Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 58
G uðmundur fæddist í Hvammi í Langa- dal í Austur-Húna- vatnssýslu og ólst þar upp í foreldra- húsum. Foreldrar hans voru Guðmundur Frímann Björnsson, bóndi í Hvammi í Langadal, og k.h., Valgerð- ur Guðmundsdóttir frá Sneis í Laxárdal. Guðmundur lauk prófum frá Iðnskólanum á Akureyri, var hús- gagnasmíðameistari að mennt og list- fengur bókbindari með sveinspróf í þeirri grein. Auk þess stundaði hann leirsmíða nám hjá Einari Jónssyni frá Galtafelli og myndlistarnám í Reykjavík en hann var slyngur teiknari. Guðmundur var húsgagnasmiður á Akureyri 1930–39, kennari í Reykholti 1939–41, verkstjóri í Vélabókbandinu hf. á Akureyri 1941–51 og kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1951–73. Guðmundur var nítján ára er hann sendi frá sér fyrstu ljóðabókina en þær urðu alls átta talsins. Hann var þekktur rithöfundur á sinni tíð, hlaut fyrsta styrk Rithöfunda- sjóðs Ríkisútvarpsins og þáði skáldalaun í fjölda ára frá 1937. Meðal rita hans má nefna Náttsólir, æsku- ljóð, 1922; Úlfablóð, ljóð, 1933; Störin syngur, ljóð, 1937; Svört verða sólskin, ljóð 1951; Söngvar frá sum- arengjum, ljóð 1957; Undir Bergmálsfjöllum, ljóðaþýðing- ar, 1958; Svartárdalssólin, smá- sögur, 1964; Rautt sortulyng, smásögur, 1967; Stúlkan úr Svartaskógi, skáldsaga, 1968; Rósin frá Svartamó, smásögur 1971, og Kvæðið um Kofahlíð, 1973. Guðmundur þýddi einnig sögur úr erlendum málum og samdi fjölda vísna- og þjóðfræðaþátta í blöð og tíma- rit. Eiginkona Guðmundar var Ragna Sigurlín og eignuðust þau þrjár dætur. Bróðir Guðmundar var Jóhann Frí- mann, rithöfundur og skólastjóri í Reyk- holti og við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri. 58 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað J úlíana Sveinsdóttir fæddist að Sveinsstöðum í Vestmanna- eyjum og ólst þar upp til sextán ára aldurs. For- eldrar hennar voru Sveinn Jónsson, trésmíða- meistari í Vestmannaeyj- um og síðar í Reykjavík, og f.k.h., Guðrún Runólfsdótt- ir húsmóðir. Hún var næst- elst fimm systkina. Júlíana stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík en þar komu í ljós hæfileikar henn- ar í teikningu. Það varð til þess að hún naut tilsagnar Þórarins B. Þorláks- sonar listmálara, árið 1908. Hann var menntaður í Danmörku og hafði haldið sína fyrstu einkasýningu í Reykjavík árið 1900, en það mun vera fyrsta málverka- sýningin sem haldin var hér á landi. Júlíana hélt síðan til Danmerkur, 1909, á vit listagyðjunnar. Líklega hafa fáir séð vitglóru í því að ungir menn sigldu til listnáms á þeim tíma, hvað þá ungar stúlkur. En faðir Júlíönu hafði hvort tveggja, áhuga og getu, til að styrkja hana til námsins. Júlía stundaði fyrst nám við einka- skóla Gustavs Vermehren og síðan við einkaskóla Agnesar Jensen. Eftir þriggja ára undirbúningsnám fékk hún inn- göngu í hinn virta Konunglega listahá- skóla í Kaupmannahöfn og stundaði þar nám við málaradeild undir hand- leiðslu P. Rostrup Boyesen 1912–17 er hún útskrifaðist. Hún stundaði síðar einnig nám við Freskoskóla 1927–31 og fór auk þess fjölda námsferða til Ítalíu. Júlíana bjó í Danmörku að námi loknu að undanskildum árunum 1929– 31 er hún bjó á Íslandi. Hún sýndi fyrst opinberlega í Kaupmannahöfn 1918 og var upp frá því þátttakandi í fjölda samsýninga í Danmörku, oft tveimur til þremur á ári, all- an sinn feril. Hér var yfirleitt um að ræða virtar sýningar þar sem þátttakendur höfðu verið valdir af dómnefnd og fólst því oft mikil við- urkenning í því að fá þar inni. Þá sýndi Júlíana á Ís- landi með Listvinafélag- inu og Félagi íslenskra lista- manna. Hún var auk þess valin á fjölda samsýninga á íslenskri og nor- rænni list erlendis. Hún tók þátt í rúm- lega hundrað samsýningum og hélt ellefu sérsýningar á Íslandi og í Dan- mörku. Þá var hún virk í samtökum listamanna og gegndi trúnaðarstörfum fyrir slík samtök. Júlíana naut mikillar virðingar í Danmörku fyrir list sína, var m.a. sæmd heiðurspeningi Eckersbergs 1947, átti sæti í dómnefnd hinna virtu Charlot- tenborgar-sýninga um langt árabil og var fulltrúi listamanna í stjórn Hins konunglega danska listaháskóla sem m.a. er ráðgefandi opinberum aðilum um myndlist og arkitektúr og viður- kenningar á því sviði. Júlíana er, ásamt Kristínu Jóns- dóttur, fyrsta íslenska konan sem varð myndlistarmaður að atvinnu. Helstu viðfangsefni hennar voru landslag og uppstillingar, auk þess sem hún stund- aði myndvefnað í óhlutbundnum stíl, en veggteppi eftir hana hangir m.a. í Hæstarétti Danmerkur. G uðrún fæddist í Reykjavík 8.7. 1941 og ólst þar upp, lengst af við Lágholtsveg á Bráðræðisholtinu. Hún var í Melaskóla, lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæj- ar og stundaði nám við Gagnfræða- skóla Verknáms. Þá lauk hún prófum frá Lyfjatækniskólanum og stund- aði nám í píanóleik hjá Anne Leifs í nokkur ár. Guðrún starfaði við Vesturbæjar- apótek á árunum 1958–64. Þá starf- aði hún við Reykjavíkuraptótek um skeið. Hún sinnti síðan húsmóður- störfum og barnauppeldi eftir að synirnir komu í heiminn. Guðrún hóf að starfa í Sjálfstæð- isflokknum árið 1987, sat í stjórn Hvatar um sex ára skeið og var síðan formaður Hvatar í þrjú ár. Þá sat hún í stjórn Landssambands sjálfstæðis- kvenna, var í fulltrúaráði flokksins, sat í kjörnefnd Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík og sat í flokksráði. Hún vann ötullega fyrir ýmsa frambjóð- endur í fjölda prófkjöra flokksins í Reykjavík. Fjölskylda Guðrún giftist 16.5. 1964 Magn- úsi Tryggvasyni, f. 15.8. 1940, fyrrv. framkvæmdastjóra, og síðar for- stjóra ORA. Hann er sonur Tryggva Jónssonar, f. 14.9. 1914, d. 11.12. 1987, forstjóra ORA, og k.h., Kristín- ar Magnúsdóttur, f. 17.6. 1912, d. 7.5. 1991, húsmóður. Synir Guðrúnar og Magnúsar eru Tryggvi Magnússon, f. 16.11. 1963, viðskiptafræðingur og inn- kaupastjóri við sjúkrahús í Berg- en í Noregi en kona hans er Katrín Rut Sigurðardóttir læknir og eru börn þeirra Jónína Kristín Tryggva- dóttir, f. 28.6. 1990, Magnús Karl Tryggvason, f. 5.7. 1995 og Mikael Freyr Tryggvason, f. 9.1. 2001; Ei- ríkur Magnússon, f. 26.7. 1966, við- skiptafræðingur og framkvæmda- stjóri ORA, búsettur í Reykjavík en kona hans er Hjördís Unnur Jóns- dóttir, þjónustufulltrúi hjá Valitor og eru börn þeirra Jón Birgir Eiríks- son, f. 28.4. 1993, Guðrún Eiríks- dóttir, f. 1.2. 1996 og Birna Kristín Eiríksdóttir, f. 4.8. 2000; Magnús Magnússon, f. 11.8. 1975, við- skiptafræðingur og markaðsstjóri Húsasmiðjunnar, búsettur í Reykja- vík en kona hans er Ásdís Margrét Finnbogadóttir hjúkrunarfræð- ingur og eru börn þeirra Finnbogi Óskar Magnússon, f. 14.5. 2002, Ei- ríkur Ísak Magnússon, f. 18.1. 2008 og Auður Hilda Magnúsdóttir, f. 3.9. 2009. Bróðir Guðrúnar var Þórólfur Beck, f. 21.1. 1940, d. 18.12. 1999, þekktasti knattpyrnumaður KR, landsliðsmaður í knattspyrnu og annar atvinnumaður Íslendinga í knattspyrnu, fyrst í Skotlandi og síð- an í Frakklandi. Foreldrar Guðrúnar voru Eiríkur Beck, f. 17.11. 1918, d. 26.2. 1951, stýrimaður hjá Eimskipafélagi Ís- lands, síðast á Selfossi en hann lést af slysförum í Leith í Skotlandi, og Rósbjörg Hulda Magnúsdótt- ir Beck, f. 22.7. 1919, d. 6.12. 1981, húsmóðir. Ætt Eiríkur var sonur Þórólfs Beck, skip- stjóra í Reykjavík, bróður Sigríðar, móður Eysteins Jónssonar ráðherra, og dr. Jakobs Jónssonar sóknarprests í Hallgrímskirkju, föður Svövu rithöf- undar, Þórs veðurfræðings og Jökuls leikritaskálds, föður rithöfundanna Illuga, Hrafns og Elísabetar. Þórólfur var sonur Hans Jakobs Beck, hrepp- stjóra á Sómastöðum Christianson- ar Beck, verslunarmanns á Eskifirði, frá Vejle á Jótlandi. Móðir Hans var María, systir Þórarins, afa Finns Jóns- sonar listmálara og Ríkarðs Jóns- sonar myndskera. María var dótt- ir Richards Long, verslunarstjóra á Reyðarfirði og ættföður Long-ættar. Móðir Eiríks stýrimanns var Þóra Beck, f. Kemp, dóttir Konráðs Kemp, sjómanns á Eskifirði og á Búðareyri við Reyðarfjörð Lúðvíkssonar. Móð- ir Þóru var Ólafía Samúelsdóttir frá Norðfirði. Rósbjörg var dóttir Magnúsar, sjómanns á Hellissandi og í Reykja- vík Sigurðssonar, sjómanns í Seiglu í Ólafsvík Sigurðssonar, b. á Fróðá Sigurðssonar. Móðir Sigurðar Ólafs var Anna, yfirsetukona Pálsdóttir, b. í Vindási í Eyrarsveit Jónssonar, bróður Ingveldar, langömmu Bryn- dísar, ömmu Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra, föður Hallgríms, hrl. og fyrrv. framkvæmdastjóra Ár- vakurs, og Finns framkvæmdastjóra. Móðir Magnúsar var Þóra Kristbjörg Magnúsdóttir, b. í Klettakoti Einars- sonar, og Sigríðar Brandsdóttur, b. í Miðskógum í Dölum Björnssonar, b. á Sauðafelli Björnssonar. Móðir Rósbjargar var Guðrún, dóttir Jóhannesar, b. í Vindási í Eyrar sveit, bróður Brands, útvegsb. á Hallbjarnareyri, föður Kristínar, konu Helga Pjeturs, og ömmu Stef- áns Páls Þórarinssonar forstjóra. Önnur dóttir Brands var Ingveldur, móðir Brands Brynjólfssonar hrl. Þriðja dóttir Brands var Una, móð- ir Hjartar, sem var forstjóri O. Þor- láksson og Norðmann. Una var auk þess amma Gunnars Hanssonar, fyrrv. forstjóra IBM, og amma Guð- rúnar Hannesdóttur félagsfræð- ings. Jóhannes var sonur Bjarna, frá Norðursetu í Keflavík undir Jökli Bjarnasonar, frá Hnausum Jónsson- ar. Móðir Bjarna frá Norðursetu var Þuríður Steindórsdóttir, í Keflavík á Hellissandi Ketilssonar og Mar- grétar Sveinsdóttur. Móðir Jóhann- esar var Steinunn Jóhannesdóttir, frá Kinn í Staðarsveit Sigurðssonar, b. í Kinn Guðmundssonar. Móðir Stein- unnar var Ingibjörg Þórarinsdóttir, b. í Berserkjahrauni Helgasonar. Móðir Guðrúnar Jóhannesdóttur var Rós- björg Hallgrímsdóttir, b. í Miðhús- um í Breiðuvík Hallgrímssonar, b. í Blönduhlíð, bróður Þóru, langömmu Berg, föður Guðbergs rithöfundar. Hallgrímur var sonur Magnúsar, b. í Hlíð Guðmundssonar. Móðir Hall- gríms í Miðhúsum var Þóra Bjarna- dóttir, b. á Dunkárbakka Þorsteins- sonar, og Guðrúnar Brandsdóttur. Móðir Rósbjargar var Þorbjörg Þor- kelsdóttir, í Bárðarbúð í Hellnaplássi Árnasonar, í Einarslóni Þorkelssonar. Þorbjörg Þorkelsdóttir var hálfsystir, sammæðra, Steinunnar Jóhannes- dóttur. Guðrún Beck Húsmóðir í Reykjavík Júlíana Sveinsdóttir Listmálari f. 31.7. 1889 – d. 17.4. 1966 Merkir Íslendingar Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson 70 ára 8. júlí sl. H eiðrún fæddist á Egils- stöðum en ólst upp á Fá- skrúðsfirði. Hún var í Grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar og Árbæjar skóla, stundaði nám við Menntaskól- ann á Egilsstöðum og lauk þaðan stúdentsprófi 2001, stundaði síðan nám við Kennaraháskóla Íslands og lauk þaðan grunnskólakenn- araprófi 2004. Heiðrún starfaði við hjúkrunar- heimili á Fáskrúðsfirði og við Hótel Bjarg á Fáskrúðsfirði, starfaði við leikskólann Dal í Kópavogi og við Landsbankann á Reyðarfirði. Hún hefur verið kennari við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði frá 2004. Heiðrún hefur starfað með slysavarnardeildinni Hafdísi á Fá- skrúðsfirði frá 2004. Fjölskylda Maður Heiðrúnar er Einar Vilhelm Einarsson, f. 29.5. 1980, starfsmað- ur Eimskipa á Reyðarfirði. Sonur Heiðrúnar og Einars Vil- helms er Auðunn Ölver Einarsson, f. 16.4. 2006. Systkini Heiðrúnar eru Kristrún Selma Ölversdóttir Michelsen, f. 26.11. 1988, hjúkrunarfræðinemi; Brynjar Ölversson, f. 9.8. 1991, starfsmaður við loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði. Foreldrar Heiðrúnar eru Ölver Jakobsson Michelsen, f. 2.10. 1958, húsvörður við íþróttahúsið á Fá- skrúðsfirði, og Ólöf Linda Sigurð- ardóttir, f. 1.7. 1962, grunnskóla- kennari á Fáskrúðsfirði. Heiðrún Ósk Ölversdóttir Michelsen Grunnskólakennari á Fáskrúðsfirði 30 ára á laugardag Guðmundur Frímann rithöfundur og kennari f. 29.7. 1903 – d. 14.8. 1989 Merkir Íslendingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.