Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2011, Blaðsíða 48
48 | Fókus 26. júlí 2011 Þriðjudagur Pönk á Patró Tónlistarhátíðin Pönk á Patró verður haldin laugardag- inn 13. ágúst. Þetta verður í annað skipti sem hátíðin fer fram en hún þótti takast vel til á síðasta ári. Hljómsveitin Dikta mun stjórna tónlistar- smiðju á hátíðinni auk þess að halda tvenna tónleika í eld- smiðju Sjóræningjahússins á staðnum. Dikta fetar þar með í fótspor Pollapönks og Amiinu sem komu fram á hátíðinni á síðasta ári. Fyrri tónleikarnir eru ætlaðir börnum og ung- lingum en seinni tónleikarnir eru ætlaðir fyrir fullorðna. Glen Hansard á Rósenberg Írski Óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard heldur tónleika á Café Rósenberg þriðjudags- kvöldið 26. júlí. Hann er for- sprakki hljómsveitarinnar The Swell Season og The Frames. Hansard spilaði á Bræðslunni á Borgarfirði eystri um helgina og þóttu tónleikar hans heppnast með eindæmum vel. Það verður því vafalaust góð skemmtun á seinni tónleik- um hans hér á landi. Hansard hlaut Óskarsverðlaunin árið 2008 fyrir besta frumsamda lagið ásamt samverkakonu sinni í The Swell Season, Mar- ketu Irglova. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 21.00 en það er því miður uppselt á tónleikana. Gengið um Viðey Þriðjudagar eru göngudag- ar í Viðey. Á þriðjudagskvöld verður Viðeyjarganga þar sem kynntir verða leyndardómar eyjarinnar fyrir göngumönn- um. Leiðsögumaður er Jónas Hlíðar Vilhelmsson. Gangan hefst um 19.30 við Viðeyjar- stofu og tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir. Auka- ferðir eru í eyna klukkan 18.15 og 19.15 og siglt er frá Skarfa- bakka. Kaffihúsið í Viðeyjar- stofu er opið lengur á þriðju- dagskvöldum og þar er hægt að fá hinar ýmsu kræsingar. Leiðsögnin er ókeypis en gjald í ferjuna er 1.000 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn. Kynlíf, fallegt fólk og meira kynlíf Þ að hefur alltaf verið sagt að nekt og kynlíf selji. Það virðist hafa verið haft að leiðarljósi við gerð myndarinnar Friends with Benefits en eins og titill mynd- arinnar gefur til kynna gengur myndin út á vini sem stunda kynlíf eins og íþróttir – án til- finninga eða skuldbindinga. Það er samt sláandi hvað er hægt að koma mörgum kyn- lífssenum í venjulega kvikmynd sem sýnd er fyrir nær alla ald- urshópa. Myndin er ágætlega útfærð Hollywood-sumarmynd og býður upp á ágætis skemmt- un, mikið af nekt og skemmti- lega leikara. Söguþráðurinn er þó ekki sá frumlegasti en Mila Kunis og Justin Timberlake ná að glæða myndina lífi. Justin Timberlake er klár- lega margt til lista lagt og hef- ur hann slegið í gegn í kvik- myndunum sem hann hefur leikið í. Í myndinni – sem ég hafði ekki miklar væntingar til þegar ég fór á hana um síð- ustu helgi – veldur Timberlake heldur engum vonbrigðum. Woody Harrelson myndar líka með skemmtilegt mótvægi við persónur Kunis og Timberlake en hann leikur hressan sam- kynhneigðan íþróttaritstjóra bandaríska blaðsins GQ. Þessi rómantíska gamanmynd er engin undantekning frá öðr- um álíka myndum sem gert hefur verið góðlátlegt grín að. Myndin bætir það þó upp með húmor og skemmtilegum atrið- um sem koma stundum á óvart. New York-borg leikur líka stórt hlutverk í myndinni og hefur leikstjórinn náð að fanga borg- ina í sinni bestu mynd. Það er ekki hægt annað en að mæla með myndinni en það er ekkert skilyrði að sjá hana í bíó. Hún ætti að geta verið ágæt- is DVD-mynd til að horfa á í haust. adalsteinn@dv.is Vissi að lagið myndi slá í gegn Bubbi gulls ígildi Hann segist hafa vitað að lagið myndi slá í gegn því að þar sem Bubbi er annars vegar þá sé gull á ferðinni. É g er svo stoltur af þessu lagi að ætli maður setji það ekki bara á legstein- inn hjá sér. Læt skrifa á hann: „P.s. manstu eft- ir laginu sem ég gerði með Bubba?“ segir tónlistarmað- urinn Berndsen um nýja lag- ið sitt, Úlfur úlfur. Hann fékk Bubba Morthens til að syngja með sér í laginu. Það hefur slegið í gegn og er núna í fyrsta sæti vinsældarlista Rásar 2 en það kom í spilun í byrjun júlí. Hann segir það hafa legið í augum uppi að lagið myndi slá í gegn. „Þegar Bubbi er annars vegar þá veit maður að maður er með eitthvert gull í hönd- unum,“ segir hann og hlær. Þeir félagar kynntust á Rás 2 þegar Bubbi var þar með þátt- inn Færibandið. „Ég vann sem hljóðmaður við þáttinn og Óli Palli grínaðist mikið með að við ættum að gera lag sam- an. Ég tók því nú aldrei alvar- lega en svo byrjaði Bubbi að tala meira um þetta og þá tók ég hann bara á orðinu og gerði lag.“ Urðu að gera besta lag „ever“ Berndsen er þekktur fyrir dansvæna takta en tónlist Bubba hefur hins vegar ekki verið talin sérstaklega dans- væn hingað til. Hann segir þó að það hafi verið lítið mál fyrir Bubba að syngja inn á danslag. „Þetta var eitthvað sem hann átti eftir að gera, Svona 80´s „power“ lag. Hann gerði það bara mjög vel. Þetta var frá- bært og alveg einstakt tækifæri að fá að vinna með honum.“ Hann segist hafa lagt mikið í lagið enda yrði það að vera gott ef Bubbi væri að fara syngja með í því. „Hljómsveitin vand- aði sig ótrúlega við þetta. Við sáum bara að ef við ætluðum að gera lag með honum þá yrði það að vera besta lag „ever“ því væntingarnar til þess voru orðnar rosalegar.“ Hann seg- ir þá hafa verið stressaða með lagið en svo hafi þetta allt gengið upp. „Þetta kom svona upp og niður hjá okkur. Inn á milli fannst okkur þetta besta lag í heimi en svo bara allt í einu bara nei, það er ekki nógu gott. Síðan kom hann í stúd- íóið og þá bara smellpassaði þetta allt.“ Mikill Bubba-aðdáandi Berndsen er ánægur með sam- starfið og ber Bubba sem og hinum tónlistarmönnunum sem komu að gerð lagsins vel söguna. „Hann var algjör fag- maður. Kom bara og söng þetta í nokkrum tökum. Það var svo- lítið skemmtilegt að þegar hann kom í stúdíóið þá hafði hann verið þarna með Egó að ég held áður. Maður fékk fullt af sögum frá honum og það var mjög gaman að vinna með honum.“ Hann segist sjálfur vera mikill aðdáandi Bubba og fannst því einkar skemmtilegt að fá að vinna með honum. „Þegar hann kom í stúdíóið þá var ég búinn að gleyma því að allar Bubba-plöturnar mín- ar voru á borðinu,“ segir hann hlæjandi og bætir við: „Ég er mikill aðdáandi. Aðallega að 80´s tímabili Bubba. Plöturnar Kona og Frelsi til sölu eru í miklu uppáhaldi.“ Fólk þakklátt fyrir lagið Hann ætlaði upprunalega að gefa lagið út á vínyl en sá svo að það yrði væntanlega ekki söluvænt. „Það var planið að þetta yrði „singúll“ og mig langaði að gefa þetta bara út á vínyl. Svo var bara svo mikil eftirspurn eftir laginu að ég gat ekki hald- ið þessu bara fyrir mig einan þannig að þetta var sett í sölu á tonlist.is.“ Viðbrögð fólks við laginu láta ekki á sér standa og vin- sældirnar eru miklar. „Við- brögð fólks eru búin að vera frábær. Það eru allir að elska þetta lag. Við erum búin að fá rosalega sterk viðbrögð frá fólki út af laginu. Fólk er að koma að manni og þakka manni. Einn maður kom og sagði mér að dóttir hans dansaði alltaf þegar hún heyrði lagið. Þá veit mað- ur að þetta er „hittari“ ef börn- in dansa við það.“ Berndsen hefur ekki útilok- að frekara samstarf við Bubba þó það sé ekki á döfinni. Þeir komi hins vegar kannski til með að spila eitthvað sam- an. „Það er einhver pæling að reyna að fá Bubba á Airwaves en ég á eftir að heyra í hon- um með það. Það væri nú skemmtilegt ef kallinn myndi spila á Airwaves. Ég held hann hafi aldrei gert það áður svo það gæti verið gaman.“ viktoria@dv.is n Bubbi og Berndsen syngja saman danslagið Úlfur úlfur n Berndsen hyggst minnast þess á legsteini sínum n Lá í augum uppi að það myndi slá í gegn Ánægður með viðtökurnar Berndsen segir fólk elska lagið. „Viðbrögð fólks eru búin að vera frábær. Það elska allir þetta lag. Við höfum fengið rosalega sterk viðbrögð frá fólki út af laginu. Fólk kemur að manni og þakkar manni.“ Friends With Benefits Leikstjóri: Will Gluck Handrit: Keith Merryman, David A. Newman, Will Gluck, Harley Peyton, Keith Merryman, David A. Newman. Leikarar: Mila Kunis, Justin Timberlake, Patricia Clarkson. Bíómynd Aðalsteinn Kjartansson Nekt og kynlíf Mila Kunis og Justin Timberlake sjást ósjaldan nakin í myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.