Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 30
30 | Erlent 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað Erlent | 31 R éttarhöld yfir Anders Behring Breving munu hefjast stuttu eftir áramót verði Tor-Aksel Busch, ríkissaksóknara Nor- egs, að ósk sinni. Hann segist ekki enn hafa fulla yfirsýn yfir málið en þegar umfang málsins verði ljóst muni hann sjá hve mikinn tíma hann þarf fyrirréttarhöldin og sótt málið á fullu. „Í virðingaskyni við hina látnu og ættingju þeirra skal ódæðismað- urinn svara fyrir hvert einasta morð,“ sagði Busch sem íhugar að sækja Bre- vik til saka fyrir glæpi gegn mann- kyninu. Þannig er mögulegt að hann verður dæmdur í 30 ára fangelsi í stað 21 árs fangelsi sem venjulega telst til hámarsksrefsingar í Noregi. „Enginn djöfull“ Yfirheyrslur yfir Anders Behring Bre- vik halda áfram í dag, föstudag, og verður hann meðal annars spurður út í það hvort vitorðsmenn hafi átt þátt í fjöldamorðum hans. Pål-Fre- drik Hjort Kraby, lögreglusaksóknari, svaraði spurningum á blaðamanna- fundi. „Í stefnuyfirlýsingunni sagðist hann hafa aðstoðarmenn og við reyn- um stöðugt að fá úr því skorið hvort það sé satt eða ekki,“ segði Kraby. Hann var einnig spurður um hvern- ig Brevik fór að því að sprengja bílsp- rengjuna, en vildi ekki tjá sig um það. Á blaðamannafundinum kom einnig fram að leit hafi værið hætt á Útey en þó er enn leitað í nágrenni eyjarinnar. Þá hefur norska lögreglan átt í sam- starfi við erlenda aðila, meðal annars FBI, bandarísku alríkislögrelguna. Brevik er nú haldið í einangr- un í Ila-fangelsinu í Bærum sveitar- félaginu, vestur af Osló, en hann var dæmdur í átta vikna gæsluvarðhald. Honum er einungis leyft að tala við lögmann sinn, fangaverði og fang- elsisprest sem sagði Brevik vera orðin persónugerving illskunnar. „Hann er enginn djöfull, en hann hefur framið djöfullegan verknað,“ sagði fangelsi- spresturinn um Brevik. Rannsóknarnefnd skipuð Norska lögreglan hefur verið gagn- rýnd fyrir seinagang í aðgerðum sín- um á föstudaginn en það tók lögregl- unna klukkutíma að komast í eyjuna á báti. Þegar á eyjunna sjálfa var komið tók sérsveit lögreglunnar tvær mín- útur að yfirbuga Brevik. Jens Stol- tenberg, forsætisráðherra Noregs og fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Stortinget hafa komið sér saman um rannsóknarnefnd til að rannsaka at- burðarásina þann 22. júlí síðastliðinn. Jens Stoltenberg hefur aftur á móti þótt standa sig vel í kjölfar fjölda- morðanna og nýtur mikilla vinsæla. Honum hefur tekist að fylkja norsku þjóðinni á bak við sig í samstöðu gegn ofbeldi af þessu tagi og að svara of- beldi með kærleik. Til dæmis hafa ýmsir borið saman viðbrögð hans saman við viðbrögð George W. Bush í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. sept- ember 2001 en þá talaði Bush um hefndir og að hinum seku yrði refsað. Áhrif á norska sjálfsmynd Norska þjóðin er ennþá að jafna sig á fjöldamorðunum. Flaggað er í hálfa stöng í Noregi í dag, föstudag, en á þessum degi er Ólafsvaka. Voðaverkin hafa haft veruleg áhrif á sjálfsmynd Norðmanna þar sem friður hefur löngum skipað stóran sess en nú sé sakleysi Noregs farið. Bibiana Piene skrifaði til dæmis pistil undir fyrirsögninni „Farvel, mitt lille land“ og rithöfundirnn Jo Nesbø líkti Noregi við jómfrú sem fyrir 22. júlí Skal Svara fyrir hvert einaSta dráp n Vonast til að hefja réttarhöld eftir áramót n Yfirheyrslur halda áfram n Aukin framlög til styrktar íbúum í Afríku Yfirheyrslur yfir Brevik halda áfram í dag. Vonast til að hægt sé að hefja réttarhöld eftir áramót. Flaggað er í hálfa stöng á Ólafs- vöku í Noregi mYnd REUTERS Ráðherra úr ríkisstjórn Berlusconi: Ver voða- verk Breivik Fyrrverandi ráðherra úr ríkisstjórn Silvios Berlusconi á Ítalíu, hefur stigið fram og varið hugsunarhátt norska hryðju- verkamannsins og fjöldamorð- ingjans Anders Behring Brei- vik. Francesco Speroni, sem er meðlimur í bandalagi íhalds- manna í ríkis- stjórn, sagði í viðtali í vinsælum út- varpsþætti að hugmyndir Breiviks væru settar fram til varnar vestrænni siðmenningu. Þetta kemur fram á vef Guardian. Í frétt The Guardian segir að Speroni hafi þrátt fyrir þetta talað í sama dúr og margir hægrimenn um alla Evrópu, þar á meðal leiðtogar í hans eigin flokki, sem hafi reynt að láta skoðanir sínar virðast fjarlæg- ari hryðjuverkunum í Útey og hug- myndafræðinni sem liggur þar að baki. Ítalski stjórnmálamaðurinn var að útskýra ummæli annars með- lims í bandalagi íhaldsmanna sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að segja að að hryðjuverkin hefðu mögulega verið hluti af plotti til að gera málflutning íhaldssamra harð- línumanna tortryggilegan. Í frétt The Guardian segir að Mario Borghezio, sem situr á Evrópuþinginu, sé aðdá- andi skrifa ítalska blaðamannsins og rithöfundarins Oriönu Fallaci, sem gerði hugmyndina um Evróarabíu framtíðarinnar vinsæla, og átti þar við íslamska Evrópu. Borghezio, sem situr meðal ann- ars í nefnd Evrópuþingsins um borg- araleg réttindi, gaf í skyn að það væri grunsamlegt hversu auðvelt hefði verið fyrir Breivik að skipuleggja sig. Þá sagðist hann vera ósammála því hvernig „... fjöldamorðin eru notuð til þess að fordæma afstöðu eins og þá sem Oriana Fallaci hefur tekið.“ Borghezio sagði jafnframt að vernda þyrfti kristið fólk, það væri ekki dýr sem mætti fórna. Ummæli hans hafa vakið mikla reiði meðal stjórnarandstöðunnar sem hefur krafist þess að hann segi af sér. Þá var Roberto Calderoli, sem situr einnig í ríkisstjórn Berlusconi, látinn biðja Norðmenn sérstaklega afsökunar á ummælum Borghezio. Afsökunar- beiðni Calderoli hafði hinsvegar lítið að segja þar sem Speroni gekk stuttu seinna mun lengra en Borghezio. „Ég er sammála Borghezio. Ég er ekki á því að hann eigi að segja af sér,“ sagði Speroni. „Ef hugmyndir [Breiviks] eru þær að við stefnum hraðbyri í Evróarabíu eða álíka, og að verja þurfi vestræna siðmenn- ingu, þá já, ég er því sammála,“ sagði hann í samtali við Radio 24. S íðasti evrópski leiðtoginn til að ráðast með þessum hætti á páfann var hinn miskunn- arlausi einræðisherra Adolf Hitler.“ Þetta sagði Thomas Daly, kaþólskur sóknarprestur í Lo- uth-sýslu á Írlandi, en hann lét þessi orð falla um Enda Kenny, forsætis- ráðherra Írlands. Eins og flestir vita eru Írar lang- flestir kaþólskrar trúar. Kaþólska kirkjan hefur þurft að þola mikla gagnrýni á undanförnum árum – ekki síst vegna fjölmargra barna- misnotkunarmála þar sem prestar eru oftar en ekki viðriðnir alvar- lega glæpi gegn börnum. Mörg- um hefur orðið nóg um, og þá ekki síst vegna viðbragða frá Páfagarði. Hafa þau verið á þann veg að skip- uð hefur verið rannsóknarnefnd innan kaþólsku kirkjunnar sjálfrar í stað þess að fá óháða aðila til að meta þann skaða sem kirkjan hef- ur valdið. Fórnarlömb kynferðis- ofbeldis af hálfu presta hafa til að mynda mótmælt þessum aðgerð- um Páfagarðs. Einn þeirra sem gagnrýnt hefur Páfagarð á Írlandi var forsætisráð- herrann sjálfur, Enda Kenny. Aldrei áður hefur komið fram jafn afdrátt- arlaus gagnrýni á Páfagarð frá Ír- landi og í síðustu viku, þegar Kenny gagnrýndi páfann á írska þinginu. Sagði Kenny að Benedikt sextándi hefði persónulega reynt að spilla fyrir rannsókn á kynferðisofbeldi gegn börnum fyrir þremur árum. Daly brást hinn versti við og líkti Kenny við Hitler eins og áður segir. Liðsmenn Fine Gael, stjórn- málaflokks Kennys, brugðust ókvæða við og kröfðust þess að presturinn drægi orð sín til baka og að hann myndi jafnframt biðj- ast afsökunar. Daly varð við þeim óskum í gær, fimmtudag, með semingi þó. bjorn@dv.is Enda Kenny Var líkt við Adolf Hitler.Líkt við Hitler n Forsætisráðherra má ekki gagnrýna páfa Björn Reynir Halldórsson bjornreynir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.