Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2011, Síða 68
68 | Sport 29. júlí – 2. ágúst 2011 Helgarblað Frægar og fyndnar tilvitnanir Knattspyrnumenn og þjálfarar láta sér oft misgáfuleg orð um munn fara. Margt af því sem stærstu nöfn fótboltasögunnar hafa óvart látið út úr sér verður lengi í minnum haft. DV tók saman nokkur dæmi af því besta sem ætti að kitla hláturtaugarnar. Sir Bobby Robson „Við vanmátum Kamerúna ekki. Þeir voru bara miklu betri en við bjuggumst við.“ „Það eru fyrstu níutíu mínúturnar sem skipta mestu máli!“ „Við fljúgum með Concorde-vélinni. Það styttir vegalengdina.“ „Ég myndi gefa hægri höndina til að verða píanisti.“ „Ég vil ekki að liðið mitt gefi stuttar sendingar og ekki langar sendingar. Mér finnst stuttar og langar sendingar það sem fótbolti snýst um.“ „Það mun koma sá leikur þar sem eitthvert lið skorar meira en Brasilía og það gæti verið leikurinn sem Brasilía tapar.“ „Hann hittir alltaf á markið – en þarna skaut hann fram hjá.“ Kevin Keegan „Nígería getur huggað sig við það að vera 2–0 undir svona snemma í leiknum.“ „Ég kom til Nantes fyrir tveimur árum og það hefur lítið breyst, fyrir utan að allt er breytt.“ „Þessir leikmenn sem eru 33 og 34 ára í dag verða orðnir 35 eða 36 ára þegar HM byrjar eftir tvö ár ef þeir passa sig ekki.“ „Markverðir fæðast ekki fyrr en þeir eru orðnir tvítugir eða þrítugir og stundum ekki einu sinni þá.“ „Ég er ekki sár – bara sár.“ „Við áttum skilið að vinna þennan leik eftir að hafa verið að rústa þeim 0–0 í hálfleik.“ „Það er vafi með Tony Adams fyrir morgundag- inn en hann mun ekki spila.“ „Síle hefur þrjá möguleika í dag. Það getur unnið eða tapað.“ Brian Clough „Ég myndi ekki segja að ég væri besti knatt- spyrnustjórinn á Englandi en ég er í topp einum.“ „Þeir segja að Róm hafi verið byggð á einum degi en ég starfaði ekki við þá framkvæmd.“ „Ganga á vatni? Ég veit að fólk segir að í stað þess að ganga á vatni hefði ég átt að blanda því út í suma drykkjanna minna. Það er alveg hár- rétt hjá þeim!“ „Ég get ekki einu sinni stafað spagettí, hvað þá talað ítölsku. Hvernig ætti ég að fara að því að segja Ítala að ná í boltann? Hann gæti gripið í minn.“ Sir Alex Ferguson „Ef við gætum spilað svona í hverri viku myndum við ná upp smá stöðugleika.“ „Eins og með alla unga leikmenn er hann aðeins átján ára.“ „Andy Cole ætti að skora af þessu færi. En ég vil ekki taka hann fyrir.“ Jose Mourinho – um erfiðleika við að fá unga leikmenn til Chelsea „Ungir leikmenn eru eins og melónur. Það er ekki fyrr en þú opnar melónuna og bragðar á henni að þú ert 100 prósent viss um að melónan sé góð. Stundum er maður með fallega melónur en þær bragðast ekki vel. Aðrar melónur eru ljótar en þegar maður opnar þær eru þær frábærar. Unglingafótbolti er eitt og atvinnufótbolti er annað. Það er erfitt að komast yfir brúna en ungir leikmenn þurfa að spila með okkur og æfa til að bragða á melónunni. Tökum Scott Sinclair sem dæmi: Miðað við hvernig hann spilaði gegn Arsenal og Man. United vitum við hvernig melóna hann er.“ Ron Atkinson „Ég tjái mig aldrei um dómarana og ég ætla ekki að bregða út af vananum í dag fyrir þetta fífl.“ „Það er enginn í betra formi miðað við aldur en Gordon Strachan. Nema þá kannski Raquel Welch.“ „0–0 eru stórar tölur.“ „Annað hvort liðið getur unnið þennan leik í dag eða hann getur endað með jafntefli.“ Ian Rush – um veru sína hjá Juventus „Ég kom mér aldrei nægilega vel fyrir á Ítalíu – þetta var eins og að búa í öðru landi.“ Ronaldo „Við töpuðum því við unnum ekki.“ Harry Redknapp „Dani er svo fallegur. Ég veit ekki hvort ég eigi að láta hann spila eða sofa hjá honum.“ „Miðað við hvernig hausinn á Ian Dowie er í laginu hlýtur hann að hafa skorað mikið af mörkum með skalla.“ Ian Holloway – eftir sigur QPR gegn Chesterfield „Þegar maður er úti á lífinu reynir maður alltaf að fá einhverja dömu með sér heim. Sumar helgar eru þær fallegar og aðrar helgar eru þær ekki upp á marga fiska. Frammistaða okkar var ekkert sérstaklega falleg stúlka en við komum henni að minnsta kosti inn í leigubílinn.“ Wayne Bridge – eftir sigur Chelsea á Arsenal í deildarbikarnum 2007 „Það mikilvæga var að við náðum í þessi þrjú stig.“ Ruud Gullit „Við vorum með boltann eflaust 99 prósent af leiknum. Það voru hin þrjú prósentin sem fóru alveg með okkur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.