hvaða bíll ereins og stökkmúsá sterum? D Y N A M O R EY K JA V ÍK Ómissandi fyrir alla bílaáhugamenn, unga jafnt sem aldna!Þeir sletta skyrinu …! Sigur eftir Sjonna n Leiklistarhjónin hæfileikaríku, Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir, létu skíra son sinn á dögunum. Drengurinn heitir eftir föður Gísla, Garðari Gíslasyni, og bróður Nínu, söngvaranum Sigurjóni Brink heitnum, Sjonna Brink eins og hann var jafnan kallaður. Séð og heyrt greindi frá því að drengurinn hefði hlotið nafnið Garðar Sigur en seinna nafnið er vís- un í nafn Sjonna sem lést langt fyr- ir aldur fram í janúar 2011. Talar við Tinna n Jón Kristinn Snæhólm skrifar við- tal við teiknimyndapersónuna Tinna í nýjasta tölublaði Mann- lífs. Þar talar hann meðal annars um sögusagnir þess efnis að Tinni sé samkynhneigður. Þær sögusagnir hafa verið langlíf- ar þó það hafi ekki verið stað- fest. Í viðtalinu þvertekur Tinni fyrir að vera samkynhneigður og segist hafa verið vinsæll meðal kvenna í menntaskóla. „Ég var með stelpu sem að vísu síðar yfir gaf mig,“ hefur Jón Kristinn eftir Tinna. Ó lympíufararnir Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson senda í dag, föstudag, frá sér kennslu- mynddisk um handbolta. Diskurinn er fyrsti handbolta- kennsludiskurinn sem gefinn er út á Íslandi. „Ég er búinn að vera með handboltanámskeið síðastliðin fjögur sumur og tók eftir því að sum- ir krakkarnir voru að bæta sig meira á milli ára en aðrir, þó að allir ættu að hafa sömu möguleika á því,“ segir Bjarni en hann telur að þetta hafi sýnt honum hvað það skipti miklu máli að vera með góðan þjálfara. „Þá hugsaði ég að það væru ekki til nein tól eða tæki fyrir þessi börn til að læra sjálf.“ Bjarni fékk nokkra vini sína í lið með sér, meðal annars Sturlu, til að gera diskinn. Hann fékk kvikmynda- fyrirtæki í lið með sér og hóf undir- búningsvinnuna. Diskurinn heitir Frá byrjanda til landsliðsmanns og á honum er meðal annars að finna við- töl og ráð frá helstu handboltastjörn- um landsins. Þar á meðal eru viðtöl við þá Ólaf Stefánsson og Guðjón Val Sigurðsson sem segja frá því hvern- ig þeir urðu einir af bestu handbolta- mönnum heims. „Ég og Sturla erum mest að sýna og útskýra en við vildum einmitt reyna að lágmarka okkar sýn á disknum svo við værum ekki bara á egóflippi allan tímann svo við fáum fjölda góðra gesta. Við vorum rosaheppnir með hvað handbolta- fólk á Íslandi tók vel í að hjálpa okkur í þessu verkefni,“ segir Bjarni. Hann segir að gestirnir sýni bæði hand- boltaæfingar og gefi ungum iðkend- um ráð. „Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta og erum mjög ánægðir með afraksturinn.“ n Kempur kenna handbolta n Ólympíufarar gefa ungum iðkendum góð ráð Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 7.–9. DESEMBER 2012 142. TBL. 102. ÁRG. LEIÐB. VERÐ 659 KR. Gefa ráð Rætt er við marga Ólympíufara úr íslenska handknattleikslandsliðinu á disknum. Gefur syni sínum skyr n „Ég gef syni mínum skyr. Mér er sagt að skyr sé hollt,“ sagði Ragn- heiður Elín Árnadóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, í um- ræðu um fjárlögin á Alþingi á fimmtudag. Stjórnarandstaðan hefur verið gagnrýnd nokkuð undanfarna daga vegna málþófs í þinginu og geta ummæli Ragn- heiðar eflaust flokkast undir það. Ragnheiður sagðist hafa kvartað við aðila innan Mjólkursam- sölunnar vegna þess að mjólk- urvörur séu upp til hópa of sæt- ar. Lýsti hún áhyggjum sínum af svokölluðum sykurskatti og sagðist hún óttast að hann myndi leiða til mikillar verðhækkunar á skyri. „Þar með hækkar matar- reikningur fjölskyldnanna í landinu og, ég leyfi mér að fullyrða, barnafjöl- skyldnanna í landinu, vegna þess að skyr er vin- sælt meðal barna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.