Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 20
20 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað ferðalagið byrjar í vegahandbókinni Ómissandi ferðafélagi allt í einni bók fullt verð 4.990 kr 1000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina Einungis hægt að skipta í bók abúðum (ekki á bensínstöðvum) Hljóðbók arnar Jónsson les 19 þjóðsögur nýr ítarlegur hálendiskafliHandhægt ferðakort Vegahandbókin - Vesturhlíð 7 - Sími 5622600 farið með svarið í ferðalagið Hafsjór af fróðleik um land og þjóð skoðið nýju heimasíðuna - vegahandbokin.is Í skýrslu Útlendingastofnunar um flóttamanninn Mouhamde Lo frá Má- ritaníu segir að hann hafi í heimalandi sínu stolið lömbum sér til matar. Lo kannast hins vegar ekki við að hafa verið sauðaþjófur þar í landi, enda hafi hann séð um kameldýr þrælahaldara síns. DV hefur skýrsluna undir hönd- um. Talsmenn Lo segja að líklegast megi rekja misskilning Útlendinga- stofnunar til þess að honum var út- vegaður franskur túlkur án þess þó að skilja frönsku. Þetta er eitt þeirra atriða sem samtökin No Borders hafa gagn- rýnt harðlega í málsmeðferð manns- ins sem fer nú huldu höfðu og er á flótta undan íslenskum yfirvöldum sem hyggjast senda hann úr landi. Villur í skýrslu „Í hælisskýrslu kemur fram að um- sækjandi hafi flúið heimaland sitt vegna bágra kjara og óróa í landinu en þar hafi hann unnið við landbúnað og stolið lömbum sér til matar,“ segir í skýrslu Útlendingastofnunar. DV hef- ur haft samband við talsmenn Mou- hamde Lo í samtökunum No Borders. Þaðan fást þær upplýsingar að Mou- hamde Lo kannist ekki við að hafa stolið lömbum sér til matar, hvað þá að hafa sagt slíkt í viðtali. Telja tals- mennirnir að þetta sé tilkomið vegna túlkunarörðugleika og gott dæmi um hroðvirknisleg vinnubrögð stofnunar- innar. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra hefur varið úrskurð Útlend- ingastofnunar og segir flóttamann- inn geta kært úrskurð Norðmanna, en þar hefur hælisumsókn hans verið hafnað. Fleiri vafaatriði er að finna í skýrslunni; meðal annars staðhæft að hælisskýrsla hafi verið tekin af hon- um í janúar 2010. Mouhamde kom hins vegar ekki hingað til lands fyrr en í desember sama ár. Þá er hann á ein- um stað í skýrslunni sagður hafa fæðst árið 1971 en á öðrum árið 1988 sem er hans rétta fæðingarár. Andlegri heilsu hrakar Á milli 20 til 40 prósent íbúa Márit- aníu eru þrælar, en tölur mannrétt- indasamtaka eru þó á reiki. Enginn hefur verið dæmdur fyrir þrælahald þar í landi þrátt fyrir að slíkt hafi ver- ið bannað með lögum frá árinu 2007. Grimmileg refsing bíður strokuþræla þar í landi en þeir eiga á hættu að vera geltir eða líflátnir. Lo fer nú huldu höfði en hópur fólks safnaðist sam- an fyrir utan Stjórnarráð Íslands síð- astliðinn þriðjudag þar sem þess var krafist að hann fengi að vera hér á landi á meðan kæra hans væri til umfjöllunar hjá innanríkisráðu- neytinu. Þar sögðu talsmenn hans að andlegri heilsu hans færi hrakandi. Í skýrslu Útlendingastofn- unar kemur fram að við komuna til landsins, þann 20. desemb- er 2010, hafi Lo verið með vega- bréf frá Senegal sem ekki tilheyrði honum og fölsuð ítölsk skil- ríki. Fyrir það var hann handtekinn og dæmdur í fang- elsi, en í alþjóða- lögum er réttur flóttafólks til að bera fölsuð skilríki var- inn. Fékk viðunandi túlkaþjónustu Í kjallaragrein í DV á mánudag sagði Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra ekkert liggja fyrir í gögnum málsins sem bendi til þess að máls- meðferð í máli Lo í Noregi hafi verið ósanngjörn. Þá sagði hann það rangt að Lo hefði ekki fengið viðunandi túlkaþjónustu hér á landi. Í svari Út- lendingastofnunar við fyrirspurn DV segir að Mouhamde Lo hafi gefið það upp að hann gæti tjáð sig á frönsku þeg- ar lögreglan hafi fyrst haft afskipti af honum, þar segir orðrétt: „...í viðtali hjá Útlendingastofnun var umsækjandi sér- staklega ynntur eftir því hvort hvort viðtalið gæti farið fram á frönsku sem hann samþykkti.“ Strokuþræll sakaður um sauðaþjófnað Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Á móti þrælahaldi Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan Stjórnarráðið á þriðjudaginn til þess að krefjast þess að Mouhamde Lo fengi að vera hér á landi á meðan kæra hans er tekin fyrir. n Í skýrslu Útlendingastofnunar segir að flóttamaður hafi rænt lömbum sér til matar n Mouhamde Lo kannast ekki við að vera sauðaþjófur n Talsmenn rekja misskilning til fransks túlks en Mouhamde skilur ekki frönsku Ekki sauðaþjófur Mouhamde Lo segist engum lömbum hafa stolið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.