Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Page 58
G uðmundur fæddist í Hvammi í Langa- dal í Austur-Húna- vatnssýslu og ólst þar upp í foreldra- húsum. Foreldrar hans voru Guðmundur Frímann Björnsson, bóndi í Hvammi í Langadal, og k.h., Valgerð- ur Guðmundsdóttir frá Sneis í Laxárdal. Guðmundur lauk prófum frá Iðnskólanum á Akureyri, var hús- gagnasmíðameistari að mennt og list- fengur bókbindari með sveinspróf í þeirri grein. Auk þess stundaði hann leirsmíða nám hjá Einari Jónssyni frá Galtafelli og myndlistarnám í Reykjavík en hann var slyngur teiknari. Guðmundur var húsgagnasmiður á Akureyri 1930–39, kennari í Reykholti 1939–41, verkstjóri í Vélabókbandinu hf. á Akureyri 1941–51 og kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1951–73. Guðmundur var nítján ára er hann sendi frá sér fyrstu ljóðabókina en þær urðu alls átta talsins. Hann var þekktur rithöfundur á sinni tíð, hlaut fyrsta styrk Rithöfunda- sjóðs Ríkisútvarpsins og þáði skáldalaun í fjölda ára frá 1937. Meðal rita hans má nefna Náttsólir, æsku- ljóð, 1922; Úlfablóð, ljóð, 1933; Störin syngur, ljóð, 1937; Svört verða sólskin, ljóð 1951; Söngvar frá sum- arengjum, ljóð 1957; Undir Bergmálsfjöllum, ljóðaþýðing- ar, 1958; Svartárdalssólin, smá- sögur, 1964; Rautt sortulyng, smásögur, 1967; Stúlkan úr Svartaskógi, skáldsaga, 1968; Rósin frá Svartamó, smásögur 1971, og Kvæðið um Kofahlíð, 1973. Guðmundur þýddi einnig sögur úr erlendum málum og samdi fjölda vísna- og þjóðfræðaþátta í blöð og tíma- rit. Eiginkona Guðmundar var Ragna Sigurlín og eignuðust þau þrjár dætur. Bróðir Guðmundar var Jóhann Frí- mann, rithöfundur og skólastjóri í Reyk- holti og við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri. 58 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað J úlíana Sveinsdóttir fæddist að Sveinsstöðum í Vestmanna- eyjum og ólst þar upp til sextán ára aldurs. For- eldrar hennar voru Sveinn Jónsson, trésmíða- meistari í Vestmannaeyj- um og síðar í Reykjavík, og f.k.h., Guðrún Runólfsdótt- ir húsmóðir. Hún var næst- elst fimm systkina. Júlíana stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík en þar komu í ljós hæfileikar henn- ar í teikningu. Það varð til þess að hún naut tilsagnar Þórarins B. Þorláks- sonar listmálara, árið 1908. Hann var menntaður í Danmörku og hafði haldið sína fyrstu einkasýningu í Reykjavík árið 1900, en það mun vera fyrsta málverka- sýningin sem haldin var hér á landi. Júlíana hélt síðan til Danmerkur, 1909, á vit listagyðjunnar. Líklega hafa fáir séð vitglóru í því að ungir menn sigldu til listnáms á þeim tíma, hvað þá ungar stúlkur. En faðir Júlíönu hafði hvort tveggja, áhuga og getu, til að styrkja hana til námsins. Júlía stundaði fyrst nám við einka- skóla Gustavs Vermehren og síðan við einkaskóla Agnesar Jensen. Eftir þriggja ára undirbúningsnám fékk hún inn- göngu í hinn virta Konunglega listahá- skóla í Kaupmannahöfn og stundaði þar nám við málaradeild undir hand- leiðslu P. Rostrup Boyesen 1912–17 er hún útskrifaðist. Hún stundaði síðar einnig nám við Freskoskóla 1927–31 og fór auk þess fjölda námsferða til Ítalíu. Júlíana bjó í Danmörku að námi loknu að undanskildum árunum 1929– 31 er hún bjó á Íslandi. Hún sýndi fyrst opinberlega í Kaupmannahöfn 1918 og var upp frá því þátttakandi í fjölda samsýninga í Danmörku, oft tveimur til þremur á ári, all- an sinn feril. Hér var yfirleitt um að ræða virtar sýningar þar sem þátttakendur höfðu verið valdir af dómnefnd og fólst því oft mikil við- urkenning í því að fá þar inni. Þá sýndi Júlíana á Ís- landi með Listvinafélag- inu og Félagi íslenskra lista- manna. Hún var auk þess valin á fjölda samsýninga á íslenskri og nor- rænni list erlendis. Hún tók þátt í rúm- lega hundrað samsýningum og hélt ellefu sérsýningar á Íslandi og í Dan- mörku. Þá var hún virk í samtökum listamanna og gegndi trúnaðarstörfum fyrir slík samtök. Júlíana naut mikillar virðingar í Danmörku fyrir list sína, var m.a. sæmd heiðurspeningi Eckersbergs 1947, átti sæti í dómnefnd hinna virtu Charlot- tenborgar-sýninga um langt árabil og var fulltrúi listamanna í stjórn Hins konunglega danska listaháskóla sem m.a. er ráðgefandi opinberum aðilum um myndlist og arkitektúr og viður- kenningar á því sviði. Júlíana er, ásamt Kristínu Jóns- dóttur, fyrsta íslenska konan sem varð myndlistarmaður að atvinnu. Helstu viðfangsefni hennar voru landslag og uppstillingar, auk þess sem hún stund- aði myndvefnað í óhlutbundnum stíl, en veggteppi eftir hana hangir m.a. í Hæstarétti Danmerkur. G uðrún fæddist í Reykjavík 8.7. 1941 og ólst þar upp, lengst af við Lágholtsveg á Bráðræðisholtinu. Hún var í Melaskóla, lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæj- ar og stundaði nám við Gagnfræða- skóla Verknáms. Þá lauk hún prófum frá Lyfjatækniskólanum og stund- aði nám í píanóleik hjá Anne Leifs í nokkur ár. Guðrún starfaði við Vesturbæjar- apótek á árunum 1958–64. Þá starf- aði hún við Reykjavíkuraptótek um skeið. Hún sinnti síðan húsmóður- störfum og barnauppeldi eftir að synirnir komu í heiminn. Guðrún hóf að starfa í Sjálfstæð- isflokknum árið 1987, sat í stjórn Hvatar um sex ára skeið og var síðan formaður Hvatar í þrjú ár. Þá sat hún í stjórn Landssambands sjálfstæðis- kvenna, var í fulltrúaráði flokksins, sat í kjörnefnd Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík og sat í flokksráði. Hún vann ötullega fyrir ýmsa frambjóð- endur í fjölda prófkjöra flokksins í Reykjavík. Fjölskylda Guðrún giftist 16.5. 1964 Magn- úsi Tryggvasyni, f. 15.8. 1940, fyrrv. framkvæmdastjóra, og síðar for- stjóra ORA. Hann er sonur Tryggva Jónssonar, f. 14.9. 1914, d. 11.12. 1987, forstjóra ORA, og k.h., Kristín- ar Magnúsdóttur, f. 17.6. 1912, d. 7.5. 1991, húsmóður. Synir Guðrúnar og Magnúsar eru Tryggvi Magnússon, f. 16.11. 1963, viðskiptafræðingur og inn- kaupastjóri við sjúkrahús í Berg- en í Noregi en kona hans er Katrín Rut Sigurðardóttir læknir og eru börn þeirra Jónína Kristín Tryggva- dóttir, f. 28.6. 1990, Magnús Karl Tryggvason, f. 5.7. 1995 og Mikael Freyr Tryggvason, f. 9.1. 2001; Ei- ríkur Magnússon, f. 26.7. 1966, við- skiptafræðingur og framkvæmda- stjóri ORA, búsettur í Reykjavík en kona hans er Hjördís Unnur Jóns- dóttir, þjónustufulltrúi hjá Valitor og eru börn þeirra Jón Birgir Eiríks- son, f. 28.4. 1993, Guðrún Eiríks- dóttir, f. 1.2. 1996 og Birna Kristín Eiríksdóttir, f. 4.8. 2000; Magnús Magnússon, f. 11.8. 1975, við- skiptafræðingur og markaðsstjóri Húsasmiðjunnar, búsettur í Reykja- vík en kona hans er Ásdís Margrét Finnbogadóttir hjúkrunarfræð- ingur og eru börn þeirra Finnbogi Óskar Magnússon, f. 14.5. 2002, Ei- ríkur Ísak Magnússon, f. 18.1. 2008 og Auður Hilda Magnúsdóttir, f. 3.9. 2009. Bróðir Guðrúnar var Þórólfur Beck, f. 21.1. 1940, d. 18.12. 1999, þekktasti knattpyrnumaður KR, landsliðsmaður í knattspyrnu og annar atvinnumaður Íslendinga í knattspyrnu, fyrst í Skotlandi og síð- an í Frakklandi. Foreldrar Guðrúnar voru Eiríkur Beck, f. 17.11. 1918, d. 26.2. 1951, stýrimaður hjá Eimskipafélagi Ís- lands, síðast á Selfossi en hann lést af slysförum í Leith í Skotlandi, og Rósbjörg Hulda Magnúsdótt- ir Beck, f. 22.7. 1919, d. 6.12. 1981, húsmóðir. Ætt Eiríkur var sonur Þórólfs Beck, skip- stjóra í Reykjavík, bróður Sigríðar, móður Eysteins Jónssonar ráðherra, og dr. Jakobs Jónssonar sóknarprests í Hallgrímskirkju, föður Svövu rithöf- undar, Þórs veðurfræðings og Jökuls leikritaskálds, föður rithöfundanna Illuga, Hrafns og Elísabetar. Þórólfur var sonur Hans Jakobs Beck, hrepp- stjóra á Sómastöðum Christianson- ar Beck, verslunarmanns á Eskifirði, frá Vejle á Jótlandi. Móðir Hans var María, systir Þórarins, afa Finns Jóns- sonar listmálara og Ríkarðs Jóns- sonar myndskera. María var dótt- ir Richards Long, verslunarstjóra á Reyðarfirði og ættföður Long-ættar. Móðir Eiríks stýrimanns var Þóra Beck, f. Kemp, dóttir Konráðs Kemp, sjómanns á Eskifirði og á Búðareyri við Reyðarfjörð Lúðvíkssonar. Móð- ir Þóru var Ólafía Samúelsdóttir frá Norðfirði. Rósbjörg var dóttir Magnúsar, sjómanns á Hellissandi og í Reykja- vík Sigurðssonar, sjómanns í Seiglu í Ólafsvík Sigurðssonar, b. á Fróðá Sigurðssonar. Móðir Sigurðar Ólafs var Anna, yfirsetukona Pálsdóttir, b. í Vindási í Eyrarsveit Jónssonar, bróður Ingveldar, langömmu Bryn- dísar, ömmu Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra, föður Hallgríms, hrl. og fyrrv. framkvæmdastjóra Ár- vakurs, og Finns framkvæmdastjóra. Móðir Magnúsar var Þóra Kristbjörg Magnúsdóttir, b. í Klettakoti Einars- sonar, og Sigríðar Brandsdóttur, b. í Miðskógum í Dölum Björnssonar, b. á Sauðafelli Björnssonar. Móðir Rósbjargar var Guðrún, dóttir Jóhannesar, b. í Vindási í Eyrar sveit, bróður Brands, útvegsb. á Hallbjarnareyri, föður Kristínar, konu Helga Pjeturs, og ömmu Stef- áns Páls Þórarinssonar forstjóra. Önnur dóttir Brands var Ingveldur, móðir Brands Brynjólfssonar hrl. Þriðja dóttir Brands var Una, móð- ir Hjartar, sem var forstjóri O. Þor- láksson og Norðmann. Una var auk þess amma Gunnars Hanssonar, fyrrv. forstjóra IBM, og amma Guð- rúnar Hannesdóttur félagsfræð- ings. Jóhannes var sonur Bjarna, frá Norðursetu í Keflavík undir Jökli Bjarnasonar, frá Hnausum Jónsson- ar. Móðir Bjarna frá Norðursetu var Þuríður Steindórsdóttir, í Keflavík á Hellissandi Ketilssonar og Mar- grétar Sveinsdóttur. Móðir Jóhann- esar var Steinunn Jóhannesdóttir, frá Kinn í Staðarsveit Sigurðssonar, b. í Kinn Guðmundssonar. Móðir Stein- unnar var Ingibjörg Þórarinsdóttir, b. í Berserkjahrauni Helgasonar. Móðir Guðrúnar Jóhannesdóttur var Rós- björg Hallgrímsdóttir, b. í Miðhús- um í Breiðuvík Hallgrímssonar, b. í Blönduhlíð, bróður Þóru, langömmu Berg, föður Guðbergs rithöfundar. Hallgrímur var sonur Magnúsar, b. í Hlíð Guðmundssonar. Móðir Hall- gríms í Miðhúsum var Þóra Bjarna- dóttir, b. á Dunkárbakka Þorsteins- sonar, og Guðrúnar Brandsdóttur. Móðir Rósbjargar var Þorbjörg Þor- kelsdóttir, í Bárðarbúð í Hellnaplássi Árnasonar, í Einarslóni Þorkelssonar. Þorbjörg Þorkelsdóttir var hálfsystir, sammæðra, Steinunnar Jóhannes- dóttur. Guðrún Beck Húsmóðir í Reykjavík Júlíana Sveinsdóttir Listmálari f. 31.7. 1889 – d. 17.4. 1966 Merkir Íslendingar Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson 70 ára 8. júlí sl. H eiðrún fæddist á Egils- stöðum en ólst upp á Fá- skrúðsfirði. Hún var í Grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar og Árbæjar skóla, stundaði nám við Menntaskól- ann á Egilsstöðum og lauk þaðan stúdentsprófi 2001, stundaði síðan nám við Kennaraháskóla Íslands og lauk þaðan grunnskólakenn- araprófi 2004. Heiðrún starfaði við hjúkrunar- heimili á Fáskrúðsfirði og við Hótel Bjarg á Fáskrúðsfirði, starfaði við leikskólann Dal í Kópavogi og við Landsbankann á Reyðarfirði. Hún hefur verið kennari við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði frá 2004. Heiðrún hefur starfað með slysavarnardeildinni Hafdísi á Fá- skrúðsfirði frá 2004. Fjölskylda Maður Heiðrúnar er Einar Vilhelm Einarsson, f. 29.5. 1980, starfsmað- ur Eimskipa á Reyðarfirði. Sonur Heiðrúnar og Einars Vil- helms er Auðunn Ölver Einarsson, f. 16.4. 2006. Systkini Heiðrúnar eru Kristrún Selma Ölversdóttir Michelsen, f. 26.11. 1988, hjúkrunarfræðinemi; Brynjar Ölversson, f. 9.8. 1991, starfsmaður við loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði. Foreldrar Heiðrúnar eru Ölver Jakobsson Michelsen, f. 2.10. 1958, húsvörður við íþróttahúsið á Fá- skrúðsfirði, og Ólöf Linda Sigurð- ardóttir, f. 1.7. 1962, grunnskóla- kennari á Fáskrúðsfirði. Heiðrún Ósk Ölversdóttir Michelsen Grunnskólakennari á Fáskrúðsfirði 30 ára á laugardag Guðmundur Frímann rithöfundur og kennari f. 29.7. 1903 – d. 14.8. 1989 Merkir Íslendingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.