Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Qupperneq 47
Þ að er ekki laust við að það hlakki örlítið í manni við að horfa upp á ófarir Ruperts Murdoch þessa dagana. Ekki aðeins hefur hann eyði- lagt mannorð fleiri einstaklinga en flestir, heldur hefur hann gert sitt til að eyðileggja blaðamennskuna sem slíka. Dagblaðið The Sun var eitt- hvert það versta í hinum vestræna heimi, undarlegur stríðsáróður í bland við klám, og er enn að, þó syst- urblaðið NOTW hafi verið lagt nið- ur. Ekki var þó nóg fyrir Murdoch að fara illa með blaðamennsku á Bret- landseyjum, heldur eyðilagði hann ekki síður vitsmunalega umræðu í Bandaríkjunum þegar hann stofnaði Fox-sjónvarpsstöðina fyrir 25 árum. Á hún líklega sinn þátt í hversu illa er komið fyrir Bandaríkjamönnum nú. Það enskumælandi land sem hefur sloppið hvað best undan Murdoch er heimaland hans, Ástralía, en þar gilda ströng lög um krosseignarhald á fjölmiðlum. Hann á því engar sjón- varpsstöðvar þar í landi, heldur læt- ur sér nægja fimm stærstu dagblöð- in. Undarlegur spegill Starfsaðferðir Murdochs gerðu þá hugmynd hlægilega að fjölmiðlar væru frjálsir hvað sem eignarhaldi þeirra liði. Sem dæmi má nefna að árið 2003 þegar menn greindi al- mennt mjög á um réttmæti innrás- arinnar í Írak lýsti Murdoch sig afar hlynntan innrásinni. Á þeim tíma átti hann 175 dagblöð víða um heim og af þeim voru öll 175 hlynnt inn- rásinni. Í heimalandinu Ástralíu voru stóru Murdoch blöðin hlynnt innrásinni, og það þrátt fyrir að 76 prósent almennings væru á móti í skoðanakönnunum. Svo fór fyrir spegli samtímans. Þegar maður sér Rupert Murdoch og son hans James sitja fyrir svör- um hjá breska þinginu finnst manni aldrei þessu vant eins og örlítið rétt- læti sé til í heiminum, rétt eins og manni fannst þegar skýrsla rann- sóknarnefndar kom út á Íslandi um árið. En hvort tekst að hanka skúrk- ana er þó annað mál. Millimenn mega fjúka, en svo virðist sem höf- uðpaurarnir sleppi alltaf. Sumir velta því nú fyrir sér hvort þeir feðgar selji bresku blöðin, sem jafngilda aðeins um þremur prósent- um veldis þeirra, eða þá jafnvel að fjölmiðlaveldið losi sig við þá sjálfa og haldi áfram undir nýrri stjórn. Það er einu sinni svo að auðveldara er að losa sig við keisarana en heims- veldin, en hvort eitthvað breytist í raun við slíkt er annað mál. Hitt er þó ljóst að Murdoch mun fela sig á bak við hugmyndina um málfrelsi eftir bestu getu, þó hann hafi sjálfur gert sitt besta til að hefta það á ferli sínum. Raunverulegt málfrelsi Ástæða þess að Murdoch beitir fyr- ir sig málfrelsinu er einmitt sú að það er ein af þeim grundvallarhug- myndum sem allflestir eiga að geta verið sammála um. Þó er hætta á að einhverjir nýti sér ofstopa Mur- dochs einmitt til að reyna að hefta málfrelsið. Á meðan stórfyrirtækin ráðast gegn málfrelsinu úr einni átt virðist sem íslenskir dómarar ráðist gegn því úr annarri. Nú virðist svo kom- ið að ef fólk kýs að koma einhverju á framfæri við blaðamenn er hætta á að blaðamennirnir verði lögsóttir fyrir að skrifa niður það sem þeim er sagt. Hefur þetta verið gert hvað eftir annað hérlendis í einhverjum undarlegustu dómum sem fallið hafa í vestrænu lýðræðisríki. Mál- frelsishugmyndin á ekki við um ólöglegar hleranir, en það hlýtur að ná til þess sem fólk kýs að láta hafa eftir sér opinberlega, svo ekki sé meira sagt. Ef ófarir Murdochs sýna okkur hversu hættulegt það er þeg- ar allt er talið leyfilegt í fjölmiðlum, hljóta þessir dómar að sýna okkur fram á hversu hættulegt það er þeg- ar allt er bannað. Umræða | 47Þriðjudagur 26. júlí 2011 Á að birta skattgreiðslur landsmanna opinberlega? „Nei.“ Skarphéðinn Án Runólfsson, 24 ára þjónn. „Mér persónulega finnst það ekki skipta nokkru máli.“ Ármann Hauksson, 55 ára öryrki „Já, mér finnst það.“ Þórunn Sigfúsdóttir, 45 ára tölvunarfræðingur „Ég veit ekki hvað mér finnst, en mér finnst það alla vega ekki hitamál eins og frjáls- hyggjumönnum.“ Ásgeir Berg Matthíasson, 25 ára námsmaður „Já, mér finnst það.“ Stefanía Guðmundsdóttir, 57 ára kennari 1 Birna gifti sig óvænt á Ítalíu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslands- banka, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í Toscana á Ítalíu í liðinni viku og gifti sig í leiðinni. 2 Dauðir ungar og eggjaskurn úti um allt Skemmdarverk unnin á varpi heiðargæsa í Hrútey við Blönduós. 3 Winehouse sögð hafa látist vegna áfengisdrykkju Söngkonan drakk sig til dauða eftir að hafa hitt móður sína yfir hádegisverði þar sem hún sagði: „Ég elska þig mamma.“ 4 Þeir fimmtíu sem greiddu hæstu gjöldin Listi yfir þá 50 einstaklinga sem greiddu hæstu gjöldin 2010. Þor- steinn Hjaltested, Andri Már Ingólfsson og Skúli Mogensen voru þar efstir. 5 Þorsteinn Hjaltested skatta-kóngur Íslands 2010 Þorsteinn Hjaltested greiddi hæstu gjöldin fyrir árið 2010, eða tæpar 162 milljónir króna. 6 Útrásarvíkingar ennþá á meðal þeirra tekjuhæstu Jói í Bónus greiddi meira en Jón Ásgeir. 7 Bændur keyptu umfjöllun Sturlu Bændasamtökin borguðu fyrir umfjöllun í verki um atvinnulíf og menningu samtímans. Mest lesið á dv.is Myndin Hamagangur á Tjörninni Þessir mávar voru í miklum ham á Tjörninni þegar ljósmyndara DV bar að garði á mánudag. Mikið mávager var við Tjörnina og virðast þeir hafa nóg af æti þessa dagana. Mynd GUnnaR GUnnaRSSon Maður dagsins Þurrkar ekki af Guðmundur Reynir Gunnarsson Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Guð- mundur Reynir Gunnarsson var útnefndur besti leikmaður Pepsi-deildar karla. Guð- mundur, sem leikur í stöðu vinstri bakvarðar, hefur verið magnaður í sumar í KR-liði sem hefur enn ekki tapað leik á Íslandi. Hver er maðurinn? „Guðmundur Reynir Gunnarsson.“ Hvar ert þú uppalinn? „Í vesturbæ Reykjavíkur, að sjálfsögðu.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fer í tölvuna. Vafra þar um veraldarvef- inn, skoða fréttir og Facebook.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Heyrðu, það er mexíkóskur matur. Culiacan. Rosalega góður staður.“ Með hverjum heldur þú í enska? „Liverpool, auðvitað.“ Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? „Mér finnst mjög leiðinlegt að taka til. Þá helst að þurrka af. Það er alveg ömurlegt. Ég get gripið í ryksuguna við og við en að þurrka af er ekki séns. Svo eru langar flugferðir líka leiðinlegar.“ Kom þér þessi viðurkenning á óvart? „Já, hún gerði það. Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tímabilið að ég yrði kosinn bestur þegar það yrði hálfnað hefði ég aldrei trúað því.“ Hvernig fer bakvörður að því að vera besti leikmaðurinn? „Með því að hlaupa fram endalaust. Ég held ég hafi líka bara haft meira gaman af fótboltanum og haft meiri áhuga. Svo er ég að passa vel saman við liðsfélaga mína. Ég er líka í mjög góðu formi.“ Hver hefur verið galdurinn á bak við KR-liðið í sumar? „Það er liðsheildin og Rúnar Kristinsson. Hann er einn af bestu þjálfurum sem ég hef haft.“ Hvenær ætlið þið að tapa leik í deildinni? „Aldrei.“ Er eitthvað að gerast í tónlistinni? „Já, maður er aðeins að trúbadorast og svo fer maður kannski að setja út einhver lög.“ Kjallari Valur Gunnarsson Stríðið gegn sannleikanum Dómstóll götunnar „Á meðan stór­ fyrirtækin ráðast gegn málfrelsinu úr einni átt virðist sem íslenskir dómarar ráðist gegn því úr annarri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.