Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 28
28 | Fréttir 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað Þ orsteinn Hjaltested borgaði mest allra í opinber gjöld á Íslandi fyrir árið 2010. Þor- steinn er ekki þekktur mað- ur en hann er einn af fáum óðalsbændum á landinu. Hann hef- ur á undanförnum árum auðgast mjög á landsvæðinu á Vatnsenda þar sem Kópavogsbær hefur reist mikla íbúðabyggð. Harðvítugar deilur eru á milli Þorsteins og föðurbræðra hans vegna landsins en þar sem það tilheyrði óðalsbúi föður hans, Magn- úsar Hjaltested, var það Þorsteinn einn og sér, elstur systkina sinna, sem erfði allt. Það var árið 1999 sem líf Þorsteins breyttist til frambúðar þegar faðir hans dó og hann erfði Vatnsenda- landið. Fáir gátu gert sér í hugarlund hversu mikið Þorsteinn ætti eftir að auðgast á landinu. Skattgreiðslur Þorsteins námu tæpum 162 milljón- um króna fyrir árið 2010. Matreiðslumaður í Víði Þorsteinn Hjaltested er lærður mat- reiðslumeistari og vann hann framan af sem slíkur. Hann vann meðal ann- ars, þegar hann var ungur að árum, í matvöruversluninni Víði. Árið 1985 gaf hann Íslendingum góð ráð varð- andi matargerð í grein sem birtist í DV. Var hann þá yfirmatreiðslumað- ur stórmarkaðarins Víðis í Mjóddinni. Hann hóf nám á Hótel Loftleiðum 1980 og lauk námi þaðan 1984. Þorsteinn hefur einnig komið að rekstri ófárra veitinga- og kaffihúsa en hann rak meðal annars Eldhúsið í Kringlunni og Sundakaffi. Sunda- kaffi var í raun matstofa og voru helstu viðskiptavinirnir hafnarverkamenn. „Hann tók að sér veisluna og fór létt með að reiða fram mat fyrir fimm- tíu manns,“ sagði góðvinur Þorsteins, Ásgeir Þór Davíðsson veitingamaður sem oftast er kenndur við karlaklúbb- inn Goldfinger, um matseld vinar síns í fermingarveislu dóttur sinnar í Fréttablaðinu árið 2002. Fékk milljarða frá vini sínum Þorsteinn Hjaltested og Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, hafa þekkst í mörg ár. Eft- ir að Þorsteinn erfði jörðina þróaðist samband þeirra úr vináttu í viðskipta- samband en Þorsteinn skrifaði árið 2006 undir umdeildan samning við Gunnar um að bærinn tæki 863 hekt- ara af landinu eignarnámi og greiddi Þorsteini rúmlega tvo milljarða króna í bætur fyrir. Gunnar var á þessum tíma bæjar- stjóri í Kópavogi og var samningurinn sérstaklega merktur sem trúnaðar mál. Í samkomulaginu kom einnig fram að Þorsteinn ætti að fá 300 lóðir und- ir sérbýli á 35 hektara svæði á jörðinni sem ekki hafði verði tekið eignarnámi og að Þor- steinn þyrfti ekki að greiða neinn kostnað vegna fram- kvæmda við lóðirnar. Þá kom einnig fram að Þorsteinn ætti að fá úthlutað 11 prósentum af öllum íbúðum og atvinnu- húsnæði sem úthlutað yrði á svæðinu sem tekið yrði eign- arnámi. Eftir efnahagshrunið og eftir að Gunnar Birgisson hvarf úr stóli bæjarstjóra í Kópavogi endaði málið fyrir dómstólum. Hefur Þorsteinn gert kröfu á Kópavogsbæ um greiðslu 7 milljarða króna vegna fyrrnefnds samnings að viðbættum vöxtum. Græddi um 8 milljarða á samningnum Verðmæti þessarar sáttar á milli Þorsteins Hjaltested og Kópavogsbæjar var metið á 6,5 til 8 milljarða króna af matsnefnd eignarnámsbóta í febrúar árið 2007. Mats- nefndin ákvað hins veg- ar ekki upphæðirnar sem Kópavogsbær ætti að greiða til Þorsteins þar sem Kópa- vogsbær og Þorsteinn hefðu áður komist að samkomulagi um það. Nefndin ákvað aðeins hversu háan kostnað Kópavogsbær ætti að greiða Þorsteini en það voru fimmtíu milljónir króna. Bæjarráð Kópavogs gaf það út í kjölfarið að þóknunin til Þorsteins væri óeðlilega há og vildi fá frekari skýringar á henni. Fyrir þetta eignarnám Kópavogs- bæjar höfðu nærri þúsund hektar- ar af Vatnsendajörðinni verið teknir af jörðinni, síðast tók Kópavogsbær 90,5 hektara eignarnámi árið 2000. Svo mikið hefur verið tekið eignar- námi af Vatnsendajörðinni að aðeins um 40 hektarar eru eftir af henni. Svolítið glúrinn í peninga- málum „Hann er stálheiðalegur eins og allt þetta Vatnsendafólk er. Þetta er mjög heiðarlegt fólk en skapmikið reynd- ar,“ segir Ásgeir Þór um vin sinn að- spurður hvernig persónu skatta- kóngur Íslands hefur að geyma. Geiri og Þorsteinn hafa þekkst í um þrjátíu ár en þeir kynntust þegar Þorsteinn vann á veitingastaðnum Næturgrill- inu sem Geiri átti og rak. Eftir það tókst vinskapur með þeim félögum og hefur hann blómstrað á síðustu áratugum. „Hann er góður vinur vina sinna og góður fjölskyldufaðir. Ég þekki hann allavega sem slíkan. Góður heimilisfaðir, hann á tvo fal- lega drengi og yndislega konu,“ seg- ir Geiri um vin sinn. Vísar þar Geiri til eiginkonu Þorsteins, Kaire Hjalte- sted, frá Eistlandi, og sona hans Björns Arnars, 7 ára, og Magnúsar Péturs, 9 ára. Geiri segir að Þorsteinn hafi kynnst Kaire í gegnum spila- klúbb sem hann átti og Kaire vann á. Það var fyrir um tíu árum. Það liggur beinast við að spyrja Geira hvernig peningarnir hafi farið með Þorstein þar sem Geiri kynnt- ist honum þegar hann starfaði í kjör- búð. „Hann er nú svolítið glúrinn í peningamálum,“ segir Geiri sem seg- ir þó peningana ekki hafa breytt hon- um. „Hann er bara eins venjulegur og nokkur maður getur verið. Hann lítur jafnt á alla, svo lengi sem fólk er heiðarlegt að þá er hann sáttur við það.“ Fjölskyldan í dómsmál við Þorstein Föðurbræður Þorsteins, Sigurð- ur og Karl Hjaltested, hafa stefnt honum fyrir dómstóla vegna samkomulagsins við Gunnar Birgisson. Telja bræðurnir að Þorsteinn hafi með samkomu- laginu brotið gegn erfðaskrá föður Þorsteins, sem fékk jörð- ina sjálfur í arf frá föður sín- um. Í erfðaskránni segir að eig- andi jarðarinnar megi ekki selja Vatnsendajörðina né veðsetja hana fyrir meira en 50 prósent af fasteignamati jarðarinnar. Bræðurnir telja hins vegar að Þorsteinn hafi meðal annars brotið gegn þessu ákvæði erfða- skrárinnar með því að veðsetja jörðina og með samkomulagi við Kópavogsbæ um eignarnám jarðarinnar sem undirritað var í nóvember 2006. Þeir telja að samkomulagið sé ekki annað en samningur á milli kaupanda og seljanda þó að svo hafi ekki ver- ið formlega. Forsaga þessara deilna um Vatnsendajörðina er sú að árið 1969, þegar Sigurður og Karl voru sjö og sex ára gamlir, voru þeir bornir út af Vatnsendabænum ásamt móð- ur sinni Margréti Hjaltested og hálf- bróður sínum, Guðmundi Gíslasyni. Móðir þeirra höfðaði þá dómsmál til að reyna að fá hluta af jörðinni. Magnús Hjaltested Einarsson erfði Sigurð Kristján Hjaltested að Vatnsenda eftir að hann dó barn- laus árið 1940. Sigurður Kristján eignaðist svo fimm börn, tvö þeirra með síðari eiginkonu sinni, Margréti Guðmundsdóttur. Þegar Sigurður Kristján lést árið 1966 hófust mála- ferli sem enduðu með því að Hæsti- réttur úrskurðaði að elsti sonur Sig- urðar Kristjáns skyldi erfa jörðina einn, í samræmi við erfðaskrá Magn- úsar Einarssonar. Það varð til þess að Magnús Hjaltested erfði jörð- ina, þrátt fyrir að vera aðeins frændi Magnúsar Einarssonar. Þegar Magn- ús lést svo árið 1999 var það elsti son- ur hans, Þorsteinn, sem erfði jörðina. 32 lögreglumenn við útburðinn 32 lögreglumenn og fjöldi embættis- manna sáu til þess að útburðurinn á Margréti og sonum hennar gengi eft- ir árið 1969. Hestamaður sem varð vitni að útburðinum sagðist hafa hald- ið að „geimfar væri lent á Vatnsenda“ því svo mikill hefði atgangurinn ver- ið. Flytja átti tvo yngri drengina, Karl og Sigurð, á upptökuheimili en þeim hafði verið komið fyrir hjá vanda- mönnum áður en lögreglan kom til að framkvæma útburðinn. Margrét ætlaði í kjölfar útburðarins að fara með málið fyrir Mannréttinda- dómstól Evrópu en það varð aldrei af því, samkvæmt viðtali við hana í DV árið 1990. Hún taldi að með útburð- inum hefði verið brotið gróflega gegn mannréttindum sínum og sona sinna. Þegar ekki gekk að fara með málið fyr- ir mannréttindadómstólinn sagðist Margrét hafa reynt að gleyma þessu Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Kunnuglegt andlit í Víði Milljarða- mæringurinn Þorsteinn vann um tíma sem yfirmatreiðslumaður í matvöru- versluninni Víði. ÚrKlippa Úr TíManuM Trúnaðarskjalið Trúnaður ríkti um samkomulag Þorsteins við Kópavogsbæ um eignarnám bæjarins á stórum hluta Vatnsenda. Milljarða- mæringurinn sem kokkaði við höfnina Hrókur alls fagnaðar Þorsteinn er mikill veislumaður og hefur gaman af því að bjóða fólki heim í samkvæmi, líkt og hann gerir á jólunum, en dæmi eru um að 500 manns hafi verið í mat hjá honum. Mynd Björn Blöndal n Matreiðslumeistari er skattakóngur íslands 2010 n Erfði Vatnsendalandið og seldi undir íbúabyggð n Krefst sjö milljarða króna vegna samnings við Gunnar Birgisson n Keypti heilan fjörð fyrir austan „Telja bræðurnir að Þorsteinn hafi með samkomulaginu brotið gegn erfðaskrá föður Þorsteins, sem fékk jörðina sjálfur í arf frá föður sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.