Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 49
E
kki dugir að afgreiða hryðjuverk
Anders Breiviks sem níðings-
verk vitstola vígamanns, ein-
hvers vitleysings sem hafi tapað
glórunni. Geðsjúklings. Ekki frekar en
að liðsmenn al-Kaída séu allir haldn-
ir sömu klínísku geðröskuninni. And-
ers Breivik er þvert á móti skilgetið
afkvæmi stjórnmálastefnu sem legið
hefur í iðrum Evrópu í heila öld: fas-
ismans. Sem lagði álfuna í rúst á fyrri
hluta liðinnar aldar. Nýfasískar hreyf-
ingar fóru svo að sækja í sig veðrið á
nýjan leik á síðari hluta tuttugustu
aldar og hafa nú breiðst út um álfuna
eins og illkynja krabbamein.
Voðaverk Breiviks er aðeins ein
birtingarmynd þeirrar hörku sem
færst hefur í stjórnmálin. Rauveruleg
hætta er á víxlverkun ógnar og auk-
innar pólaríseríngar á milli öfgastefna
af ýmsu tagi sem leitt getur til alls kon-
ar átaka.
Þjóðrembuvírusinn
Þjóðarframvarðarflokkur Jean Mar-
ie Le Pen í Frakklandi og Framfara-
flokkur Mogens Glistrup í Danmörku
voru fyrstir hægri öfgaflokka til að ná
lýðhylli á áttunda áratugnum, Frelsis-
flokkur Jörgs Haider í Austurríki á
þeim níunda og svo reis Flæmska
blokkinn í Belgíu undir lok aldarinn-
ar. Á fyrsta áratug nýrrar aldar hef-
ur Frelsisflokkur Geerts Wilders gert
usla í Hollandi, Jobbik-flokkurinn svo
gott sem lagt Ungverjaland undir sig
og Breski þjóðernisflokkurinn undir
forystu Nicks Griffin náð skjótum ár-
angri. Sjá má framrás samsvarandi
hreyfinga í Grikklandi, Ítalíu, Rúmen-
íu og í Slóvakíu. Og út um alla Austur-
Evrópu. Á Norðurlöndunum færðust
Danski þjóðarflokkurinn undir for-
ystu Piu Kjærsgaard og Norski fram-
faraflokkurinn með lítilli fyrirhöfn af
jaðrinum og inn á svið viðurkenndra
almennra stjórnmála. Nýjustu dæmin
eru Sannir Finnar og Svíþjóðardemó-
kratarnir sem náðu góðum árangri í
nýliðnum þingkosningum.
Áherslan er vissulega svolítið mis-
munandi eftir löndum en sænski
fræðimaðurinn Jens Rydgren hefur
greint einkenni þessara þjóðernis-
öfgaflokka sem hafa sameinast í and-
úð í garð útlendinga – sér í lagi mús-
lima. Innflytjendur af öðrum uppruna
eru sagðir þynna út evrópsk þjóðar-
einkenni, grafa undan samfélags-
gerðinni, auka glæpatíðni og stela at-
vinnu auk þess að éta velferðarkerfið
inn að beini. Nýfasískir hægriflokkar
sameinast einnig um upphafningu
eigin þjóðernis og ásökun á hendur
stjórnmálastéttinni fyrir að vera úr
takti við venjulegt fólk. Fyrir vikið hafa
þeir liðna tvo áratugi náð aukinni al-
mennri lýðhylli.
Öfgastefnan
Allt þetta endurspeglast í hatursfullu
stefnuriti Breiviks upp á 1.518 síð-
ur. Hann segist vera í réttlátri baráttu
gegn því sem hann kallar menningar-
marxisma sem á að hafa grafið um sig
á Vesturlöndum. En þrátt fyrir ýmsa
óra og sérviskuraus heldur hann sig
að mestu nokkurn veginn innan hefð-
bundinnar orðræðu hægri öfgaflokka.
Svo vekur ugg að þótt skoðanir
hans séu vitaskuld fráleitar og sum-
part glæpsamlegar eru þær settar fram
í röklegu innbyrðis samhengi. Hann
er andvígur fjölmenningu, hnattvæð-
ingu, sósíalisma, femínisma, Evrópu-
sambandinu, fjölmiðlum, hommum
og félagsfræði sem hann vill útrýma.
Hins vegar hrífst hann af þjóðríkinu,
norrænni menningu, kristinni trú,
hvíta kynstofninum, musterisridd-
urum, krossferðunum og hægri öfga-
flokkum.
Íslandsórar
Ísland kemur alloft, eða 23 sinnum,
fyrir í stefnuriti Breiviks. Hann virð-
ist haldinn svipuðum órum og marg-
ir skoðanabræðra hans um að hér
sé að finna hreinustu arísku gen-
in – að landið sé því einhvers kon-
ar fyrirmyndarríki nýnasista. Þó svo
að flest okkar hristi nú bara haus-
inn yfir svona endemis dellu þá hafa
samt fjölmargar hreyfingar hér á landi
fylgt álíka stefnu, svo sem í samtökum
þjóðernissinna á fjórða áratugnum og
í Þjóðvarnarfélaginu á þeim fimmta.
Á áttunda og níunda áratugnum var
starfræktur félagsskapurinn Norrænn
kynstofn sem barðist gegn blöndun
við fólk af erlendum uppruna, Félag
íslenskra þjóðernissinna var stofnað
skömmu fyrir aldamótin og hélt um
hríð uppi merkjum kynþáttahyggj-
unnar þar til Félag framfarasinna tók
við keflinu.
Til skamms tíma (á árunum 2006
til 2008) sótti Frjálslyndi flokkur-
inn í þessa smiðju í umræðum um
innflytjendur. Í seinni tíð hafa skipu-
lagðar þjóðernishreyfingar sprottið
upp á nýjan leik sem sumar hverjar
eiga í nánu samstarfi við öfgahreyf-
ingar erlendis, svo sem Combat 18
og nýnasista í Blood&Honor-alþjóða-
samtökunum.
Að auki hefur stjórnmálaumræða
á Íslandi löngum verið gegnsýrð af
þjóðernishugmyndum og órum um
yfirburði Íslendinga. Því miður virð-
ist margt í hugmyndaheimi nýfasískra
hreyfinga falla í frjóan jarðveg á Ís-
landi.
Enn meiri fjölbreytni
Skotmark Breiviks var ekki valið af
handahófi. Verkmannaflokkurinn
– með ungliðahreyfinguna (AUF) í
fylkingarbrjósti – hefur haldið uppi
virkastri andstöðu við þjóðernis-
stefnu Framfaraflokksins, sem Brei-
vik tilheyrði til skamms tíma. Mér
vitanlega er þetta í fyrsta sinn sem
viðlíka árás er gerð á einn tiltekinn
stjórnmálaflokk. Ætlunin var að út-
rýma flokknum. Það tókst ekki.
Magnað hefur verið að fylgj-
ast með æðrulausum viðbrögðum
Norðmanna við voðaverkunum.
Auðvelt væri að mæta hryðjuverkum
með enn meiri hörku – eins og varð
raunin í kjölfar árásanna í Banda-
ríkjunum árið 2001. Þvert á móti
segja leiðtogar Norðmanna nú að
opna beri samfélagið og víkka faðm
Noregs enn frekar, auka við lýðræði,
umburðarlyndi og fjölbreytni. Það er
enda eina vitið – og svo sannarlega
til eftirbreytni.
Umræða | 49Helgarblað 29. júlí – 2. ágúst 2011
Réttlætið í auðlegðarskatti
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
„Vinna og fara í grill.“
Rakel Snorradóttir
22 ára námsmaður
Úff, ekki hugmynd.“
Baltasar Breki Samper
22 ára námsmaður
„Algerlega óákveðið. Ég kíkti á spána og
það er súr veðurspá um allt land.“
Hafsteinn Hafsteinsson
39 ára sáttamiðlari
„Skila bókinni minni í próförk, vera viðstödd
hjónavígslu og fara vonandi á Innipúkann.“
Tinna Þóru- og Þorvaldsdóttir
„Fara á útihátíð í vesturbæ Reykjavíkur.“
Dóra Björk Guðjónsdóttir
25 ára námsmaður
Myndin Óþægilegir búningar Þessir dýraverndunarsinnar sjást iðulega á vappi í miðbæ Reykjavíkur klæddir í hvalabúninga. Samkvæmt skammstöfum á sporðinum eru þau hér á vegum Alþjóðlega dýraverndunarsjóðsins, IFAW. MynD: HÖRðuR SvEinSSon
Maður dagsins
Tefldi í
heita pott-
inum
Stefán Bergsson
Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Ská-
kakademíu Reykjavíkur, vakti athygli í heita
pottinum í Laugardalslauginni á fimmtudag
þar sem hann hrinti af stað skákátaki ásamt
Braga Þorfinnssyni, landsliðsmanni í skák,
með því að tefla í pottinum. Með átakinu
er reynt að breiða út skákáhuga og verður
taflsettum dreift á marga almenningsstaði
í tilefninu.
Hver er maðurinn?
„Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri
Skákakademíu Reykjavíkur.“
Hvað drífur þig áfram?
„Brennandi áhugi á skák og ást á konu
minni.“
Hvað finnst þér best að borða?
„Það er nautasteik.“
Hvaða áhugamál átt þú fyrir utan
skák?
„Það er skák og bootcamp.“
Er skák íþrótt?
„Skák er lífið.“
Hefur þú teflt lengi?
„Já, í tuttugu ár. Ég byrjaði þegar ég var sjö
ára hjá Skákfélagi Akureyrar. Þá byrjaði ég
að fara á æfingar og afi og pabbi fóru að
kenna mér.“
Hvað er skrítnasti staðurinn sem þú
hefur teflt á?
„Á baðhúsi í Búdapest.“
Eru allir í fjölskyldunni áhugamenn
um skák?
„Nei, það er nú ekki alveg hægt að segja það
en skákgenin eru þó í ættinni.“
Hvaða átak voruð þið að setja af
stað?
„Það heitir Skák út um allt og er í rauninni
mjög einfalt og skemmtilegt verkefni og
snýst um að skákvæða Reykjavík og dreifa
taflsettum á sem flesta almenningsstaði.“
Stefna – ekki bara sturlun
Dómstóll götunnar
„Því miður virð-
ist margt í hug-
myndaheimi ný-fasískra
hreyfinga falla í frjóan
jarðveg á Íslandi.
Kjallari
Dr. Eiríkur
Bergmann