Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Page 12
12 | Fréttir 4.–6. nóvember 2011 Helgarblað Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Starfsmenn og sjálfboðaliðar Hjarta- heilla, landssambands hjartasjúk- linga, héldu í sumar vinnufund á Fosshóteli í Reykholti. Fundargest- um, sem samanstóðu af tveimur starfsmönnum samtakanna, for- mönnum ellefu undirdeilda og mökum þeirra, var boðið upp á bæði kvöld- og hádegisverð ásamt gist- ingu á hótelinu eftir fundinn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hjartaheill var heildarkostnaður við gistingu, mat og drykk 531.500 krónur. Ásgeir Þór Árnason, fram- kvæmdastjóri Hjartaheilla, segir að á vinnufundum sem þessum, sem standi frá morgni til kvölds, sé stefna samtakanna mótuð. Á þriggja ára tímabili í starfsemi samtakanna eru haldnir tveir vinnufundir á móti ein- um aðalfundi. Er þetta kerfi nýtt af nálinni, en áður voru haldin lands- þing annað hvert ár. Ásgeir segir að með breyttu formi sé verið að spara töluvert og því fylgi þessum vinnu- fundum enginn aukakostnaður. „Fólk er að koma frá öllum lands- hornum. Það er ærið erfitt að fara að senda fólk heim klukkan tíu, ellefu að kvöldi. Þetta er bara óhjákvæmi- legur kostnaður sem kemur vegna þess að þetta eru landssamtök,“ segir Ásgeir. Fundargestum var boðið upp á súpu og brauð í hádeginu en um kvöldið var íslenskt lambakjöt á borðum. „Það er alveg á hreinu að þessari súpu og brauði og þessum kvöldmat var vel varið í þetta fólk sem vinnur hér sjálfboðavinnu allt árið um kring,“ segir hann. Aðspurður hvort fólk hafi fengið sér vín með matnum svarar Ásgeir: „Jú, ég held nú að einhverjir hafi fengið sér bjór, koníak, kaffi, rauðvín og hvítvín. Ég taldi nú ekki ofan í fólkið eða lá yfir því hvað hver pant- aði sér.“ Hann segir að landsþingin áður fyrr hafi ávallt staðið yfir heila helgi með tilheyrandi kostnaði við ferð- ir, gistingu og mat. Þá hafi þingin verið þunglamaleg og skilað litlum árangri. Vinnufundirnir eru mun markvissari að sögn Ásgeirs. Hann bendir jafnframt á að samtökin hafi nýlega tryggt Íslendingum hjarta- þræðingartæki sem kostar tæpar þrjú hundruð milljónir króna. Boðið upp á mat, drykk og gistingu: Sjálfboðaliðum umbunað N ýverið birti DV viðtal við móð- ur níu ára drengs, sem glím- ir við margvísleg vandamál og hefur í ofanálag orðið fyrir einelti í Árbæjarskóla. Móð- ir drengsins, Elsa Margrét Víðisdótt- ir, segir að skólinn hafi ekki brugðist nægilega vel við eineltinu. Hún vildi vekja máls á eineltinu eftir að dreng- urinn kom heim með töluverða áverka og bað um að fá að „sofna að eilífu“. Hún sagði skólann hafa brugðist í mál- inu og gagnrýndi viðbrögð skólastjór- ans við vanda drengsins. „Ég ætla ekki að þegja lengur, þetta er orðið of alvar- legt,“ sagði Elsa Margrét í samtali við DV. Rætt var við fleiri foreldra í skól- anum og skólastjórann, auk þess sem greint var frá viðbrögðum Árbæjar- skóla við einelti almennt í umfjöllun DV um málið. Erfitt að sanna eineltið Í kjölfarið var móðir drengsins boðuð á fund menntasviðs og Félagsþjónust- unnar. Elsa Margrét segir að á fund- inum hafi hún ítrekað verið spurð að því hvort hún væri að tala um einelti eða áreiti. Eins hafi hún verið spurð að því hvernig hún gæti verið viss um að drengurinn byggi við einelti og sýnt fram á það. „Best er að tala við barn- ið. Sjálf hef ég talað um þetta við vini, vandamenn og nágranna. Forstöðu- kona frístundaheimilisins hefur einn- ig séð ýmislegt, sá til dæmis þegar það var verið að hjóla yfir hann og stoppaði það. Þá hringdi ég reyndar á lögregl- una svo það hljóta að vera til skýrslur um það þótt sá strákur sé fluttur úr hverfinu. Eins á ég myndir af áverk- unum. Eins er stöðugt áreiti einelti. Það er ekki hægt að gera greinarmun á því. Einelti felst ekki bara í barsmíðum, það er ofbeldi.“ Hann er alltaf brosandi Henni var boðið að fara á sáttafund með skólanum en afþakkaði það. „Ég er búin að biðja svo lengi um að eitt- hvað verði gert í þessu og nú vil ég bara sjá aðgerðir.“ Þá segir hún að sér hafi verið tjáð að starfsfólk menntasviðs hafi farið í skól- ann. Þar hafði starfsfólkið aðra sögu að segja, að eineltið væri ekki eins alvar- legt og hún lýsir því og Gabríel Víði líði ekki eins illa og hún vilji meina. „Ég veit vel hvenær syni mínum líður illa. Þau segja líka að þau hafi gert helling fyrir Gabríel. Það er rétt að Gabríel hef- ur fengið mikla hjálp varðandi námið. Hann hefur fengið sérkennslu og fyrir hann er allt sett upp með myndrænum hætti. Það er ekkert út á það að setja og honum gengur vel. En það er ekki það sem ég er að tala um, ég er að tala um eineltið sem hann verður fyrir og að- gerðaleysið varðandi það. Síðan var mér sagt að Gabríel hefði verið brosandi í skólanum og að það hafi farið vel á með honum og Þor- steini. Í fyrsta lagi þá er Gabríel allt- af brosandi, hann er alltaf að segja brandara og reyna að hylma yfir það hvernig honum líður í raun. Í öðru lagi þá tengir hann Þorstein ekki við eineltið, hann lítur ekki svo á að hann hafi brugðist þar sem hann er stjórnandi, Gabríel sér þetta ekki þannig. Svo mér finnst frekar lélegt að ætla að byggja eitthvað mat á þessu.“ Fannst eins og sér væri ekki trúað Í heildarmati á skólanum kemur fram að 21% einelti mælist í skólanum, sem er undir meðaltalinu í borginni sem er 27%. „Mér finnst það mjög alvarlegt. Það þýðir að 139,4 börn verða fyrir ein- elti í Árbæjarskóla. Þetta eru of háar tölur. Ég spurði hvort þau færu í flugvél ef það væru 21% líkur á að hún hrap- aði eða hvort þau myndu mæta í vinn- una ef það væru svo miklar líkur á að þau yrðu fyrir einelti. Við því áttu þau engin svör.“ Fundinum lauk á þeim orðum að málið yrði skoðað. „Ég sagði að ég vildi þennan skólastjóra ekki nálægt syni mínum lengur fyrr en ég sæi að hann ætlaði að taka á vandanum. Ég vil sjá hann taka á þessu af fullri alvöru. Þangað til það gerist vil ég fá tengilið inn í skólann sem getur haldið utan um mál Gabríels og hjálpað honum. Ég óskaði eftir því. En mér leið mjög illa eftir fundinn. Mér fannst eins og ég hefði engu áork- að, eins og ég hefði slengt höfðinu upp við vegg. Kannski var það vitleysa, ég geri mér grein fyrir því að það er þeirra hlutverk að hlusta á báðar hliðar máls- ins án þess að taka afstöðu en mér fannst samt eins og mér væri ekki trú- að. Það er óþægileg tilfinning. Að lokum vil ég svara því af hverju ég skipti ekki um skóla, því ég er allt- af að fá þá spurningu. Í því felst eng- in lausn. Ég vil frekar sjá breytingar. Ég bíð enn eftir því að skólastjórinn hringi og spyrji hvort við getum ekki rætt saman, held í vonina um að hann Vilja sætta móður og skóla n Menntasvið borgarinnar bauð Elsu Margréti sáttafund með skólanum n Kennarar tala um atlögu að skólanum n Telja eineltið ekki eins og alvarlegt og móðirin vill meina Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Sendi skólanum bréf Ragnar Hall- dórsson, ráðgjafi í mannlegum samskiptum, sendi bréf á starfsfólk skólans í kjölfar samskipta sinna við skólastjórann. Bíður enn og vonar Elsa Margrét bíður enn eftir að heyra frá skólastjóranum og heldur í þá von að hann muni taka eineltið föstum tökum. Hún fór á fund menntasviðs í vikunni en vill að skólinn taki nú frumkvæðið að öflugum aðgerðum gegn einelti. „Sú atlaga sem gerð hefur verið að skólanum okkar síðustu daga er kannski bara birtingarmynd af því sam félagi sem við lifum í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.