Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 4
4 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað 2 dálkar = 9,9 *10 Opið: má-fö. 12:30-18, lokað um helgar. Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is facebook.com/noraisland Fyrir bústaðinn og heimilið Eikarstólar – 20% Verð var kr. 29.000,- nú kr. 23.200,- „Aðkoman var í einu orði sagt hræði- leg. Það er ekki hægt að lýsa sorginni sem lá yfir,“ segir Þórunn Árnadótt- ir, 45 ára íslensk kona sem búsett er í Noregi. Þórunn, sem er í hjálparsveit- inni í Geilo í Buskerud, tók þátt í björg- unaraðgerðunum við Útey á laugar- dag í síðustu viku. Daginn áður myrti Anders Behring Breivik að minnsta kosti 68 manns á eyjunni. Hlutverk Þórunnar og samstarfsmanna henn- ar í björgunarsveitinni í Geilo var að leita að fólki meðfram ströndinni sem reynt hafði að flýja fjöldamorðingjann á sundi. Eins og í bíómynd Þegar ósköpin dundu yfir eftir hádegi á föstudag í síðustu viku, fyrst í Ósló og svo í Útey, var Þórunn með björgunar- sveitinni við eftirlit á rafting-móti í Da- gali, sem er skammt frá Geilo. „Það var fullt af fólki á svæðinu og það var eng- inn búinn að átta sig á því hvað var að gerast. Fólk tók svo upp símana sína og áttaði sig smám saman á þessu. Þetta var bara eins og í bíómynd,“ seg- ir Þórunn sem þá var viðbúin því að þurfa að fara í Útey til að aðstoða. „Ég hringdi í yfirmann hjálparsveitarinnar og spurði hann hvort við þyrftum ekki að gera okkur klár. Þá vissi hann ekki hvort þeir þyrftu á hjálp að halda,“ seg- ir hún. Útkallið kom hins vegar klukk- an 07.15 á laugardagsmorgun. Sorg og reiði Áður en haldið var af stað var ljóst að aðstæðurnar sem biðu væru erfiðar. „Við flokkuðum fólk og það fékk ekki hver sem er að fara. Ég á tvo stráka í hjálparsveitinni og þeir fengu ekki að fara með. Ég hef sjálf ekkert rosa- lega reynslu en það er margt í lífinu sem hefur hert mann. Ég mætti þarna dreng sem hafði verið að hjálpa til á hótelinu og hann á eftir að eiga um sárt að binda í einhvern tíma.“ Hún segir að hjálparsveitir í ná- grenni Úteyjar hafi fyrst verið kall- aðar til en það tók Þórunni og sam- starfsfélaga hennar um tvær og hálfa klukkustund að aka á svæðið. „Þegar þeir sáu umfangið þurftu þeir að fá auka mannskap. Við þessar aðstæður verða menn líka þreyttari fyrr,“ segir Þórunn en hjálparsveitin í Geilo sér- hæfir sig í björgun á fjöllum, enda er Geilo mikil útivistarparadís og vinsæl meðal vetraríþróttafólks. Þórunn segir að þau hafi fyrst komið við á hótelinu fyrir utan Útey en þangað var fólkið sem lifði af flutt. Aðstæður þar voru mjög erfiðar. „Það er ekkert hægt að lýsa því hvernig að- koman var. Þá er ég að tala um sorgina, reiðina, og kaosið. Það er ekki hægt að lýsa því.“ Fljótlega hófust þó aðgerðir við strendurnar í kringum Útey. Í samtali við DV segist Þórunn ekki getað lýst því sem fyrir augu bar í smáatriðum vegna þagnarskyldu. Hún féllst þó á að segja frá sinni upplifun af atburð- unum. Bað til Guðs „Hlutverk okkar þriggja sem fórum frá Geilo var að leita meðfram ströndinni sem var afskaplega hættulegt, þarna voru mjög brattar hlíðar. Ég bað mörg- um sinnum til Guðs að ég myndi ekki hrapa niður. Aðstæðurnar voru mjög erfiðar og þetta var mjög umfangsmik- il leit,“ segir Þórunn en á sama tíma voru bátar að leit á Tyrifjorden-vatni í kringum Útey og lögregla að störfum í sjálfri eyjunni. Leit var hætt þegar kvölda tók og var Þórunn komin heim seint á laugardagskvöld. Hún segir að aðgerðirnar hafi verið vel skipulagðar og vel hugsað um þá sem áttu um sárt að binda. Þannig fékk hún ekki að yfir- gefa svæðið fyrr en búið var að ganga úr skugga um að hún væri heil heilsu eftir erfiðan dag. Þreytt andlega „Ég finn það sjálf að ég er ofsalega sorgmædd. Ég er rosalega þreyttt, ekki líkamlega heldur andlega. Ég hef ekki getað hlustað á fréttir og við kveikj- um ekki einu sinni á sjónvarpi hérna heima. Ég get kíkt örstutt á netið,“ seg- ir Þórunn sem segir sorgina í Noregi vera ólýsanlega. „Ég er nú 45 ára og hef gengið í gegnum hæðir og lægðir. En þetta var svo gríðarlegt. Þetta var svo mikið,“ segir Þórunn sem búið hefur í Noregi í tíu ár ásamt fjölskyldu sinni. Þar starfar hún sem hársnyrtir en hef- ur verið í hjálparsveitinni í Geilo í fjög- ur ár. n Íslensk kona tók þátt í björgunaraðgerðunum eftir hörmungarnar í Útey í Noregi n Segir aðkomuna hafa verið hræðilega n Getur ekki enn horft á eða lesið fréttir „Það er ekkert hægt að lýsa því hvernig aðkoman var. Þá er ég að tala um sorgina, reiðina, og kaosið. Það er ekki hægt að lýsa því. „Sorgin var ólýSanle “ Erfitt Að sögn Þórunnar tóku aðgerðirnar um síðustu helgi mikið á, ekki síst andlega, Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Erfiðar aðstæður Aðstæðurn- ar sem biðu hjálparsveitarmanna voru erfiðar. Hér sjást kafarar að störfum eftir hörmungarnar í Útey í síðustu viku. Leiðréttingar DV birti á þriðjudaginn tekjur næstum 3.000 Íslendinga. Við öfl- un og útreikning tölulegra upp- lýsinga voru í örfáum tilvikum gerðar innsláttarvillur. Það þýðir að tekjur nokkurra einstaklinga voru rangar. Þannig var Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, sagður með 6 milljónir í mánað- arlaun í fyrra en hið rétta er að hann var með ríflega 600 þúsund krónur. Valdimar Harðarson arki- tekt var sagður með 5,7 milljónir króna á mánuði en hann segist aðeins hafa um einn tíunda hluta þeirra launa. Það verður ekki rengt. Sæmundur Runólfsson var sagður hafa rúmar 8,3 millj- ónir á mánuði en hið rétta er að hann var með 1,2 milljónir króna á mánuði í fyrra. Í tekjublaðinu stóð að Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari, hefði aðeins talið fram sem samsvari 95 þús- und krónum á mánuði í fyrra en hann var með um 911 þúsund krónur á mánuði. Loks var því haldið fram að Andrés Magnússon, læknir og stjórnlagaráðsfulltrúi, hefði haft rúmlega 1,5 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra. Hið rétta er að þau laun hafði alnafni hans, starfsbróðir og jafnaldri, sem starfar sem læknir á Siglufirði. Andrés stjórnlagaráðsfulltrúi var með 930 þúsund. DV biður fimmmenningana og lesend- ur DV velvirðingar á rangfærsl- unum. Vinnueftirlitið býst við að kæra Vinnueftirlitið rannsakar nú slys sem varð á sunnudaginn þegar fimmtán ára drengur slasaðist á hægri hendi þegar höndin lenti í marningsvél í fiskverkun Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum. Pilturinn hlaut alvarlega áverka og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann gekkst undir aðgerð. Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri þróunar- og eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins, segir í samtali við DV að allt bendi til þess að fyrirtækið verði kært enda pilturinn of ungur til að vinna við vélar sem þessar. 316 kaupmálar hafa verið gerðir frá því í janúar 2010: Eignirnar verndaðar Frá því í janúar í fyrra hafa verið gerðir 316 kaupmálar á milli hjóna á Íslandi, en tilkynning birtist í Lög- birtingarblaðinu um alla kaupmála sem gerðir eru. Athyglisvert er að 19 kaupmálar, eða rúm sex prósent, eru á milli ungra kvenna af erlendum uppruna og töluvert eldri íslenskra karlmanna. Dæmi eru um að aldurs- munurinn sé allt upp í fimmtíu ár. Ef eingöngu er litið á kaupmála sem gerðir eru af hjónum þar sem aldurs- munurinn er tíu ár eða meira og ekki tekið mið af uppruna er um að ræða tæp tuttugu prósent allra kaupmála. Samkvæmt lögum geta einungis hjón eða hjónaefni sem hafa ákveðið vígsludag gert kaupmála sín á milli. Þegar fólk gengur í hjónaband verða allar eignir sameiginlegar eða hjú- skapareignir, nema annað sé tekið fram. Er það gert með kaupmálum. Í þeim er kveðið á að um tiltekin verð- mæti skuli verða séreign annars aðil- ans, en séreign kemur ekki til skipta við skilnað. Samkvæmt lögfræðing- um er það ekki óalgengt að hjónaefni geri kaupamála sín á milli ef mikill munur er á eignastöðu aðila í hjú- skap. Er það gert til að vernda eignir. Kaupamálar eru þó breytilegir og þá er hægt að fella niður. Þá eru stærri gjafir á milli hjóna ekki gildar nema gerður sé um þær kaupmáli. Þetta á þó ekki við um lífeyri og framfærslu- tryggingar. Til eru þrjár gerðir af kaupmálum; ítarlegur kaupmáli þar sem skilgreint er húsnæði, bifreið, hlutafé og fleira, einfaldur kaupmáli sem skilgreinir séreign, húseignir og arf, og samning- ur um fjárskipti við skilnað og skiln- aðarkjör, umgengnisréttur barna, meðlag, skipting eigna og fleira. Kaupmálar Algengt er að hjón geri kaup- mála ef mikill munur er á eignastöðu þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.