Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Síða 17
Fréttir | 17Helgarblað 4.–6. nóvember 2011 Þau kaupa upp Ísland Skúli Mogensen Bakgrunnur: Skúli Mogensen var einn af stofnendum hugbúnaðarfyrir- tækisins Oz. Hann var forstjóri félagsins og átti í því stóran hlut. Þegar fyrir- tækið fór á hliðina um aldamótin 2000 leysti Landsbankinn bréf Skúla til sín. Hann skuldaði bankanum um milljarð þegar mest lét og þurfti bankinn að afskrifa um 400 milljónir króna af skuldum hans við bankann. Björgólfur Thor Björgólfsson og aðrir eigendur Samsonar fengu afslátt af bankanum út af þessum afskriftum Skúla og annarra í bankanum. Eftir einkavæðingu Landsbankans eignaðist Skúli leifarnar af Oz, ásamt nokkrum öðrum fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins, og fór með til Kanada þar sem hann byggði það upp. Árið 2008 seldi Skúli Oz svo til finnska farsímarisans Nokia fyrir verð sem talað var um að hlypi á nokkrum milljörðum króna. Eftir hrunið flutti Skúli svo aftur til Íslands með fúlgur fjár og hefur haslað sér völl í viðskiptalífinu svo eftir hefur verið tekið með fjár- festingum MP banka, gagnaverinu Thor, Securitas og flugfélaginu WOW. Fjárfestingar eftir hrun: n Stærsti hluthafi MP banka (17,5 prósent) n Hluthafi í Securitas n Eigandi WOW Air n Eigandi Thor Data Center n Eigandi tölvuleikjaframleiðandans Caoz n Jarðir í Hvalfirði Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson Bakgrunnur: Árni og Hallbjörn keyptu Húsasmiðjuna ásamt Baugi árið 2002 af afkomendum Snorra Halldórssonar sem stofnaði fyrirtækið á sínum tíma. Árni og Hallbjörn, sem báðir eru menntaðir verkfræðingar, eru gamlir skólafélagar og bjuggu saman í Bandaríkjunum á námsárum sínum. Þeir seldu Baugi um 55 prósenta hlut í Húsasmiðjunni árið 2005 fyrir upphæð sem talið er að hafi numið um 3 milljörðum króna. Þeir fóru nokkuð klakklaust í gegnum hrunið en þeir eru jafnan taldir mjög skynsamir og áhættufælnir fjárfestar. Margir leituðu til þeirra með boð um fjárfestingar fyrir hrun en fengu yfirleitt neikvætt svar sem útskýrir að mörgu leyti hvers vegna þeir eru jafn vel staddir og raun ber vitni. Þeir seldu fyrirtæki sem þeir tóku þátt í að byggja upp í þrjú ár, Húsasmiðjuna, fyrir metfé og sátu svo á peningunum næstu árin en tóku ekki gylliboðum um fjárfestingar á Íslandi. Á þessu ári hafa þeir keypt samtals 44 prósenta hlut í Högum, ásamt nokkrum lífeyrissjóðum, fyrir um 5,4 milljarða króna. Fjárfestingar eftir hrun: n 44 prósenta hlutur í smásölurisanum Högum (Bónus, Hagkaup, Útilíf o.fl.) Kristinn Aðalsteinsson Bakgrunnur: Kristinn Aðalsteinsson auðgaðist um nærri 2 milljarða króna árið 2007 þegar hann seldi hlut sinn í útgerðarfyrirtækinu Eskju á Eskifirði. Hann er sonur Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka eins og hann var kallaður, sem var einn stöndugasti útgerðarmaður landsins á seinni hluta síðustu aldar. Eftir sölu hlutabréfanna í Eskju hélt Kristinn til Lundúna og er skráður til heimilis þar í landi samkvæmt Þjóðskrá. Frá árinu 2007 hefur hann stundað ýmiss konar fjárfestingar þar í landi, meðal annars með bresk skuldabréf. Hann hefur þó aukið umsvif sín hér á landi allverulega eftir bankahrunið 2008 eins og sést á fjárfestingum hans. Hann tók þátt í hlutafjáraukningu MP banka fyrr á árinu, á rúmlega 2 prósenta hlut í bankanum og var einn fjárfestunum sem keyptu öryggisfyrirtækið Securitas af þrotabúi fjárfestingarfélagsins Fons. Þá keypti hann nærri helmingshlut í iðnfyrirtækinu Límtré Vírneti í Borgarnesi af Lands- bankanum fyrr á árinu. Einn nánasti samstarfsmaður Kristins í fjárfestingum er dóttir hans Guðbjörg Kristbjörg Kristinsdóttir sem er menntaður viðskiptafræð- ingur. Hún er til dæmis varamaður í stjórn MP banka. Fjárfestingar eftir hrun: n 2 prósenta hlutur í MP banka n Hlutur í Securitas n 45 prósenta hlutur í Límtré Vírneti Guðmundur Steinar Jónsson Bakgrunnur: Guðmundur Steinar Jónsson er einn af Sjólaskipssystkinunum svokölluðu. Hin heita Berglind, Haraldur og Ragnheiður. Fjölskyldan auðgaðist gríðarlega árið 2007 þegar hún seldi erlenda starfsemi Sjólaskipa og tengdra félaga til Samherja fyrir um 140 milljónir evra, um 12 milljarða króna á gengi þess tíma. Sjólafjölskyldan hafði undanfarin tíu ár þar á undan gert út átta skip við Máritaníu og Marokkó í Afríku. Systkinin eru börn Jóns Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra og eiganda Sjólaskipa. Fjárfestingar eftir hrun: n 9 prósenta hlutur í MP banka í gegnum einkahlutafélagið Mizar – Berglind systir hans á 2,3 prósent í bankanum í gegnum einkahlutafélagið Alkor n Hluthafar í 600 milljóna skemmtigarði sem verður opnaður í Smáralind í nóvember n Ætluðu að kaupa Sjóvá með Heiðari Má Guðjónssyni í fyrra Helstu fjárfestarnir eftir hrun Stórtækur Skúli Mogensen hefur verið langstórtækasti fjárfestir landsins eftir hrun. Skúli sést hér ásamt Gunnari Karli Guðmunds- syni, fyrrverandi forstjóra MP banka, og Þorsteini Pálssyni, stjórnar- formanni MP banka, þegar kaup hans á bankanum voru kynnt fyrr á árinu. Íslands. Þetta eru þó einungis nokkur dæmi. Bankarnir halda að sér höndum Bankarnir, eigendur fasteignanna, hafa einnig verið tregir til að selja þessar eignir þó svo að mikill áhugi sé meðal fjárfesta á mörgum þeirra samkvæmt heimildum DV. Landsbankinn óskaði reyndar eftir tilboðum í nokkrar fasteignir í eigu eins dótturfélags Regins, Regins 3, síðla árs í fyrra en engin tilboð bár- ust þar sem eignirnar þóttu ekki merkilegar. Þá reyndi Reginn að selja verslunarmiðstöðina Smára- lind síðla árs í fyrra. Tvö tilboð bár- ust og var þeim báðum hafnað. Líkt og gildir um stefnu bank- anna hvað varðar yfirtekin fyrir- tæki hafa þeir það líka á stefnu- skránni að selja þær fasteignir sem þeir taka yfir um leið og þeir telja það hagkvæmt. Í reglum Arion banka um starfsemi fasteigna- félagsins Landfesta segir til dæm- is: „Stefnt er að því að selja félagið og/eða eignir þess um leið og hag- kvæmt er.“ Þessi regla er hins vegar háð túlkun fjármálafyrirtækjanna á því hvenær það telst vera hagkvæmt að selja fasteignirnar. Í einhverjum tilfellum getur það þjónað betur hagsmunum eigenda fasteignanna að eiga þær áfram, til dæmis vegna langra og hagstæðra leigusamn- inga við leigutaka þeirra. Þannig hafnaði Reginn tilboð- um í Smáralindina á þeim forsend- um að fyrirtækið væri í góðum rekstri. Í tilkynningu frá eiganda Smáralindar kom fram: „Félagið er í góðum rekstri og hefur sýnt stöð- uga afkomu síðustu misseri, allt bendir því til að félagið muni halda áfram að styrkjast. Með hliðsjón af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.