Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Síða 6
6 | Fréttir 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað Hjálpa í Kvennaathvarfinu n Laganemar í HR bjóða ókeypis lögfræðiþjónustu L aganemar á þriðja til fimmta ári í Háskólanum í Reykjavík bjóða upp á lögfræðiþjónustu án end- urgjalds undir formerkjum Lög- fróðs, lögfræðiþjónustu Lögréttu. Með- al þjónustu sem laganemarnir hafa veitt að undanförnu er að ráðleggja innflytj- endum og fólki af erlendum uppruna um réttarstöðu sína hér á landi. Þá hafa laganemarnir veitt framhaldsskóla- nemum á höfuðborgarsvæðinu laga- og réttindafræðslu. Þar er unga fólkið frætt um vinnurétt og skattarétt auk al- mennrar fjármálafræðslu. Starfsemin hefur vaxið á hverju ári og segir í tilkynningu frá félaginu að aldrei hafa fleiri sjálfboðaliðar tek- ið þátt en í ár. Það hefur gert Lögfróði kleift að aðstoða fleiri en nokkru sinni fyrr. Almenningur getur haft samband við Lögfróð til þess að fá endurgjalds- lausa lögfræðiráðgjöf, en Lögfróður er opinn á miðvikudögum á milli 17 til 20 og er með aðstöðu í Háskólanum í Reykjavík. Laganemarnir í Lögfróði hafa einn- ig komið reglulega í Kvennaathvarfið og veitt þar endurgjaldslausa ráðgjöf. Algengustu verkefnin í athvarfinu snúa að dvalarleyfum, forsjármálum og hjú- skaparrétti. Mikil þörf er á þessari ráð- gjöf í athvarfinu og er mikil ánægja með samstarfið hjá báðum aðilum. Hægt er að hafa samband við Lög- fróð í síma 777 8409 eða senda tölvu- póst á logfrodur@hr.is. Lögfróður Framkvæmdastjóri er Sigríður Marta Harðardóttir og með henni sitja í framkvæmdaráði Elísabet Aagot, Klara B. Briem og Sunna Elvira Þorkelsdóttir. Stálu bifreið og óku út af Aðalmeðferð í máli lögreglustjórans á Akureyri gegn fjórum mönnum um tvítugt fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra á miðvikudag. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu stolið nýrri Volks wagen Golf-bifreið við hús á Akureyri sunnudagsmorguninn 26. júní. Einn mannanna er ákærður fyrir að hafa bakkað bifreiðinni frá húsinu undir áhrifum áfengis. Samkvæmt ákæru tók annar ungu mannanna við akstr- inum og ók henni langt umfram há- markshraða uns hann missti stjórn á henni við Heiðartún og ók út af. Bif- reiðin skemmdist mikið. Dóms er að vænta í málinu síðar í mánuðinum. Fyrirsæta dæmd í 12 mánaða fangelsi Stakk mann með steikarhníf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á miðvikudag tuttugu og fimm ára konu, Elínu Jakobsdóttur, í tólf mán- aða fangelsi, þar af níu mánuði skil- orðsbundna, fyrir sérstaklega hættu- lega líkamsárás. Elín var ákærð fyrir að hafa veist að fyrrverandi kærasta sínum og stungið hann með steikar- hníf í öxlina. Einnig var Elín dæmd til að greiða fórnarlambinu 500.000 í skaðabætur. Atvikið átti sér stað á heimili fyrrverandi kærasta Elínar í desember í fyrra. Við árásina hlaut maðurinn fjögurra sentímetra skurð á öxl. Elín var einnig ákærð fyrir að slá hann í andlitið með þeim afleið- ingum að hann hlaut bólgu á kinn- beini. Elín hefur vakið athygli fyrir fyrir- sætustörf og hefur meðal annars prýtt forsíðu spænsku útgáfu tíma- ritsins Elle en einnig hafa birst af henni myndir í Vogue og fleiri þekkt- um tímaritum. Við seinni hluta aðal- meðferðar málsins kom fram að Elín hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar árásin átti sér stað en hún og kærastinn fyrrverandi höfðu átt í deilum sem leiddu til árásar- innar. Listmeðferðarfræðingur sem fórnarlambið hefur verið í meðferð hjá eftir árásina vitnaði við aðalmeð- ferðina og sagði að maðurinn væri óöruggur og hræddur eftir árásina og ætti erfitt með að treysta fólki. H anna Birna Kristjánsdóttir gæti orðið fyrsta konan til þess að verða formaður Sjálf- stæðisflokksins. Fari svo verður Bjarni Benediktsson einnig sögulegur formaður, en hann verður þá sá fyrsti sem ekki verður for- sætisráðherra. Hanna Birna hefur þótt sigurstrangleg. Samkvæmt nýlegri könnun MMR kom fram að 63 prósent af stuðningsmönnum flokksins vildu Hönnu Birnu sem næsta formann. Engu að síður herma heimildir DV að þrettán af sextán þingmönnum flokks- ins séu stuðningsmenn Bjarna Ben. Innanbúðarmaður í Sjálfstæðisflokkn- um segir að þeir þrír þingmenn sem ekki séu eindregnir stuðningsmenn Bjarna séu Ragnheiður Ríkharðsdótt- ir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Þor- gerður Katrín, en óvíst sé að hve miklu leyti þeir muni beita sér í framboðs- slagnum. Hvött áfram „Ég hef auðvitað fengið mikla hvatn- ingu um að gefa kost á mér og tel að þetta formannskjör snúist um framtíð- ina og Sjálfstæðisflokkinn og að koma hér öðrum sjónarmiðum að varðandi stjórn þessa ágæta samfélags. Þess vegna ákveð ég að gera þetta núna,“ segir Hanna Birna. Heimildarmenn DV segja að í raun hafi ráðin verið tekin af Hönnu Birnu og hún hafi nánast verið tilneydd til að taka slaginn. Hefði hún ekki farið fram núna er óvíst hvort hún fengi annað tækifæri til að leiða flokkinn. Ákvörð- unin hjá Hönnu Birnu felur í sér að hún muni sækjast eftir kosningu á Al- þingi í næstu kosningum. Hún segist vera þeirrar skoðunar að endurnýjun- ar sé þörf á þeim vettvangi til að auka traust í stjórnmálum. „Ég tel það vera tímanna tákn að formaður Sjálfstæðis- flokksins komi ekki endilega úr röðum þingflokksins heldur geti eins verið kjörinn fulltrúi af öðrum vettvangi eða almennur sjálfstæðismaður.“ Skipa sér í fylkingar Eins og DV hefur greint frá er áhrifa- kjarni í Sjálfstæðisflokknum, sem kall- ast Primaverurnar, áberandi í bak- landi Hönnu Birnu. Nafngiftin er komin til vegna þess að um er að ræða konur sem hittust reglulega á veitinga- staðnum La Primavera. Í þeim hópi eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, Ragnheiður Elín Árnadótt- ir þingmaður, Gréta Ingþórsdóttir, starfsmaður flokksins, og Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri. Á meðal annarra stuðningsmanna Hönnu Birnu má nefna Björn Bjarna- son, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Ólaf Stephensen, ritstjóra Frétta- blaðsins. Þau sem næst standa að baki Hönnu Birnu í framboðinu eru hins vegar sögð Ásdís Halla og Þór Sigfús- son, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, sem hefur verið nefndur nánasti ráðgjafi Hönnu Birnu. Kvennaforysta Það verður að teljast markvert ef Hanna Birna verður formaður Sjálf- stæðisflokksins og Ólöf Nordal verð- ur endurkjörin varaformaður að Sjálfstæðisflokkurinn marki sér nýja stefnu. Hanna Birna vill sjálf gefa lítið fyrir kynjasjónarmið og segir að hún hafi aldrei talið að sér væri mismunað eða hyglað vegna kynferðis síns. „Ef það væru tvær konur í for- ystu fyrir flokkinn þá er það auðvitað óhefðbundið og óvenjulegt en það á ekki að vera neitt óvenjulegra en ef það væru tveir karlar í forystu hans,“ segir hún. Hvort Hanna Birna nýtur raunverulegs stuðnings landsfundar kemur ekki í ljós fyrr en um miðjan mánuðinn, en ljóst er að kosningabar- áttan er hafin fyrir alvöru og blikur eru í lofti í pólitísku landslagi innan Sjálf- stæðisflokksins. Næsti formaður verð- ur að ná flokknum aftur á band þeirra sem yfirgáfu hann í kjölfar hrunsins. n Þingflokkurinn ekki á bak við Hönnu Birnu n Gæti orðið fyrsta konan til að verða formaður Sjálfstæðisflokksins n Bjarni gæti orðið fyrsti formaðurinn sem ekki verður forsætisráðherra Hanna Birna mun taka til í flokknum „Ég tel það vera tímanna tákn að formaður Sjálfstæðis- flokksins komi ekki endi- lega úr röðum þingflokks- ins. Hver er Hanna Birna? Hanna Birna er 45 ára, fædd þann 12. október 1966. Hún er stjórnmálafræð- ingur að mennt og hefur masterspróf í alþjóðlegum og evrópskum stjórn- málum. Hún hefur starfað í stjórnsýslu frá lokum níunda áratugarins en hefur einnig gegnt trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins og var meðal annars framkvæmdastjóri þingflokksins 1995–1999 og aðstoðarframkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins frá 1999– 2006. Hún tók við borgarstjórastólnum árið 2008 af Ólafi F. Magnússyni þangað til að Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við eftir kosningarnar árið 2010. Þá var hún forseti borgarstjórnar en sagði af sér eftir tíu mánuði í starfi eftir mikinn málefnaágreining. Árni Johnsen Ásbjörn Óttarsson Birgir Ármannsson Einar K. Guðfinnsson Guðlaugur Þór Þórðarson Illugi Gunnarsson Jón Gunnarsson Kristján Þór Júlíusson Ólöf Nordal Pétur H. Blöndal Tryggvi Þór Herbertsson Unnur Brá Konráðsdóttir Stuðningsmenn Bjarna Ben: Ásdís Halla Bragadóttir Björn Bjarnason Hjalti Magnússon Ólafur Stephensen Ragnheiður Elín Árnadóttir Þór Sigfússon Ragnheiður Ríkharðsdóttir Óvíst Árni Sigfússon Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Stuðningsmenn Hönnu Birnu: Taka bæði slaginn Hanna Birna hefur mikinn stuðning samkvæmt skoðanakönnunum en Bjarni hefur stuðning þingflokksins. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Baldur Guðmundsson blaöamaður skrifar baldur@dv.is Hulduherinn Primaverurnar eru bakland Hönnu Birnu, en þar er Ásdís Halla Braga- dóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, fremst í flokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.