Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 60
60 | Fókus 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað Hvað ertu að gera? Tinna Bergsdóttir fyrirsæta Hvað bók lastu síðast og hvernig fannst þér hún? „Ég ferðast rosa mikið þannig að ég er alltaf að lesa eitthvað en mín uppáhaldsbók er Just Kids eftir Patti Smih. Ótrúlega falleg bók sem ég gat ekki lagt frá mér.“ Á hvaða tónlist ertu að hlusta núna? „Ég er að hlusta á Gina X performance og 70 ś disko electropopp.“ Hefurðu farið á tónleika eða aðra menningarviðburði nýlega? „Ég fór á hátíð um daginn sem heitir Lovebox. Þangað fór ég með öllum mínum nánustu vinum úti og hef sjaldan skemmt mér jafn mikið. Blondie og Beth Ditto voru meðal þeirra sem komu fram og það var best þegar Beth Ditto fór úr öllum fötunum og henti sér í fjöldann.“ Hvaða tímarit eru í uppáhaldi og hvers vegna? „Mér finnst gaman ad fletta í gegnum flest tískutímarit en Love magazine er uppáhalds.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Ég verð í bænum á föstudeginum en svo fer ég upp í sveit í bústað með nokkrum vinum á laugardeginum.“ Ætlar upp í sveit um helgina mælir með... KVIKMYND Harry Potter and the Deathly Hallows: Part II „Það er í raun lygilegt hversu vel heppnaðar myndirnar um Harry Pott er hafa verið […] eftir stendur ein magnaðasta kvikmyndasería sögunnar í Hollywood.“ - Jón Ingi Stefánsson BÓK Skurðlæknirinn „Skurðlæknirinn er hröð og spennandi lesning.“ - Kristjana Guðbrandsdóttir HLJÓMPLATA Ég vil fara upp í sveit Helgi Björns og reiðmenn vindanna „Aðdáendur fyrri platna þeirra verða ekki sviknir og fólk á örugglega eftir að skemmta sér einstaklega vel áfram á knapaböllum með Helga í broddi fylkingar.“ - Birgir Olgeirsson mælir ekki með... BÓK Engan þarf að öfunda eftir Barböru Demick „Fyrir áhugafólk um framandi menn- ingarheima eða Norður-Kóreu ætti bókin að vera skyldulesning þrátt fyrir hversu illa þýdd hún er.“ - Aðalsteinn Kjartansson Þ að er mjög mikill heiður að vera heiðursgestur. Ég hlakka svolítið til að prófa það,“ segir söngvarinn Eyj- ólfur Kristjánsson, Eyfi eins og hann er jafnan kallaður, um hvernig það sé að vera heiðursgest- ur tónlistarhátíðarinnar Innipúk- ans núna um helgina. „Þetta verður ábyggilega alveg frábært. Mér finnst æðislegt að hafa verið beðinn um þetta og æðislega spennandi að fá að spila með hljómsveitinni Valdimar.“ Eyfi kemur fram á föstudags- kvöldinu ásamt hljómsveitinni Valdimar. Þeir munu flytja lög Eyfa með hann sjálfan í fararbroddi. „Þeir eru ungir og ferskir og þetta er bara mikil áskorun. Það verður gaman að sjá hvernig þeir fara með lögin mín. Þetta verður bara alveg meiriháttar.“ Byrjaði ferilinn á kántríbar Eyfi er einn ástsælasti söngvari og lagahöfundur landsins. Eftir hann liggja fjölmörg þekkt dægurlög sem flestir Íslendingar þekkja. Má þarf nefna lögin Nína, Álfheiður Björk og Ég lifi í draumi. Hann fagnar á þessu ári 50 ára afmæli og 30 ára starfsaf- mæli. Hann hefur verið iðinn við kolann á ferli sínum og hefur náð að lifa á tónlistinni. Tónlistarferillinn byrjaði við Austurvöll. „Fyrsta launaða giggið mitt var á Óðali. Þá var Óðal svona kántrístaður. Þetta var í kring- um 1980 og það var einhver svona kántríbylgja á landinu. Hallbjörn var mjög vinsæll á þessum tíma.“ Eyfi kom fram ásamt tveimur félögum sínum. „Þetta var kallað stund í stig- anum. Við komum fram í stiganum á Óðali. Einn spilaði á kontrabassa og við hinir vorum á kassagítar. Ég fékk fyrsta giggið borgað í gömlu krón- unum, þetta var fyrir gengisfellingu,“ segir hann hlæjandi. Bítlavinafélagið í löngu fríi „Svo kynntist ég fólki sem kallaði sig Vísnavini og komu fram á Hót- el Borg. Það var síðan lítill hópur af fólki úr þeim hóp sem tók sig sam- an og stofnaði hljómsveitina Hálft í hvoru. Ég var með þeim í nokkur ár síðan datt ég bara inn í popp og rokk bransann árið 1986 þegar ég gekk í Bítlavinafélagið.“ Bítlavinafélagið var lengi vel með vinsælustu hljómsveitum landsins. Þeir spiluðu víða. „Við spiluðum í fimm ár alveg sleitulaust. Síðan tók- um við okkur smá frí en byrjuðum svo aftur 1996. Þá fórum við að spila með Bylgjulestinni um landið. Það vorum við, Emilíana Torrini, Steinn Ármann og einhverjir fleiri.“ Hljómsveitin hefur ekki verið áberandi undanfarið en Eyfi seg- ir jafnvel geta orðið breytingu þar á. „Við erum enn að. Höfum aldrei hætt en erum bara í löngu fríi. Bítla- vinafélagið er 25 ára á þessu ári og það er aldrei að vita nema við teljum í eitt eða tvö gigg seinna á árinu.“ Líklega vinsælasta íslenska dægurlagið Líklega er Eyfi þekktastur fyrir að vera annar flytjandi lagsins Nínu. Hann flutti það ásamt Stefáni Hilm- arssyni fyrir Íslands hönd árið 1991 í Eurovision-keppninni sem hald- in var á Ítalíu það árið. Lagið hefur fylgt þjóðinni allar götur síðan og heyrist mjög gjarnan sungið á góð- um stundum. „Ég held ég spili voða sjaldan án þess að taka Nínu. Lagið er kannski ekki í mjög miklu upp- áhaldi hjá mér en ég get eiginlega ekki fengið leið á henni. Þetta er náttúrulega eitt vinsælasta íslenska dægurlag sem hefur verið samið. Ég get ekki verið annað en stoltur af því,“ segir hann. Honum finnst gaman að taka lagið, sérstaklega þegar áhorfend- ur taka undir. „Mér finnst alltaf jafn gaman að spila það því ég sé hvað fólk hefur gaman af því að hlusta á mig spila það og þá sérstaklega þegar Stebbi er með mér.“ Þeir félagar spila mikið saman og hafa gert lengi. „Við erum alltaf að spila eitthvað saman og stefnum á að gera nýja plötu núna í ágúst.“ Duglegur í Eurovision Eyfi hefur oft tekið þátt í undan- keppni Eurovision-keppninnar hér heima þó hann hafi einungis unn- ið hana einu sinni. „Ég var rosalega duglegur að taka þátt í Eurovision á níunda áratugnum,“ segir hann hlæjandi. „Ég hef ábyggilega tekið þátt svona 7–8 sinnum. Þá annað hvort sem höfundur eða flytjandi eða bæði.“ Hann var með í fyrstu undan- keppninni árið 1986. „Ég átti eitt af lögunum tíu sem voru í fyrstu und- ankeppninni. Það var lagið Ég lifi í draumi. Það hefur lifað góðu lífi síðan,“ segir hann stoltur. „Gleði- bankinn vann þá keppni eins og allir vita en þátttaka mín kom mér á kortið sem lagahöfundur. Þetta var bara gott „múv.“ Hann er öflugur lagahöfundur og hefur sent frá sér marga smelli. Hann segist þó ekki hafa verið dug- legur að semja fyrir aðra. „Ég hef rosalega lítið gert af því. Ég hef oft verið beðinn um það en ég er bara eitthvað svo latur að semja fyrir aðra. Það hefur alveg komið fyrir að ég hafi samið fyrir aðra en ekki oft. Ég ætla mér samt að fara að bæta úr því núna á efri árum.“ Óttaðist kreppuna Eyfi segir það vera skemmtilegast að spila sín eigin lög. „Mér finnst skemmtilegast að flytja mína eigin tónlist. Ég er enn virkur og er enn að senda frá mér ný lög og það er eig- inlega það sem mér finnst skemmti- legast við þetta allt saman. Það er al- veg frábært að geta gert það.“ Hann segist hafa nóg að gera og er iðinn við að búa sér til verkefni. „Maður finnur sér alltaf einhver verkefni. Ef maður er tónlistarmað- ur þá verður maður alltaf að vera að finna sér eitthvað að gera. Allavega meðan maður er enn virkur, hefur heilsuna og röddina í lagi þá verður maður að vera á fullu í þessu.“ Hann hefur framfleytt sér á tón- listinni í þrjátíu ár og segir það yfir- leitt hafa gengið vel. Hann hafi þó orðið hræddur um hag sinn þegar kreppan skall á. „Það hafa komið ár sem eru ekki jafn góð og önnur en yfir það heila þá er þetta bara allt í lagi. Maður var svona pínu skelkað- ur þegar hrunið kom en ég held ég hafi aldri haft meira að gera en eft- ir hrun. Það er bara einhvern veg- inn þannig að í svona kreppum þá blómstra allar listir. Tónlist, myndlist og allt þetta. Það er einhvern veginn eins og það taki bara á flug.“ Spilar á 50 stöðum um landið Eyfi spilar víða og er duglegur að fara um landið og spila fyrir landsbyggð- ina. Eins og áður sagði fagnar hann í ár 50 ára afmæli sínu og 30 ára tónlist- arferli. Hann heldur upp á það með því að spila á 50 stöðum um landið. „Svo er ég náttúrulega núna á þess- um túr sem er mjög stór og úti um allt land. Ég er að heimsækja 50 staði á Ís- landi og það var dálítið mál að finna 50 staði,“ segir hann hlæjandi. „Ég er búinn með 25 tónleika sem ég kláraði í vor og svo tek ég seinni hlutann af túrnum núna í septem- ber. Ég reyndi að taka mér eins mik- ið frí og ég gat í sumar. Það er búið að vera alveg hrikalega mikið að gera hjá mér undanfarið og verður áfram í haust.“ Staðirnir sem hann spilar á í af- mælistúrnum eru misjafnir og mis- stórir. „Hrísey er hingað til minnsti staðurinn sem ég hef farið á. Það var fullt hús þar. Það er yfirleitt þannig að á minnstu stöðunum mæta flest- ir.“ Vill ekki „meika það“ erlendis En hvað stendur upp úr á þessum farsæla þrjátíu ára ferli? „Ég ætla nú ekki að vera væminn en ég held að það standi upp úr að maður skuli enn vera að og eigi ennþá lög í efstu sætum vinsældalistans. Eins og lagið Allt búið sem ég sendi frá mér ásamt Birni Jörundi núna um daginn og er á vinsældalistunum núna. Bara það að maður skuli ennþá hafa þetta. Og líka það að hafa enn getuna til að ferðast á milli staða og spila fyrir fólk. Svo held ég að það standi upp úr að fólk hlusti enn og vilji heyra lögin mín.“ Hann segir fólkið sem hlustar Fær aldrei leið á Nínu Tónlistarmaðurinn Eyfi fagnar hálfrar aldar afmæli með því að spila á 50 stöðum á landinu. Hann er heiðursgestur á Innipúkanum í ár og segist aldrei hafa stefnt að því að „meika það“ erlendis. Honum hefur tekist að framfleyta sér á tónlistinni í þrjátíu ár en viðurkennir að hafa orðið skelkaður þegar kreppan skall á. Hann er stoltur af laginu Nína og lifir í draumi. „Mér finnst alltaf jafn gaman að spila það því ég sé hvað fólk hefur gaman af því að hlusta á mig spila það og þá sérstaklega þegar Stebbi er með mér. Fær ekki leið Hér eru þeir félagar, Stebbi og Eyfi, að flytja lagið Nína árið 1991. Hann segist ekki geta verið annað en stoltur af laginu enda sé það eitt vinsælasta íslenska dægurlagið. „Mér finnst gaman að dreyma dag- drauma og þá aðallega um eitthvað fallegt og vona að þeir draumar rætist frekar en aðrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.