Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 24
24 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað
Fjársvelt umboð
íslenska lambsins
Þ
etta lækkaði árið 2009 í átján
milljónir, í fyrra í tólf millj-
ónir og þar með lauk ríkið
þessum beinu afskiptum,“
segir Baldvin Jónsson, verk-
efnastjóri og umsjónarmaður mark-
aðsherferðar íslensks landbúnaður
erlendis til fjölda ára. Frá árinu 1995
veitti ríkið 25 milljóna króna styrk til
Áforms – átaksverkefnis sem átti að
stuðla að markaðssetningu íslenskra
landbúnaðarafurða í útlöndum.
Samtals hafa því um 380 milljónir
verið veittar frá ríkinu til markaðs-
setningar í útlöndum undir merkjum
Áforms. Sú markaðssetning hefur að
mestu farið fram í Bandaríkjunum.
Á undanförnum árum hafa vörur á
borð við skyr, smjör, lambakjöt og
annað verið seldar í fínni verslunum
á borð við Whole Foods vestanhafs.
Fjárvana átak
Að sögn Baldvins, sem hefur ávallt
verið eini starfsmaðurinn í verk-
efninu, eru fjármunirnir af skorn-
um skammti í þessu verkefni í dag.
„Á þessu ári höfum við fengið um
85 þúsund dollara,“ segir Baldvin en
hann staðfestir að það séu fyrirtæki
sem fjármagni verkefnið að fullu í
dag. Í fyrra þurfti hann sjálfur að grípa
til þess ráðs að fjármagna reksturinn
sjálfur vegna fjárskorts. Aðspurður
hvort fjármunirnir sem séu til staðar
í dag dugi til neitar hann því. Að hans
sögn bitnar það á hans eigin afkomu
að ekki séu nægjanlegir fjármunir til
staðar.
Baldvini er umhugað um að ís-
lensk fyrirtæki nái saman og starfi
saman að markaðssetningu íslenskra
vara á erlendri grundu. Búið er að
skrá vörumerkið Sustainable Ice-
land í Bandaríkjunum sem Baldvin
er skráður fyrir. Undir það geta allar
íslenskar vörur fallið sem uppfylla
strangar reglur um sjálfbæra fram-
leiðslu og búskaparhætti að sögn
Baldvins. Hann sér fyrir sér að íslensk
fyrirtæki sameinist undir merkinu og
eignist þannig hlut í því. Með slíku
samstarfi sé hægt að nýta fjármuni
betur og fá meira fyrir sama pening.
Stór tækifæri
Fyrir skömmu kom Baldvin að svo-
kölluðum Norrænum dögum í
Bandaríkjunum þar sem norrænu
löndin komu saman undir einu
merki. Þar var haldinn 1.800 manna
hátíðarkvöldverður og móttökuat-
höfn sem vakti mikla athygli að sögn
Baldvins. „Þá hljótum við að geta
náð íslensku fyrirtækjunum saman,“
segir Baldvin sem tekur fram að 300
manns hafi komið til að smakka ís-
lenskan mat á norrænu dögunum.
Þetta hefur hingað til verið megin-
stoðin í markaðssetningunni erlend-
is, að ná til fólks með því að kynna
íslenskan mat fyrir því en ekki með
því fara í stórar auglýsingarherferðir.
Hann segir þá leið vera farsælli enda
sé stöðugur vöxtur í sölunni.
„Ég er ekki hræddur um að fólk
vilji ekki halda áfram,“ segir Bald-
vin aðspurður hvort hann óttist að
verkefnið leggist af vegna skorts á
fjármagni. Að hans mati er hægt að
skapa markað fyrir 20–30 milljón-
ir dollara á næstu þremur til fjór-
um árum. Um sé að ræða nýja pen-
inga vegna nýrra afurða. Á næstunni
verður unnið að markaðssetningu
tilbúinna rétta þar sem íslenskir rétt-
ir á borð við plokkfisk og kjötsúpu fá
að reyna fyrir sér á erlendri grundu.
Guðni Rúnar Gíslason
blaðamaður skrifar gudni@dv.is
n Íslenska ríkið hætti að styrkja átakið Áform í fyrra n Markaðssetja tilbúna íslenska rétti í Bandaríkjunum
Í verslunum erlendis Litlir fjármunir eru
til staðar í dag til að markaðssetja íslenskar
afurðir á borð við lambakjöt á erlendri
grund.
Umboðsmaður lambsins Baldvin Jónsson hefur verið eini fasti starfsmaðurinn við
markaðsátakið í Bandaríkjunum á undanförnum árum.
VAGNHÖFÐA 17 / SÍMI 587 2222 / WWW.STEINDIR.IS
„Á þessu ári höf-
um við fengið
um 85 þúsund dollara.