Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 52
52 | Viðtal 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað Hlutir úr leikmyndum skreyta lóð- ina við hús Hrafns Gunnlaugssonar. Litlir kofar, myndir, skúlptúrar. Viður, leir og járn. Sjórinn er lygn eftir sum- arlægð daginn áður. Drenghnokki opnar dyrnar. Nær í pabba sinn. Heimilið er sem leikmynd. Þar úir og grúir af alls konar hlutum. Hist og her. Mætti líkja því við hrafns- hreiður. Við setjumst inn í sólstofu. Þar skreytir rýmið uppstoppaður minkur. Tvö bleik kerti í þriggja arma kertastjaka. Strákústur. Skrælnuð blóm í vösum. Áritað bréf í ramma frá Leonard Cohen: For Hrafn. With fraternal greetings. Leikstjóranum finnst vera of bjart. Setur upp sól- gleraugu. Hrafn Gunnlaugsson. Margverð- launaður leikstjóri um 30 mynda. Nafnið eitt fær án efa marga til að hugsa um víkingamyndirnar sem hann leikstýrði: Í skugga hrafnsins, Hvíti víkingurinn og Hrafninn flýg- ur. Grófgerðar leikmyndir. Grófgert fólk. Grófgerðir búningar. „Ég hafði séð Hollywood-myndina Vikings þar sem víkingarnir eru með hyrnda hjálma og gylltar brynjur. Mig hafði dreymt um að gera víkingamynd sem væri eins og tekin upp úr jörð- inni; gerð úr þeim efnum sem eru til staðar þar sem myndin er gerð.“ Óðal feðranna. Reykjavík í öðru ljósi. Opinberun Hannesar. Tíu ár eru síðan Hrafn leikstýrði þeirri kvik- mynd – en síðan hann leikstýrði þeirri mynd hefur hann látið staðar numið. „Fyrir mér er bíómynd fyrst og fremst aðferð til að segja sögu. Sér- hver mynd er ólík annarri. Í Óðali feðranna fannst mér ég eiginlega skulda því fólki sögu sem ég hafði kynnst þegar ég var í sveit. Hrafninn flýgur er æskudraumur um að vekja til lífsins víkingatímann á minn hátt. Opinberun Hannesar er mynd sem mér þykir mjög vænt um – mynd sem ég gerði til að vara við að hér sé að verða eitt samfellt eftirlitsþjóð- félag.“ Hrafn hefur að undanförnu unnið að því að koma myndunum á DVD. Vill ekki fara með ungan soninn úr landi Hann viðurkennir að hann sakni stundum leikstjórahlutverksins; segir að Svíar hafi boðið sér að leik- stýra en það heilli ekkert sérstaklega að fara úr landi á meðan sonurinn, Aron Daníel, er svona ungur. Hann segir að allar sínar myndir hafi verið gerðar af innri ástríðu, vegna þess að hann hafði eitthvað að segja; hann sé höfundur myndanna og hann sé fyrst og fremst sögumaður. Handrit- in eru öll eftir hann. „Þetta er svo þungt hjól sem mað- ur setur í snúning þegar maður gerir bíómynd. Þegar maður er búinn að skrifa heilt handrit og gera upptö- kuplan þá kemst maður ekkert und- an því og það stjórnar lífi manns. Maður veit að vissan dag á vissum tíma er maður kannski með þyrlu og 500 manns við Gullfoss. Og ef mað- ur veit ekki nákvæmlega hvað maður ætlar að gera með þessa þyrlu og 500 manns, hvar myndavélin á að standa á hverju augnabliki og hvernig þetta á að gerast þá gerist ekki neitt. Það skiptir engu máli hvort maður er vel fyrirkallaður þegar að tökunum kemur. Dreymir síðustu myndina Kvikmyndagerð er dálítið eins og hernaður. Það er búið til árásarplan, upptökuplan, og síðan kemur hljóð- vinna og klipping myndarinnar sem ég hef yfirleitt séð sjálfur um. Þetta er það mikil áskorun og kvöð að ég staldra við. Ég er 63 ára og ef ég ætla kannski að eyða tveimur árum í það að gera nýja bíómynd þá er það dýr- mætur tími. Ég er kannski kominn í það mikla samkeppni við sjálfan mig; ég er tiltölulega sáttur við það sem ég er búinn að gera – og hverju ætti ég þá að bæta við? Það blundar alltaf í mér ein mynd og hún bankar stundum á gluggann; sérstaklega á nóttunni en þá dreymir mig eitthvað úr henni. En ég er ekki ennþá búinn að finna út hvernig þessi saga á að ganga upp.“ Hvað með eftirminnilegustu at- vikin við kvikmyndatökur? „Það er kannski þegar maður hefur sagt „ac- tion“, myndavélin fer í gang og leik- ararnir byrja að leika og það gerist eitthvað meira en maður hafði von- ast til. Leikarinn hefur kannski sen- una upp í eitthvert æðra veldi og manni finnst augnablik eins og mað- ur hafi samband þarna upp. Það hafa komið augnablik þar sem manni hefur fundist maður undir einhverri náðarsól. Það er það sem hefur ver- ið stórkostlegt við að gera kvikmynd. Og líka augnablik þegar manni hefur tekist að fanga kannski sýn úr lands- lagi eða einhverri leikmynd og mað- ur finnur að þessi sýn er að skila sér og þetta virkar, eins og sagt er.“ Sturlunga Hvað með stílinn á myndunum? Áferðina? „Ég held ég hafi orðið mest fyrir áhrifum af málverkum Gunnlaugs Scheving ef við tölum um myndstíl- inn. Ég held að mynduppbyggingin sé fyrst og fremst sótt til málverka Hrafn Gunnlaugsson er 63 ára og segir yndislegt að upplifa föðurhlutverkið upp á nýtt á þessum aldri. Þeir Aron Daníel Hrafnsson Guerra eru miklir vinir. Hrafn dreymir stundum brot úr síðustu kvikmyndinni sem hann langar til að gera. Hann dreymir um að bæta upp fyrir misgjörðir sínar í lífinu og þann hrotta- skap sem hann hafi stundum sýnt. Hrafn ræddi við Svövu Jónsdóttur og leiddi hana um völundarhúsið á Laugarnesinu. Opinberun hrafnsins „Það er ekki til stór- kostlegri félags- skapur en Aron Daníel Hrafnsson Guerra. Við erum miklir mátar og förum víða saman. Hrafn Gunnlaugsson „Ég hef alltaf verið farmaður í sjálfum mér og að því leyti líka hef ég algjörlega breytt um stíl eftir hverja mynd. Þá hef ég gert allt öðruvísi mynd. Hrafn Gunnlaugsson hefur aldrei farið að gera myndir eftir Hrafn Gunnlaugsson.“ MynD Hörður SVeinSSon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.