Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 66
66 | Sakamál 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað
www.markisur.com
Veðrið verður ekkert vandamál.
Dalbraut 3, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma
567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar
Viltu skjól á veröndina?
Eigum við ekki að hætta þessari þrjósku.
Mæðginin sem myrtu
A
nna Månsdóttir fæddist 1841
og var síðasta konan sem tek-
in var af lífi í Svíþjóð. Hún var
dæmd til dauða fyrir morð
sem hún framdi í mars 1889
í félagi við son sinn, Per Nilsson.
Fórnarlambið var Hanna Jóhanns-
dóttir, eiginkona Pers.
Morðið var kennt við Yngsjö í Sví-
þjóð, en margt er á huldu um kring-
umstæður þess því mæðginin gáfu
ólíkar og misvísandi upplýsingar. Við
réttarhöldin kom í ljós að Anna átti í
kynferðislegu sambandi við son sinn
og talið er að það hafi á endanum leitt
til morðsins. Leiddar hafa verið líkur
að því í seinni tíð að Anna hafi jafnvel
staðið ein að morðinu, knúin áfram af
afbrýðisemi, og framið það með fullri
vitund og samþykki sonar síns.
Anna hafði eignast þrjú börn með
eiginmanni sínum, Nils Nilsson, sem
hún hafði gifst í von um þægilegt líf.
Reyndin varð önnur því fátækt og
skuldir settu mark sitt á hjónaband-
ið. Af þremur börnum hjónanna
komst aðeins Per á legg. Nils lést
1883 og Anna skipulagði hjónaband
Hönnu og Pers, hugsanlega til að
kveða niður orðróm um kynferðis-
samband hennar við Per.
Hjónaband Hönnu og Pers var
ekki gæfuríkt og skellti Hanna skuld-
inni á tengdamóður sína og ekki er
talið loku fyrir það skotið að Hanna
hafi jafnvel komist á snoðir um sifja-
spell mæðginanna.
Ein tilgátan um morðið hljóðar
á þá leið að Anna og Per hafi geng-
ið í skrokk á Hönnu með barefli og
Anna hafi síðan fullkomnað verkið
með því að kyrkja hana. Í kjölfarið
hafi þau svo klætt Hönnu í föt og
komu líkinu fyrir þannig að engu
líkara var en hún hefði fallið niður
stiga.
Hvað sem því líður játuðu Anna
og hinn félegi sonur hennar á sig
morðið og voru bæði dæmd til
dauða. Anna var tekin af lífi 7. ágúst
1890, en dómur yfir Per var mildað-
ur og hann dæmdur til þrælkunar-
vinnu til æviloka. Honum var reynd-
ar sleppt úr fangelsi 1913 og dó hann
úr berklum árið 1918.
Yngsjö-morðið er eitt frægasta
morðmál í sögu Svíþjóðar og Anna
Månsdóttir er, ásamt Sofíu Maríu
Ekwall, eitt alræmdasta morðkvendi
19. aldar í Svíþjóð.
n Yngsjö-morðið: Síðasta konan sem tekin var af lífi í Svíþjóð
M
attias Flink fæddist 8. mars
1970 í Falun í Svíþjóð. Sjö
ára að aldri gekk hann í
skátahreyfinguna, tveimur
árum síðar skildu foreldr-
ar hans og varð það úr að Mattias
fylgdi föður sínum sem var sjálfstæð-
ur vopnasmiður, en móðir hans flutti
í húsnæði ekki fjarri bernskuheimili
Mattiasar.
Brotthvarf móður Mattiasar úr
daglegu lífi hans mun hafa skilið eftir
ör í sálu hans og hann varð fráhverf-
ur konum þegar frá leið.
Að menntaskólanámi loknu fékk
Mattias Flink boð um að sinna her-
skyldu í Dalregimentet, herdeild
sem rekur sögu sína aftur til 16. aldar
og var í upphafi skipuð mönnum úr
Dölunum. Hann tók þá ákvörðun að
öðlast frama í sænska hernum og var
árið 1993 fastráðinn í herdeildina.
Vorið 1994 þjáðist Mattias af geð-
rænum vandamálum; árásarhneigð,
svefntruflunum og ofsóknaræði, sem
á endanum leiddu til taugaáfalls.
Mattias verður morðingi
Þann 11. júní 1994 fór Mattias Flink,
þá orðinn lautinant, á skallann, eins
og stundum er sagt. Eftir að hafa
kneifað duglega fór hann heim og
klæddi sig í bardagafatnað sinn og
gekk síðan til aðseturs herdeildar
sinnar.
Þangað kominn birgði hann sig
upp af skotfærum, alls um 150 skot-
um, og náði í AK5-herriffilinn sinn.
Að því loknu fór hann sem leið lá í
almenningsgarð í miðbæ Falun. Þar
rakst hann á sex konur úr varaliði
hersins. Mattias hafði engar vöfflur
á og skaut konurnar. Skömmu síðar
gekk hann fram á tvo karlmenn sem
urðu; einn hjólreiðamann og annan
öryggisfulltrúa.
Sex fórnarlamba Mattiasar létust
samstundis, ein kvennanna lést af
sárum sínum á spítala síðar, ein eitt
fórnarlambanna lifði morðtilraun-
ina af.
Í kjölfar morðanna faldi Matti-
as sig í krana sem var skammt und-
an og hélt sig þar í einhvern tíma
áður en hann afréð að halda heim á
leið. Hann ákvað að ganga meðfram
lestarteinum sem ekki voru lengur í
notkun en til allrar óhamingju fyr-
ir hann rákust tveir lögreglumenn á
hann. Mattias beið ekki boðanna og
skaut að lögreglumönnunum. Þeir
svöruðu skothríðinni og Mattias féll
særður í götuna. Hann var færður á
sjúkrahús og þar kom í ljós að áfeng-
ismagn í blóði hans var ótæpilegt.
Áherslur verjandans
Við réttarhöldin bar verjandi Matti-
asar ekki brigður á ábyrgð hans á
glæpnum en velti upp spurningu um
hvort Mattias hefði verið heill á geði
þegar hann framdi morðin. Skoð-
un sérfræðinga var að Mattias hefði
verið illa haldinn andlega, en vegna
áfengisneyslu, þegar hann framdi
voðaverkin.
Úrskurður dómsins var á þá leið
að Mattias væri sakhæfur og var
hann dæmdur til lífstíðarfangelsis-
vistar. Dómurinn var fordæmisgef-
andi og gerði sænskum dómstólum
kleift, þaðan í frá, að dæma menn til
refsingar fyrir glæpi sem rekja mætti
til áhrifa mikillar áfengisneyslu og
voru framdir í því ástandi.
Matias Flink hóf afplánun sína í
Norrköping-fangelsinu en var síðar
sendur í Beateberg-fangelsið fyrir
utan Stokkhólm. Hann var enginn
aufúsugestur þar því samföngum
hans hugnaðist ekki glæpur hans;
að myrða saklausar konur, og skipu-
lögðu fund til að lýsa ógeði sínu á
verknaði hans.
Helgarfrí og áfrýjanir
Mattiasi Flink hefur verið lýst sem ró-
lyndum fyrirmyndarfanga og hafði
nokkrum sinnum fengið að yfirgefa
fangelsið, stuttan tíma í senn, und-
ir eftirliti. Árið 2007 fékk hann síðan
heimild til að dvelja utan veggja fang-
elsisins án eftirlits og byggir heimildin
á fyrirmyndarhegðun hans í fangels-
inu.
Mattias hefur ítrekað sótt um að
dómurinn verði mildaður og hafa ætt-
ingjar fórnarlamba hans ávallt sett sig
upp á móti öllum slíkum vangaveltum.
Lyktir fjölda tilrauna Mattiasar
Flink til að að fá dóm sinn mildaðan
urðu á endanum þær að dómurinn
var styttur í 36 ár og verður Mattiasi því
mögulegt að sækja um reynslulausn
árið 2018.
Reyndar hafði Mattias það í gegn
í júlí í fyrra að fangelsisvist hans mið-
aðist við 32 ár, sem hefði gert honum
kleift að sækja um reynslulausn árið
2015. Saksóknaraembættið áfrýjaði
úrskurðinum og niðurstaðan var 36 ár.
Morð Merkisberans
n Svíinn Mattias Flink myrti sjö manns í júní 1994 n Þegar morðin áttu sér stað var hann merkisberi
(s. fänrik) í sænska hernum og sá um þjálfun nýliða n Ungur að aldri gekk Mattias í skátahreyfinguna
Merkisberinn Mattias Getur sótt um reynslulausn árið 2018.
Af vettvangi Mattias Flink varð sjö manns að bana.
Anna Månsdóttir
Rétt fyrir aftökuna