Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 32
Í
vikunni voru birtar upplýsingar úr
skatta- og álagningarskrám ríkis-
skattstjóra. Líkt og alltaf gerist þegar
þessar upplýsingar eru birtar á ári
hverju er tekist á um réttmæti þess að
gera þær opinberar. Að minnsta kosti
ein góð, sértæk ástæða er fyrir því að
gera þessar upplýsingar opinberar á
Íslandi árið 2011: Íslenska efnahags-
hrunið. Ástæðan verður rakin hér á
eftir. Þegar þessi umræða um birtingu
skattaupplýsinganna fer fram á sér
yfirleitt stað önnur, skyld umræða um
réttmæti skattakerfisins eins og það er
hverju sinni.
Í kjölfar efnahagshrunsins hafa ver-
ið teknir upp nýir, tímabundnir skatt-
ar sem ýmsum þykja óréttlátir. Meðal
þessara skatta má nefna auðlegðarskatt
og viðbótarauðlegðarskatt, sem nú
er lagður á í fyrsta sinn. Þessir skatt-
ar lenda eingöngu á þeim efnameiri í
samfélaginu þar sem einstaklingur þarf
að eiga eignir upp á meira en 75 millj-
ónir króna til að greiða skattinn. Svip-
aða sögu má segja um viðbótarauð-
legðarskattinn. Nær 5.000 einstaklingar
greiddu þennan auðlegðarskatt árið
2010. Segja má að þetta séu 5.000 auð-
ugustu einstaklingar landsins.
Þessir nýju skattar hafa leitt til þess
að sérfræðingar í skattamálum hafa tal-
að um að skattar hafi sjaldan eða aldrei
verið eins háir, og hugsanlega óréttlátir,
og um þessar mundir. Þannig heyrði ég
endurskoðanda með um 30 ára starfs-
reynslu segja í vikunni að „skattpíning“
á Íslandi hefði aldrei verið eins mikil í
hans minni.
Ekki má hins vegar gleyma því að
þessi umrædda „skattpíning“ er tíma-
bundin og hugsuð sem viðbragð við
íslenska efnahagshruninu og þeirri
kreppu sem það hefur óhjákvæmilega
leitt af sér. Til að mynda á að afnema
auðlegðarskattinn eftir árið 2012. Á
meðan þarf eignafólk, bæði stóreigna-
fólk og aðrir sem nurlað hafa saman
eignum upp á meira en 75 milljónir yfir
ævina, að sætta sig við að greiða um 1,5
prósent af þessum eignum til ríkisins.
Vel kann að vera að það síðarnefnda sé
óréttlátt, meðal annars í þeim tilfellum
þar sem fólk er sest í helgan stein og
ætlar að reyna að lifa af eignum sínum
til æviloka.
Ein af ástæðunum fyrir því af hverju
þessi auðlegðarskattur er hins vegar
réttlátur í einhverjum tilfellum er sú
að hann lendir meðal annars á mörg-
um þeirra sem lögðu grunn að auðlegð
sinni meðan eigna- og hlutabréfaverð
var uppblásið á Íslandi á árunum fyrir
hrunið: Á fólki sem græddi ótrúlegar
fjárhæðir á íslensku efnahagsbólunni.
Ofarlega á listanum yfir hæstu skatt-
greiðendur eru til dæmis Sigurður Sig-
urgeirsson sem fékk himinhátt verð,
3,5 milljarða, fyrir verktakafyrirtæki sitt
þegar hann seldi það árið 2007. Hinn
nú gjaldþrota fjárfestingarbanki VBS
– eitt glórulausasta fjármálafyrirtæki í
Íslandssögunni – fjármagnaði kaupin.
Sömu sögu má segja að hluta til um
Guðbjörgu Matthíasdóttur sem seldi
FL Group hlutabréf sín í Trygginga-
miðstöðinni fyrir um 18 milljarða árið
2007, Einar og Benedikt Sveinssyni sem
seldu Íslandsbanka Sjóvá árið 2003 og
Ingunni Wernersdóttur sem fékk fimm
milljarða fyrir hlut sinn í eignarhalds-
félaginu Milestone árið 2005. Fleiri slík
dæmi mætti telja upp.
Auðlegðarskatturinn leggst vitan-
lega hvað þyngst á slíkt stóreignafólk
en í því felst ákveðið réttlæti. Fé þess
er vitanlega ekki illa fengið en gróðinn
af þessum auði sem nú er skattlagð-
ur byggði á eignamati sem átti sér litla
eða enga stoð í raunveruleikanum og
endurspeglaði ekki raunveruleg verð-
mæti eignanna sem seldar voru. Með
upplýsingunum úr skattaskránum fær
almenningur meðal annars að vita
hverjir af þeim sem auðguðust á slíkan
óréttlátan hátt í góðærinu greiða eitt-
hvað af auði sínum aftur til samfélags-
ins, og hverjir gera það ekki.
32 | Umræða 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
réttlætið í auðlegðarskatti
Leiðari Ingi F. Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar.
Bókstaflega
Verðlaun Davíðs
n Athygli vekur að einn af aðalleik-
urum hrunsins, Davíð Oddsson, er
með laun upp á 3,8 milljónir á mán-
uði. Af þessum
peningum
koma rúmar
tvær milljónir
frá íslenskum
almenningi sem
eftirlaun ráð-
herra eða starfs-
lokagreiðslur
seðlabanka-
stjóra. Þykir það vel í lagt ef miðað
er við að Davíð hélt um stýrið þegar
Seðlabankinn varð gjaldþrota. Þá er
óhætt að fullyrða að hann hafi verið
í lykilhlutverki við að steypa Íslandi
í hrunið.
Ráðning framlengd
n Mikið hefur verið spáð og
spekúlerað í því hvort eigendur
Morgunblaðsins muni losa sig við
Davíð Oddsson í
haust þegar tvö
ár verða liðin frá
ráðningu hans.
Nú heyrist því
fleygt að Guðbjörg
Matthíasdóttir,
athafnakona
í Vestmanna-
eyjum, og
meðreiðarsveinar hennar hafi
ákveðið að halda Davíð fram yfir
næstu þingkosningar. Það veltur þó
væntanlega á því hvort ritstjórinn
vill sjálfur sitja áfram eða vindur sér
í hinn pólitíska slag og gerir alveg út
af við Sjálfstæðisflokkinn.
Ari er gulls ígildi
n Ætla má að rekstur 365 fjölmiðla-
samsteypunnar sé í miklum blóma
ef litið er til launa toppanna þar.
Af efstu stjórn-
endum er enginn
með undir
milljón krónum
á mánuði í laun.
Sjálfur forstjór-
inn, Ari Edwald, er
með næstum því
fimm milljónir í
hverjum mánuði,
eða góð árslaun venjulegs launa-
manns. Til þess að standa undir
launum forstjórans þarf rúmlega
600 áskrifendur Stöðvar 2. Segja má
að Ari sé samkvæmt þessu þyngdar
sinnar virði í gulli.
Óæskilegur læknir
n Hannes Sigmarsson, fyrrverandi
yfirlæknir í Fjarðabyggð sem stjórn
HSA rak úr starfi sökum meints fjár-
dráttar, var sem
kunnugt er sýkn-
aður af áburð-
inum. Hann fær
þó ekki starf sitt
aftur fremur en
eiginkona hans,
Guðrún Helga
Jónsdóttir, sem í
framhaldinu var
rekin úr starfi læknaritara. En þótt
Hannes þyki ekki nothæfur og sé
óæskilegur á heimaslóðum kunna
aðrir að meta starfskrafta hans.
Hannes hefur undanfarið starfað hjá
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja við
góðar vinsældir. Hann leysir þar af
sem yfirlæknir og forstöðulæknir en
býr þó áfram á Eskifirði.
Sandkorn
V
erslunarmannahelgin er uppá-
haldshelgi Svarthöfða. Þetta
er sú helgi ársins sem markar
upphaf haustins en er jafnframt
hápunktur sumarins. Um þetta leyti
er fólk að flykkjast á hinar ýmsu útihá-
tíðir. Flestir á leið til Eyja til að hlusta á
Árna Johnsen syngja brekkusönginn
og drekka í sig menningu eyjaskeggja
af stút. Í Vestmannaeyjum mega menn
nefnilega drekka að vild á meðan þeir
skaða ekki aðra með ölæði sínu.
M
inningarnar hrannast að þegir
þessi móðir allra helga nálgast.
Fyrir 40 árum var ein vinsæl-
asta hátíðin haldin í Húsafelli.
Hún bar þá mögnuðu yfirskrift Bind-
indismótið í Húsafelli og snérist árlega
upp í andhverfu sína. Áfengi var að
sjálfsögðu harðbannað á svæðinu sem
þýddi að þúsundir manna stunduðu
þá íþrótt af kappi að smygla brennivíni
inn á svæðið.
F
rumlegasta smyglið var væntan-
lega hjá starfsmanni niðursuðu-
verksmiðjunnar Ora sem planaði
smyglið tímanlega. Hann setti
vinnslulínuna fyrir grænar baunir í
gang en hafði eingöngu vodka á dós-
unum. Og mikið af því. Þegar hann var
stöðvaður í hliðinu leyfði hann um-
svifalaust að leitað yrði í bílnum. Lög-
gæslumenn ráku upp stór augu þegar
þeir sá að eina nesti mannsins var kassi
af grænum baunum. ,,Já, ég er mikið
fyrir baunir,“ sagði hann pollrólegur
og slapp í gegn. Annar smyglari varð
sér úti um sprautu og nál. Síðan keypti
hann nokkur kíló af appelsínum. Hann
stakk nálinni í gegnum börkinn og
saug út safann. Síðan setti hann ís-
lenskt brennivín í sprautuna og fyllti
aftur á appelsínuna. Úr þessu urðu til
nokkur kíló af brennivínsappelsínum.
Leitarmenn í Húsafelli keyptu það síð-
an að gesturinn væri einstaklega mikið
fyrir appelsínur. Ávextirnir dugðu alla
hátíðardagana og urðu til þess að ylja
mörgum um hjartaræturnar.
S
á seinheppnasti af smyglur-
unum var líklega sá sem lagði
á sig langferð í Húsafell tveim-
ur vikum fyrir bindindismót.
Hann hafði í farteskinu heilan kassa
af víni. Sá fyrirhyggjusami kom sér
inn á fyrirhugað svæði hátíðarinnar
með skóflu. Eftir að hafa valið sér
stað gróf hann holu, kom áfenginu
fyrir, og mokaði yfir. Þetta virtist
vera pottþétt aðferð. Okkar maður
mætti síðan á hátíðina og slapp að
sjálfsögðu brosmildur í gegnum leit-
ina. En svo kom babb í bátinn. Eftir
að gesturinn var búinn að tjalda
hugaði hann að holu sinni. Skelfing-
in blasti við. Skátar og gæslumenn
höfðu reist tjald sitt yfir smyglinu.
Hann var þurrbrjósta alla helgina
á meðan appelsínumaðurinn og
baunamaðurinn drukku sér til
óbóta. En hann átti nóg af víni þegar
gestirnir voru á heimleið í þynnk-
unni. Þegar skátarnir tóku tjaldið
sitt læddist hann að holunni og náði
í allt vínið til þess eins að fara með
það heim aftur.
Baunir og appelsínur
Svarthöfði
„Ég er svo stoltur af þessu
lagi að ætli maður setji
það ekki bara á legstein-
inn hjá sér.“
n tónlistarmaðurinn Berndsen um nýja
lagið sitt, Úlfur úlfur, sem hann gerði með
Bubba Morthens. – DV
„Mér finnst það
með endemum
að lesa hálf-
gerða þórðar-
gleði hjá ýmsum
yfir því að það gangi illa í
Evrópu, burtséð frá
afstöðu manna til Evr-
ópusambandsins.“
n Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra um skoðanir íslendinga á stöðu
efnahagsmála í evrópu. – Fréttablaðið
„Út í slíka
vitleysu fer Evr-
ópusambandið
ekki.“
n Össur Skarphéðinsson utanríkisráð-
herra um hugsanlegt bann evrópusam-
bandsins við innflutningi á íslenskum
sjávarafurðum vegna makríldeilunnar. – DV
„Hann vildi greinilega
gera sem mest, drepa sem
flesta til þess að fá sem
mesta athygli.“
n Gísli H. Guðjónsson, réttarsálfræð-
ingur og prófessor við king’s College í
London, um norska hryðjuverkamanninn
anders Breivik. – Morgunblaðið
J
a, hvort vilt þú kúk eða klór?
spurði sundlaugarvörðurinn
konuna sem kvartaði undan
sviða í augunum. Konan svaraði
engu en fór uppúr, settist í heita pott-
inn og hlustaði á umræður um brjál-
æðinga, perra og presta.
Umræðurnar snerust um messu.
En messunni höfðu víst stýrt menn
sem, hér í eina tíð, stóðu með ein-
hverri biskupsblók sem hafði notið
þess að níðast á konum. Já, og svo
var fólk farið að ræða um það hvernig
stæði á því að ríkissjóður tæki að sér
að greiða skaðabætur vegna afglapa
presta. En einsog gefur að skilja þá er
sjaldan ein báran stök í heita pottin-
um. Fólk vildi meina að fölsku prest-
arnir sem tónuðu í messunni hefðu
verið að ræða um voðaverk sturl-
aðs manns, sem í nafni kristilegrar
hægrimennsku sagðist vera að vara
heiminn við afleiðingum tilslökunar.
Grimmúðleg geðveiki þessa kross-
fara var sótt í öfgatrú hins hreinrækt-
aða hégóma sem boðberar trúfélaga
eru þekktir fyrir. Sögð er sagan af
því hvernig við, kristnir hvítir menn,
erum betri en aðrir menn, vegna
þess að við trúum á fullkomnara
kjaftæði en hinir.
Spjallið í pottinum var að taka á
sig stórkostlega mynd þegar ungur
háskólastúdent sagði að kirkjan væri
einsog stjórnmálaflokkur sem hefði
það yfir aðra flokka að þurfa aldrei
að fara í kosningar; musterisriddarar
kirkjunnar fengju laun, hvernig sem
þeir svo færu með vald sitt.
Konan með augnsviðann þagði
en hugsaði með sér, að auðvitað
hefðu hinir misvitru messugjörðar-
menn haft efni á að gagnrýna hinn
geðveila byssumann, jafnvel þótt
þeir hefðu sama boðskap og hann
fram að færa. Í nafni hins himneska
hégóma er svo auðvelt að gera alla
aðra seka en akkúrat þann sem hefur
orðið hverju sinni.
Í húsi Drottins eru vistaðar marg-
ar verur. Þeir sem hafa leyfi til að
þvaðra um himneskan helgidóm
sem verndar einungis þá sem eru
í sama trúfélagi og ræðumennirn-
ir sjálfir, þeir eru svo heppnir að fá
peninga frá okkur hinum til að greiða
fyrir afglöp sín. Réttarhöld kirkjunn-
ar fara að vísu fram fyrir opnum dyr-
um og okkur er sagt að það sé ókeyp-
is inn. Staðreyndin er þó sú, að við
borgum fyrir hverja einustu messu
og við greiðum mönnum laun fyr-
ir að halda himneskum hégóma og
háðuglegri trúarhræsni á lofti.
–Það er kúkur í lauginni og það er
ekki nóg að fylla allt af klór, það þarf
að skipta um vatn, sagði konan með
augnsviðann og fór.
Á meðan klerkar kýla vömb
og kreista refsivendi
þá falla ótal fórnarlömb
fyrir þeirra hendi.
Skáldið skrifar
Kristján
Hreinsson
Himneskur hégómi
„Sögð er sagan
af því hvernig
við, kristnir hvítir menn,
erum betri en aðrir menn,
vegna þess að við trúum
á fullkomnara kjaftæði
en hinir.
„ Í kjölfar efnahags-
hrunsins hafa verið
teknir upp nýir, tíma-
bundnir skattar sem ýms-
um þykja óréttlátir.