Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 34
34 Verslunarmannahelgin 29. júlí – 2. ágúst 2011 Margir eru fyrir löngu komnir með leið á því að fara á útihátíðir um verslunarmannahelgina. Sífellt fleiri kjósa að vera heima yfir helgina og kvarta oftar en ekki yfir því hversu leiðinlegt fyrirbæri þessi verslunar- mannahelgi sé. Við þetta fólk segir DV: Ef þú nennir ekki að taka þátt í þessu, farðu þá eitthvert annað! Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á að eyða helginni á einhverri þeirra fjöl- mörgu útihátíða sem haldnar eru um allt land, er nefnilega endalaust margt annað í boði. Hvort sem fólk vill eyða helginni á gönguferð um Hornstrandir, eins langt frá manna- byggðum og hægt er, eða kýs að baða sig í heitum jarðböðum á Mývatni, ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. DV fór á stúfana og ræddi við nokkra ferðalanga sem mæltu með eftirfarandi stöðum. Dagsferð í Reykjadal Það er alls ekki nauðsynlegt að fara langt út fyrir höfuðborgina til þess að upplifa íslenska náttúru í allri sinni dýrð. Fyrir þá sem hafa hugsað sér að vera innipúkar um helgina en vilja ef til vill gera sér dagamun einn daginn er tilvalið að keyra til Hveragerðis og fara þaðan í gönguferð um Reykjadal sem er innst í Hveragerðisbæ. Stuttur göngutúr, eða um þriggja kílómetra langur, en það er ýmislegt sem má sjá og upplifa á þessari stuttu göngu. Horft yfir Reykjadalinn er útsýnið mjög fallegt en einna áhugaverðast er þó að baða sig í hverum og laug- um sem eru á leiðinni. Tekið skal fram að velja þarf baðstað með til- liti til hitastigs en hiti lækjanna getur verið misjafn eftir aðstæðum og árs- tíma. Eins og gefur að skilja er eng- in sérútbúin aðstaða til fataskipta úti í náttúrunni og því verða gestir að leggja fötin á bakkana. Fólk er þó hvatt til að fara að öllu með gát enda eru varasöm hverasvæði á svæðinu. Reykjavegsganga Fyrir þá sem vilja ganga mun lengra en vilja þó ekki keyra of langt til þess að komast þangað, er Reykjavegur- inn tilvalin gönguleið. Reykjaveg- urinn liggur frá Reykjanesvita og að Þingvöllum og er 145 kílómetra lang- ur ef öll leiðin er farin. Kosturinn er hins vegar sá að það er vel hægt að ganga einungis hluta leiðarinnar. Þeir sem hafa gengið þessa leið segja landslagið mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Þá sé gaman að rekast á gamlar gönguleiðir á svæðinu sem allar eigi sína sögu. Þeir sem vilja forðast skarkalann um verslunar- mannahelgina ættu því að geta notið sín vel á göngu um Reykjaveginn. Á heimasíðunni utivist.is segir að Reykjanesskaginn hafi upp á flest að bjóða sem göngu- og útivistar- fólk leiti að. „Á honum leynast einn- ig víða fallegar gróðurvinjar. Mos- inn í hraununum er sérkennilegur. Einstök náttúrufyrirbrigði er þar líka að finna eins og hraunsprung- ur og misgengi, eldgíga, hrauntrað- ir, jarðhitasvæði, hella, fuglabjörg og fleira. Helsti gallinn við svæðið sem útivistar svæði er sá, að vatn er víðast hvar af skornum skammti. Þetta þarf þó ekki að vera vandamál ef fyrir- hyggja er höfð í þeim efnum.“ Áhuga- samir geta nálgast frekari upplýsing- ar á vefsíðu Útivistar. Vatnshellir á Snæfellsnesi Þeir sem nenna ekki að eyða frídög- unum á langri göngu gætu gert sér ferð á Snæfellsnesið. Snæfellsjök- ull er vissulega tignarlegur og það væri óvitlaust að tjalda undir jökli og njóta útsýnisins. Þá er ýmislegt fag- urt hægt að skoða á Snæfellsnesinu en þar er meðal annars nýbúið að bæta aðgengi að vatnshelli sem er í suðurhlíðum Purkhólahrauns. Skýli hefur verið byggt yfir opið niður í hellinn og hringstigi lagður niður. Á vefsíðunni vesturland.is seg- ir að hellirinn sé um tvö hundruð metrar að lengd. Þar er  hátt til lofts og vítt til veggja en hraunið og hellir- inn eru talin vera um 5–8 þúsund ára gömul, en þar hefur lítið breyst frá mótun hans. Á vefsíðunni segir enn fremur: „Hraunhellar myndast með- an hraunið rennur og það er enn að storkna og kólna. Þeir verða til þeg- ar kvika tæmist úr lokaðri hraun- rás, þegar hraunhella lyftist eða þegar kvika sígur undan storknuðu yfirborði.“ Á sumrin eru fastar ferðir með leiðsögn landvarða. Áhugasamir geta nálgast nánari upplýsingar hjá þjóðgarðinum Snæ- fellsjökli í síma 436 6860, eða á net- fanginu snaefellsjokull@ust.is. Fuglar og fjöll Á Austurlandi er ýmislegt að upp- lifa og sjá fyrir forvitna ferðalanga. Að öllum öðrum stöðum ólöstuðum nefndu álitsgjafar Borgarfjörð eystri sem hinn fullkomna stað til þess að heimsækja á meðan verslunar- mannahelgargleðin stendur sem hæst. Tilvalið er að tjalda á tjaldstæð- inu í bænum og skoða sig svo um á þessum fagra stað. Inn af firðinum er vel gróinn dalur sem nær um tíu kílómetra inn í Austfjarðafjallgarð- inn en fjöllin í kringum Borgarfjörð eru meðal þeirra elstu á Íslandi, 10– 15 milljón ára gömul. Á vefsíðunni travelnet.is segir að mikið af líparíti sé á svæðinu sem telst vera annað stærsta líparítsvæði landsins. Dyrfjöllin eru hluti svæðis- ins en þau hafa myndast í öskju og eru greinileg þykk móbergslög áber- andi víða í þeim. Þá segir að svæðið sé eitt skemmtilegasta göngusvæði landsins. „Við Hafnarhólma er síð- an glæsileg aðstaða til að skoða sjó- fugla, lunda, ritu, fýl og æðarfugl en göngustígur og tröppur eru upp á hæsta kollinn á Hólmanum – senni- lega besta aðgengi og aðstaða á landinu til að skoða lunda og ritu,“ segir enn fremur. Jarðböð á Mývatni Mývatn er kjörinn áfangastaður fyrir þá sem vilja njóta náttúrunn- ar og slaka á. Sveitin er einn vinsæl- asti ferðamannastaður landsins og við því að búast að fjölmargir ferða- menn verði á svæðinu þrátt fyrir að engin skipulögð útihátíð sé þar. Svæðið er einna þekktast fyrir fjöl- skrúðugt fuglalíf, en þar eru til dæm- is fleiri andategundir en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Þá er varla hægt að koma á Mývatn án þess að prófa jarðböðin margfrægu. Mývetningar hafa notið þess að stunda heit jarðböð sér til heilsubót- ar allt frá landnámsöld. Á vefsíðunni jardbodin.is segir að hvergi annars staðar á Íslandi stígi hrein vatnsgufa, laus við brennistein og aðra meng- un, upp úr jörðinni. Fyrir þá sem vilja taka sér frí frá slökuninni eru merktar gönguleiðir og áhugaverðir staðir merktir við þjóðveginn, enda margt að skoða og auðvelt að gleyma sér við plöntu- og fuglaskoðun. Í boði er fjölbreytt þjónusta í gistingu, mat og afþreyingu. Sveitaball á Ströndum Sé ekkert af þessu nógu spennandi fyrir ævintýraþyrst fólk má alltaf gera sér ferð norður á Strandir. Þar er al- mennt fátt um fólk, mikið af tignar- legum fjöllum og hæglega hægt að njóta stórbrotinnar náttúru og fjöl- skrúðugs dýralífs, en selir, fuglar, rekaviður og klettar setja sterkan svip á þennan afskekkta stað. Það tekur ekki nema rúmar fjórar klukku- stundir að keyra úr höfuðborginni og til Djúpavíkur í Reykjafirði á Strönd- um. Hægt er að fá gistingu á Hótel Djúpavík og skoða sig um í gömlu síldarverksmiðjunni í fylgd leiðsögu- manns. Um helgina er einnig hægt að skoða lista- og ljósmyndasýningu í gömlu verksmiðjunni og hannyrða- sýningu á hótelinu. Eva Sigurbjörnsdóttir,  hótelstýra á Hótel Djúpavík, segir að þó nokkuð af fjölskyldufólki kjósi að heimsækja Djúpavík yfir verslunarmannahelgi: „Fólki finnst gott að vera utan við skarkalann á þessum tíma.“ Hún segir ýmislegt við að vera á svæð- inu. Hægt sé að fara í göngutúra í ná- grenninu, fara í sund í Krossneslaug- inni með útsýni yfir hafið, eða kíkja á minja- og handverkshúsið Kört þar sem skoða má muni frá miðöldum og fallegt handverk og listmuni unna af heimafólki. Aðspurð hvort eng- in hátíð sé í nágrenninu segir Eva: „Nei, en það er ball í félagsheimilinu á Trékyllisvík á laugardaginn, það er löng hefð fyrir því. Blek og byttur spila fyrir dansi.“ Þið hin, sem hafið ekki ennþá fundið neitt við hæfi, get- ið hoppað um borð í bát á Norður- firði. Norðar má finna ógleymanleg- ar náttúruperlur eins og Dranga og Hornbjarg. Svo er Grænland auðvi- tað handan við hornið. n Ertu kominn með leið á útihátíðum? n Veistu ekki hvert þú átt að fara um versl- unarmannahelgina? n DV fjallar um áhugaverða staði til að heimsækja um helgina Farðu eitthvert annað! „Þar er almennt lítið um fólk, mikið af tignarlegum fjöllum og hæglega hægt að njóta stórbrotinnar náttúru og fjölskrúðugs dýralífs, en selir, fuglar, rekaviður og klettar setja sterkan svip á þennan afskekkta stað. Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Reykjavegur Fyrir þá sem vilja ganga mun lengra, en vilja þó ekki keyra of langt til þess að komast þangað, er Reykjaveg- urinn tilvalin gönguleið. MynD M. Hannibal Djúpavík á Ströndum Eva Sigur- björnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, segir að þó nokkuð af fjölskyldufólki kjósi að heimsækja Djúpavík yfir verslunar- mannahelgi. Jarðböðin við Mývatn Mývetningar hafa notið þess að stunda heit jarðböð sér til heilsubótar allt frá landnámsöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.