Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Qupperneq 4
4 | Fréttir 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur, Nýju haustvörurnar streyma inn Stærðir 40-60. Ástkona Júlíusar Átti hluta dópsins É g hef aldrei átt kókaín,“ sagði Júlíus Þorbergsson, sem oftast er kallaður Júlli í Draumnum, þegar hann kom fyrir dómara í máli sem höfðað hefur verið á hendur honum. Mikið magn lyf- seðilsskyldra lyfja, kókaíns, íblönd- unarefna og talsvert af peningum fannst í verslun Júlíusar, Draumn- um, á heimili hans og á heimili kærustu hans. Mörg vitni í málinu mættu ekki í dómssalinn en synir hans tveir neituðu að bera vitni. „Ég ætla að gera það,“ sagði annar son- anna þegar dómarinn sagði honum að hann ætti rétt á að neita að bera vitni vegna tengsla við hinn ákærða. Segir lyfin hafa verið í eigu látinnar konu Deilt var um það fyrir dómnum hvort Inga Stefánsdóttir, sem verið hefur í sambandi með Júlíusi með hléum síðastliðin tíu ár, ætti rétt á því að neita að bera vitni í mál- inu vegna tengsla sinna við Júlíus. Á endanum úrskurðaði dómarinn svo að hún ætti að bera vitni. „Ég er ekkert inni í þessu máli,“ sagði hún þegar hún varð spurð út í lyfin sem fundust heima hjá henni. Inga við- urkenndi þó að hluti lyfjanna sem fundust á heimili hennar hefði ver- ið hennar persónulega eign en rest- ina sagði hún vera á vegum Júlíusar. Sjálfur sagði hann fyrir dómnum að hann hefði geymt lyfin fyrir konu úr Breiðholtinu. Sú kona lést um áramótin en Júlíus hafði ekki tengt hana jafn afgerandi við málið í yfir- heyrslum hjá lögreglunni áður en hún lést. Bað Júlíus að geyma lyfin Júlíus sagðist hafa verið að geyma lyfin sem fundust heima hjá ástkonu hans og í versluninni Draumnum fyrir konu sem hann hefði hjálp- að í gegnum árin. Hann neitaði að hafa haft hug á að selja lyfin en í samtali við blaðamann í réttarhléi sagði hann að hann hefði oft geymt lyf gegn greiðslu. Júlíus sagði fyrir dómnum að hann hefði ekki haft „hugmynd um hvað var í pokun- um“ sem hann fékk frá konunni til að geyma. Hann sagði að út- skýringarnar sem hann hefði fengið um af hverju hún vildi láta geyma pokann fyrir sig væru að hún hefði orðið var við „drauga á gangi heima hjá sér“ sem væru farnir að komast fram hjá öryggiskerfi sem hún hafði sett upp. Tíu milljónir í rykfallinni ferðatösku Um það bil tíu milljónir króna og ýmiss gjaldeyrir fannst undir rúmi á heimili Ingu. Júlíus gaf þær skýr- ingar fyrir dómnum að hann hefði safnað sér þessum peningum í gegnum tíðina. Hluti þeirra væri vegna verslunarreksturs sem hann hefði verið með í Kringlunni, hluti hefði verið fenginn að láni hjá Kaupþingi og að hluti væri afgangur af launum sem hann hefði fengið greidd í gegnum tíðina. Júlíusi og Ingu bar saman um að Inga hefði ekki vitað af peningunum, þrátt fyr- ir að þeir væru undir rúminu sem hún svæfi í á hverri nóttu. „Já, ég vissi ekki af því að hún væri þarna,“ sagði Inga aðspurð um töskuna og hvort hún hefði haft vitneskju um hvað væri í töskunni. Töskunni var lýst sem rykfallinni og gamalli. Nágrannar báru vitni Tveir íbúar í ná- grenni verslun- arinnar báru vitni fyrir dómi en báðir höfðu þeir orðið var- ir við fíkniefna- neyslu í kring- um búðina á þeim tíma sem hún var starf- andi. „Ég hef ekki orðið vitni að fíkniefna- neyslu eftir það á svæðinu,“ sagði annar ná- grannanna aðspurður hvort hann hefði séð fólk sprauta sig með fíkniefnum eftir að versluninni var lokað í fyrra. Fleiri áttu að bera vitni í málinu, meðal annars ein- staklingur sem viðurkennt hefur að hafa keypt lyfseðilsskyld lyf í versluninni Draumnum. Ákæran á hendur Júlíusi byggir þá einn- ig á skýrslum tveggja kvenna sem keyptu lyf í versluninni. Sjálfur segir Júlíus fólkið ljúga. „Það er kannski bara illkvittni,“ sagði hann aðspurður af hverju fólkið ætti að ljúga þessu upp á hann. n Segir lyfin sem fundust hjá honum hafa verið í eigu konu sem nú er látin n Synirnir neituðu að bera vitni n Milljónir fundust í rykfallinni tösku undir rúmi ástkonu Júlíusar Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „ Júlíusi og Ingu ber saman um það að Inga hafi ekki vitað af peningunum, þrátt fyrir að þeir væru undir rúminu sem hún svæfi í á hverri nóttu. Gaf skýrslu fyrir dómi Um það bil tíu milljónir króna og gjaldeyrir fannst undir rúmi á heimili Ingu. Júlíus gaf þær skýringar fyrir dómnum að hann hefði safnað að sér þessum peningum í gegnum tíðina. MyNd SiGTryGGur Ari í draumnum n 18 töflur af mogadon n 19 töflur af rítalíni n 10 töflur af starklox n 29 belgir af NVR n 14 töflur af sobril n 18 töflur af rivotril á heimili ástkonu Júlíusar n 400 töflur af mogadon n 19 töflur af levitra n 12 töflur af cialis n 267 amfetamíntöflur n 66 töflur af concerta n 178 töflur af sobril n 1 tafla af imovane á heimili Júlíusar n 20,74 grömm af kókaíni n Íblöndunarefni Efnin sem fundust... Vinir minnast Óla Tynes: „Ég dáðist að kímnigáfu hans“ „Ps. P.s.: ég öfunda þig enn af þorskastríðinu,“ skrifaði Heimir Már Pétursson, vinur og fyrrverandi sam- starfsfélagi fréttahauksins Óla Tynes í minningargrein í Morgunblaðinu, en Óli var jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju á fimmtudag. Óli lést þann 27. október síðast- liðinn eftir baráttu við krabbamein. Hann starfaði lengi sem blaðamaður og var meðal annars um borð í varð- skipununum Þór og Tý þegar bresk- ar freigátur sigldu á þau. Hann kom víða við á fjölmiðlum, en var lengst hjá 365 miðlum þar sem hann starfaði sem fréttamaður, bæði á ljósvakamiðlum og á visir. is. Á visir.is varð hann þekktur fyrir skemmtilegar fréttir með stórkost- legum fyrirsögnum. „Hann lofaði að láta mig vita, sem blaðamannskúbb heimssög- unnar, hvort eitthvað væri í gangi handan landamæra lífs og dauða. Ef það kemur verður það örugglega undir grípandi fyrirsögn á Vísir.is. Ekki missa af því,“ skrifar Ingvi Hrafn Jónsson, bróðir Óla og fréttamaður, sem lýsir bróður sínum sem miklum ævintýramanni og frábærum blaða- manni, sem átti iðurlega mest lesnu fréttir dagsins. „Allan þennan tíma dáðist ég, mismikið að vísu á stundum, að kaldhæðnislegri kímnigáfu hans og stöðugri leit að öðruvísi fréttum, ein- hverju sem kæmi fólki til að brosa og hlæja, tilbreytni frá gráum hvers- dagsleik frétta af stjórnmálum, afla- brögðum og grassprettu,“ skrifar Ingvi. Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar einnig og segir Óla hafa verið brautryðjanda í blaðamennsku og Anna Kristine Magnúsdóttir þakkar honum samstarfið og leiðsögnina þegar hún var að stíga sín fyrstu skref sem blaðamaður. „Og fólk sem fær mann til að hlæja er besta fólkið. Það var svo mikið lán að vera í kompaníi við svo heiðarlegan og góðan mann,“ skrifar Heimir Már.  Viðgerðir á varðskipinu U ndanfarna daga hefur verið unnið að viðgerðum á nýja varðskipinu Þór sem Land- helgisgæslan fékk formlega afhent í síðustu viku. Meðal þess sem hefur verið gert er að skipta um bolta sem halda annarri vélinni niðri. Samkvæmt upplýsingum DV eiga 50 boltar að halda vélinni niðri en að- eins 12 þeirra eru óslitnir. Hvort það er afleiðing af högginu sem skipið fékk á sig við jarðskjálftann í Síle er ekki vitað. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar, segir hins vegar að um minni- háttar viðgerðir á varðskipinu sé að ræða. Umræður hafa skapast um að önnur vél skipsins hafi verið nánast ónothæf af þessum sökum. Upplýs- ingafulltrúinn kannast við að hafa heyrt þessa sögu en segir að svo sé ekki. Skipið hafi siglt á báðum vél- um að undanförnu og allt sé í góðu lagi. „Ég veit til þess að það er ver- ið að skipta um þessa bolta þannig að þetta er eitthvað sem þeir eru að vinna í núna. Skipið og vélarnar eru hins vegar í góðu lagi.“ Hrafnhildur Brynja segir að það sé eðlilegt með jafn stórt og tækni- legt skip og Þór að eitthvað þarfnist viðgerða strax í upphafi. Skipið þarf ekki að fara í slipp og stefnt er á að það sigli út um helgina. „Það er verið að vinna mjög mikið um borð þessa viku. Það eru viðgerðarmenn að gera skipið klárt og setja upp alls konar búnað.“ Þar sem skipið er í ábyrgð 12 mánuði frá afhendingu fellur all- ur kostnaður af þessum viðgerðum á skipasmíðastöðina í Síle. „Það er besta mál að svona gerist á meðan skipið er í ábyrgð svo að búið verði að prófa allt og keyra alveg í botn. Það verður allt að vera í lagi,“ segir upplýsingafulltrúinn. valgeir@dv.is Þór Boltar sem halda annarri vélinni niðri hafa slitnað og hefur þurft að skipta um þá. DV var samferða Júlíusi inn í verslun hans, Drauminn við Rauð-arárstíg, í vikunni eftir að lögregla hafði aflétt innsiglun verslunarinnar. Þó svo að innsiglið sé rofið er honum ekki heimilt að selja út vörur á með-an rannsókn málsins er enn í gangi. Draumnum var lokað á dögunum að kröfu lögreglu sem gerði húsleit þar og á heimili Júlíusar. Samkvæmt lög-reglu fundust þar lyfseðilsskyld lyf og fíkniefni sem kaupmaðurinn er grunaður um að hafa selt í verslun sinni. Þá fundust nærri 15 milljón-ir króna í reiðufé heima hjá Júlíusi. Rannsókn stendur enn yfir og því er enn lokað í Draumnum. Tekur sér frí Júlíus gaf í samtali við DV nýverið þær skýringar að lyfin hefði hann verið að geyma fyrir eldri konu og að fíkniefnin tilheyrðu honum ekki. Peningana segir hann vera ævi-sparnað sem hann geymi frekar heima hjá sér en í bönkum, því þeim sé einfaldlega ekki treystandi. Júlíus vonast til að rannsókn málsins ljúki sem fyrst en tekur sér langþráð sumarfrí á meðan. Hann bíður í ofvæni eftir að opna Draum-inn aftur. „Ég er frekar langt niðri yfir þessu öllu saman. Ég tek mér gott sumarfrí núna og hef verið að mála húsið hjá mér. Það er nóg að gera, það er ekki það, en mér finnst ástæðulaust fyrir þá að láta svona. 4 fréttir 30. júní 2010 miðvikudagur „Búið að rústa Búðinni minni” Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, er ekki sáttur við fram- göngu lögreglu í sinn garð. Nýverið var hann hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um að hann seldi fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni við Rauðarárstíg. Í vik- unni komst hann loks inn í búðina sína og segir umgengni lögreglumanna til skammar. „Ég er eiginlega yfir mig hissa á þess-ari umgengni. Þó að menn séu að leita að einhverju þá gengur enginn svona um. Mér leið mjög illa þeg-ar ég kom inn og mér féllust bara hendur. Ég skil bara ekkert í þessu. Af hverju þurfa menn að koma hing-að inn og henda öllu niður úr hill-um?“ segir verslunarrekandinn Júlí-us Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Mér finnst að lögreglan verði að sýna öllum virðingu, jafnvel þó að þeir séu grunaðir um eitthvað. Hér er ekkert að finna, fyrir utan pokann sem ég geymdi fyrir gömlu konuna en hann er hér ennþá. Búð-inni verður ekkert lokað, það yrði stórslys, og ég ætla mér að halda áfram. Ég get ekki látið svona rugl skemma fyrir mér,“ segir Júlíus. Talsvert tjón Aðspurður segist Júlíus hafa kvart-að við lögreglu yfir umgengninni eftir húsleitina en þar hafi verið fátt um svör. Hann segir fjárhagslegt tjón sitt vera talsvert. „Í búðinni er búið að eyðileggja flestar vörur og ég geri ráð fyrir tjónið sé vel á þriðju milljón í skemmdum lager. Nú eru vörurnar ýmist útrunnar eða bráðnaðar. Það er allt ónýtt. Þetta er stórtjón fyrir mig. Síðan er búið að stappa á hlut- unum, meðal annars bókhaldinu, og mér finnst þetta ekki ná nokkurri átt. Það er bara búið að rústa búðinni minni,“ segir Júlíus. „Það var ekki á það bætandi að koma inn og sjá umgengnina. Nú tekur við vinna hjá mér að taka til og laga skemmdirnar. Ég hefði vilj-að að lögreglumennirnir gengu frá eftir sig. Ég er ekki viss um að þeim myndi líka það að einhver færi heim til þeirra og henti öllu niður á gólf. Þá yrði nú eitthvað sagt. Mér finnst að lögreglan verði að sýna öllum virð-ingu, jafnvel þó að þeir séu grunaðir um eitthvað. Svona umgengni geng-ur ekki og réttast væri að ég fengi senda hreingerningarkonu af lög-reglustöðinni.“ Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlög-regluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgar-svæðinu, segir lögreglu gæta þess að drasla ekki meira til við húsleitir en þörf sé á. Að-spurður segir hann rannsókninni miða vel áfram. „Í húsleitum ganga lögreglumenn aldrei lengra en þeir telja sig þurfa og þess er gætt að að skemma ekkert eða drasla til meira en leitin krefst. Eðli málsins sam-kvæmt þarf í einhverjum tilvikum að færa hluti til á meðan leit stendur yfir. Að sjálf-sögðu reyna lögreglumenn við húsleit að ganga eins snyrtilega um og þeir geta. Við-komandi er undir rannsókn og fyrir vikið var búðinni lokað hjá honum. Ef það kemur í ljós að lögregla hefur farið offari að einhverju leyti þá á hann sinn rétt og getur sótt bætur,“ segir Kristján Ólafur. LögregLan segir að stundum þurfi að færa hLuti tiL við húsLeit:„Þess er gætt aðskemma ekkert“ Júlíus Þorbergsson „Ég er frekar langt niðri yfir þessu öllu saman.“ MYnD hÖrÐur sVeinsson markaðsverð mæti lækkar Fasteignamat á rúmlega 117 þús-und íbúðum, eða 94 prósentum íbúðarhúsnæðis í landinu, mun lækka samkvæmt tilkynningu frá Fasteignaskrá Íslands. Samanlagt fasteignamat þeirra er nú um 2.880 milljarðar króna en verður 2.590 milljarðar króna samkvæmt mati ársins 2011. Nemur lækkunin 290 milljörðum króna. Heildarmat fast-eigna á landinu öllu lækkar um 8,6 prósent og mat íbúðarhúsnæðis á landinu öllu lækkar um tíu prósent. Fasteignamat íbúða í sérbýli lækkar meira en íbúða í fjölbýli. Glæpasamtök sendu konurnar Jón H.B. Snorrason, aðstoðaryfir-lögregluþjónn og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, telur að erlend glæpasamtök hafi sent konurnar tvær, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðar um smygl á tuttugu lítrum af amfetamínbasa, til landsins. Efnin fundust í bensín-tanki bifreiðar í Norrænu á Seyð-isfirði þann 17. júní síðastliðinn. Úr amfetamínbasanum hefði mátt framleiða 153 kíló af amfetamíni með 10 prósenta styrkleika en allt að 264 kíló af amfetamíni að styrkleika 5,8 prósent. Gaf lögreglu kinnhest Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 19 ára stúlku í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá lögregluþjón með flötum lófa á kinnina. Atvikið átti sér stað í Kópavogi að kvöldi sunnudagsins 22. nóvember í fyrra. Hlaut lög-regluþjónninn mar á kinnbeins-boga. Stúlkan játaði brot sitt fyrir dómi en samkvæmt sakavottorði hlaut hún tvo dóma áður en hún varð átján ára; meðal annars tólf mánaða fangelsi, skilorðsbund-ið í þrjú ár, fyrir fíkniefnabrot í desember 2007. • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Verð: 9.750 kr. Nálastungudýnan Opið virka daga frá kl. 9 -18 Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is „Ég þori varla út úr húsi. Ég er stimplaður sekur þótt ég sé ekki sek- ur,“ segir Júlíus Þorbergsson, oftast nefndur Júlli í Draumnum, en hann er eigandi söluturnsins Draumsins á Rauðarárstíg. Júlíus losnaði úr gæsluvarðhaldi á miðvikudag en hann hafði setið á Litla-Hrauni frá því fyrir síðustu helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyf- seðilsskyld lyf í Draumnum. Þar var gerð húsleit í síðustu viku og einnig á heimili verslunareigandans. Kom- ið hefur fram að þar hafi fundist yfir hundrað töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum, eitthvað af kókaíni og tæpar 15 milljónir króna í peningum. Lygar „Þetta eru bara lygar og ómerkileg- heit, ekkert annað,“ segir Júlíus. Að- spurður um lyfin og kókaínið segir hann eðlilegar skýringar á öllu sam- an. „Ég geymdi að vísu dót fyrir konu heima hjá mér en mundi ekkert eftir því. Það voru persónulegir hlutir og einhverjar pillur. Lyfin sem fundust hjá mér voru öll hennar. Það var eitt- hvað talað um eiturlyf hjá mér en það er uppspuni,“ segir Júlíus. „Ég hef ekki verið að selja eiturlyf, hvorki í Draumnum né annars stað- ar. Ég hef ekki komið nálægt því.“ Ekki þýfi Júlíus segist einnig vera grunað- ur um að hafa haft þýfi í fórum sín- um. Fyrir því segir hann líka einfald- ar skýringar. „Ég hef verið að hjálpa fólki sem stundum á ekki fyrir mat og þá hef ég geymt eigur þess. Svo hefur það komið og leyst hlutina út þegar betur hefur staðið á,“ segir Júlíus. „Mikið af þessu er bara uppspuni og lygar. Það er kannski fótur fyrir einhverju. Ég hefði ekki átt að geyma eigur fólks og ekki þessar pillur. Ég hef ekkert gert af mér, að minnsta kosti mjög lítið. Það sem ég hef helst gert af mér er að vera góður við ná- ungann og hjálpa fólki.“ Erfitt varðhald Aðspurður segir Júlíus það hafa ver- ið erfiða lífsreynslu að sitja í gæslu- varðhaldi og að honum finnist leið- inlegt að sonur hans hafi líka lent inni. Hann óttast ekki að lenda aft- ur í fangelsi. „Strákurinn hefur ekk- ert gert af sér, fyrir utan að vinna hjá mér Það var mjög erfitt að lenda í gæsluvarðhaldi og inni í klefa. Mað- ur er auðvitað vanur ýmsu en þetta gæti brotið marga niður. Starfsfólkið þarna er hins vegar elskulegt,“ segir Júlíus. „Nei, ég er ekki hræddur um að þetta fari illa og ég óttast ekki fang- elsi. Ég vonast bara eftir farsælli lausn.“ Maðkar og dósir Hann viðurkennir að hann hafi unn- ið sér inn aukatekjur með ýmsum hætti en segir það ekki tengjast ólög- legri iðju. „Ég vona að ég geti hald- ið áfram í búðinni en á eftir að sjá hvernig fer. Ég hef unnið sleitulaust þó svo að ekki sé mikið upp úr þessu að hafa. Tekjurnar mjatlast ef ég hef verið harður í vinnu. Síðan hef ég verið í því síðustu 15 ára að týna dós- ir og ánamaðka. Það hefur gefið mér aukatekjur,“ segir Júlíus. „Ég hef unnið hörðum höndum í hátt í þrjátíu ár og svo má ég ekki eiga neinn pening heima hjá mér. Málið er að ég tel að bönkunum sé ekki treystandi, eins og komið hefur í ljós, og hef því geymt ævisparnaðinn heima fyrir. Svo er verið að láta reyna líta út fyrir að þetta sé illa fengið fé en það er það alls ekki.“ Lokað í bili Draumurinn hefur verið innsiglaður af lögreglu en verslunina hefur Júlíus rekið í tæp 23 ár. Honum þykir sárt að sjá ævistarfið í molum. „Ætli það sé ekki búið að loka hjá mér í bili. Ég er bara í rólegheitum núna. Við erum að rannsaka þetta allt saman, ég og mín- ir lögfræðingar. Við erum að skoða hvernig staðið hefur verið að þessu því þetta er ekkert svona,“ segir Júlíus. „Þetta er mjög einkennilegt allt saman og það er verið að skemma mannorð mitt. Ég á eflaust eftir að krefjast einhverra bóta en sjáum fyrst hvernig þetta fer. Það er náttúr- lega búið að skemma ævistarfið með þessu og rakka það rosalega niður. Auðvitað er það mjög sárt.“ 14 föstudagur 18. júní 2010 fréttir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, segir það hafa v erið erfiða upplifun að sitja í gæsluvarðhaldi í vikunni. Hann tek ur mjög nærri sér að vera stimplað ur sekur þegar honum finnst eini glæpur sinn hafa verið sá að hjálpa fólki í vanda. Hann óttast ekki fange lsi og segir lyfin sem fundust við húsleit lögreglu hafa verið í eigu kon u. Þorir varla út úr húsi trausti hafstEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, segir ljóst að lögreglan hefði aldrei ráð st út í aðgerðir gegn eiganda Draumsins án rökstuddra grunsemda um brot. Hann segir lögreglustjóra hafa lagt fram kröfu um að versluninni verði lokað. „Það liggur alveg ljóst fyrir af okkar hálfu að staðnum hefur verið lokað og við búumst við ákæru í málinu. Við erum búin að tilkynna honum að starfseminni verði hætt en rann- sókn stendur yfir. Við hefðum aldrei farið út í svona aðgerðir nema brot hans lægju fyrir en svo er annað embætti sem sakfellir eða sýknar,“ segir Geir Jón. „Við vinnum út frá þeim stað- reyndum sem liggja fyrir. Það fannst ýmislegt hjá honum og frá því höf- um við sagt. Hann hefur svo all- an rétt á að gefa sínar skýringar og verja sig. Við búum hins vegar ekk- ert til á menn heldur vinnum út frá staðreyndum. Svo þegar rannsókn lýkur endanlega sjáum við til hvað hún leiðir af sér. Þá sjáum við hvað er rétt og rangt í málinu.“ trausti@dv.is Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn: „Við búumst við ákæru í málinu“ Geir Jón Þórisson „Við vinnum út frá þeim staðreynd- um sem liggja fyrir. Það fannst ýmislegt hjá honum og frá því höfum við sagt.“ Júlíus Þorbergsson „Margt af þessu er bara uppspuni og lygar. Það er kannski fótur fyrir einhverju. Ég hefði ekki átt að geyma eigur fólks og ekki þessar pillur. Ég hef ekkert gert af mér, að minnsta kosti mjög lítið. Það sem ég hef helst gert af mér er að vera góður við náungann og hjálpa fólki.“ handtekinn Júlíus var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfarið. rítalín á þúsund krónur Lögreglan hefur Júlíus grunað- an um að hafa selt ýmsan varn- ing sem er kolólöglegt að selja í söluturnum. Sögusagnir þess efn- is hafa lengi verið á kreiki. Fyrr á þessu ári sendi Fréttastofa Stöðv- ar 2 unga stelpu í Drauminn með upptökutæki innanklæða. Til- gangurinn var að kaupa rítalín. Þar fékk hún þau svör að lyfið væri ekki til í augnablikinu en kostaði vanalega þúsund krónur. Ég geymdi að vísu dót fyrir konu heima hjá mér en mundi ekkert eftir því. M y n d r ó b Er t r Ey n is so n 18. júní 2010 30. júní 2010 n Boltar sem halda vélinni niðri eru slitnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.