Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Síða 11
hrunið. Birna Einarsdóttir var tekin við sem bankastjóri af Lárusi Weld- ing og stjórnmálaflokkarnir á Alþingi skipuðu nýja stjórn yfir bankann. Inntakið í samningnum var það að ekki yrði greitt frekar út af láninu til Norðurturnsins, fyrir utan þær 800 milljónir króna sem Glitnir var þeg- ar búinn að greiða út. Í annarri grein þessa viðauka við lánasamninginn skuldbatt Norðurturninn sig til að endurgreiða þessar 800 milljónir króna fyrir þann 1. mars 2010. Þetta ákvæði var í samningnum jafnvel þó báðum aðilum hefði verið fullkunn- ugt um að Norðurturninn gæti ekki endurgreitt Nýja Glitni þessar 800 milljónir. Á fyrsta veðrétti í bygging- unni hvíldi nefnilega 1.600 milljóna króna skuldabréfalán sem var í eigu sjóða Glitnis, Lífeyrissjóðs verkfræð- inga og Tryggingamiðstöðvarinnar meðal annarra. Þetta 800 milljóna króna lán Glitnis var því á öðrum veðrétti í hálfkláraðri eign sem enn liggur ekki ljóst fyrir hvort lokið verð- ur við. Lánið rann til BYGG Á sama tíma og þessi viðauki var gerður við lánasamninginn var gerð- ur annar samningur vegna 200 millj- óna króna lánsins sem fjallað er um hér. Um var að ræða nýtt lán, kú- lulán, sem var á gjalddaga 1. mars 2010. Í lánasamningnum, sem DV hefur undir höndum, kemur fram að greiðslan á láninu var tvíþætt. 140 milljónir voru greiddar út til að BYGG gæti greitt laun, launatengd gjöld, vörsluskatta og þóknun, líkt og segir í lánasamningnum. 60 milljón- ir króna átti svo að nota til að „fjár- magna frágang lántaka eða bygging- araðila á hans vegum við að ganga frá tengibyggingu Norðurturnsins við Smáralindina og bílastæðum þar í kring“. Líkt og gilti um 800 milljóna króna lánið var ekki nokkur möguleiki á því, þegar lánið var veitt, að Norður- turninn gæti greitt þetta 200 milljóna króna lán til baka þar sem félagið var tæknilega gjaldþrota. Bæði lántak- inn og lánveitandinn hefðu mátt vita þetta þegar gengið var frá lánveiting- unni. Samtals milljarður króna rann því út úr Glitni og Nýja Glitni til Norður- turnsins ehf., rétt fyrir og eftir banka- hrunið 2008, og til óbeinna hluthafa í Glitni: BYGG. Beitti Lárus þrýstingi Þetta var í að minnsta kosti annað skiptið sem Björn Ingi beitti stjórn- endur bankans þrýstingi á tveggja mánaða tímabili. Áður hafði Björn Ingi beitt Lárus Welding þrýstingi þann 1. september til að fá umrætt fjögurra milljarða króna lán, líkt og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá í mars í fyrra. Lánsbeiðni Norðurturnsins hafði þá verið hafnað og stóð félagið í stappi við bankann vegna þessa. Orðrétt sagði Björn Ingi í tölvu- póstinum til Lárusar Welding sem Stöð 2 vísaði til. „Þetta er auðvitað langt frá því að vera í samræmi við það sem við tveir sömdum um og bið ég þig því að koma samkomulagi okk- ar kyrfilega til skila aftur. Ég skil ekki hvernig hlutirnir virðast breytast á leiðinni niður fæðukeðjuna í bank- anum og verður að segjast sem er að það er þreytandi fyrir okkur báða að þurfa alltaf að vera að hjakka í sama farinu. Við höfum væntanlega báð- ir nóg annað að hugsa um. [...] Ég vil helst ekki lenda í því að framkvæmd- ir við NT stöðvist vegna þess að ekki er hægt að klára lánssamninginn við bankann sem á tæpan helming í fyr- irtækinu. Það mun gleðja hvorugan okkar. Ég heyri frá þér þegar þú hefur lesið þetta..“ Þessar viðræður Norðurturns- ins og Glitnis enduðu með því að fé- lagið fékk umrætt lán fjögurra millj- arða króna lán um miðjan september 2008. Veðið fyrir láninu frá Glitni var í fasteigninni sjálfri, bankareikningi Norðurturnsins auk þess sem eignar- haldsfélagið Saxbygg var í sjálfskuld- arábyrgð fyrir meirihluta lánsins. Greiða átti lánið aftur í mars 2010. Lán þetta verður að teljast nokk- uð sérstakt þegar litið er til þess að Lehman-bankinn féll einungis tveim- ur dögum áður og fyrir lá að Glitnir væri sjálfur kominn í talsverða fjár- mögnunarerfiðleika, líkt og kom ber- lega í ljós skömmu síðar. „Eitt af erfiðu málunum“ DV leitaði eftir upplýsingum frá Ís- landsbanka, sem áður hét Nýi Glitn- ir, um það af hverju bankinn ákvað að lána 200 milljónir króna til eign- arhaldsfélags sem nokkuð ljóst var að gæti ekki staðið í skilum með af- borganir af láninu. Svar bankans er á þá leið að mál Norðurturnsins hefði verið „eitt af erfiðu málunum“ sem bankinn erfði eftir bankahrunið. Nýi Glitnir hafi staðið frammi fyrir því að þurfa að veita lán til Norðurturnsins til að vernda hagsmuni sína í verk- efninu. Samkvæmt svari Íslands- banka var lánveitingin að hluta til notuð til að að verja Norðurturn- inn fyrir skemmdum þar sem fyr- ir hefði legið að ekki yrði unnið við bygginguna um nokkurt skeið hið minnsta. Í þessum framkvæmdum fólst meðal annars að hluti af eign- inni var glerjaður til að verja hana fyrir veðri og vindum. Samkvæmt þessu svari viku minni hagsmunir því fyrir meiri: 200 milljóna króna lán var veitt til að verja þá milljarða króna fjárfestingu sem bankinn hafði lagt út í þegar lánað var til Norðurturnsins ehf. 5,4 milljarða kröfur Skiptastjóri Norðurturnsins, Helgi Birgisson, segir að lýstar kröfur í bú Norðurturnsins ehf. nemi 5,4 millj- örðum króna. Hann segir að Íslands- banki sé langstærsti veðhafinn, með meira en þriggja milljarða króna kröfur í fasteignina. Auk þess eiga Tryggingamiðstöðin, Lífeyrissjóð- ur verkfræðinga og GLB Holding, sjóður í eigu gamla Glitnis, nokk- ur hundruð milljóna króna kröfur á hendur Norðurturninum vegna skuldabréfaútboðs sem farið var í um sumarið 2008 til að fjármagna verkefnið. 1.600 milljónir króna söfnuðust í skuldabréfaútboðinu og voru þessir fjármunir notaðir í bygg- ingu turnsins. Athygli vekur, í tilfelli skulda- bréfaútboðsins, að tveir af stærstu kaupendunum í því voru beintengd- ir Glitni: Tryggingamiðstöðin var í eigu FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, og GLB Holding var stýrt af starfsmönnum Glitnis. Heim- ildir DV herma að farið hafi verið í skuldabréfaútboð til að fjármagna verkefnið þrátt fyrir að Glitnir hafi upphaflega ætlað að sjá um fjár- mögnun þess. Aðspurður hvort Norðurturn- inn verði kláraður segir Helgi að það liggi ekki fyrir á þessari stundu. „Það liggja engar ákvarðanir fyr- ir um slíkt... Menn eru tvístígandi hvað þeir eiga að gera.“ Veðhafar Norðurturnsins þurfa því að ákveða hvað þeir gera við turninn; hvort þeir selja fasteignina eins og hún er í dag eða klári fasteignina og selji hana eftir það. Hvaða ákvörðun sem tekin verður er hins vegar ljóst að Íslandsbanki, og aðrir veðhaf- ar eignarinnar, hafa tapað stórum hluta af fjárfestingu sinni í verk- efninu. Fréttir | 11Þriðjudagur 26. júlí 2011 Lánaði tæknilega gjaldþrota félagi 200 milljónir eftir hrun„Þetta er auðvitað langt frá því að vera í samræmi við það sem við tveir sömdum um. Norðurturninn hálfkláraður Norðurturninn við Smáralindina stendur hálfkláraður. Búið er að reisa fjórar hæðir af fimmtán. Félagið sem hélt utan um bygginguna er gjaldþrota og nema kröfurnar í það 5,4 milljörðum króna. Í stjórn Glitnis Björn Ingi Sveinsson, sem sést hér í Héraðsdómi Reykjavíkur beitti sér fyrir því að 4 milljarða lánið yrði veitt til Norðurturnsins ehf., sem og að viðaukar yrðu gerðir við þennan lánasamning eftir hrun. Bréfið frá Birni Inga til Glitnismanna „Sent: 29. október 2008 12:37 To: Birna Einarsdóttir; Vilhelm Már Þorsteinsson; Magnús Arnar Arngrímsson; Gunnar Ingi Birgisson Cc: arnitom@simnet.is; bjorgvin.g.sigurdsson@vrn.stjr.is; kristrun.heimisdottir@utn. stjs.is; greta.ingthorsdottir@for.stjr.is;bjarniben@althingi.is; illugig@althingi.is Subject: Norðurturninn í Kópavogi Ágætu starfsmenn hins Nýja Glitnis Samkvæmt samtali undirritaðs, formanns stjórnar Eikar Properties ehf og formanns stjórna dótturfélaganna Fasteignafélags Íslands, Norðurturnsins ehf og Eignarhalds- félags Smáralindar, við Magnús Arngrímsson hjá Nýja Glitni þá virðist nú liggja fyrir sú ákvörðun hins Nýja Glitnis um að bankinn muni vanefna lánssamning, sem gerður var við Norðurturninn ehf þann 17. september sl. Lánssamningurinn var gerður til handa félaginu vegna þeirra framkvæmda sem nú standa yfir við byggingu verslunar- og skrif- stofuturns við Smáralind í Kópavogi, en framkvæmdir eru nú vel á veg komnar. Bent skal á að Eik Properties ehf, og þar með ofangreind dótturfélög þess, eru að 43,34% í eigu Nýja Glitnis. Aðrir hluthafar eru m.a. Saxbygg ehf með 54,66%. Jafnframt skal bent á að lánssamningur þessi var færður undir hinn nýja banka, þ.e. Nýja Glitni. Undirritaður vill lýsa yfir verulegum vonbrigðum með þessa niðurstöðu hins nýja banka, sem á sér enga stoð í undirliggjandi gögnum málsins, og er þeim mun dapurlegri vegna eignatengsla bankans við félagið. Lánssamningur þessi er undirstaða verksamnings sem gerður var við BYGG hf þann 20. apríl 2008, en á sama tíma var undirritað lánsloforð af hálfu bankans. Hefur verktakinn unnið við verkið allar götur síðan í góðri trú um að staðið yrði við samninginn og vegna þessa stofnað sér í miklar skuldbindingar. Það veldur undirrituðum jafnframt enn meiri vonbrigðum að þrátt fyrir að verktakinn hafi efnt fullgildan samning við Norðurturninn ehf og að Norðurturninn ehf hafi á hendi fullgildan lánssamning við Nýja Glitni þá hafi bankinn hafnað með öllu að bakka félagið upp í því að gengið sé til samninga við verktakann um að hann stöðvi nú þegar fram- kvæmdir en fái hins vegar greidda að fullu þá framvindu verksins sem átt hefur sér stað til dagsins í dag í samræmi við verksamninginn, enda er verktakinn sannanlega búinn að skila þeirri vinnu fyllilega. Verktakinn hefur lýst sig reiðubúinn til slíkra samninga og jafnframt að hann sé tilbúinn til þess að fara í viðundandi frágang svæðisins og gönguleiða frá nýjum bílastæðum að verslunarmiðstöðinni. Þeir fjármunir sem hér um ræðir eru samtals um 438 mkr, sem samanstanda af ógreiddum reikningi upp á rúmar 138 mkr, framvindu í október 2008 upp á um 240 mkr og loks um 60 mkr. sem færu einvörðungu í frágang svæðisins. Verktakinn hefur lýst sig reiðubúinn til að halda eftir frekari reikningsfærslu vegna efniskaupa, alls 651 mkr, sem verktakinn tæki þá á sig, og að hann muni leitast við að ná samningum við undir- verktaka sína um að hætta frekari vinnu við smíði tækja og tóla fyrir húsið, s.s. rúllustiga o.þ.h., alls 155 mkr. Undirritaður vill benda hinum Nýja Glitni á skýlausa ábyrgð sína vegna þessarar ákvörð- unar og þær afleiðingar sem ákvörðunin mun hafa. 1. Vegna ákvörðunarinnar er Norðurturninn, félag sem að 43,34% er í eigu Nýja Glitnis, komið í vanskil við verktaka sinn. Nema vanskilin nú rúmum 138 mkr. 2. Verktakinn á nú inni hjá Norðurturninum ehf ógreiddar eftirstöðvar reiknings, 138 mkr, óreikningsfærða framvindu, 240 mkr og þegar greidd efniskaup, 651 mkr. Jafn- framt þessu hefur verktakinn gert skuldbindandi samninga við ýmsa undirverktaka sína um framleiðslu, s.s. á rúllustigum, upp á um 155 mkr. Upphæðin sem hér um ræðir er því alls um 1.184 mkr. 3. Verktakinn, BYGG hf, stendur nú frammi fyrir því að segja upp nær öllum sínum starfsmönnum. Mun það verða gert síðar í dag. 4. Verktakinn mun ekki geta staðið í skilum við birgja sína og undirverktaka, sem hvorir tveggja munu verða fyrir þungu áfalli og þurfa fyrirsjáanlega að segja upp tugum starfsmanna. 5. Verslunarmiðstöðin Smáralind mun verða fyrir verulegum búsifjum vegna áhrifa ólokinna framkvæmda og ófrágenginna bílastæða, sem trufla munu allt flæði hússins um ófyrirsjáanlega framtíð. Þessu er ekki viðbætandi við erfiðleika í rekstri þeirra fyrirtækja sem hafa starfsemi innan hússins. Hætta er því á að húsið gæti lokað með fyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir fjölmörg fyrirtæki og fleiri hundruð starfsmenn þeirra sem starfa innan verslunarmiðstöðvarinnar. Undirritaður vill nú skora á hinn Nýja Glitni að taka ákvörðun sína til endurskoðunar og greiða Norðurturninum ehf nægjanlegt fé í samræmi við fullgildan lánssamning svo Norðurturninn ehf geti gert upp við verktakann þær 380 mkr sem hann á sannanlega inni m.v. framvindu og þær 60 mkr til viðbótar sem þarf svo færa megi rekstrarumhverfi Smáralindar í sem næst eðlilegt horf. Norðurturninn ehf áskilur sér auðvitað allan rétt gagnvart hinum Nýja Glitni og mun láta skoða alla möguleika í því efni. Standi ákvörðunin hins vegar þá óskar undirritaður eftir því að skriflegur rökstuðningur fyrir ákvörðuninni verði sendur undirrituðum fyrir kl 16:00 í dag. Með góðri kveðju / Best regards Björn Ingi Sveinsson Formaður stjórnar Norðurturnsins“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.