Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Síða 8
8 | Fréttir 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað „Hjálp í neyð“ n Fjölskylduhjálpin ræðst í Íslandssöfnun F jölskylduhjálp Íslands hleypti af stokkunum símasöfnuninni Hjálp í neyð á fimmtudag. Söfn- uninni er ætlað að styrkja Fjöl- skylduhjálpina til þess að hún geti sinnt þeim einstaklingum sem til hennar leita fyrir komandi jólahátíð. „Þessi söfnun skiptir okkur gríðar- legu máli,“ segir Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Ís- lands. Þetta er stórt verkefni að ráðast í og því mikil skipulagsvinna að baki verkefninu. Það byggist þó allt fyrst og fremst á góðvild sjálfboðaliða sem taka að sér að vera í símaverinu og vel- vild þeirra sem þeir hafa samband við. „Þetta er í fyrsta skipti sem við förum í svona stórt verkefni – að fara í svona Íslandssímasöfnun,“ segir Ásgerður, en sjálfboðaliðarnir þekkja vel til að- stæðna fjölskylda sem leita til sam- takanna. Símaveri hefur verið komið upp með hjálp Símans í húsi samtak- anna í Eskihlíð. Þeir sem vilja styðja við söfnunina geta bæði komið við í Eskihlíðinni og látið fé af hendi rakna eða beðið eftir símtali frá samtökun- um. Það voru Páll Óskar Hjálmtýs- son, Jón Gnarr og Matthías Imsland, verndari Fjölskylduhjálparinnar, sem tóku fyrstu símtölin, en söfnunin mun standa næstu mánuði. astasigrun@dv.is É g hef sjálf lent í einelti og vin- konur mínar líka. Ein vinkona mín reyndi að fremja sjálfsmorð vegna eineltis og önnur er lögð í einelti í dag. Ég hef lengi ver- ið með þessa hugmynd í kollinum en ákvað að framkvæma hana núna út af allri umræðunni sem er í gangi um einelti,“ segir Birna Dögg Gunnars- dóttir, 14 ára stelpa úr Reykjanesbæ. Einelti er ofbeldi Birna, ásamt fleirum, skipulagði göngu gegn einelti en lagt verður af stað frá Hlemmi klukkan tólf á laug- ardag nú um helgina. Gengið verður niður á Ingólfstorg og þar segir Birna Dögg að komi til greina að hafa þögn tileinkaða öllum þeim sem hafa orðið fyrir einelti. „Mig langaði að gera eitt- hvað sem myndi kannski stoppa þetta. Ekki aðeins börn eru lögð í einelti. Fullorðið fólk er líka lagt í einelti, og einelti er ofbeldi. Svona á heimurinn ekki að vera, og það ætti að gera eitt- hvað meira í þessu,“ segir Birna sem sjálf skipti um skóla þegar hún var yngri sökum eineltis. Margir orðið fyrir einelti Í könnun sem gerð var á DV.is á föstudaginn í síðustu viku sögðust þrír af hverjum fjórum þátttakend- um hafa orðið fyrir einelti. Aðeins um 22 prósent sögðust ekki hafa orðið fyrir einelti en 2,5 prósent voru óákveðin. Þess ber að geta að 800 svör eru nógu stórt úrtak til að niðurstaðan sé marktæk fyrir þjóð- ina alla . Svörunum ber þó að taka með þeim fyrirvara að lesendur frétta um einelti á DV.is eru líklega ekki marktækt úrtak þjóðarinnar. Þannig gæti verið að þeir sem hafa orðið fyrir einelti séu líklegri en aðr- ir til að lesa fréttir um einelti. Nið- urstaðan sýnir þó að stærsti hluti þeirra lesenda DV sem lásu fréttir um einelti um helgina, telur sig hafa orðið fyrir einelti. Vonar að skólar sjái að einelti er alvarlegt Birna Dögg hefur ekki auglýst göng- una að öðru leyti en með því að stofna Facebook-síðu undir nafn- inu Gangan á móti einelti. Nú þegar hafa rúmlega fjögur hundruð manns staðfest komu sína. Á vegg síðunn- ar má sjá skilaboð frá krökkum sem eru lögð einelti og þakka Birnu fyrir framtakið. „Við erum búnar að búa til skilti fyrir gönguna og á mínu stendur: Einelti er ekki svarið, og á öðru stendur: Einelti er ekki cool. Ég man ekki hvað stendur á því þriðja,“ segir Birna og hlær. Öllum sem láta sig málefnið varða er velkomið að koma í göng- una og segist Birna Dögg vera bjart- sýn á að gangan muni vekja athygli á vandamálinu. „Ég vona að skólarnir skoði málið vegna göngunnar, sjái að einelti er alvarlegt mál og stoppi þetta. Ég er búin að fá póst frá mörg- um krökkum sem segjast vera lagðir í einelti og ætla þess vegna að mæta í gönguna. Krakkar vilja bara að kenn- ararnir hlusti á sig og taki á vanda- málinu.“ Birna Dögg hvetur alla til að mæta á laugardaginn og sýna málefninu stuðning. „Mætum öll og segjum: Ég er á móti einelti og er stolt af því,“ segir Birna að lokum. 14 ára skipulagði göngu gegn einelti n Langaði að gera eitthvað til að stöðva einelti n Segir heiminn ekki þurfa að vera svona n Vonar að gangan veki athygli skólayfirvalda „Ég er búin að fá póst frá mörgum krökkum sem segjast vera lögð í einelti og ætla þess vegna að mæta í gönguna. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is 10 | Fréttir 12. október 2011 Mi ðvikudagur S igríður Eydís Gísladóttir var aðeins 11 ára gömul þegar hún gafst upp á líf- inu. Eftir margra ára ein- elti hafði hún fengið nóg. Í stað þess að leika sér áhyggjulaus á skólalóðinni með hinum krökk- unum varð hún fyrir stöðugu að- kasti skólafélaga, sem sögðu henni meðal annars að hún væri feit og ljót og það væri vond lykt af henni. Þau notuðu ekki bara orð til að særa og meiða, heldur beittu hana ítrekað líkamlegu ofbeldi. Breytinga þörf Hún safnaði saman og tók inn verkjatöflur sem hún fann heima hjá sér í þeim tilgangi að losna við sársaukann sem hún hafði lifað við síðan hún flutti sjö ára í litla sam- félagið í Garðinum. Sem betur fer vaknaði Sigríður Eydís, sem nú er tólf ára, af lyfjamókinu en Margrét Eysteinsdóttir móðir hennar spyr hversu lengi ástandið í grunnskólan- um í Garði eigi að viðgangast. Það sé kominn tími til að skipta um kenn- ara og stjórnendur í grunnskólanum. „Að fá fólk sem er tilbúið að takast á við það sem skiptir mestu máli í líf- inu. Að koma börnunum í gegnum skólann án þess að þau skaðist alvar- lega á sálinni eða jafnvel sálgi sér.“ Eineltið sem dóttir hennar varð fyrir var alvarlegt. Margrét sem sjálf varð fyrir einelti í æsku segir hræði- legt að horfa upp á börnin sín ganga í gegnum sömu reynslu. Flytja til að flýja eineltið Sonur Margrétar, sem nú er 17 ára, var einnig lagður í einelti í grunn- skólanum en að mati skólanefndar Gerðaskóla í Garði eru eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðun- andi. 13,3 prósent nemenda segjast verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar í mánuði sem er um helmingi hærri tala en á landsvísu. Undanfar- ið hafa nokkrar fjölskyldur ekki séð sér annan kosta fært en að flytjast með burt með börn sín „til að forða þeim frá áralöngu einelti og í sam- tölum sínum við bæjaryfirvöld lýst sárum vonbrigðum yfir viðbrögðum og aðkomu skólayfirvalda að þeim vanda sem börn þeirra voru stödd í, “ eins og segir orðrétt í bókun D-lista í fundargerð. Gerðu lífið óbærilegt Í bréfi sem Margrét skrifaði til skóla- nefndar lýsir hún reynslu sinni af skólanum og vonbrigðum sínum með hvernig skólinn tók á eineltis- málum barnanna sinna tveggja: „Ég flutti hingað með fjölskyldu mína haustið 2006, og var þá með tvö börn á grunnskólaaldri, sjö og tólf ára. Mér leist ágætlega á skólann þegar ég sótti um skólavist fyrir börn- in mín. Uppi á veggjum héngu alls kyns merkingar varðandi virðingu, ábyrgð, réttlæti, góða umgengni og fleira. Mér virtist sem aðbúnaður væri góður, og taldi að vel yrði fylgst með börnunum mínum. Tekið yrði á þeim málum sem upp kynnu að koma hverju sinni af réttlæti og virð- ingu. Mikið skjátlaðist mér þar. Ég gerði umsjónarkennara drengsins míns grein fyrir því að hann væri í áhættu- hópi varðandi það að lenda í einelti. Hann var jú búinn að fá greiningu þess eðlis að hann væri ofvirkur með athyglisbrest, og allt hans lundarfar var með þeim hætti að auðvelt væri að gera hann að skotspæni skóla- félaganna. Þáverandi kennari hans fylgdist vel með honum og hjálpaði honum töluvert. En þegar að því kom að annar kennari tók við bekknum Reyndi að svipta sig lífi í kjölfaR eineltis n Móðir segir skólastjóra og kennara þagga niður einelti n Dóttir hennar ítrekað orðið fyrir aðkasti og verið barin n Fær martraðir og vaknar grátandi Hanna Ólafsdóttir hanna@dv.is Viðtal Berjast gegn einelti Margrét Eysteins- dóttir og Sigríður Eydís Gísladóttir segja ástandið í Gerðaskóla í Garðinum ólíðandi. Fréttir | 11 Miðvikudagur 12. október 2011 hans var allt annað uppá teningn- um. Bekkjar félagar hans og ýmsir aðrir skólafélagar tóku til óspilltra málanna og gerðu honum lífið allt að því óbærilegt, bæði í skólanum sem og utan hans. Gekk þetta svo langt að þáverandi umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar hér hringdi í mig til að fá mig í viðtal vegna upp- ákomu sem átt hafði sér stað þar inn- an veggja.“ Sonurinn þraukaði Uppákoman var sú að nokkrir dreng- ir í félagsmiðstöðinni höfðu gert sér að leik að espa son hennar upp svo hann varð frávita af reiði. Þeir tóku reiðikastið upp á myndband með síma eins þeirra og settu á internetið. „Þá talaði ég við lögregluna. Þeir vísuðu mér á barnaverndarnefnd, en ég ákvað að fara ekki þá leið því sonur minn vildi það ekki. Ég mátti ekkert gera, því hann var hræddur um að ástandið myndi versna. Ég varð við beiðni hans með þetta sem ég hefði eftir á að hyggja ekki átt að gera, því engum á að líðast að koma svo illa fram við nokkurn mann eins og gert var gagnvart honum. Og skipti engu máli þó ég talaði við viðkomandi foreldra, börnin þeirra gerðu ekkert svona. Hann kláraði skólann hérna, þraukaði það, enn hann verður alla tíð með ör á sálinni. Það sem hjálp- aði honum er að hann hefur alla tíð náð að ræða málin mjög opinskátt við mig. Hann kemur alveg þokka- legur út úr þessu, en hann er vina- fár. Hann fer mjög lítið út fyrir húss- ins dyr því hann kærir sig ekkert um að mæta þessu fólki.“ Hrikalegt ofbeldi Lýsingar á ofbeldinu sem dóttir hennar, Sigríður Eydís, varð fyrir í skólanum eru hrikalegar. Stöðugar aðfinnslur varðandi útlit og klæða- burð. Hún væri feit og hún væri ljót, hún væri hóra. „Það var hræðilegt orðbragð á þeim og það gekk svo langt í hitteð- fyrrasumar að einn bekkjarfélagi hennar réðst á hana og veitti henni það mikla áverka að ég fór og fékk áverkavottorð fyrir hana. Síðasta veturinn sem hún var í skólanum var hún slegin niður í frímínútum á skólalóðinni og var sparkað án af- láts í magann á henni og bringspal- irnar. Ég var kölluð úr vinnu til að sækja hana og fara með hana niður á slysavarðstofu. Skólastjórinn og kennarinn hennar stóðu fyrir mér í fimm mín- útur og báðu mig um að gera sem minnst úr þessu. Hvers konar fólk er það sem vinnur í þessum skóla og heldur hlífiskildi yfir þeim sem að ganga fram með svona ofbeldi gagnvart öðrum nemendum? Ég vil meina að þetta fólk sé ekki starfi sínu vaxið og eigi að vinna annars konar vinnu.“ Margrét nefnir fleiri dæmi um líkamlegt ofbeldi: „Það var ráðist á hana utan skóla svo svakalega af bekkjarbróður hennar að ég þurfti að fara með hana til læknis. Hún var með mikla og ljóta áverka á hálsi eftir kyrkingartak, tognuð og mar- in á bringubeinum og baki. Ég tal- aði við móður drengsins sem réðst á hana og hún sagði dóttur mína hafa byrjað. Það eitt skipti konuna máli; hver byrjaði en ekki alvarleiki árás- arinnar.“ Þunglynd með sjálfsvígshugs- anir Að lokum var ástandið orðið þann- ig að hún sá sér ekki fært að hafa stúlkuna í skólanum lengur. „Við fórum af stað í að reyna að fá hana flutta um skóla í byrjun skólaárs í fyrra. Við vorum beðin um að bíða aðeins, að það yrði tekið á þessu máli. Það yrði fylgst með og ein- eltisteymið yrði sett í gang með Olweusar-áætlunina. Það ætti að halda bekkjarfundi og fræðslu- fundi í bekknum um einelti, en það var ekkert gert. Ekki neitt. Þegar steininn tók loksins úr sendi ég samhljóðandi tölvu- póst bæði á skólastjórann og Ás- mund Friðriksson, bæjarstjóra í Garði, og hótaði að fara með málið „Það var ráðist á hana utan skóla svo svakalega af bekkj- arbróður hennar að ég þurfti að fara með hana til læknis. „Hún var orðin mjög þunglynd og kom- in með sjálfsvígshugs- anir sem reyndar höfðu gengið svo langt að hún gleypti töluvert af verkja- lyfjum til þess að reyna að enda líf sitt, af því að enginn virtist vilja hjálpa henni. N ei, við verðum ekki vör við það,“ segir Pétur Brynj- arsson, skólastjóri Gerða- skóla, aðspurður hvort hann sé meðvitaður um eineltisvandamál í skólanum. Pét- ur segir skólann þátttakanda í Ol- weusar-verkefninu og vinni öflugt starf í tengslum við það. Þarf að skýra hugtakið einelti betur „Það verður Olweus-könnun í nóvember og niðurstöður úr henni verða sendar út. Við höfum í gegn- um tíðina verið að mælast með frá átta til þrettán prósent.“ Þar á Pétur við að það hlutfall barna í 4. til 10. bekk sem segist upplifa einelti oftar en tvisvar til þrisvar í mánuði. Fram hefur komið í fjölmiðlum að það hlutfall sé næstum helmingi hærra en það sem mælist á landsvísu. Að- spurður hver sé skýringin á því að hlutfallið mælist hærra þar en ann- ars staðar segir hann: „Við teljum að það sé margt sem bendi til þess að við þurfum að skýra hugtakið betur og kalla einelti það sem það er og við höfum verið að vinna í því. Það var foreldradagur um daginn og þá lögðum við könnun fyrir foreldra og nemendur. Við spurðum hvert ein- asta foreldri og hvert einasta barn í einstaklingsviðtölum hvort að við- komandi yrði fyrir einelti eða hvort það vissi um einhvern sem hefur orðið fyrir einelti. Við erum ekki búin að taka saman heildarniður- stöðuna en erum að vinna í því í dag. Okkur sýnist svona fljótt á litið að það séu mjög fáir sem svara því játandi. Við munum kanna öll þau tilvik sem tilkynnt hafa verið en það er ljóst að við höfum unnið áfanga- sigur og við munum ekki unna okk- ur hvíldar fyrr en en við höfum upp- rætt vandamálið.“ Einelti ekki vandamál Pétur segir töluna ekki gefa gefa rétta mynd af ástandinu í skólan- um. „Þetta er allt of há tala, en það er erfitt að segja að hún sé ekki sönn. Þetta er það sem kemur út úr viðurkenndri könnun.“ Hann segir einelti því ekki vera vandamál í skólanum. „Alls ekki. En eitt tilfelli er auðvitað einu til- felli of mikið, en miðað við þá miklu vinnu sem lögð er í þessi mál hér í skólanum þá finnst mér þetta óviðunandi tala og það sem við erum að vonast eftir að sjá í næstu könnun er að við séum að vinna á þessum málum. Ef þessi prósenta verður á svipuðum slóð- um þá er eitthvað að þessum verkferlum og þá þurfum við að taka málið til skoðunar alveg frá grunni, því eins og ég segi þá er unnið alveg gífurlega öflugt starf í þessum málum. Þess má geta að í sjálfsmatskönnun sem unnin var í mars í fyrra sögðust 95 pró- sent nemenda í 6. til 10. bekk allt- af eða oftast líða vel í skólanum. Okkur finnst skólabragurinn góð- ur svona almennt séð.“ Segir einelti ekki vera vandamál n Segir niðurstöðu úr eineltiskönnun ekki gefa rétta mynd n Segir skólabrag góðan„Við teljum að það sé margt sem bendi til þess að við þurf- um að skýra hugtakið betur og kalla einelti það sem það er og við höfum verið að vinna í því. í fjölmiðla. Þá var kallaður saman fundur með Ásmundi, skólastjóra, umsjónarkennara og einum öðr- um. Þau höfðu ekkert gert gert í mál- inu fram að því. Ekkert. Nema að barninu mínu leið stöðugt verr og verr. Hún var orðin mjög þunglynd og komin með sjálfsvígshugsanir sem reyndar höfðu gengið svo langt að hún gleypti töluvert af verkjalyfj- um til þess að reyna að enda líf sitt, af því að enginn virtist vilja hjálpa henni. Ekki fyrr en þessi fundur var haldinn með bæjarstjóranum, að hans frumkvæði. Ásmundur barði í borðið og sagði hingað og ekki lengra og við fengum hana flutta í skóla í Keflavík.“ Margrét segir Ásmund með því hafa bjargað dóttur hennar úr helj- argreipum eineltis og er honum ævinlega þakklát. „Ef það hefði ekki verið fyrir hann þá veit ég hreinlega ekki hvort hún væri á lífi í dag.“ Vaknar um nætur og grætur Dóttir Margrétar sem nú er tólf ára gömul blómstrar í nýja skólanum. Hún er farin að brosa á ný, fær ekki jafnmiklar martraðir líður ögn bet- ur með sjálfa sig. Í nýja skólanum fær hún ekki að heyra að hún sé ljót, feit hóra, eða að hún sé ógeðslega lyktandi og það sem meira er það er ekki geng- ið í skrokk á henni. Hún er þó enn að kljást við afleiðingar eineltisins. „Það er mikil reiði og sársauki í henni. Ég er búin að biðja um sál- fræðiaðstoð fyrir hana því hún þarf aðstoð við að vinna úr þessu. Það koma nætur þar sem hún vaknar og grætur. Það koma kvöld þar sem hún getur ekki sofið af því henni líður svo illa. Þá fer hún að hugsa til baka. Ef að hún sér þessa krakka, þá hrekkur hún í baklás. Þetta er ekkert auðvelt. Ég veit ekki hvort að hún eigi eftir að bera þess fylli- lega bætur að hafa verið í þessum skóla.“ Sömu krakkarnir ennþá að Þrátt fyrir að Sigríði Eydísi sé vel tekið í nýja skólanum er vanda- málið ennþá til staðar í Garðinum. Sömu krakkarnir veitast að henni þegar þeir sjá hana úti fyrir í bæn- um og fyrir stuttu gengu skilaboð þeirra á milli á Facebook um að safnast ætti saman og lemja hana fyrir utan gamla skólann hennar. „Í dag eru þessi sömu börn og áreittu dóttur mín hér í skólanum enn að kvelja hana. Ef dóttir mín fer hér í sund og eitthvað af þeim eru í sundi er hún áreitt. Ef dóttir mín fer á skólalóðina að leika sér og eitthvað af þessum börnum er þar er hún áreitt. Hún kom óða- mála heim um daginn og sagði mér að þrjár stelpur, sem höfðu mikið verið að atast í henni í skólanum, hefðu komið, tekið utan um hana og og beðið hana afsökunar á því hversu leiðinlegar þær hefðu verið við hana. Daginn eftir fékk hún skilaboð á Facebook frá einni þeirra, sem bað hana um að koma niður í skóla til að ræða málin. Hún var hjá vin- konu sinni en fór niður í skóla til að hitta þær. Þetta var um kvöld- matarleytið og ég hringdi í vinkonu hennar sem sagði mér að hún hefði farið niður í skóla. Það var eitthvað sem sagði mér að fara af stað og leita að henni. Þegar ég kom niður í skóla sá ég bara þrjár stelpur svo ég keyrði hring í kringum skólann. Þá sá ég heilan hóp af krökkum standa við íþróttahúsið og dóttur mína koma hjólandi. Ég fór út úr bílnum og hóaði í hana og hún sagði mér að þarna væru tíu manneskjur og það ætti að fara að lemja hana. Þá var málið það að það átti að espa hana upp í slagsmál og lúskra síðan á henni. Þau voru búin að láta boð ganga á Facebook og í gegnum SMS að hittast þarna því núna ætti að taka hana í gegn. Það vildi bara svo ótrúlega vel til að ég kom að þeim og gat stöðvað það sem var í uppsiglingu.“ Agaleysi og foreldravandamál Hún vill kalla þetta foreldravanda- mál því hegðun barnanna endur- speglar það sem fyrir þeim er haft. „Ég vil kalla þetta foreldravanda- mál. Börn eru auðvitað inni á sín- um heimilum og hlusta á foreldra sína tala um annað fólk og önnur börn. Ef foreldrar tala um annað fólk og önnur börn á þann hátt að ein- hver sé ekki nógu fínt klæddur, eigi ekki nógu fínt hús, flott föt, nógu flottan bíl eða guð má vita hvað, þá fara börnin með þetta með sér þangað sem þau eru að fara, hvort sem það er skólinn eða annað. Ég held að börn séu almennt séð ekki nógu vel upp alin. Þau eru dóna- leg og ókurteis og þeim finnst þetta bara allt í lagi.“ Fleiri börn lögð í einelti Fjölskyldan hefur íhugað að flytja í burtu en eins og staðan er í húsnæð- ismálum eru þau hálfföst að sögn Margrétar. Hún fær enn fréttir af börnum sem líður illa vegna einelt- is í Gerðaskóla og vill sjá breytingu. „Ég myndi vilja sjá nánast skipt um alla kennara og skólastjóra hérna í skólanum. Mér finnst að hér þurfi að moka út og setja allt nýtt inn. Ég vil þó taka fram að í skólan- um eru góðir kennarar inni á milli en þeir líta undan og staðhæfa það að þeir verði aldrei varir við neitt. En eins allflestir vita er einelti, sama hvort það er á vinnustað eða í skóla, svo mikið falið fyrir þeim sem á að fylgjast með. Í staðinn fyrir að þræta fyrir að svona sé í gangi, þá ættu þeir að láta barnið njóta vafans og standa með barninu. Fólk ætti að horfa í spegil og spyrja sig hvort það sé virkilega orðið svo dofið á sálinni að börn skipti það engu máli, þó að það séu annarra manna börn.“ Gerðaskóli Pétur Brynjarsson, skólastjóri Gerðaskóla í Garði, segir skólann vinna ötult starf í ba ráttu við einelti. 2 | Fréttir 24. október 2011 Mánudagur Þ ær kalla sig Gribburnar. Kon-ur sem hafa átt börn í Gerða-skóla sem hafa orðið fyrir einelti sem allar segjast hafa lent ávegg þegar þær leit-uðu til skólans vegna vanda barna þeirra. Eftir að hafa barist hver í sínu horni ákváðu þær að stofna grúppu í von um að raddir þeirra heyrðust betur og erfiðara væri fyrir skólann að þagga niður í þeim. Þær áttu ekki erindi sem erfiði og allar hafa tekið börn sín úr skólanum. Börnunum líður öllum betur þar sem þau eru í dag en Gribburnar eru hvergi af baki dottnar og vilja sjá alvöruúrbætur í Gerðaskóla. Kenndi börnum sínum sjálfsvörn „Þegar maður hefur á tilfinningunni að maður sé að senda barnið sitt í stríð en ekki í skólann, þá er eitthvað að,“ segir móðir sem hefur átt tvö börn í skólanum. Konan sem er afar lítil og smágerð, var sjálf lögð í ein-elti í skólanum. Hún kenndi börn-um sínum sjálfsvörn eftir að þau komu ítrekað heim marin og blá eft-ir skólafélagana. Hún vill ekki koma fram undir nafni en við köllum hana Önnu. „Ég kenndi börnunum mínum sjálfsvörn og sagði þeim að lemja frá sér ef ráðist væri á þau.“ Skólayfirvöld voru ekki ánægð með uppátækið en langþreytt á aðgerð-arleysi svaraði hún fullum hálsi. „Ég sagði þeim að þau gerðu ekk-ert í málinu og börnin mín þyrftu að geta varið sig fyrir þessum stöðugu árásum. Mér finnst alveg hrikalegt að þurfa segja barninu þetta, en mér fannst ég ekki eiga annarra kosta völ,“ segir Anna. Fékk ekki að fara í lesblinduprófDóttir Önnu er með mikla lesblindu og þrátt fyrir að Anna hafi margoft beðið skólann um að gera á henni lesblindupróf var það ekki gert. „Mig minnir að ég hafi fyrst talað um það við kennarann þegar hún var átta ára. Þá var hún á eftir jafnöldrum sínum í námi og mig grunaði að um lesblindu gæti verið að ræða. Það var aldrei gert og hún dróst alltaf enn meira á eftir í námi. Sjálfstraust hennar var orðið að engu og hún varð fyrir miklu aðkasti frá skólafélögum. Þegar hún var í níunda bekk fékk ég í gegn að hún færi í skóla í Njarðvík. Þegar hún byrjaði þar gerði sér enginn von um að hún myndi ná samræmdu próf-unum. En hún var sett í próf og þar kom í ljós að hún var með mikla les-blindu. Hún fékk stuðning þar og al-gjörlega blómstraði. Hún náði síðan öllum samræmdu prófunum með glans,“ segir hún brosandi. Hún bæt-ir þó við að ef dóttir hennar hefði fengið viðeigandi stuðning fyrr, hefði margt getað farið öðruvísi, en dóttir hennar glímir enn við lágt sjálfsmat og afleiðingar eineltis. Hryllilegt að senda barnið í skólann Við sitjum á heimili einnar Gribb-unnar í Garðinum. Þær eru fjórar saman komnar, ólíkar, en sam-taka í baráttunni fyrir bættum hag barnanna. Þær nefna að fjölskyldur hafi hreinlega gefist upp á ástand-inu og flutt í burtu til að hlífa börn-um sínum við frekara einelti. Þær eru reiðar yfir óréttlætinu sem felst í því. „Af hverju eigum við að flytja? Gerendurnir sitja alltaf eftir og svo er bara næsta fórnarlamb og næsta fórnarlamb. Hvar er réttlætið í því,“ spyrja þær. „Það eru margar fjölskyldur bún-ar að flytja héðan bara út af skólan-um. Ég segi við fólk: „Ef þið ætlið að flytja í Garðinn, þá er allt í lagi að búa hérna en ef þið eruð með börn á grunnskólaaldri, gleymið því.“ Svo mælir Ragnheiður Ragnars-dóttir, móðir stúlku sem var nem-andi í Gerðaskóla í þrjá vetur. Ragnheiður flutti í Garðinn 2006, þegar dóttir hennar var tólf ára. „Það byrjaði strax að ganga illa, en hún þrauk-aði veturinn. Næsta vetur var þetta mjög erfitt fyrir hana og hún lenti í mjög slæmu ein-elti, bæði frá nemendum og kennurum. 2008 var þetta orð-ið skelfilegt.“ Ragnheiður seg-ir hryllilegt að senda barnið í skólann og ekki leið sá dag-ur að hún kom ekki grátandi heim. „Við ákváðum að flytja til Danmerkur árið 2009 og hún hætti í skólanum mánuði áður en við fórum út. Hún gat ekki meir og ég ekki heldur. Hún gekk til sál-fræðings úti í Danmörku og hann sagði mér að hún væri mjög illa far-in eftir eineltið.“ Fegin að losna við hanaFjölskyldan bjó í eitt ár í Danmörku og áður en þau fluttu heim sótti Ragnheiður um skóla fyrir hana í Njarðvík. „Ég sótti um skólann áður en við fluttum heim svo það væri öruggt að hún kæmist að þar af því að hér færi hún aldrei aftur í skóla.“ Dóttir Ragnheiðar er með greining-ar og þarf mikinn stuðning. „Hún fékk ekki þá aðstoð sem hún þurfti á að halda. Ég fór niður í skólann með blað frá konu sem tók hana í einhverfupróf á Greiningarstöðinni og sagði að dóttir mín hefði greinst á einhverfuprófi. Einu viðbrögðin sem ég fékk voru á þann veg að dóttir mín ætti þá væntanlega ekki heima í þessum skóla. Þau voru síðan dauð-fegin að losna við hana úr skólanum. Núna fær hún alla þá aðstoð sem hún þarf á að halda og bæði kenn-arar og starfsfólk í Njarðvíkurskóla er frábært.“ „Ef börnin eru brotin, er heimilið brotið“ Við förum hringinn og næsta Gribba segir frá reynslu sinni. Hún heitir Unnur Grétarsdóttir og er nýbúin að ganga í gegnum krabbameinsmeð-ferð. Hárið er byrjað að vaxa aftur sem og þrótturinn. Sonur hennar er einn af eineltisþolendum skólans. „Hann sagði aldrei orð, en þegar hann kom heim úr skólanum þá var hann alltaf reiður. Hann fór að kvarta ítrekað undan magaverkjum og ég fór með hann til læknis. Þar opnaði hann sig og sagði frá eineltinu. Þegar ég fór niður í skóla og ætlaði að ræða þetta gekk ég bara á vegg. Ég fékk þau viðbrögð að það væri bara eitt-hvað að heima fyrir. Það væri ekkert einelti í skólanum.“ Margrét Hallgrímsdóttir, fjórða Gribban á fundinum, er hæglát kona með blíða rödd. Dóttir hennar sem nú er orðin átján ára gömul greind- ist með Tourette-heilkenni og á auk þess við margs konar erfiðleika að stríða. Áður en hún greindist leitaði Margrét ítrekað til skólans og óskaði eftir stuðningi fyrir dóttur sína, sem ofan á námserfiðleikana lenti líka í einelti. „Það var erfitt að mæta á fund þegar það sátu kannski nokkrir á móti þér og þú fannst að þeir væru ekki með þér í liði. Það var erfitt, því ef börnin eru brotin, þá er heimilið brotið og þar af leiðandi er máttur heimilisins í rúst. Öll orkan fer í að hlúa að börnunum og fjölskyldunni. Að þurfa eiga við skólann í ofanálag, það er rosalega erfitt.“ Skömmuð af kennaranumMargrét fór ítrekað grátandi af þess-um fundum í skólanum. „Einn kenn-ari dóttur minnar mátti ekki sjá mig á ganginum í skólanum án þess að fara að húðskamma mig fyrir að gera ekki hitt og þetta fyrir stelpuna. Að ég væri bara löt við að hjálpa dóttur minni með heimanámið. En ég var búin að reyna og reyna. Hún kom heim úr skólanum klukkan eitt og ég gafst upp kannski klukkan tólf um kvöldið. Svo næsta haust þegar skól-inn kom saman þá var fundur með sálfræðingnum hennar og kenn-urum og fleiri starfsmönnum skól-ans og þá kom í ljós að hún á við svo mikla námsörðugleika að stríða að ég hefði aldrei getað kennt henni. Sem betur fer var kennarinn þá hætt-ur en hann eyðilagði ansi mikið. Svo greindist hún með Tourette-heil-kennið og allan pakkann sem fylgir því nema Asperger-heilkennið.“Dóttir Margrétar er núna orðin átján ára og er búin að læra að lifa með fötlun sinni, en glímir enn við erfiðleika og hræðslu við gömlu skóla-félagana. „Í fyrra þurfti ég að sækja hana til Sandgerðis, en þá var hún hágrátandi eftir samskipti við krakk-ana í rútunni sem gengur hérna á milli. Ég hef stundum spurt sjálfa mig hvers vegna við fluttum ekki í burtu, en hvað átti maður að gera? Hérna er vinnan. Það er ekkert hlaupið að því að fara eitthvert annað. “ Fermdust einar „Dætur okkar beggja fermdust ein-ar,“ segir Ragnheiður og á þá við dóttur sína og dóttur Önnu. „Bara út af einelti. Það er ekki auðvelt að vera foreldri og horfa upp á barnið sitt fermast eitt út af því það er hrætt um að verða fyrir einelti af hálfu hinna krakkanna í kirkjunni. Stelpan mín fermdist reyndar í Danmörku og þó svo að krakkarnir þar hafi ekki verið að gera henni neitt, þá var hún bara orðin svo hvekkt. Hún var hætt að treysta jafnöldrum sínum. Hún hefði líka fermst ein hefði hún verið hér.“Aðspurðar af hverju svo mikið einelti sé í skólanum og hvers vegna það sé látið líðast segja þær erfitt að svara því en benda á að mikil tengsl séu á milli kennara og stjórnenda skólans. „Þetta er pólitík og það eru mikil tengsl kennara sín á milli. Þetta er frændur, frænkur og makar og í sumum tilfellum eru þetta börn kennara sem eru að leggja í einelti.“ „Þegur maður hefur á tilfinningunni að maður sé að senda barn-ið sitt í stríð en ekki í skól-ann, þá er eitthvað að. Gribburnar í Garðinumberjast gegn eineltinun Mæður eineltisþolenda í Gerðaskóla stofnuðu félag sem kallast Gribburnarn Ein móðir kenndi börnum sínum sjálfs-vörn til að verjast einelti í skólanum Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is 10 | Fréttir 12. október 2011 Miðvikudagur Fréttir | 11 Miðvikudagur 12. október 2011 S igríður Eydís Gísladóttir var aðeins 11 ára gömul þegar hún gafst upp á líf-inu. Eftir margra ára ein-elti hafði hún fengið nóg. Í stað þess að leika sér áhyggjulaus á skólalóðinni með hinum krökk-unum varð hún fyrir stöðugu að-kasti skólafélaga, sem sögðu henni meðal annars að hún væri feit og ljót og það væri vond lykt af henni. Þau notuðu ekki bara orð til að særa og meiða, heldur beittu hana ítrekað líkamlegu ofbeldi. Breytinga þörfHún safnaði saman og tók inn verkjatöflur sem hún fann heima hjá sér í þeim tilgangi að losna við sársaukann sem hún hafði lifað við síðan hún flutti sjö ára í litla sam-félagið í Garðinum. Sem betur fer vaknaði Sigríður Eydís, sem nú er tólf ára, af lyfjamókinu en Margrét Eysteinsdóttir móðir hennar spyr hversu lengi ástandið í grunnskólan-um í Garði eigi að viðgangast. Það sé kominn tími til að skipta um kenn-ara og stjórnendur í grunnskólanum. „Að fá fólk sem er tilbúið að takast á við það sem skiptir mestu máli í líf-inu. Að koma börnunum í gegnum skólann án þess að þau skaðist alvar-lega á sálinni eða jafnvel sálgi sér.“ Eineltið sem dóttir hennar varð fyrir var alvarlegt. Margrét sem sjálf varð fyrir einelti í æsku segir hræði-legt að horfa upp á börnin sín ganga í gegnum sömu reynslu. Flytja til að flýja eineltiðSonur Margrétar, sem nú er 17 ára, var einnig lagður í einelti í grunn-skólanum en að mati skólanefndar Gerðaskóla í Garði eru eineltismál og líðan nemenda með öllu óviðun-andi. 13,3 prósent nemenda segjast verða fyrir einelti oftar en tvisvar til þrisvar í mánuði sem er um helmingi hærri tala en á landsvísu. Undanfar-ið hafa nokkrar fjölskyldur ekki séð sér annan kosta fært en að flytjast með burt með börn sín „til að forða þeim frá áralöngu einelti og í sam-tölum sínum við bæjaryfirvöld lýst sárum vonbrigðum yfir viðbrögðum og aðkomu skólayfirvalda að þeim vanda sem börn þeirra voru stödd í, “ eins og segir orðrétt í bókun D-lista í fundargerð. Gerðu lífið óbærilegtÍ bréfi sem Margrét skrifaði til skóla-nefndar lýsir hún reynslu sinni af skólanum og vonbrigðum sínum með hvernig skólinn tók á eineltis-málum barnanna sinna tveggja: „Ég flutti hingað með fjölskyldu mína haustið 2006, og var þá með tvö börn á grunnskólaaldri, sjö og tólf ára. Mér leist ágætlega á skólann þegar ég sótti um skólavist fyrir börn-in mín. Uppi á veggjum héngu alls kyns merkingar varðandi virðingu, ábyrgð, réttlæti, góða umgengni og fleira. Mér virtist sem aðbúnaður væri góður, og taldi að vel yrði fylgst með börnunum mínum. Tekið yrði á þeim málum sem upp kynnu að koma hverju sinni af réttlæti og virð-ingu. Mikið skjátlaðist mér þar. Ég gerði umsjónarkennara drengsins míns grein fyrir því að hann væri í áhættu-hópi varðandi það að lenda í einelti. Hann var jú búinn að fá greiningu þess eðlis að hann væri ofvirkur með athyglisbrest, og allt hans lundarfar var með þeim hætti að auðvelt væri að gera hann að skotspæni skóla-félaganna. Þáverandi kennari hans fylgdist vel með honum og hjálpaði honum töluvert. En þegar að því kom að annar kennari tók við bekknum Reyndi að svipta sig lífi í kjölfaR eineltis n Móðir segir skólastjóra og kennara þagga niður einelti n Dóttir hennar ítrekað orðið fyrir aðkasti og verið barin n Fær martraðir og vaknar grátandi hans var allt annað uppá teningn-um. Bekkjar félagar hans og ýmsir aðrir skólafélagar tóku til óspilltra málanna og gerðu honum lífið allt að því óbærilegt, bæði í skólanum sem og utan hans. Gekk þetta svo langt að þáverandi umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar hér hringdi í mig til að fá mig í viðtal vegna upp-ákomu sem átt hafði sér stað þar inn-an veggja.“ Sonurinn þraukaðiUppákoman var sú að nokkrir dreng-ir í félagsmiðstöðinni höfðu gert sér að leik að espa son hennar upp svo hann varð frávita af reiði. Þeir tóku reiðikastið upp á myndband með síma eins þeirra og settu á internetið.„Þá talaði ég við lögregluna. Þeir vísuðu mér á barnaverndarnefnd, en ég ákvað að fara ekki þá leið því sonur minn vildi það ekki. Ég mátti ekkert gera, því hann var hræddur um að ástandið myndi versna. Ég varð við beiðni hans með þetta sem ég hefði eftir á að hyggja ekki átt að gera, því engum á að líðast að koma svo illa fram við nokkurn mann eins og gert var gagnvart honum. Og skipti engu máli þó ég talaði við viðkomandi foreldra, börnin þeirra gerðu ekkert svona. Hann kláraði skólann hérna, þraukaði það, enn hann verður alla tíð með ör á sálinni. Það sem hjálp-aði honum er að hann hefur alla tíð náð að ræða málin mjög opinskátt við mig. Hann kemur alveg þokka-legur út úr þessu, en hann er vina-fár. Hann fer mjög lítið út fyrir húss-ins dyr því hann kærir sig ekkert um að mæta þessu fólki.“ Hrikalegt ofbeldiLýsingar á ofbeldinu sem dóttir hennar, Sigríður Eydís, varð fyrir í skólanum eru hrikalegar. Stöðugar aðfinnslur varðandi útlit og klæða-burð. Hún væri feit og hún væri ljót, hún væri hóra. „Það var hræðilegt orðbragð á þeim og það gekk svo langt í hitteð-fyrrasumar að einn bekkjarfélagi hennar réðst á hana og veitti henni það mikla áverka að ég fór og fékk áverkavottorð fyrir hana. Síðasta veturinn sem hún var í skólanum var hún slegin niður í frímínútum á skólalóðinni og var sparkað án af-láts í magann á henni og bringspal-irnar. Ég var kölluð úr vinnu til að sækja hana og fara með hana niður á slysavarðstofu. Skólastjórinn og kennarinn hennar stóðu fyrir mér í fimm mín-útur og báðu mig um að gera sem minnst úr þessu. Hvers konar fólk er það sem vinnur í þessum skóla og heldur hlífiskildi yfir þeim sem að ganga fram með svona ofbeldi gagnvart öðrum nemendum? Ég vil meina að þetta fólk sé ekki starfi sínu vaxið og eigi að vinna annars konar vinnu.“ Margrét nefnir fleiri dæmi um líkamlegt ofbeldi: „Það var ráðist á hana utan skóla svo svakalega af bekkjarbróður hennar að ég þurfti að fara með hana til læknis. Hún var með mikla og ljóta áverka á hálsi eftir kyrkingartak, tognuð og mar-in á bringubeinum og baki. Ég tal-aði við móður drengsins sem réðst á hana og hún sagði dóttur mína hafa byrjað. Það eitt skipti konuna máli; hver byrjaði en ekki alvarleiki árás-arinnar.“ Þunglynd með sjálfsvígshugs-anir Að lokum var ástandið orðið þann-ig að hún sá sér ekki fært að hafa stúlkuna í skólanum lengur. „Við fórum af stað í að reyna að fá hana flutta um skóla í byrjun skólaárs í fyrra. Við vorum beðin um að bíða aðeins, að það yrði tekið á þessu máli. Það yrði fylgst með og ein-eltisteymið yrði sett í gang með Olweusar-áætlunina. Það ætti að halda bekkjarfundi og fræðslu-fundi í bekknum um einelti, en það var ekkert gert. Ekki neitt. Þegar steininn tók loksins úr sendi ég samhljóðandi tölvu-póst bæði á skólastjórann og Ás-mund Friðriksson, bæjarstjóra í Garði, og hótaði að fara með málið „Það var ráðist á hana utan skóla svo svakalega af bekkj- arbróður hennar að ég þurfti að fara með hana til læknis. Hanna Ólafsdóttirhanna@dv.is Viðtal „Hún var orðin mjög þunglynd og kom- in með sjálfsvígshugs- anir sem reyndar höfðu gengið svo langt að hún gleypti töluvert af verkja- lyfjum til þess að reyna að enda líf sitt, af því að enginn virtist vilja hjálpa henni. Berjast gegn einelti Margrét Eysteins-dóttir og Sigríður Eydís Gísladóttir segja ástandið í Gerðaskóla í Garðinum ólíðandi. N ei, við verðum ekki vör við það,“ segir Pétur Brynj-arsson, skólastjóri Gerða-skóla, aðspurður hvort hann sé meðvitaður um eineltisvandamál í skólanum. Pét-ur segir skólann þátttakanda í Ol-weusar-verkefninu og vinni öflugt starf í tengslum við það. Þarf að skýra hugtakið einelti betur „Það verður Olweus-könnun í nóvember og niðurstöður úr henni verða sendar út. Við höfum í gegn-um tíðina verið að mælast með frá átta til þrettán prósent.“ Þar á Pétur við að það hlutfall barna í 4. til 10. bekk sem segist upplifa einelti oftar en tvisvar til þrisvar í mánuði. Fram hefur komið í fjölmiðlum að það hlutfall sé næstum helmingi hærra en það sem mælist á landsvísu. Að-spurður hver sé skýringin á því að hlutfallið mælist hærra þar en ann-ars staðar segir hann: „Við teljum að það sé margt sem bendi til þess að við þurfum að skýra hugtakið betur og kalla einelti það sem það er og við höfum verið að vinna í því. Það var foreldradagur um daginn og þá lögðum við könnun fyrir foreldra og nemendur. Við spurðum hvert ein-asta foreldri og hvert einasta barn í einstaklingsviðtölum hvort að við-komandi yrði fyrir einelti eða hvort það vissi um einhvern sem hefur orðið fyrir einelti. Við erum ekki búin að taka saman heildarniður-stöðuna en erum að vinna í því í dag. Okkur sýnist svona fljótt á litið að það séu mjög fáir sem svara því játandi. Við munum kanna öll þau tilvik sem tilkynnt hafa verið en það er ljóst að við höfum unnið áfanga-sigur og við munum ekki unna okk-ur hvíldar fyrr en en við höfum upp-rætt vandamálið.“ Einelti ekki vandamálPétur segir töluna ekki gefa gefa rétta mynd af ástandinu í skólan-um. „Þetta er allt of há tala, en það er erfitt að segja að hún sé ekki sönn. Þetta er það sem kemur út úr viðurkenndri könnun.“ Hann segir einelti því ekki vera vandamál í skólanum. „Alls ekki. En eitt tilfelli er auðvitað einu til-felli of mikið, en miðað við þá miklu vinnu sem lögð er í þessi mál hér í skólanum þá finnst mér þetta óviðunandi tala og það sem við erum að vonast eftir að sjá í næstu könnun er að við séum að vinna á þessum málum. Ef þessi prósenta verður á svipuðum slóð-um þá er eitthvað að þessum verkferlum og þá þurfum við að taka málið til skoðunar alveg frá grunni, því eins og ég segi þá er unnið alveg gífurlega öflugt starf í þessum málum. Þess má geta að í sjálfsmatskönnun sem unnin var í mars í fyrra sögðust 95 pró-sent nemenda í 6. til 10. bekk allt-af eða oftast líða vel í skólanum. Okkur finnst skólabragurinn góð-ur svona almennt séð.“ Segir einelti ekki vera vandamál n Segir niðurstöðu úr eineltiskönnun ekki gefa rétta mynd n Segir skólabrag góðan„Við teljum að það sé margt sem bendi til þess að við þurf- um að skýra hugtakið betur og kalla einelti það sem það er og við höfum verið að vinna í því. í fjölmiðla. Þá var kallaður saman fundur með Ásmundi, skólastjóra, umsjónarkennara og einum öðr-um. Þau höfðu ekkert gert gert í mál-inu fram að því. Ekkert. Nema að barninu mínu leið stöðugt verr og verr. Hún var orðin mjög þunglynd og komin með sjálfsvígshugsanir sem reyndar höfðu gengið svo langt að hún gleypti töluvert af verkjalyfj-um til þess að reyna að enda líf sitt, af því að enginn virtist vilja hjálpa henni. Ekki fyrr en þessi fundur var haldinn með bæjarstjóranum, að hans frumkvæði. Ásmundur barði í borðið og sagði hingað og ekki lengra og við fengum hana flutta í skóla í Keflavík.“ Margrét segir Ásmund með því hafa bjargað dóttur hennar úr helj-argreipum eineltis og er honum ævinlega þakklát. „Ef það hefði ekki verið fyrir hann þá veit ég hreinlega ekki hvort hún væri á lífi í dag.“ Vaknar um nætur og græturDóttir Margrétar sem nú er tólf ára gömul blómstrar í nýja skólanum. Hún er farin að brosa á ný, fær ekki jafnmiklar martraðir líður ögn bet-ur með sjálfa sig.Í nýja skólanum fær hún ekki að heyra að hún sé ljót, feit hóra, eða að hún sé ógeðslega lyktandi og það sem meira er það er ekki geng-ið í skrokk á henni. Hún er þó enn að kljást við afleiðingar eineltisins. „Það er mikil reiði og sársauki í henni. Ég er búin að biðja um sál-fræðiaðstoð fyrir hana því hún þarf aðstoð við að vinna úr þessu. Það koma nætur þar sem hún vaknar og grætur. Það koma kvöld þar sem hún getur ekki sofið af því henni líður svo illa. Þá fer hún að hugsa til baka. Ef að hún sér þessa krakka, þá hrekkur hún í baklás. Þetta er ekkert auðvelt. Ég veit ekki hvort að hún eigi eftir að bera þess fylli-lega bætur að hafa verið í þessum skóla.“ Sömu krakkarnir ennþá aðÞrátt fyrir að Sigríði Eydísi sé vel tekið í nýja skólanum er vanda-málið ennþá til staðar í Garðinum. Sömu krakkarnir veitast að henni þegar þeir sjá hana úti fyrir í bæn-um og fyrir stuttu gengu skilaboð þeirra á milli á Facebook um að safnast ætti saman og lemja hana fyrir utan gamla skólann hennar. „Í dag eru þessi sömu börn og áreittu dóttur mín hér í skólanum enn að kvelja hana. Ef dóttir mín fer hér í sund og eitthvað af þeim eru í sundi er hún áreitt. Ef dóttir mín fer á skólalóðina að leika sér og eitthvað af þessum börnum er þar er hún áreitt. Hún kom óða-mála heim um daginn og sagði mér að þrjár stelpur, sem höfðu mikið verið að atast í henni í skólanum, hefðu komið, tekið utan um hana og og beðið hana afsökunar á því hversu leiðinlegar þær hefðu verið við hana. Daginn eftir fékk hún skilaboð á Facebook frá einni þeirra, sem bað hana um að koma niður í skóla til að ræða málin. Hún var hjá vin-konu sinni en fór niður í skóla til að hitta þær. Þetta var um kvöld-matarleytið og ég hringdi í vinkonu hennar sem sagði mér að hún hefði farið niður í skóla. Það var eitthvað sem sagði mér að fara af stað og leita að henni. Þegar ég kom niður í skóla sá ég bara þrjár stelpur svo ég keyrði hring í kringum skólann. Þá sá ég heilan hóp af krökkum standa við íþróttahúsið og dóttur mína koma hjólandi. Ég fór út úr bílnum og hóaði í hana og hún sagði mér að þarna væru tíu manneskjur og það ætti að fara að lemja hana. Þá var málið það að það átti að espa hana upp í slagsmál og lúskra síðan á henni. Þau voru búin að láta boð ganga á Facebook og í gegnum SMS að hittast þarna því núna ætti að taka hana í gegn. Það vildi bara svo ótrúlega vel til að ég kom að þeim og gat stöðvað það sem var í uppsiglingu.“ Agaleysi og foreldravandamálHún vill kalla þetta foreldravanda-mál því hegðun barnanna endur-speglar það sem fyrir þeim er haft. „Ég vil kalla þetta foreldravanda-mál. Börn eru auðvitað inni á sín-um heimilum og hlusta á foreldra sína tala um annað fólk og önnur börn. Ef foreldrar tala um annað fólk og önnur börn á þann hátt að ein-hver sé ekki nógu fínt klæddur, eigi ekki nógu fínt hús, flott föt, nógu flottan bíl eða guð má vita hvað, þá fara börnin með þetta með sér þangað sem þau eru að fara, hvort sem það er skólinn eða annað. Ég held að börn séu almennt séð ekki nógu vel upp alin. Þau eru dóna-leg og ókurteis og þeim finnst þetta bara allt í lagi.“ Fleiri börn lögð í eineltiFjölskyldan hefur íhugað að flytja í burtu en eins og staðan er í húsnæð-ismálum eru þau hálfföst að sögn Margrétar. Hún fær enn fréttir af börnum sem líður illa vegna einelt-is í Gerðaskóla og vill sjá breytingu. „Ég myndi vilja sjá nánast skipt um alla kennara og skólastjóra hérna í skólanum. Mér finnst að hér þurfi að moka út og setja allt nýtt inn. Ég vil þó taka fram að í skólan-um eru góðir kennarar inni á milli en þeir líta undan og staðhæfa það að þeir verði aldrei varir við neitt. En eins allflestir vita er einelti, sama hvort það er á vinnustað eða í skóla, svo mikið falið fyrir þeim sem á að fylgjast með. Í staðinn fyrir að þræta fyrir að svona sé í gangi, þá ættu þeir að láta barnið njóta vafans og standa með barninu. Fólk ætti að horfa í spegil og spyrja sig hvort það sé virkilega orðið svo dofið á sálinni að börn skipti það engu máli, þó að það séu annarra manna börn.“ Gerðaskóli Pétur Brynjarsson, skólastjóri Gerðaskóla í Garði, segir skólann vinna ötult starf í baráttu við einelti. 12. október sl. Fréttir | 3 Mánudagur 24. október 2011 n Þingmaður Sjóræningjaflokksins kynnir framúrstefnulegt lýðræði fyrir borgarstjóra n Skrifa undir „yfirlýsingu um ekkert“ í Höfða C hristopher Lauer var í síðasta mánuði kjörinn á þing Berl­ínarborgar fyrir Sjóræningja­flokkinn – Pirate Party, sem kom öllum á óvart og fékk 8,9% atkvæða í kosningunum. Það tryggði flokknum 15 þingmenn á þingi Berl­ínar. Sjóræningjaflokkurinn hefur vaxið gríðarlega síðustu mánuði og skiptir fjöldi meðlima hans tugum þúsunda. Flokkurinn á uppruna sinn á netinu og barðist í upphafi fyrir upp­lýsingafrelsi og frelsi til að deila höf­undarréttarvörðu efni á netinu. Hann hefur hins vegar þróast út í að berjast fyrir framúrstefnulegum hugmynd­um um lýðræði í gegnum netið. Christopher var hér á landi um helgina til þess meðal annars að hitta Jón Gnarr borgarstjóra og á föstu­daginn undirrituðu þeir „yfirlýsingu um ekkert“ í Höfða. „Þetta er yfirlýs­ing um ekkert og við erum að ögra því hvernig stjórnmálamenn skrifa undir stórar yfirlýsingar við hátíðleg tilefni sem síðan er stungið ofan í skúffu og fimm árum síðar rifja menn þær upp og segja: Manstu hvað við ætluðum að gera þarna?“ Christopher segir að það sé einfaldlega heiðarlegra að standa svona að málum. Margt líkt og í Besta flokknum„Ég er 27 ára og hef búið í Berlín síðan 2005. Ég var að læra sagnfræði með áherslu á vísindi og menningu. Ég vann sem vörustjóri hjá hugbúnað­arfyrirtæki og hjá Sjóræningjaflokkn­um síðan 2009. Þegar ég var í Kína í eitt ár kviknaði áhugi minn á því að stofna Sjóræningjaflokkinn. Þar ertu með einræðisþjóðfélag, en þar get­urðu keypt allt það sama og á Vestur­löndum en margir hlutir eru bann­aðir. Í Þýskalandi búum við ekki við fullt upplýsingafrelsi, sumar netsíður eru lokaðar og umræður um þessi mál urðu kveikjan að flokknum,“ segir Christopher. Það er margt líkt með Besta flokknum í Reykjavík og Sjóræningja­flokknum í Berlín. „Fólk hélt oft að við værum bara grínframboð en kosn­ingabaráttan var ekki mjög skemmti­leg. Við reyndum samt að brjóta upp staðalímyndir stjórnmálamanna. Baráttumál okkar hafa fengið fólk til þess að trúa því að við munum ná fram raunverulegum breytingum á þinginu. Ástandið í Þýskalandi er ekki eins slæmt og hér Íslandi, en ég er viss um að það muni versna. Fólk vill breytingar á stjórnmálum og hvern­ig stjórnmálamenn koma fram hver við annan. Til dæmis var einn fram­bjóðandi okkar spurður um skulda­stöðu Berlínar. Ég held að hún sé um 63 milljarðar evra – svo við erum eig­inlega á hausnum – en frambjóðand­inn svaraði því að hún væri örugglega ekki nema nokkrar milljónir evra! Venjulega hefði frambjóðandi verið tekinn í bakaríið fyrir svona málflutn­ing. En við sögðum alltaf að ef við vissum ekki eitthvað þá myndum við bara gúggla það,“ segir Christopher og bætir við: „Það er margt líkt með okk­ar herferð og herferð Besta flokksins án þess að við höfum verið að reyna að herma eftir honum.“ Hugsuðu til Jóns Christopher og hinir þingmennirnir hittu Jón Gnarr borgarstjóra í tvígang á meðan þeir voru hér á landi. Hann segist hafa hugsað til Besta flokksins og árangurs hans þegar hann stóð í kosningabaráttunni í Berlín í sumar. „Einhver sagði mér að ég yrði að hitta Jón og ég er svo hvatvís að ég hringdi beint í Heiðu Kristínu Helgadóttur og hún bauð okkur að koma í október. Það fyndna við þetta er að hún sagði mér að Jón væri einnig að hugsa til Sjóræningjaflokksins og að hann væri virkilega ánægður með árangur okkar í kosningunum. Hann vildi líka hitta okkur.“ Sem fyrr segir stendur Sjóræn­ingjaflokkurinn ekki bara fyrir hug­myndum um að allir megi hlaða nið­ur höfundarréttarvörðu efni af netinu án þess að borga fyrir það. Flokkurinn hefur hannað framúrstefnulegt lýð­ræðiskerfi á netinu, sem er blanda af fulltrúalýðræði og beinu lýðræði. Þeir komu einmitt hingað til lands í tilefni af því að Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum samráðsvefnum betri­reykjavik.is, þar sem íbúar geta kosið um tillögur sem fara síðan inn á borð borgarfulltrúanna. Kerfi Þjóðverjanna heitir á ensku „Liquid feedback“. „Við sýndum þeim sem standa fyrir betrireykjavik.is okkar hugmyndir og þeir voru mjög áhugasamir,“ segir Christopher. Framúrstefnulegt lýðræðiÞingmaðurinn ungi segir að í ein­földu máli geri Liquid feedback fólki kleift að blanda saman beinu lýðræði og fulltrúalýðræði. Hið síðarnefnda sé orðið býsna úrelt og hafi raunar lítið breyst frá því kjörnir fulltrúar riðu á hestum til höfuðborganna og settust á þing. „Með tilkomu internetsins höf­um við tækifæri til að leyfa öllum sem vilja að taka þátt í stjórnmálum. Við höfum flatan strúktúr í flokknum okk­ar. Það er engin forysta í flokknum og því notum við þetta fyrirkomulag. Við komum af internetinu og við notum strúktur netsins.“ Allir meðlimir flokksins fá aðgang að vefnum og síðan getur ákvarðana­takan orðið bæði einföld og flókin. Meðlimir koma með tillögur um allt frá því hvar þeir borði næstu mál­tíð til flóknari hluta. „Fólk setur það sem það vill helst gera í fyrsta sæti og svo koll af kolli. Síðan fækkar hug­myndunum og aðeins þær vinsæl­ustu komast áfram. Á endanum met­ur kerfið þá tillögu sem fær mestan stuðning.“ Hann bendir á að til þess að svona kerfi fari ekki úr böndunum sé aðeins uppbyggileg og málefnaleg gagnrýni leyfð. Umræða á netinu eigi það til að vera mjög upphrópunarkennd þar sem sem margir vilji bara æsa aðra upp. „Við útilokum slíka umræðu og gefum þeim ekki athygli sem vilja vera með leiðindi.“ Framselja atkvæðiÞegar flokkurinn fundar setja flokks­menn allar hugmyndir sínar fyrst inn á vefinn. Á nokkrum dögum þró­ast umræðan um málefnin og þeg­ar kemur að fundinum er ljóst hvaða málefni eru vinsælust meðal flokks­manna. Kerfi þessa byltingarkennda stjórnmálaflokks býður líka upp á hefðbundið fulltrúalýðræði. Treysti flokksmenn sér ekki til þess að taka málefnalega afstöðu til ýmissa mála, svo sem flókinna viðfangsefna á borð við efnahagsmál, geta þeir framselt atkvæði sitt til þeirra sem hafa meiri þekkingu á málaflokknum. „Fólk er valið út frá verðleikum en ekki af því að það á mikla peninga,“ segir hann.Christopher telur að Íslendingar hafi stórt tækifæri til þess að innleiða slíkar hugmyndir vegna fámennis. „Íslendingar hafa frábært tækifæri til að innleiða svona beint lýðæði. Þátttakan er lykilatriði og að stjórn­völd taki þetta alvarlega. Hugmyndin gengur út á að búa til sterkt kerfi gegn eiginhagsmunum og leggja frekar áherslu á hagsmuni fjöldans.“ Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Íslendingar hafa frábært tækifæri“ Christopher Lauer „Fólk vill breytingar á stjórnmálum og því hvernig stjórnmálamenn koma fram hver við annan.“ Mynd EyÞór ÁrnaSon Valdir foreldrar tóku könnunMargrét vill meina að taka þurfi starfsfólk skólans til gagngerrar endur skoðunar „Til þess að skóla­starf hérna gangi eins og hjá al­mennilegu fólki og börn geti mætt í skólann án þess að vera hreinlega á kvíðastillandi lyfjum þarf að hreinsa út úr skólanum frá a til ö. Bæði starfs­fólk og kennara. Fyrr gengur þetta ekki. Maður veltir fyrir sér hversu mörg börn hérna í Garðinum séu komin á kvíðastillandi lyf bara til að geta mætt í skólann.“ Vandamálið er rótgróið að þeirra mati og þrátt fyrir að nýir og vel­meinandi kennarar taki til starfa í skólanum, hrökklist þeir oftar en ekki í burtu. „Það koma nýir kenn­arar hingað, með góðan vilja en þeir hrökklast í burtu. Þeir þola ekki álag­ið og gefast upp fyrir kennurum og starfsfólki sem hafna alfarið að eitt­hvað sé að í skólanum.“„Svo flagga þau alltaf þessari Olw­eusaráætlun en vita ekkert út á hvað hún gengur.“ Anna segir niðurstöð­ur nýjustu eineltiskönnunarinnar ekki marktækar, en þá könnun hef­ur skólann vitnað í til að sýna fram á að vandamálið sé ekki eins mikið og fyrri kannanir hafa sýnt. „Síðasta ein­eltiskönnun fór þannig fram að það voru valdir foreldrar sem voru spurð­ ir hvort börnin þeirra væru lögð í einelti og kennarinn krossaði við á einhverju blaði hjá sér. Þannig fór sú könnun fram,“ segir Anna og það er augljóst að hún er ekki hrifin af vinnubrögðum skólans. Ein bætir við að hún hafi fengið þær fréttir úr skól­anum að deildarstjóri sem er í ein­eltisráði skólans hafi upplýst krakk­ana um að sögurnar og þessi viðtöl sem birtust í fjölmiðlum um eineltið í skólanum væri bara lygi og upp­spuni. „Þannig að þau skyldu ekkert vera að hafa áhyggjur af þessu. Það á að þagga þetta niður eins og allt ann­að í skólanum.“ Funduðu saman Mæðurnar segja að talað hafi ver­ið niður til þeirra og þær ekki tekn­ar trúanlegar þegar þær leituðu til skólans. Þess vegna hópuðu þær sig saman í von um það myndi að styrkja málstað þeirra. Þær hittust fyrst í desember 2007 en þá höfðu þær allar fengið nóg af samskiptum sínum við skólann. Margrét rifjar upp aðdraganda þess að Gribburnar voru stofnaðar. „Það komu heim til mín mæður sem voru búnar að heyra af okkar löngu baráttu við skólann og spurðu mig og manninn minn hvort við vild­um gera eitthvað, efla samstöðu á meðal foreldra. Á innan við viku var þessi hópur kominn. Við erum upp undir tíu í hópnum en margir er fluttir annað. Við hittumst og sögð­um okkar sögur. Við fórum síðan heim í áfalli. Hópurinn ákvað að fara á fund í Skólamálaskrifstofu í Keflavík og segja sína sögu þar. Fulltrúi skrif­stofunnar talaði við skólann og í framhaldi af því voru þær boðaðar á fund í Gerðaskóla þar sem átti að ræða við þær allar, hverja í sínu lagi. Hópurinn ákvað hins vegar að mæta saman á fundinn. Tilgangurinn ekki stríð„Við mættum á fyrsta fundinn öll saman ásamt tveimur feðrum. Því var tekið eins og við ætluðum að fara í stríð við skólann, en það var aldrei tilgangurinn. Eina krafa okkar var sú að börnin okkar fengu þá aðstoð og annað sem þau þurftu. Það sem þau eiga rétt á,“ segir Margrét. Síðan þá hefur ekki mikið þokast fram á við. Frá því Gribburnar stofn­uðu hópinn hefur nýr skólastjóri tekið við en þær segja ástandið það sama. Pétur Brynjarsson, núverandi skólastjóri Gerðaskóla, sagði í sam­tali við DV á dögunum að hann teldi einelti ekki vera vandamál í skólan­um og að kannanir sem sýna óvenju­hátt hlutfall eineltis ekki vera réttar. „Við höfum einu sinni farið sem hópur og talað við Pétur skóla­stjóra en við fengum litlar undir­tektir. Hann og aðstoðarskólastjór­inn töluðu til okkar af fyrirlitningu að okkur fannst og við fengum þau skilaboð að það yrði engin samvinna með þessum hópi. Við skyldum fara þessar leiðir sem eru boðaðar, það er, í gegnum bekkjafulltrúa, foreldraráð og annað í þeim dúr.“ Þá leið segjast þær ekki geta farið þar sem oft væru þeir aðilar foreldrar gerenda einelt­is og ættu því erfitt með að setja sig í spor foreldra þolenda. „En við ætl­um ekki að gefast upp,“ segir Mar­grét. „Börnin eiga betra skilið.“ Gribburnar Þær Unnur Grétarsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Margrét Hall-grímsdóttir eru hluti af Gribbunum sem eru hópur mæðra eineltisþolenda í Gerðaskóla.Mynd SiGTryGGur ari 11. október sl. 24. október sl. Gengur til góðs Birna Dögg Gunnarsdóttir, 14 ára stúlka af Reykjanesi, skipulagði göngu gegn einelti sem farin verður frá Hlemmi niður á Ingólfstorg klukkan tólf á laugardaginn. Árni Páll og Ólöf Nordal rifust: „Forðast innistæðu- lausa loftfimleika“ Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi á fimmtudag á milli Ólafar Nordal, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, og Árna Páls Árnasonar efnahags- ráðherra. Í óundirbúnum fyrir- spurnatíma benti Ólöf á að 51,5% heimila eiga erfitt með að ná endum saman og 40% heimila treysta sér ekki til að mæta óvæntum útgjöld- um. Þá sagði Ólöf að með 110% leiðinni hefði ekki tekist að ná þeim markmiðum sem að var stefnt. Hún benti á að fjármálastofnanir fram- fylgdu 110% leiðinni með mjög ólík- um hætti. Sértæka skuldaaðlögunin hefði ekki heldur skilað þeim árangri sem stefnt var að. Ólöf spurði hvort Árni Páll teldi að úrræðin hefðu skilað þeim árangri sem stefnt var að og hvort hann teldi að gera þyrfti betur. Þá spurði hún hvort ráðherra ætlaði að láta fjármálafyrirtæki sam- ræma hvernig þau framfylgja 110% leiðinni. Árni Páll svaraði: „Hér er spurt um marga þætti í skuldaúrvinnsl- unni og það rétt að það þarf að haga henni þannig að hún gangi fram með réttum hætti, en það þarf að forðast innistæðulausa loftfimleika.“ Árni skaut þar á efnahagstillögur Sjálfstæðisflokksins þar sem gert er ráð fyrir því að lántakendur geti skilað lyklum að fasteignum sínum aftur til bankans. Árni sagði miklu máli skipta að fara sjálfbærar leiðir sem leggja traustan grunn að fjárhag heimilanna. Varðandi mismunandi útfærslur á 110% leiðinni sagði Árni Páll að það væri afstaða Samkeppniseftir- litsins að ekki mætti binda bankana í eina leið, mikilvægt væri að þeir gætu boðið ólíkar lausnir. Þingmönnum í sal fannst Árni Páll skauta fram hjá efninu og heyrð- ist ítrekað kallað úr sal: „Svaraðu spurningunni! Svaraðu!“ Árni brást við með því að segja að Sjálfstæðis- flokkurinn væri að hlaupa á eftir kanínum sem þeir hefðu dregið upp úr hatti sínum. valgeir@dv.is Söfnun Reiða sig á góðvild sjálfboðaliða. Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár!Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar prýðum &plöntum Við gróðursetjum lifandi tré í skógrækt skáta að Úlfljótsvatni fyrir hvert Sígrænt jólatré sem keypt er. Þú prýðir híbýli þín með Sígrænu jólatré og stuðlar að skógrækt um leið! Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár!Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar prýðum &plöntum Við gróðursetjum lifandi tré í skógrækt skáta að Úlfljótsvatni fyrir hvert Sígrænt jólatré sem keypt er. Þú prýðir híbýli þín með Sígrænu jólatré og stuðlar að skógrækt um leið! Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár!Sígræna jólat éð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar prýðum &plöntum Við gróðursetjum lifandi tré í skógrækt skáta að Úlfljótsvatni fyrir hvert Sígrænt jólatré sem keypt er. Þú prýðir híbýli þín með Sígrænu jólatré og stuðlar að skógrækt um leið!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.