Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 61

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Qupperneq 61
Fókus | 61Helgarblað 29. júlí – 2. ágúst 2011 Hvað er að gerast? n Hvanndalsbræður á Spot Hljómsveitin Hvanndælsbræður ætlar að halda uppi fjörinu á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi og koma fólki í þjóðhátíðar- stemningu. n Thule Rock Festival Dillon bar stendur fyrir rokkhátíð alla helgina í portinu bak við staðinn. Á föstudeginum byrjar dagskráin klukkan 16 og böndin sem spila eru: Dorian Gray, No To Self, Trust the lies, Coral, BoB, Sagtmodigur, Noise og Vicky. Plötusnúðurinn Andrea Jónsdóttir spilar svo fyrir dansi inni á staðnum til klukkan þrjú. n Eyfi á Innipúkanum Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tíunda sinn um verslunarmannahelgina. Hann er haldinn að þessu sinni að mestu í Iðnó. Tónlistarmaðurinn góðkunni Eyjólfur Kristjánsson er heiðursgestur hátíðarinnar í ár og kemur fram á föstudagskvöldinu klukkan 23. n Magnaður Innipúki Snorri Helga, Prinspóló, Agent Fresco, Evil Madness, Ari Eldjárn, Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar ásamt fleirum sjá um fjörið á Innipúkanum í Iðnó í kvöld. Dagskráin hefst klukkan 16 og stendur fram á nótt. n Óperutöfrar í Skagafirði Hluti af landsliði íslenskra einsöngvara sameinar krafta sína um verslunarmanna- helgina ásamt Karlakórnum Heimi og Berg- málshópnum 2011 undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Flutt verða valin atriði úr óperunum La Bohéme, Tosca, Rakaranum frá Sevilla, Tannhäuser og Carmen. Nokkuð sem óperuunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Aðgangseyrir er 3.000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. n Brekkusöngur Greifanna Hinir einu sönnu Greifar slá upp sinni eigin útihátíð á Spot bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Öllu verður tjaldað til og gestum verðum boðið upp á grillaða hamborgara fyrir ball og brekkusöngurinn verður tekinn í brekkunni á sunnudags- kvöldinu. Greifunum til halds og trausts er engin annar en einn vinsælasti plötusnúður landsins, Siggi Hlö. Það er lofað miklu stuði en um síðustu verslunarmannahelgi var slegið aðsóknarmet á staðnum. 29 JÚl Föstudagur 30 JÚl Laugardagur 31 JÚl Sunnudagur skipta hann öllu máli. Án áhorfenda væri hann ekki að spila enn. Þess vegna reynir hann að spila lög sem fólk vill heyra þegar hann kemur fram. „Það er baklandið sem skiptir öllu máli. Ég er náttúrulega búinn að semja svo mikið af lögum á ferlinum sem hafa orðið vinsæl. Það er nátt- úrulega það sem fólk vill heyra þeg- ar maður heldur tónleika. Auðvitað spila ég alveg ný lög líka en aðallega lögin sem eru þekkt og fólk kemur til að hlusta á. Fólki finnst gaman að heyra mig syngja lögin sem það þekkir.“ Eyfi segir frægð og frama erlend- is ekki heilla sig. „Ég hef sko engan áhuga á því að „meika það“ erlendis. Ég vil bara syngja hér og syngja á ís- lensku.“ Lifir í draumi Af öllum lögunum sem hann hefur samið stendur eitt upp úr sem uppá- haldslag. „Ég verð nú eiginlega að segja að það sé Ég lifi í draumi,“ seg- ir hann og segist sjálfur lifa í draumi. „Ég geri það nú yfirleitt og er svona dagdraumamaður inni við beinið. Mér finnst gaman að dreyma dag- drauma og þá aðallega um eitthvað fallegt og vona að þeir draumar ræt- ist frekar en aðrir.“ Eyfi semur lögin út frá reynslu sinni og segist fá innblástur úr raun- veruleikanum. „Það er yfirleitt ein- hver lífsreynsla á bak við textana sem ég geri. Maður sækir yfirleitt efnið í eitthvað sem maður hefur upplifað sjálfur eða vill upplifa. Innblásturinn er bara raunverulega lífið.“ viktoria@dv.is „Maður var svona pínu skelkaður þeg- ar hrunið kom en ég held ég hafi aldrei haft meira að gera en eftir hrun. Vill ekki „meika það“ erlendis Eyfi segist vera stoltastur af því að lögin hans séu enn vinsæl og fólk vilji heyra þau. Hann á að baki 30 ára feril í tónlistinni og er hvergi nærri hættur. Hann segist aldrei hafa viljað frægð og frama í útlöndum. Mynd GunnaR GunnaRSSon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.