Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 18
18 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað ÚTSALAN er hafin í vefverslun 25-60% afsláttur www.lindesign.is útsalan hefst í verslun á þriðjudag Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is sendum frítt úr vefverslun „Okkar krafa er skýr, að þarna verði greidd sambærileg laun,“ seg- ir Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness. Vil- hjálmur segir mikla óánægju vera meðal starfsmanna Norðuráls. Ný- lega samdi Alcoa Fjarðaál við starfs- menn sína um bætt launakjör. Vil- hjálmur segir launamun á milli starfsmanna Norðuráls og Fjarða- áls nema tugum þúsunda króna en forsvarsmenn Norðuráls segja þessa útreikninga Vilhjálms vera ranga. Vilhjálmur segir þennan launa- mun hafa skapast eftir að Fjarða- ál samdi við sína starfsmenn. Hann segir samning Fjarðaáls við starfs- menn sína hafa verið gríðarlega góðan. „Samkvæmt mínum upplýs- ingum gerðist það að menn reyndu að bregðast við mikilli starfsmanna- veltu sem hefur verið fyrir austan. Á þeirri forsendu hafa eigendur fyrir- tækisins reynt að skila þessum mikla ávinningi sem er í áliðnaðinum til starfsmanna til þess að reyna að hægja á starfsmannaveltunni.“ Mikill munur Verkalýðsfélagið hélt fund með starfs- mönnum Norðuráls í lok júní þar sem farið var yfir launamuninn. Í kynn- ingu á útreikningum félagsins kom fram að launamunur verkamanna á vöktum er frá 70 þúsund krónum og upp í 80 þúsund krónur á mánuði. Launamunur iðnaðarmanna á vökt- um er frá 99 þúsund krónum upp í 108 þúsund krónur. Launamunur verkamanna í dagvinnu nemur frá tæpum 79 þúsund krónum og upp í 85 þúsund krónur á mánuði. Launa- munur iðnaðarmanna í dagvinnu er frá 99 þúsund krónum og upp í 106 þúsund krónur. Fjarðaál samdi einnig um stór- iðjuskóla sem hefst í haust en þar er starfsmönnum gefinn kostur á að fara í nám sem gefur kost á tíu prósenta launahækkun að námi loknu. Ágúst Hafberg, tengiliður Norður- áls við fjölmiðla, vildi einungis segja að verið væri að semja við starfsmenn fyrirtækisins og að útreikningar Vil- hjálms væru rangir. Þá sagði hann ekki mögulegt að gefa uppi launatöl- ur starfsmanna Norðuráls. Mikil óánægja „Ég er alvanur því að þeir segi út- reikninga mína ranga. Ég stend og fell með þessum samanburði. Ég er búinn að kynna þetta fyrir forsvars- mönnum fyrirtækisins og þeir gerðu tvær athugasemdir, það var annars vegar með lengd á vinnutímanum hjá dagvinnumönnum. Forsvars- menn Norðuráls gleymdu að taka til- lit til þess að neyslufé starfsmanna í Fjarðaáli teljist til vinnutíma en ekki hjá Norðuráli. Þannig að það rúnnar sig út. Svo gerðu þeir athugasemdir varðandi vaktaálagsprósentuna, að hún væri lægri en sú sem ég notaði. Þessar upplýsingar sem ég er með byggi ég á áreiðanlegum heimildum og stend og fell með þeim. Þeir gátu ekki gert neinar athugasemdir varð- andi launasamanburð hjá vaktafólk- inu. Það er nú sjötíu til áttatíu pró- sent af því starfsfólki sem þarna er. Ég vísa því á bug að þessi launasam- anburður sé rangur.“ Vilhjálmur segir að sest verði að samningaborði 22. ágúst næstkom- andi en menn verði að hafa það í huga að launaliðurinn rann út 1. janúar síðastliðinn þannig að starfs- menn hafa verið án launahækkana síðan í janúar. Hann segir að það segi sig sjálft að það sé mikil óánægja á meðal starfsmanna Norðuráls með þenn- an launamun. „Þegar menn eru að vinna nákvæmlega sömu vinnuna þar sem getur munað allt að þrjátíu prósentum í launum, þá er óánægja,“ segir Vilhjálmur sem segir Fjarða- ál hafa verið starfrækt í fjögur ár en Norðurál síðan 1998. Segir miklu betri laun fyrir austan n Vilhjálmur Birgisson segir miklu muna á launum starfsmanna Norðuráls og Fjarðaáls n Forsvarsmenn Norðuráls segja útreikninga Vilhjálms ranga „Ég stend og fell með þessum sam- anburði. Segir starfsmenn óánægða Vil- hjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, segir starfsmenn Norður- áls vera óánægða vegna launamunar. Norðurál Vilhjálmur segir mikinn launamun vera á milli starfsmanna Norður- áls og Fjarðaáls Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.