Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 12
12 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað GamaldaGs veitinGa- staður oG Gistihús við þjóðveG 1. veitinGaskálinn víðiGerði er gam aldags veitingastaður við þjóðveginn í Húnaþingi vestra. Hér g etur þú stoppað og teygt úr þér, fengið gott sveitakaffi og alvöru k affi latte, caphuchino og expresso baunakaffi sem sumir segja þ að besta á landinu…Við seljum pylsur og samlokur gos, sælgæti og fleira í þeim dúr. Alla daga vikunnar frá kl. 11 til 22 getur þú fe ngið Thailenskan mat og heimilismat. Við leggjum líka áherslu á m atarmiklar súpur, gúllas- súpu, kjúklingasúpu, kjötsúpu, mexicosú pu...Grillið er opið frá kl. 9 til 23 og þá er hægt að fá bestu hamborg ara við þjóðveg 1. (án allra aukaefna) steiktan fisk ásamt nauta -og f olaldasteik. VíðidAlur eHf. | 531 HVAmmsTAnGi | sími: 451 2592 | fAx: 451 2593 | neTfAnG: VidiGerdi@VidiGerdi.is | HeimAsíðA: www.VidiGerdi.is Thai maTurSKYNDimaTurhEimiLiSmaTurSamLOKur TruKKar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís­ lands, fær tæplega 250 þúsund króna bakreikning frá sveitarfélaginu Álfta­ nesi vegna tekjuársins 2010. Það er til viðbótar þeim opinberu gjöld­ um sem hann og aðrir íbúar sveit­ arfélagsins hafa þegar greitt í stað­ greiðslu af launum sínum. Lífróður vegna greiðsluþrots Ástæðan er sú að íbúar Álftaness greiða í ár tíu prósenta álag á út­ svar sitt til sveitarfélagsins vegna greiðsluþrotsins sem varð til þess að leitað var til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) haustið 2009. Í kjölfar þess var tekin ákvörðun um að setja tíu prósenta álag á útsvar ársins 2010 og er það að birtast íbúum á álagningarseðl­ um, við litla hrifningu. Í febrúar 2010 var tilkynnt að fjárhaldsstjórn hefði verið skipuð til að taka við fjármál­ um sveitarfélagsins en í árslok 2009 mat EFS það sem svo að skuldir og skuldbindingar Álftaness næmu 7,2 milljörðum króna, en til að það væri rekstrarhæft taldi eftirlitsnefndin að þolmörk þessara þátta væru um 2–2,5 milljarðar. Sveitarfélagið var komið í greiðsluþrot. Nú súpa íbúar seyðið af óreiðu sveitarfélagsins í formi þessa álags­ útsvars sem innheimt verður í fimm jöfnum greiðslum mánuðina ágúst til desember í ár. Vert er að taka fram að eigi útsvarsgreiðandi inneign hjá skattinum dregst álagið frá þeirri endurgreiðslu. Hér er því um að ræða nokk­ urs konar bakreikning frá sveit­ arfélaginu sem íbúar standa nú frammi fyrir að þurfa að greiða. Allt niður í lægstu tekjuhópana nemur álagið tugum þúsunda. Einstaklingur á Álftanesi með 1,8 milljónir króna í árslaun þarf þannig að greiða 23.904 krónur í þetta álag. Ólafur rukkaður um álag Einn af þekktari og tekjuhærri íbú­ um Álftaness er forsetinn á Bessa­ stöðum, Ólafur Ragnar Grímsson. Samkvæmt álagningarskrá greiddi forsetinn ríflega 2,7 milljónir í út­ svar og var með 1.823.805 krónur í mánaðarlaun í fyrra samkvæmt tekjublaði DV. Út frá því má finna að heildarárslaun forseta Íslands hafi verið rúmlega 21,8 milljónir króna. Út frá því má sjá að Ólafur Ragnar þarf að greiða í heildina um 250 þús­ und krónur í álag, frá og með næsta mánuði til ársloka. Meðaljóninn finnur fyrir því En það verða líklega ekki þeir hæstlaunuðu sem finna mest fyrir þessum aðgerðum sveitarfélags­ ins. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu þá þarf einstaklingur með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun, 3,6 milljónir í árstekjur, að greiða tæp­ lega 48 þúsund krónur í álag. Mið­ að við að greiðslur álagsins dreif­ ist á 5 mánuði má auðveldlega sjá að hjá þeim einstaklingi dragast mánaðarlega tæpar tíu þúsund krónur af honum, að því gefnu að hann eigi ekki rétt á endurgreiðslu frá skattinum. Hvernig sem á það er litið er ljóst að menn munar um þessa upphæð nú sem aldrei fyrr. Fjárhagsáætlun Álftaness gerir hins vegar ráð fyrir að þetta álag lækki niður í fimm prósent vegna tekjuársins 2011, það er á næsta ári, og standa vonir til að það verði ekki neitt álag á útsvar vegna tekjuársins 2012. Áhrif álags Áhrif álags á mismunandi tekjuhópa: Árstekjur Nýtt 10% álag á útsvar 1.800.000 23.904 2.400.000 31.872 3.000.000 39.840 3.600.000 47.808 4.800.000 63.744 6.000.000 79.680 7.200.000 95.616 8.400.000 111.522 (Innheimt í 5 jöfnum greiðslum mánuðina ágúst–desember 2011 eða lækkun á endur- greiðslu) Heimild: alftanes.is Forsetinn rukkaður um 250 þúsund aukalega n Íbúar í sveitarfélaginu Álftanesi greiða álag á útsvar sitt n Liður í endurreisn eftir greiðsluþrot n Forsetinn og aðrir íbúar rukkaðir um tugi þúsunda aukalega Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Táknmynd vandræðanna Glæsileg sundlaug Álftaness hefur orðið táknmynd fjár- hagsvandræða þess. Landsins stærsta rennibraut og öldulaug eru þó aðeins brotabrot af djúpstæðari vandræðum sveitarfélagsins. MyNd SigTryggur Ari JÓHANNSSoN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.