Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2011, Síða 21
Fréttir | 21Helgarblað 4.–6. nóvember 2011 H jördís tekur á móti blaða- manni og ljósmyndara á Grensásdeild Landspítalans. Þar er hún til þess að styrkja sig og læra að ganga á gervi- fótum sem hún fékk í stað þeirra sem hún missti fyrir fáeinum vikum. Hún er æðrulaus í viðmóti og ber það ekki með sér að hafa glímt við mikil veik- indi undanfarið, þurft að takast á við það áfall að missa tvo útlimi. Fyrstu einkenni veikinda hennar voru miklir kviðverkir en degi eftir að hún var lögð inn uppgötvuðu lækn- arnir að um væri að ræða streptó- kokka A, sýkingu sem hún fékk í ann- an eggjastokkinn. Út frá henni fékk hún blóðeitrun. Í öndunarvél í tíu daga Hún veiktist nótt eina í júní. „Þeg- ar ég hringdi á læknavaktina var mér sagt að þetta væri flensa sem myndi ganga yfir á sólarhring eða svo. Pabbi minn og systir voru svo dugleg að fara með börnin mín í bæinn þann dag- inn, af því ég var svo lasin. Svo þegar þau komu heim leist pabba ekkert á mig. Ég var rosalega kvalin.“ Hjördís var flutt með sjúkrabíl á Borgarspítal- ann en þaðan var hún flutt á Landspít- alann. Hún man afar óljóst eftir þess- um degi en man þó eftir sársaukanum þegar verið var að flytja hana á milli staða. „Ég man næst eftir mér á gjör- gæslunni,“ segir hún og brosir út í ann- að en á spítalanum var henni haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga. „Það var tvísýnt um það hvort ég hefði þetta af, þar til þeir sjúkdómsgreindu mig.“ Þurfti að læra að anda Hjördís var alls í tvær vikur á gjör- gæslu. Hún man lítið sem ekkert eft- ir þeim tíma, nema síðustu tveimur dögunum. Hún segir erfitt að vakna eftir svona langan svefn en þegar hún vaknaði voru nefbroddurinn, hendur hennar og fætur svört vegna eitrunar- innar. Hún gat sig hvergi hreyft. „Ég lá bara eins og hveitipoki. Mér var sagt að líkaminn hefði hrunið. Ég þurfti að læra allt upp á nýtt.“ Liturinn á nef- inu og höndunum gekk smá saman til baka á næstu dögum og vikum; hend- urnar urðu eðlilegar á litinn og nef- broddurinn líka, þótt hún beri ör. Eftir leguna á gjörgæslu var hún flutt á nýrnadeild þar sem nýrun störf- uðu ekki. Þar var hún í um mánuð og við lok þeirrar vistar var útlitið nokkuð gott. „Það leit út fyrir að ég fengi að halda fótunum, en það var útséð með tærnar. Ég var farin að hafa tilfinningu í fótunum og læknarnir töldu að þetta greri vel,“ segir hún svolítið eins og ekkert sé sjálfsagðara. Meira tekið en hún hélt Um miðjan september fór Hjördís í að- gerð á fótunum en hún tekur fram að hún eigi ekki gott með að muna tíma- setningar eða nákvæma atburðarás. Hún hafi fram til þessa ekki haft heilsu til að fá nánari lýsingu á því hvernig þetta gerðist allt saman. Tærnar voru teknar af henni í að- gerðinni og útlitið var ágætt. Um viku síðar komust læknarnir þó að því að dauðir vefir væru í ristinni og henni var sagt að taka þyrfti meira af fótun- um en að hælarnir myndu sleppa. Í ljós kom að dauðir vefir reyndust ofar í fótunum svo taka þurfti fæturna af, fyr- ir neðan miðjan sköflung, eða þar um bil. „Mér var sagt að það þyrfti að taka burt alla dauða vefi svo þeir mynduðu ekki sýkingu. Þegar ég vaknaði upp- götvaði ég að meira hafði verið meira af fótunum en ég hélt. Það var mikið áfall,“ segir hún. Æfir sig að ganga Hún hefur síðan þá verið í sjúkraþjálf- un – þar sem hún segist finna sífellt meira fyrir því að hún sé á batavegi. Hún fékk gervifætur en þeir gera það að verkum að hún getur gengið. Fyr- ir það er hún þakklát. „Það er þvílíkt frelsi að geta staðið upp úr stólnum. Ég er í sjúkraþjálfun tvisvar á dag til þess að læra að ganga. Það gengur ekki þrautalaust fyrir sig þar sem sárin eftir aðgerðina eru ekki gróin til fulls. Það er sárt að núast á þessu en ég þarf að læra að bera mig rétt og rétta almennilega úr mér,“ segir hún og brosir. Hún seg- ist fá harðsperrur út um allt, í kviðinn og víðar. „Það er ótrúlegt hvað mað- ur rýrnar þegar maður hættir að nota vöðvana.“ Börnin í góðum höndum Hjördís, sem á þrjú börn; ellefu og átta ára stúlkur og fjögurra ára dreng, hafði unnið hjá Reykjavíkurborg í hálf- an annan mánuð áður en hún veikt- ist. Það þótti henni skemmtileg vinna. Hún hafði áður glímt við atvinnuleysi en var svo heppin að vera búin að selja íbúð sem hún átti og var flutt heim til foreldra sinna með börnin. Hún seg- ir þá erfiðleika hafa reynst lán í óláni. „Ég er rosalega heppin hvað mamma og pabbi eru hraust og jákvæð en það tekur auðvitað á að vera með þrjú börn.“ Það léttir henni óneitanlega líf- ið að vita af börnunum sínum í góðum höndum. „Þau taka þessu vel miðað við aðstæður. Ég sé þó að það þarf ekk- ert mikið til að þau fái illt í magann eða verði veik. Þau eru undir álagi en líf þeirra er í jafnvægi. Ég er mjög stolt af þeim, hvað þau taka þessu vel og hvað þetta gengur vel upp.“ Eins og áður segir er vart hægt að sjá á Hjördísi að hún hafi glímt við erf- ið veikindi undanfarna mánuði. Henni gengur að sögn vel í endurhæfingunni og hún bindur vonir við að komast heim til barnanna sinna sem fyrst. „Ég er orðin heilbrigð – þó ég verði alltaf með gervifætur. Ég vonast til að ég geti farið heim eftir svona tvær vikur en ég þarf fyrst að geta gengið upp tröppur svo ég komist á dagdeildina. Þá get ég gist heima hjá börnunum mínum. Það verður æði,“ segir hún að lokum, full bjartsýni og tilhlökkunar yfir því að komast heim. Þriggja barna móðir missti báða fætur Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Viðtal Hjördís Árnadóttir er einstæð þriggja barna móðir sem veiktist í júní. Henni var fyrst sagt að um hefðbundna umgangspest væri að ræða en raunin var önnur. Hún fékk blóðeitrun og drep í fæturna svo taka þurfti af þeim báðum. Hjördís reynir nú að fóta sig við breyttar aðstæður, í orðsins fyllstu merkingu. Æðrulaus Hjördísi var fyrst sagt að um væri að ræða umgangspest sem myndi ganga fljótt yfir. Annað kom á daginn; hún fékk blóðeitrun og missti í kjölfarið tvo útlimi. Lærir að ganga Þegar Hjördís vaknaði eftir að hafa verið sofandi í tíu daga gat hún sig ekkert hreyft. „Þegar ég vaknaði þá uppgötvaði ég að það var tekið meira af fótunum en ég hélt. Það var mikið áfall. Getur skaðað líffæri „Streptókokkar A eru algengir og valda hálsbólgum,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hann segir að um einn tíundi hluti Íslendinga sé með streptókokka. Þeir geti verið mjög ágengir og valdið alvarlegum sýkingum. „Það getur komið fyrir að bakterían fari út í blóðið og skaðað líffæri. Þetta getur til dæmis byrjað í húð,“ segir hann. Haraldur segir að streptókokkar A hafi á Íslandi lengi valdið því sem kallað er skarlatssótt. „Þá fékkstu jarðarberjatungu og útbrot og þetta gat farið í nýrun,“ segir Haraldur. Hann segir að miðað við frásögn Hjördísar hafi sýkingin í hennar tilfelli verið afskaplega slæm, það sé ekki algengt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.