Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 46
46 Verslunarmannahelgin 29. júlí – 2. ágúst 2011 Annálaðar sukkhátíðir „Það voru meiriháttar tónlistarat- riði þarna og það gekk allt saman mjög vel,“ segir Sigmar Guðmunds- son, ritstjóri Kastljóss, um útihátíð- ina Uxa sem var haldin árið 1995. Sigmar starfaði á þeim tíma hjá út- varpsstöðinni X-inu sem kom að skipulagningu hátíðarinnar. Hann játar því að um hafi verið að ræða eina af metnaðarfyllri hátíðum sem haldnar hafi verið hér á landi hvað varðar tónlistaratriðin. Tónlistar- fólk á borð við Björk, The Prodigy, Bobby Gillespie og Andrew Innes úr Primal Scream og fleiri komu þar fram ásamt rjómanum úr íslensku tónlistarlífi. Gríðarlegur áhugi myndaðist á útihátíðinni Uxa og boðuðu er- lendir fjölmiðlar á borð við MTV komu sína á hátíðina. Eftirvænting var einnig mikil á með Íslendinga en á þriðjudeginum fyrir verslunar- mannahelgina bárust fregnir af því í Tímanum að lögreglan hefði fundið 100 falsaða aðgöngumiða. Ekki var þó aðsóknin jafn mikil og aðstand- endur höfðu vonast til og voru sam- kvæmt fréttum frá þessum tíma um 3.500 manns á svæðinu þegar mest var. Bjó ekki til fíkniefnavanda „Unga fólkið fór á þessa hátíð og þar af leiðandi fór fíkniefnaneyslan með inn á þessa hátíð. Ef það hefði ekki verið þessi hátíð þá hefði það verið einhver önnur. Þessi hátíð bjó ekki til einhvern fíkniefnavanda en hann birtist þar,“ segir Sigmar um það sukkhátíðarorðspor sem fór af útihá- tíðinni Uxa sem var haldin árið 1995 við Kirkjubæjarklaustur. Að mati Sig- mars var fíkniefnaneysla að aukast á þeim tíma sem hátíðin fór fram auk þess sem fíkniefni á borð við e-töfluna hófu innreið sína hér á landi. „20 til 30 fíkniefnamál komu upp á hátíðinni um helgina. Öll málin voru viðkomandi neyslu en ekki sölu á fíkniefnum en hald var lagt á um 10 alsælutöflur, um 5 grömm af hassi og álíka mikið af amfetamíni,“ segir um hátíðina í DV þriðjudaginn 8. ágúst 1995, í vikunni eftir hátíðina. Fíkni- efnaneysla var því kannski ekki jafn áberandi á hátíðinni og menn vildu vera láta næstu árin á eftir. Guðmund- ur Baldursson, aðstoðarvarðstjóri lög- reglunnar, hafði þetta um málið að segja í frétt DV eftir hátíðina: „Þetta varð ekki fíkniefnahátíð og við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að það voru fíkniefnasalar sem flúðu af svæð- inu – þeir gáfust hreinlega upp – af því að það var svo mikil löggæsla hér.“ „Við urðum lítið vör við að allt væri flæðandi í eiturlyfjum eins og fjöl- miðlar orðuðu það. Við skemmtum okkur alveg frábærlega og það helsta sem hrjáði fólk á hátíðinni var sól- bruni,“ segir Brimrún Hrönn Haf- steinsdóttir sem fór á hátíðina ásamt vinum sínum. Brimrún segir að há- tíðin lifi lengi í hugum þeirra og komi hún oft upp í tali þeirra í dag. Borguðu undir Stígamót Allt virtist vera gert til að gera há- tíðina sem veigamesta og lögðu að- standendur hennar mikla áherslu á að Björk kæmi fram á hátíðinni. Á baksíðu Morgunblaðsins á sunnu- deginum fyrir hátíðina kom fram að einkaþota hafi verið leigð til að fljúga Björk ásamt undirleikurum til lands- ins frá Detroit, en Björk var í miðju tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Kostnaðurinn við þetta var um 1,7 milljónir á þessum tíma en til sam- anburðar má nefna að aðgangsmið- ar á hátíðina kostuðu 7.900 krónur. Kostnaðurinn jafngilti því um 215 aðgangsmiðum á hátíðina. Með í för samkvæmt Morgunblaðinu var svo raftónlistarmaðurinn Richard D. James, einnig þekktur sem Aphex Twin. James átti að koma fram á há- tíðinni en ekki fóru miklar sögur af frammistöðu hans nema í einni grein í Skinfaxa. „Tónleikauppákom- urnar sjálfar tókust vel að því und- anskildu að Aphex Twin nokkur og einstaka plötusnúðar gátu ekki spil- að vegna annarlegs ástands,“ seg- ir í greininni sem Valgerður Maack skrifaði í Skinfaxa. Margt fleira var gert til að koma hátíðinni á laggirnar og meðal ann- ars þurfti að leggja háspennulínu um kílómetra leið og var hún tekin niður að hátíðinni lokinni. Kostn- aðurinn var áætlaður á aðra milljón króna sem hátíðarhaldarar þurftu að greiða. Fyrir verslunarmannahelg- ina 1995 var uppi hin árlega umræða um nauðganir sem oft setja svartan blett á útihátíðir hér á landi. Ljóst var að skipuleggjendur Uxa tóku skila- boð Stígamótakvenna alvarlega því Uxi var eina hátíðin sem bauðst til að kosta þá þjónustu sem Stígamót buðu upp á það árið. grg@dv.is „Urðum lítið vör við að allt væri flæð- andi í eiturlyfjum. Eiturlyf, nauðganir og skemmdarverk á Akureyri: Sukkað á Eldborg og Akureyri Tvær aðrar hátíðir hafa hlotið athygli fyrir mikið sukk og vand- ræði sem fylgdu hátíðunum. Einar Bárðarson, útvarpsstjóri á Kananum, tók upp á því árið 2001 að endurvekja hátíðina Eldborg sem hafði verið haldin árið 1992. Fyrri hátíðin þótti bera vott um mikla ógæfu og eiturlyfjavanda- mál. Sú seinni var lítið betri og var hátíðin uppnefnd smjör- sýruhátíðin vegna margra til- kynninga um nauðganir. Akureyringar héldu hátíðina Halló Akureyri um verslunar- mannahelgina árin 1994 til 1999 en ákváðu að breyta um stefnu í kjölfarið. Hátíðin árið 1996 varð þekkt fyrir mikinn fjölda nauðg- ana, eiturlyf, skemmdarverk og mikla drykkju. Heimamenn voru í öngum sínum yfir umgengni gestanna því bærinn leit út eins og stríðssvæði eftir hátíðina. Há- tíðin var haldin árlega til ársins 1999 en sú hátíð var sú síðasta undir þessu nafni. Sú hátíð var jafn alræmd og fyrri hátíðir og um 15 þúsund manns sóttu hana. Í kjölfarið var fjölskylduhátíð- in Ein með öllu sett á laggirnar. Hræðsla bæjarbúa við ærsla- full ungmenni varð á endanum til þess að bæjarstjórn Akureyrar greip til þess ráðs árið 2007 að banna ungmennum að tjalda í bænum. Rjómablíða Veðrið var gott á Uxa eins og sést á þessari yfirlitsmynd yfir svæðið. Mynd: BRiMRún HRönn HAfStEinSdóttiR Brjálað stuð Keith Flint og félagar hans í The Prodigy voru aðalnúmerið á hátíðinni ásamt Björk. Mynd: BRiMRún HRönn HAfStEinSdóttiR Gaman á Uxa Brimrún, í lopapeysunni á myndinni, skemmti sér vel á hátíðinni og er hér í faðmi vina sinna sem voru þar með henni. Mynd: BRiMRún HRönn HAfStEinSdóttiR Góð bönd Margar áhugaverðar hljóm- sveitir á borð við The Prodigy og Atari Tee- nage Riot komu fram á Uxa 1995. Hátíðirnar Uxi, Halló Akureyri og Eldborg hafa fengið á sig orð fyrir að hafa verið miklar sukkhátíðir. Mörgum þykja þær hafa verið mun verri en sambæri- legar hátíðir hvað varðar eiturlyfjaneyslu, ofbeldi og skemmdarverk. DV fór á slóðir sukkhátíðanna og leit sérstaklega á sögu Uxa sem löngum hefur þótt goð- sagnakennd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.