Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 20
20 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað ferðalagið byrjar í vegahandbókinni Ómissandi ferðafélagi allt í einni bók fullt verð 4.990 kr 1000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina Einungis hægt að skipta í bók abúðum (ekki á bensínstöðvum) Hljóðbók arnar Jónsson les 19 þjóðsögur nýr ítarlegur hálendiskafliHandhægt ferðakort Vegahandbókin - Vesturhlíð 7 - Sími 5622600 farið með svarið í ferðalagið Hafsjór af fróðleik um land og þjóð skoðið nýju heimasíðuna - vegahandbokin.is Í skýrslu Útlendingastofnunar um flóttamanninn Mouhamde Lo frá Má- ritaníu segir að hann hafi í heimalandi sínu stolið lömbum sér til matar. Lo kannast hins vegar ekki við að hafa verið sauðaþjófur þar í landi, enda hafi hann séð um kameldýr þrælahaldara síns. DV hefur skýrsluna undir hönd- um. Talsmenn Lo segja að líklegast megi rekja misskilning Útlendinga- stofnunar til þess að honum var út- vegaður franskur túlkur án þess þó að skilja frönsku. Þetta er eitt þeirra atriða sem samtökin No Borders hafa gagn- rýnt harðlega í málsmeðferð manns- ins sem fer nú huldu höfðu og er á flótta undan íslenskum yfirvöldum sem hyggjast senda hann úr landi. Villur í skýrslu „Í hælisskýrslu kemur fram að um- sækjandi hafi flúið heimaland sitt vegna bágra kjara og óróa í landinu en þar hafi hann unnið við landbúnað og stolið lömbum sér til matar,“ segir í skýrslu Útlendingastofnunar. DV hef- ur haft samband við talsmenn Mou- hamde Lo í samtökunum No Borders. Þaðan fást þær upplýsingar að Mou- hamde Lo kannist ekki við að hafa stolið lömbum sér til matar, hvað þá að hafa sagt slíkt í viðtali. Telja tals- mennirnir að þetta sé tilkomið vegna túlkunarörðugleika og gott dæmi um hroðvirknisleg vinnubrögð stofnunar- innar. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra hefur varið úrskurð Útlend- ingastofnunar og segir flóttamann- inn geta kært úrskurð Norðmanna, en þar hefur hælisumsókn hans verið hafnað. Fleiri vafaatriði er að finna í skýrslunni; meðal annars staðhæft að hælisskýrsla hafi verið tekin af hon- um í janúar 2010. Mouhamde kom hins vegar ekki hingað til lands fyrr en í desember sama ár. Þá er hann á ein- um stað í skýrslunni sagður hafa fæðst árið 1971 en á öðrum árið 1988 sem er hans rétta fæðingarár. Andlegri heilsu hrakar Á milli 20 til 40 prósent íbúa Márit- aníu eru þrælar, en tölur mannrétt- indasamtaka eru þó á reiki. Enginn hefur verið dæmdur fyrir þrælahald þar í landi þrátt fyrir að slíkt hafi ver- ið bannað með lögum frá árinu 2007. Grimmileg refsing bíður strokuþræla þar í landi en þeir eiga á hættu að vera geltir eða líflátnir. Lo fer nú huldu höfði en hópur fólks safnaðist sam- an fyrir utan Stjórnarráð Íslands síð- astliðinn þriðjudag þar sem þess var krafist að hann fengi að vera hér á landi á meðan kæra hans væri til umfjöllunar hjá innanríkisráðu- neytinu. Þar sögðu talsmenn hans að andlegri heilsu hans færi hrakandi. Í skýrslu Útlendingastofn- unar kemur fram að við komuna til landsins, þann 20. desemb- er 2010, hafi Lo verið með vega- bréf frá Senegal sem ekki tilheyrði honum og fölsuð ítölsk skil- ríki. Fyrir það var hann handtekinn og dæmdur í fang- elsi, en í alþjóða- lögum er réttur flóttafólks til að bera fölsuð skilríki var- inn. Fékk viðunandi túlkaþjónustu Í kjallaragrein í DV á mánudag sagði Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra ekkert liggja fyrir í gögnum málsins sem bendi til þess að máls- meðferð í máli Lo í Noregi hafi verið ósanngjörn. Þá sagði hann það rangt að Lo hefði ekki fengið viðunandi túlkaþjónustu hér á landi. Í svari Út- lendingastofnunar við fyrirspurn DV segir að Mouhamde Lo hafi gefið það upp að hann gæti tjáð sig á frönsku þeg- ar lögreglan hafi fyrst haft afskipti af honum, þar segir orðrétt: „...í viðtali hjá Útlendingastofnun var umsækjandi sér- staklega ynntur eftir því hvort hvort viðtalið gæti farið fram á frönsku sem hann samþykkti.“ Strokuþræll sakaður um sauðaþjófnað Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Á móti þrælahaldi Hópur fólks safnaðist saman fyrir utan Stjórnarráðið á þriðjudaginn til þess að krefjast þess að Mouhamde Lo fengi að vera hér á landi á meðan kæra hans er tekin fyrir. n Í skýrslu Útlendingastofnunar segir að flóttamaður hafi rænt lömbum sér til matar n Mouhamde Lo kannast ekki við að vera sauðaþjófur n Talsmenn rekja misskilning til fransks túlks en Mouhamde skilur ekki frönsku Ekki sauðaþjófur Mouhamde Lo segist engum lömbum hafa stolið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.