Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Qupperneq 13
Fréttir | 13Helgarblað 4.–6. nóvember 2011 segi það sem ég þrái að heyra, að hann vilji og muni gera allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa syni mínum.“ Skólinn talar um atlögu Bréf sem foreldrar barna í fjórða bekk skólans fengu sent frá skólan- um gefur þó ekki til kynna að skóla- stjórinn muni hringja í bráð. Þar er meðal annars talað um atlögu að skólanum en það voru umsjónar- kennarar í fjórða bekk sem sendu bréfið. „Mér finnst þetta vera bara það sama og hefur verið. Kennararn- ir standa saman og með skólastjór- anum. Það lítur ekki út fyrir að þeir ætli að gera neitt í þessum málum,“ segir Elsa Margrét. Með orðinu atlaga yfir umfjöll- un um mál Gabríels Víðis segir hún að kennararnir líti greinilega svo á að þetta sé persónuleg árás á skólann. „Mér þykir sárt að þeir líti svo á málið,“ segir Elsa Margrét. Í bréfinu segir meðal annars: „Við í Árbæjarskóla leggjum áherslu á að samskipti einstaklinga grundvallist á gagnkvæmri virðingu, kurteisi og til- litssemi þannig að öllum líði vel. Í starfi okkar með börnunum ykkar höf- um við haft að leiðarljósi að vinna af fagmennsku, alúð og samviskusemi.  Sú atlaga sem gerð hefur verið að skólanum okkar síðustu daga er kannski bara birtingarmynd af því samfélagi sem við lifum í. Við von- um þó að þessi umfjöllun hafi haft sem minnst áhrif á börnin okkar. Það er ljóst að við getum ekki  rætt mál- efni  einstakra nemenda hvorki við nemendur okkar né foreldra annarra barna. Við umsjónarkennarar í 4. bekk ræðum þó reglulega við nemendur okkar um mikilvægi góðra samskipta og hvernig hver og einn getur lagt sitt af mörkum til að efla góðan anda inn- an skólans. Einnig hvetjum við ykkur foreldra til að ræða við börnin á sömu nótum.“ Ráðgjafi sendi bréf á skólann Fjölmargir hafa veitt Elsu Margréti stuðning, hvatt hana áfram og boðið fram aðstoð sína. Þeir Einar Bárðar- son, Logi Geirsson og Ingó í Veðurguð- unum sóttu drenginn til dæmis í skól- ann á mánudaginn og gerðu honum glaðan dag. Vænst þykir henni þó um að einn af aðalgerendum í eineltinu gegn Gabrí- el hafði samband við hann og sagði: „Ég vil ekki að þú deyir,“ baðst afsök- unar og bauð honum í afmælið sitt. Það segir henni að hún gerði rétt með því að segja frá ástandinu. En þeir eru fleiri sem hafa lát- ið sig málið varða. Ragnar Hall- dórsson ráðgjafi í mannlegum samskiptum hringdi í skólastjóra Ár- bæjarskóla, Þorstein Sæberg, en sam- skiptum þeirra lauk er Þorsteinn skellti á Ragnar, að hans sögn. Í kjöl- farið sendi Ragnar bréf á Þorstein, starfsmenn skólans, menntamála- ráðuneytið og menntasvið Reykjavík- urborgar sem hófst á þessum orðum: „Sæll Þorsteinn. Það var huggulegt af þér að skella á mig þegar ég hringdi í þig sem almennur borgari sem þekkir börn í Árbæjarskóla, til að fræðast um hin alvarlegu eineltisvandamál skól- ans í gær.“ Bréfið hélt áfram og sagði Ragnar meðal annars: „Þótt þú virtist halda að það sé afsökun að einelti viðgangist e.t.v. í öðrum skólum, svona eins og að það afsaki ofbeldi að benda á að það viðgengst annars staðar, viðurkennd- irðu þó að 0 umburðarlyndi gagnvart einelti væri rétt.“ Lætur sig einelti varða DV spurði Ragnar út í ástæður þess að hann hafði samband við Þorstein og ákvað að senda þennan tölvupóst í kjölfarið. „Allt frá barnæsku hef ég látið mig eineltismál varða. Ég varð vitni að því þegar strákarnir í bekknum voru allir að ráðast á feitasta strákinn í bekknum. Ég var ári á undan í skóla og var því átta ára í níu ára bekk en fór til hans og stóð með honum. Ég veit ekki af hverju en ég hef alltaf tekið af- stöðu gegn einelti, eins og fleiri, sem betur fer. Almennt læt ég mig varða það sem er að gerast í kringum mig og finnst að við eigum öll að gera það og skipta okkur af ef eitthvað er að. Það þora því ekki allir og á því hugleysi þrífast þeir sem beita ofbeldi. Ofbeldi þrífst á því að þeir sem verða vitni að því eru of hræddir til að skipta sér af. Það þarf hugrekki til að vilja leggja góðu mál- efni lið.“ Hringdi til að fræðast um eineltismál Ragnar segist starfa sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hans sérgreinar eru samskipti, samskiptakerfi og hvern- ig þau líta út innan stofnana, krísu- stjórnun og þess háttar. Og hann er alls ófeiminn við að setja sig í sam- band við fólk þegar mál vekja áhuga hans. „Besta leiðin til að athuga mál er að eiga samskipti, tala við fólk. Maður sem starfar sem skólastjóri og hefur áhuga á velferð barna er líklegur til að vilja ræða lausnir á málum. Því hringdi ég í skólastjórann til að fræðast um hans sýn á eineltismál.“ Segir hann hafa skellt á Ragnar hringdi tvisvar eða þrisvar áður en hann náði í Þorstein. „Símtal- ið varði stutt. Þegar við náðum saman fór hann strax í mikla vörn þótt ég væri kurteis. Áður hafði ég talað við skóla- stjóra Garðaskóla um sama efni og átt við hann mjög gott og vinsamlegt sam- tal sem og bæjarstjórann þar. Ég kynnti mig með nafni og hann spurði hver ég væri. Ég sagði hon- um að ég væri ráðgjafi og að ég hefði áhuga á að fræðast um málefni Ár- bæjarskóla varðandi einelti, líkt og ég hafði sagt skólastjóra Garðaskóla. Þá svaraði hann því til að einelti væri ekki verra í Árbæjarskóla en í öðrum skól- um og spurði hvort ég vissi um ein- hvern skóla þar sem ekkert einelti er. Ég sagði að það gæti vel verið, en það skipti engu máli, við værum að ræða Árbæjarskóla. Hann sagði þá að níutíu prósent nemenda hefðu það gott. Hvað með hin tíu prósent- in? spurði ég þá. Þá var hann við það að missa stjórn á skapi sínu. Og þeg- ar ég sagði að núll prósent umburð- arlyndi fyrir einelti væri nauðsynlegt samsinnti hann því en bætti því við að hann ætlaði sér ekki að ræða meira við mig. Jæja, er það ekki, hvers vegna ekki? spurði ég og hann skellti á,“ segir Ragnar. Þarf að uppræta umburðarlyndið „Í kjölfarið sendi ég honum þessa hug- leiðingu og taldi eðlilegt að aðrir í skól- anum fengu að vita af því. Ef tíu eða tuttugu börn í Árbæjarskóla þjást þá finnst mér skárra að styrkja þeirra mál- stað en að gera ekki neitt. Og ég vona að ég hafi sáð einhverjum fræjum. Eins sendi ég afrit til þeirra stofn- ana sem hafa eitthvað um menntamál að segja. Mér finnst eðlilegt að þeir sem beri ábyrgð fái að fylgjast með því sem er að gerast í þeim stofnunum sem undir þá heyra,“ segir Ragnar og bætir því við að börn séu að deyja af því að þau þjást, meðal annars í skól- anum. „Við þurfum að taka á þessu. Það er ekki erfitt að berjast gegn ein- elti. Við þurfum bara að uppræta um- burðarlyndið gagnvart því.“ Ekki náðist í skólastjóra Árbæjar- skóla við vinnslu þessarar fréttar. Fréttamaður sýknaður: Svavar lagði Jón Ásgeir Svavar Halldórsson, fréttamaður RÚV, var í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag sýknaður í meiðyrðamáli sem Jón Ásgeir Jóhannesson höfð- aði á hendur honum. Jón Ásgeir var dæmdur til að greiða Svavari eina milljón króna í málskostnað. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Svavar er sýknaður því hann var einnig sýknaður í meiðyrðamáli sem Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, höfðaði. Jón Ásgeir höfðaði mál á hendur Svavari vegna fréttaflutnings hans af meintum fjármagnsflutningum Jóns, Pálma og Hannesar Smárason- ar í Panama-fléttunni svokölluðu. Fréttin snéri að lánaviðskiptum Fons sem vorið 2007 átti að hafa veitt 3 milljarða lán til fyrirtækisins Pace Associates í Panama. Um hafi verið að ræða skipulagða viðskiptafléttu sem snúið hafi að því að koma pen- ingunum út til Panama og þeir hafi síðan með krókaleiðum endað í vasa þremenninganna. Jón Ásgeir taldi að fréttin yrði ekki skilin öðruvísi en að hann hefði gerst sekur um auðgunarbrot og krafðist þriggja milljóna króna í miskabætur auk dráttarvaxta. Dómari málsins sagði í niður- stöðu sinni meðal annars að í ljósi þeirra aðstæðna sem sköpuðust hér á landi eftir bankahrunið yrði Jón Ásgeir að þola nærgöngula umræðu um verk sín og þátttöku í viðskipta- lífinu. Lánveitingar og fjármagns- flutningar í aðdraganda banka- hrunsins væru mikilvægar fréttir og ættu brýnt erindi við almenning. Telur dómarinn að fara beri varlega í að hefta slíka umræðu með refsi- kenndum viðurlögum. Svavar bar því við fyrir dómi að fréttin byggðist á heimildum, munn- legum og skriflegum, sem hann hafi metið trúverðugar. Hann þurfti ekki að færa fram sönnun fyrir þessum ummælum enda hafi réttur frétta- manna til að vernda heimildar- menn sína verið staðfestur. Þá þótti dómara málsins Svavar hafa sýnt nægilega fram á að hann hafi reynt að ná til Jóns Ásgeirs áður en fréttin var flutt og því hafi hann ekki brotið starfsreglur RÚV að því leyti. Vilja jákvæða umfjöllun Formaður Skólastjórafélags Íslands og varaformaður Félags grunnskóla- kennara sendu frá sér yfirlýsingu þar sem gagnrýnt er að fjallað sé um tilfelli eineltis í fjölmiðlum. Þeir vilja að umræða um tilfelli eineltis haldist innan skóla eða sveitarfélaga, en séu ekki rædd í fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af Svanhildi Maríu Ólafsdóttur, formanni Skólastjórafélagsins, og Guðbjörgu Ragnarsdóttur, varaformanni Félags grunskólakennara, er farið fram á jákvæðari umfjöllun um eineltismál. „Skólar eru með forvarnastefnur og eineltisáætlanir og vinna eftir þeim,“ segir í yfirlýsingunni. „Áhugavert væri að fjölmiðlar kynntu sér þau mál og fjölluðu um þau á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“ Er ætlunin að bæta á vandann? „Í tilefni af umræðu DV nú á haustmán- uðum um eineltismál í skólum spyrjum við hvaða tilgangi þjónar sá fréttaflutn- ingur og umræða,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er spurt hvort ætlunin með umfjöllun um eineltismál sé að auka eineltisvandann. „Er slíkum fréttaflutn- ingi og umræðu ætlað að vekja athygli á og leysa eineltismál í skólum eða bæta á vandann?“ Yfirlýsingin er birt í heild sinni á DV.is. Vilja sætta móður og skóla n Menntasvið borgarinnar bauð Elsu Margréti sáttafund með skólanum n Kennarar tala um atlögu að skólanum n Telja eineltið ekki eins og alvarlegt og móðirin vill meina Góður dagur Gabríel Víðir skemmti sér konunglega þegar þeir Einar Bárðarson, Logi Geirs- son og Ingó í Veðurguðunum sóttu hann í vikunni. „Mér fannst samt eins og mér væri ekki trúað. Það er óþægileg tilfinning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.